Tíminn - 01.04.1939, Síða 1

Tíminn - 01.04.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. * AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. «r> ; Rcykjjavík, laugardagiim 1. apríl 1939 39. blað Viðræður um þjóðstjórn halda enn áiram Omögulegt reyndíst að ljúka þeim í þessari viku Hið mikla herskipalagi Englendinga í Gibraltar. F Furðulegar fregnír um Island í erlendum blöðum Umræður um myndun þióðstjórnar halda enn á- fram milli þriggja aðal- flokka þingsins og mun þeim sennilega ekki verða lokið fyrir helgi. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, barst Framsókn- arflokknum síðastliöið laugar- dagskvöld 25. marz svar frá Sjálfstæðisflokknum, þar sem tilkynnt var, að hann hefði samþykkt að ganga til sam- starfs við Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn, en setti þó fram nokkur ný skilyrði fyrir þátttöku sinni í því samsta'rfi. Framsóknarflokkurinn snéri sér svo eftir síðustu helgi bréf- lega til Alþýðuflokksins og ósk- aði eftir að fá svar um afstöðu hans í þessu máli. Mun málið, eftir móttöku Ólafiur Thorlacíus lætur afi starfii Ólafur Thorlacius forstöðu- maður lyfjadeildar Áfengis- verzlunar ríkisins varð sjötugur 11. marz, og lætur nú af starfi. Að þessu tilefni höfðu sam- starfsmenn þau hjón, Ólaf og Ragnhildi, i boði sinu i gær- kvöldi, að Hótel Borg. Fáir menn bera aldur sinn betur en Ólafur Thorlacius, enda er hann beinni í baki og léttari í sþori en allur fjöldinn, en þetta stendur jafnan í hlut- falli við hið andlega fjör. Vekur þetta til umhugsunar um, að nokkur vandi sé á höndum þeirri kynslóð, sem við tekur, og talið er að þurfi friðunarlög fyrir jafnöldrum Ólafs, „landnáms- kynslóðinni nýju“, sem séð og lifað hefir að kalla allar fram- farir, sem orðið hafa í landinu, kynslóð, sem aldrei sást fyrir, hugsaði oftast um annað en sjálfa sig og samdi sér engin tryggingarlög, að láta þessi nýju friðunarlög ekki koma allt of harkalega niður fyrst í stað. Ólafur Thorlacius var áður bóndi, læknir og héraðshöfð- ingi. Um hann blésu þá hinir hressandi vindar hins orku- mikla, starfandi lífs. Va'r á Ólafi Thorlacius að skilja í ræðu, sem hann flutti i gærkvöldi, að það væri ekki vonum fyrr að hann hlyti sitt „útfararsamkvæmi“. Hann hefði flutt úr sveitinni, frá umsvifamiklum búskap, læknisstörfum, ferðalögum og fjölbreytni fásinnisins, þar sem menn þyrftu að vera allt í senn: kerra, plógur, hestur, læknir og prestur. Þetta hefðu orðið um- skipti meiri en hann hefði bú- izt við, úr því hann flutti í höf- (Framh. á 4. siðu) þessa bréfs, hafa veriö allmikið rætt í Alþýðuflokknum og at- kvæðagreiðsla farið fram um það í Alþýðusambandsstjórn- inni, hvort taka skyldi þátt í þjóðstjórnarmynduninni á þeim grundvelli óbreyttum, sem lagð- ur hafði verið í bréfaviðskiptum flokkanna. Bréflegt svar Alþýðuflokksins barst svo Framsóknarflokkn- um í gærmorgun. Kveðst Al- þýðuflokkurinn þar munu taka þátt í þjóðstjórn, en setur hins- vegar fyrir þeirri þátttöku nokkur ný skilyrði. Enn sem komið er, eru hin nýju skilyrði, bæði frá Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum eigi útrædd milli flokkanna. En stöðugar viðræð- ur hafa farið fram síðan svar Alþýðuflokksins kom. Og þeim mun verða áf-ram haldið. Þingmenn Framsóknarflokks- ins héldu fund í gærkvöldi og þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu, eftir því sem Tíminn hefi'r frétt, verið kallaðir á fund fyrir hádegi í dag. Merkir meon látnír Indriði Einarsson rithöfundur andaðist að heimili sinu hér í bænum í gær, nær 88 ára að aldri. Verður þessa merka manns nánar getið í blaðinu síðar. Harald Gustafsson fyrv. for- stjóri sænsk-íslenzka frysti- húússins í Reykjavík, andaðist, í Stokkhólmi í gær. Gustafsson flutti héðan síðastliðið haust, en þá varð hann að láta af störfum sökum heilsubrests. Hann hafði getið sér gott orð hér og hafði forgöngu um ýmsar merkilegar nýjungar, sem reynzt hafa þarflegar fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. Himi nýi garðyrkjuskóli að Reykjum í Ölfusi tekur til starfa í dag, en form- legri setningu er frestað, þar til hinn fyrsta sumardag. Nemendur skól- ans verða tuttugu, þar af þrjár stúlk- ur. Eru þeir flestir komnir, en aðrir væntanlegir á næstunni. í vor og sumar mun fara fram verkleg kennsla og er þegar hafin vinna í gróðurhúsum og við undirbúning ræktunar úti. í haust hefst bóklegt nám. Skólastjóri er Unnsteinn Ólafsson og kennarar Stefán Þorsteinsson og Sigurður Ingi Sigurðsson, er kemur í haust. t t r Síðastliöið ár var kartöfluuppskera hér á landi víðast neðan við meðallag, og í sumum landshlutum brást liún aö miklu leyti. í ár viröast menn yfirleitt hafa fullan hug á því, að vinna kartöfluræktina upp. Er eftir- spurn eftir útsæðiskartöflum mjög mikil og meiri en verið hefir að undan- förnu. Grænmetisverzlun ríkisins hefir fest kaup á rösklega 11 þúsund sekkj- um af erlendum útsæðiskartöflum og er það nær allt upppantað. Langmest hefir eftirspurnin eftir útsæðinu verið suðvestanlands, en einnig mikil annars staðar á landinu, meðal annars á Norðurlandi. t r t Mesta veðurblíða er nú um allt land og hefir verið hina síðustu daga. Snjó- laust er með öllu á Suðurlandi, og al- staðar annars staðar á landinu er snjólítið á láglendi, en samt nokkur Seinustu vikurnar hafa ýms erlend blöð birt allskonar kvik- sögur um íhlutun útlendinga hér á landi, einkum Þjóðverja. Er greinin í Manchester Guar- dian eitt frægasta dæmið í þeim efnum. Ýmislegt framferði kommúnista hér — eins og t. d. fréttaskeytið til kommúnista- blaðsins danska — virðist stað- festa þann grun, að mest af þessum kviksögum, sem vafa- laust munu verða okkur til al- varlegra óþæginda, séu runnar undan 'rifjum þeirra. Hversu fréttir þessar ýkjast og aflagast eftir því, sem þær breiðast meira út, má marka á grein, sem birtist 22. f. m. í franska blaðinu „Vu“, en það hefir allmilcla útbreiðslu. — Greinin lieitir : Hakakrossinn í Norður-íshafinu. Meðan hr. Hitler hreiðrar um sig' í Prag, hefir Göring yngri áhuga fyrir íslandi. snjóalög í sumum fjallabyggðum og snjóþyngslasveitum norðanlands. í gærmorgun var hiti 2—7 stig um allt land og víðast 6—7 stig. í morgun var hiti 2—6 stig. í uppsveitum suðvestan- lands, t. d. á fremstu bæjum í Borgar- fjarðardölum og sumstaðar í efstu byggðum Árnessýslu og víðar á kjarn- góðum beitarjörðum, hefir sauðfé verið sleppt. r r t í sjávarþorpunum við Eyjafjörð eru rnenn að hefja fiskiróðra, bæði á þilju- bátum og hreyfilbátum. Búizt er við að fiskur sé á miðunum. Hreyfilbátar, sem róið hafa frá Akureyri að undan- íörnu, hafa yfirleitt aflað dável. — Hrognkelsaveiði er hafin fyrir nokki'u og er sæmilega ör. Góðviðri er nú þar nyrðra. r r r í Vestmannaeyjum hefir afli verið ákaflega tregur að undanförnu. í fyrradag voru um fimmtán bátar á sjó og fengu lítinn afla, að þremur undanskildum, er fiskuðu 1100—1300 af vænum þorski hver. Voru þeir allir með net sín vestur af svonefndum Dröngum. í gær voru allir bátar á sjó. — Á Akranesi eru aflabrögð enn léleg, en hafa þó heldur glæðzt hina síðustu daga. Aðeins tveir bátar hafa net og öfluðu þeir vel í fyrradag. r r r Svo sem kunnugt er, var það fyrir- hugað, að Karlakór Reykjavíkur færi á þessu ári söngför til Ameríku, og Greinin sjálf er svohljóðandi: „Það eru nokkrir mánuðir síð- an vísindaleiðangur undir stjórn manns að nafni Wegener, kom til íslands. Leiðangursmennirn- ir voru tólf. Allir voru leiðang- ursmenn vel holdugir, höfðu snoðklippt höfuð og hið sér- kennandi þýzka yfirbragð. Wegener tjáði öllum að eini tilgangur ferðarinnar værf að sanna þá vísindalegu skoðun, að Ameríka og Evrópa hefði áö- ur fyr verið samfastar, en land- ið milli þeirra sigið í sjó og væri ísland eitt af seinustu leifum þess. Nú hafa íbúar Reykjavíkur byrjað að gefa til kynna nokk- urn kvíða: Wegener og föru- nautum hans — doktorunum — dettur ekki í hug að yfirgefa eyjuna, heldur hafa þeir farið að vinna að staðarrannsókn- um með myndatökum og dýpt- armælingum, sem ekkert eiga hafði kórinn náð samkomulagi við amerískt íélag um vesturförina. Því samkomulagi var rift, eins og frá hefir verið skýrt í blöðum og hófu umboðs- menn hins ameríska félags í þess stað samningaumleitanir við karlakórinn Fóstbræður um söngför til Vestur- heims. Nú er málum svo komið, að með öllu er útilokað, að úr slíkri söngför verði af hálfu neins kórs á þessu ári, og mjög ósennilegt að til þess komi heldur á næsta ári. / r r Sjómannadagsráðið hefir ákveðið að efna til samkeppni meðal íslenzkra ljóðskálda og tónskálda um sérstök sjómannaljóð og göngulag við þau. Verður fyrst látin fara fram sarn- keppni um ljóðin og verðlaun veitt fyrir tvö beztu kvæðin, sem ort verða og verðlaunahæf þykja. Verða verð- launin 150 krónur og 50 krónur. Dóm- nefndina, sem fær kvæðin til umsagn- ar, skipa Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Sigurður Nordal pró- fessor og Geir Sigurðsson skipstjóri. Skáld, sem sinna þessu, eiga að senda kvæði sín til sjómannadagsráðsins 1 Ingólfshvoli, Reykjavík, fyrir 20. apríl og á að fylgja kvæðinu nafn höfund- arins í sérstöku umslagi, er sé merkt á sama hátt og umslagið, sem kvæðið er í. Kvæðin eiga að vera minnst þrjú erindi og sé hvert eigi styttra en sex ljóðlínur og sé bragarhátturinn vel til þess fallinn að semja við það göngu- lag. Síðar veröur leitað til tónskáld- anna um lag við kvæðið, er bezt þykir. skylt við hina fornsögulegu til- gátu þeirra, en auk þess hefir þýzkt skip, „Meteor“, sem fæst við hafrannsóknir, varpað akk- erum í hinum stóra Faxaflóa framan við höfuðborgina, og virðist eiga að liggja þar til frambúðar. Daglega koma dát- arnir og hásetarnir, raða sér upp og ganga á hermannavísu um götur Reykjavíkur meðan þeir syngja Horst Wessel söng- inn eða: „Deutchland uber alles“ fyrir nefinu á fólkinu, sem er undrandi og hneykslað, og yfirvöldunum, sem ekki þora að andæfa. — En allt þetta er þó ekki nema smáleikur. Hið alvarlegasta er að þessir boðberar nazismans gera sig ekki ánægða með taum- lausa útbreiðslustarfsemi (sem hefir snert Sjálfstæðisflokkinn og íhaldsflokkinn, og oröið til þess að stofnaður hefir verið þjóðlegur nazistaflokkur) held- ur hafa þeir einnig byrjað að. smygla á land fyrir nokkrum vikum vopnum, sem þeir deila út meðal þeirra, sem eru vel- viljaðir. ísland, sem skildi við Dan- mörku 1918 og er nú í því eina sambandi við hana, að vera hluti af danska konungsríkinu, virðist i dag — þrem mánuðum eftir 20. sjálfstæðisafmæli sitt — vera umsetið fórnardýr þriðja ríkis- ins. — Enginn efast nú lengur um að leiðangur Wegeners leitar þar að lendingarstöðum fyrir flugvélar og lægjum fyrir neð- ansjávarskip. Bróðir Görings marskálks hefir komið í heim- sókn til eyjarinnar með mikilli leynd og hefir átt leyndardóms- full viðskipti við vissa íhalds- leiðtoga. Loks er hin fjárhags- lega yfirdrottnun hafin: Þýzkaland hefir keypt mikinn hluta saltfisksins (einu auðæfi eyjarinnar) gegn vöruskiptum. Vegna þess flæða nú hinar þýzku vörur yfir eyjuna. — Skýringin á öllu þessu hátta- (Framh. á 4. síðu) Stjórn Francos viðurkennd Ríkisstjórnin gaf út svo- hljóðandi tilkynningu í gær: Að fengnum konungsúrskurði hefir stjórn Francos hershöfð- ingja í Burgos í dag verið til- kynnt, að stjórn hans væri af íslands hálfu viðurkennd sem lögleg stjórn Spánar. Samskonar tilkynning mun stjórninni í Burgos einnig hafa borizt frá stjórnum hinna Norðurlandaríkjanna samkv. áður gerðu samkomulagi þeirra um að ákvörðun um viðurkenn- ingu skyldi tilkynnt Franco- stjórninni samtímis af hálfu allra Norðurlandaríkjanna. A víðavangi Óþarfi er fyrir Mbl. að vera með dylgjur um það, að Fram- sóknarmenn hafi sýnt kommún- istum einhverja sérstaka „lin- kind“ á undanförnum árum af ótta við að „missa kjósendur í kjördæmunum“. Blaðið ætti heldur að segja frá því, þegar Árni frá Múla var að smjaðra fyrir konnnúnistum á Jökuldal í síðustu kosningum. * * * Vísir gefur í gær ýmsar nýjar upplýsingar viðkomandi starfs- háttum í Sjálfstæðisflokknum. Hann skýrir frá því, að at- kvæðagreiðslur þær, er farið hafa fram um þjóðstjórnar- myndun í þingflokki og flokks- ráði Sjálfstæðismanna, þar sem meirihluti (á báðum stöðum) var fylgjandi þjóðstjórn, beri ekki að skoða sem samþykkt, er gildi hafi fyrir flokkinn í heild. Segir hann að þingmenn flokks- ins hafi, þrátt fyrir slíkar at- kvæðagreiðslur algerlega ó- bundnar hendur um afstöðu til mála og sé ekki ætlazt til, að þeir taki tillit til meirahlutans. * * * Samkvæmt þessum upplýsing- um Vísis eru atkvæðagreiðslur í þingflokki Sjálfstæðismanna og flokksráði ekkert annað en yfir- lýsingar frá einstökum þing- mönnum um, hvaða afstöðu þei'r ætli sér að taka. Þær hafa ekki nægilegt gildi sem samþykkt og má ekki taka mark á þeim sem slíkum. í raun og veru þýðir þá heldur ekkert að snúa sér til flokksins í heild til að fá að vita afstöðu hans. Rétta leiðin er að snúa sér til hinna einstöku þing- manna flokksins. * * * Skætingi þe^im, sem Vísir er með um Framsóknarflokkinn í þessu sambandi, er fljótsvarað. Það er alveg rangt* að þingmenn Framsóknarflokksins séu skyldir til að greiða atkvæði í þingi samkvæmt samþykkt miðstjórn- ar-, ef fyrir liggur. Reglan er sú, samkvæmt lögum flokksins, að ef meirihluti miðstjórnar og meirihluti þingmanna samþykk- ir að mál skuli gert að flokks- máli, ber öllum þingmönnum flokksins að fara eftir þeirri samþykkt, ef þeir kjósa að vera áfram í flokknum. Þetta ákvæði hefir margsinnis verið birt op- inberlega og ritstjóra Vísis því vorkunnarlaust að fara rétt með. * * * Það kemur sannarlega úr hörðustu átt og er broslegt í meira lagi, þegar „Þjóðviljinn" í dag tekur það upp eftir liði Jóns í Stóradal að býsnast yfir „handjárnunum“ i Framsókn- arflokknum!! Er Einar Olgeirs- son kannske búinn að gleyma því, þegar við lá, að hann yrði rekinn úr kommúnistaflokknum fyrir „hægri villu“ og Hallgrím- ur Spánarfari, sem seinna reyndist haldinn af „vinstri villu“ var látinn lesa yfir honum áminningarræðu í útvarpinu rétt fyrir kjördag? Eða þegar ísleifur Högnason var látinn biðja fyrirgefningar á prenti og Brynjólíi Bjarnasyni varð næst- um fótaskortur á línunni — hafði sýnt „sáttfýsi við tæki- færisstefnuna“ eftir því sem Verklýðsblaðið sáluga sagði? En þessi æfintýri verður sjálfsagt tækifæri til að rifja nánar upp, þegar „línudansararnir“ fara að sýna listir sínar í sambandi við lausn þeirra stórmála, sem nú liggja fyrir. * * * Kommúnistar hafa aldrei sýnt betur kæruleysi sitt og andúð gegn frelsi þjóðarinnar en und- anfarnar vikur. Þeir hafa breytt út erlendis fréttir, sem eru skað- legar hlutleysi og sjálfstæði landsins. Þeir hafa gert kröfur til áð óþekktum útlendum fjár- plógsmönnum væri afhent um- boð frá þjóðinni til að leita eftir lánsfé fyrir hennar hönd. Þeir hafa heimtað að félagsskapur, (Framh. á 4. síðu) A. KROSSGÖTTJM Garðyrkjuskólinn á Reykjum. — Útsæðiskaup. — Veðurfarið. — Fiskiróðrar við Eyjafjörð. — Úr verstöðvunum. — Engin söngför til Vesturheims. — Verð- launakeppni um sjómannasöng.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.