Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBEAÐIÐ Stjörnufélagið. Fundur nnnað kvöld kl. 8Va- Formaðurinn flytur erindi: KölJun konunnar. Guðspekifélagar vel- komnir. Þingmálafundur verður á rnorgun við Ölfusár- brú og á að hefjast um nónbil. Magnús Torfason boðar til hans. Ahætta verkalýðsins. í s. 1. viku var verkamaðúr hér í borginni, Bernharð Helgason. Bergstaðastræti 55, að vinna við húsbyggingu. Var hann þar uppi við vinnuna með járn í hendi; en járnið snart rafmagnsljósataug, og féll Bernharð þegar niður meðvit- undarlaus og vissi ekki til, sín lengi á eftir. Var honum í fyrstu naumast hugað líf, en sem betur för hrestist hann furðu fljótt og var eftir fáa daga aiheill og laus- við áhrif rafmagnsstraunrsins. Þenna dag árið 1118 andaðist Gissur bisk- up ísieifsson. Á morgun eru 98 ár, síðan enski efnáfræð- ingurinn Davy andaðist. Við hann eru kendir öryggislamparnir, sem notaðir eru í námum. Pá eru og 39 ár, síðan Gísli skáld Brynjólfs- son dó. „Sendiherrann frá Júpiter“, sjónleikur Guðmundar Kamb- ans, verður sýndur annað kvöld. Reykvíkingar ættu að nota taiki- færið tii að sjá leiksýningu þessa, áður en það gengur þeim úr greipum. * Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætí 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Krafa verkalýðsins: 8 stunda vinna, 8 stunda hvild, 8 stunda svefn. Qengi erlendra mynta í dag: Steriingspund. . . . . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,84 100 kr. sænskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 108,25 Dollar.....................— 4,57 100 Irankar franskir. . . — 18,09 100 gyllini hollenzk . . — 183,00 100 gullmörk þýzk... — 108,19 Alþýðuflokksfólk, sem ætlar burtu úr bænum, er beðið að koma til viðtals í kosn- ingaskrifstofu Alþýðufiokksins í Al þýðuhúsinu. Nú ríður á að rífa niður ihaldið og steypa tolla-áveitustjóra þess. Á móti henni. Maðurinn hafði verið í kirkju, sofið þar og kemur nú heim. Konan: Um hvað talaði prestur- inn? Maðurinn: Hm, hm, — um syndina! Konan: Hvað sagði hann um hana ? Maðurinn: Hm, hm, — hann var —- var —- hm — var á móti henni. Aiilrætfii að terimatrl||g|a ^.strax! Nordisk Brandforslkring 1.1. býður lægstu fáanlegu iðgjöld og fljóta afgieiðslu. Sími 569. Aðalumhoð Vesturgötu 7. Pósthólí 1013. m m Nýkomið: Kvenregnhlífar frá 4,35 — 35,00. Mikið úrval afvínnu- fatnaði. Fiður og dúnn í sængur og kodda. Ferða- töskur frá 3,10—45,00. Sporthúfur frá 2,00—0,50. Hinir heimsfrægu Christy- hattar fást að eins í VdrnMsinn ■ Góð bók. Ódýr bók. • Frá Vestfjörðum tii Vestribyggð- ar« heitir áfarskemtileg bók (með mörgum myndum) eftir Ólaf Friðriksson, sem kemur út í þrem heftum á 1 kr. og 50 aura hvert. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á 'hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Bækur. Rök jafnadarstefnunnar. Útgef- andi Jafnaðarmannafélag Islands. Bezta bókin 1926. Bylting og thalrí úr „Bréfi til Láru“. Deilt um jafnadarstefnuna eftir Upton Sinclair og amerískan í- haidsmann. Byltingin í Russlanríi eftir Ste- fán Pétursson dr. phil. Höfudóvinurinn eftir Dan. Grif- fiths með formála eftir J. Ram- say MacDonald, fyrr verandi for- sætisráðberra í Bretlandi. Kommúnista-úvarpid eftir Karl Marx og Friedrich Engels. Húsid vid Nordurá, spennandi leyniiögreglusaga, íslenzk. Fást á afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendar að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðaistr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Stórt úrval af gúmmivörum til reiðhjóla og barnavagna mjög. ó- dýrt i Örkinni hans Nóa. Rjómi fæst ailan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Vanti ykkur reiðhjól til leigu, þá komið á Laugaveg 17, bak- húsið. Hvergi ódýrári. Til hreingerninga er Gold Dust þvottaeinið tilvalið. Verzlið vít) Vikar! Þad verdur notadrjjgst._________________ Ritstjóri og ábyrgAarmaöur > Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. „Hvað finst ykkur? Nú hefir hann unnið svo mikið, að hann rís ekki undir því,“ sagði Dubourchand i sþaugi. Delarmes gaut leyndardómsfullu hornauga til Adéle, en hún forðaðist að líta á hann. Bifreiðin þaut af stað og var að vörmu spori komin niður að höfn. Lautinantinn fór út. „Afsakið! Ég kem alveg strax.“ Síöan hvarf hann. „Pakkir!“ „Þetta er nú kárl í krapinu," sagði Du- bourchand. „Aldrei á.æfi minni hefi ég séð aðra eins heppni. Þessir Ameríkumenn hafa líka alt af lukkuna meðj Vindiing, Deiar- mes ?“ Þau sátu þögul. Það glitti í vindlingana. Bifreiðin blés og stundi. Rafmagnsljósin í Monte Carlo blikuðu, og dökk skipin og skemtibátarnir báru af stjörnuhimninum. Nú heyrðist fótatak á stéttinni. Paterson kom í Ijós. „Alt er í lagi,“ sagði hann. Bif- reiðarstjórinn opnaði hurðina, og hann sett- ist. Adéle brosti til hans, og bann svaraði þvi. „Hafið þér nú komið fénu á öruggan stað?“ spurði Ðelarmes kæruleysislega. „Það er nú komið í eldtraustan skáp í káetu minni, tveir hásetar á ver^. á þil- farinu, og til vonar og vara er lykillinn um hálsinn á mér. Mér þætti gaman að sjá þann náunga, sem gæti rænt öllum vinningnum." Nú var farið að tala um ræningja og glæpamenn, og Dubourchand sagði margar fyndnar sögur af þeim. Bifreiðin þaut áfram ýmist gegn um eða fram hjá smáþorpun- um, sem lágu með fram ströndinni. Loks var numið staðar á Place Massena. Hljóð- færasláttur og danz heyrðist út. Þau stigu út, og Paterson borgaði bifreiðarstjóranum Því næst fóru þau inn í húsið og komu sér fyrir í sófahorni. Þaðan sáu þau fólkið vel. Adéle hvarf. Hún þurfti að laga sig. Pat- ersön bað um nokkrar flöskur af Heidsieck Mojiopoie, kalda kjúklinga og brauð. Delarmes bað afsökunar, þóttist þurfa að heilsa upp á kunningja sinn, sem hann hefði séð. Þess í stað fór hann fram í fordyrið fyrir framan búningsherbergi kvenna, tók þar stöðu og beið eftir Adéle. Tjaldinu var lyft til hliðar, og hún leit skelfd á Delarmes. „Ert það þú?“ sagði hún. „Já, elskan mín! Heyrðu! Þú verður að hjálpa mér í síðasta sinn. Þú sást nú, hvað ég var óheppinn,“ Adéle ypti öxlum. „Já, árans óheppnin! En heyrðu! Útvegaðu mér iykilinn, sem er um hálsinn á Pater- son. Ég sver, að ég skal aldrei ónáða þig oftar.“ „Ertu alveg vitlaus, Jacques?“ „Kann ske. Ég verð að fá þessa 86 000 franka. Ég er alveg á hausnum eins og þú veist. Útvegaðu mér iykilinn. Aldrei fram- ar skal ég þá koma fyrir augu þín.“ Adéle setti á sig skeifu og sagði með háðsglotti: „Fyrst og fremst veit ég ekki, hvernig í ósköpunum ég ætti að ná í lyk- ilinn hans, og í öðru iagi veit ég ekki, hvað þú ætlar eiginlega að gera við hann. Þú heyrðir sjálfur, að Paterson lautinant hefir peningana sína um borð í tundurbátnum og þar er vörður bæði dag og nótt; — kann v ske þú ætlir að drepa alla skipshöfnina? Þér er til alls trúandi!“ „Útvegaðu mér bara lykilinn," sagði De- iarmes kuldalegá. „Þér veitist það ekki svo erfitt að ná í hann; þú sérð, að þú getur vafið honum um fingur þér.“ Adéle fór að hugsa sig um. „Viltu lofa því hátiðlega í nafni alis, sem er þér heiiagt, — þér er nú annars ékkert heilagt, —• en geturðu svuríð, að þú ætlir i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.