Tíminn - 01.07.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 01.07.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. Verzlunarvelta S. I. S. nam 24,220 þás. kr. síðastliðið ér I árslok voru 15,298 félagsmenn í sambandsfélögfunum Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga hófst í gær í Reykholti og mun standa yfir næstu daga. Á fundinum eru mættir 63 fulltrúar frá 43 félögum. Full- trúar eru enn ekki mættir frá fjórum félögum, en von er á þeim. Formaður Sambandsins, Ein- ar Árnason alþm., setti fundinn kl. 9 árdegis. í ræðu sinni minnt- ist hann sérstaklega Tómas heit. Jónassonar kaupfélagsstjóra á Hofsós. Aðalmálin á dagskrá í gær voru skýrsla formanns, skýrsla Sigurðar Kristinssonar forstjóra um rekstur og hag S. í. S. á síð- astliðnu ári og skýrsla Aðalsteins Kristinssonar framkvæmda- stjóra um 'störf innflutnings- deildar. Samkvæmt skýrslu forstjóra Aukníng vélbátaílotans Ellefu bátar hafa verið keyptir frá át- löndum á þessu ári. Samkvæmt heimild Fiskifé- lags íslands, hafa verið keyptir hingað til lands á þessu ári ell- efu vélbátar frá 26—96 smál. að stærð. Til Vestmannaeyja hafa verið keyptir fimm bátar. Guðlaugur Brynjólfsson útgerðarmaður hefir keypt 26 smál bát, sem smíðaður hefir verið í Danmörku á þessu ári. Karl. O. Guðmunds- son o. fl. hafa keypt 33 smál. bát frá Belgíu, smíðaðan 1936. Árni Böðvarsson hefir keypt 50 smál. bát frá Belgíu, smíðaðan 1936. Kaupfélagið Fram hefir keypt 50 smál. bát frá Danmörku, smíðaðan 1930. Gunnar Ólafsson & Co. hafa keypt 50 smál. bát frá Danmörku, smíðaðan 1930. Til Siglufjarðar hafa verið keyptir tveir bátar. Guðmundur Hafliðason hefir keypt 33 smál. bát frá Danmörku, smíðaðan 1899 og umbyggðan 1939. Ingvar Guðjónsson hefir keypt 96 smál. bát frá Englandi, umbyggðan í Noregi á þessu ári. Til Fáskrúðsfjarðar hefir Mar- teinn Þorsteinsson keypt um 90 smál. bát frá Englandi, smíðað- an 1913. Til Hólmavíkur hefir Sam- vinnufélag Hólmavíkur keypt 50 smál. bát frá Danmörku, smíð- aðan 1930. Til Hnífsdals hefir hf. Vörður keypt 50 smál. bát frá Dan- mörku. Til Akureyrar hafa Jakob Jónsson og Karl Friðriksson keypt 92 smál. bát frá Englandi, smíðaðan 1919. Eins og getið var um í seinasta blaði, ér nýlokið smíði 130 smál. skips í Vestmannaeyjum og víða á landinu er nú verið að smíða fleiri eða færri báta með styrk úr Fiskimálasjóði. Mun aukning vélbátaflotans verða óvenjulega mikil á þessu ári og má vafalaust þakka það ...ugislækkuninni að miklu leyti. Þótt kaup og smíði sumra þess- ara báta væru afráðin áður en hún kom til framkvæmda, er víst, að þær ákvarðanir voru teknar í von um slíka eða hlið- stæða ráðstöfun til eflingar sj ávarútveginum. voru í S. í. S. um seinustu ára- mót 46 félög með samtals 15,298 félagsmenn. Einu félagi, Verzl- unarfélagi Norðurfjarðar var veitt inntaka á fundinum í gær og eru því nú 47 félög í S. í. S. Verzlunarvelta S. í. S. á síð- astliðnu ári nam alls 24,220 þús. kr. og skiptist hún þannig: Að- keyptar vörur 10,446 þús. kr., innlendar vörur 11,724 þús. kr. og verksmiðjuvörur S. í. S. 2,050 þús. kr. Með aðkeyptum vörum eru taldar innlendar iðnað.ar- vörur, sem ekki eru unnar af verksmiðjum S. í. S. Rekstrarhagnaður S. í. S. varð 709 þús. kr. á árinu og verður honum, ásamt 61 þús. kr. rekstr- arafgangi frá 1937, ráðstafað á þessum fundi. Sala sambandsfélaganna á að- keyptum vörum (innlendar iðn- aðarvörur meðtaldar) nam á ár- inu 18,725 þús. kr. og á innlend- um vörum 11,500 þús. kr. Sam- anlögð sala sambandsfélaganna varð því 30,225 þús. kr. Tíminn mun flytja nánari frásögn síðar frá aðalfundinum og rekstri og afkomu S. í. S. á síððastliðnu ári. ' Aðalfundur Sláturfé- lags Suðurlands Aðalfundur Sláturfélags Suð- urlands var haldinn í Reykjavík fyrir nokkru síðan. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Helgi Bergs, skýrði frá starfrækslu þess síðastliðið ár. Alls keypti félagið og slátraði 58931 kind og nam innkaupsverð fénaðarins 1.109 þúsund krónum. Er þetta fyllilega meðaltala slát- urfjár, miðað við undanfarin ár, en þó um 24 þúsundunum færra en haustið 1937. Ennfremur keypti félagið nautgripi og svín fyrir 108 þúsund krónur árið 1938. í ullarverksmiðjunni Framtíð- in var unnið úr rúmlega fimmtíu smálestum ullar á árinu, ýmist lopi, band eða prjónavörur. Er það svipað ullarmagn, sem unnið hefir verið úr og næstu ár á undan, en mun meira af ull- inni var nú fullunnið í prjóna- vörur. Sjóðir félagsins jukust á árinu um 64 þúsundir króna. Úr stjórn félagsins áttu að þessu sinni að ganga Pétur Otte- sen alþingismaður á Ytra-Hólmi og Lárus Helgason bóndi í Kirkjubæjarklaustri. Voru þeir báðir endurkosnir. Auk þeirra skipa nú stjórn Sláturfélagsins Ágúst Helgason bóndi í Birtinga- holti, formaður, Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Stóra- Hofi og Kolbeinn Högnason bóndi í Kollafirði. Varamenn í stjórnina voru einnig endurkosnir Hallvarður Ólafsson bóndi á Geldingaá í Leirársveit og Helgi Jónsson bóndi í Seglbúðum í Landbroti. V estmaimadagur Iim á Þingvöllum verður sennilega mjög fjölsóttur, ef veður helzt gott. Undirbúningi undir hátíð- ina er að mestu lokið. Fer sjálf hátíðin fram í Hvannagjá, ofan við Leirana og lítið eitt innan- vret við þá. Hefir þar verið sleg- ið tjöldum miklum og smíðaður ræðupallur og fánastengur reist- ar. Bifreiðaferðir til Þingvalla eru frá Steindórsstöð og hefjast klukkan 8 árdegis og verða úr því á hverjum klukkutíma. Mynd þessi er tekin af kennimön num þeim, sem voru viðstaddir biskupsvígsluna á sunnudaginn. Er hún tekin í Alþingishúsgaröinum. Sjást á henni i fremstu röð (frá vinstri til hœgri): Séra Steján Kristinsson, prófastur, Völlum, séra Böðvar Bjarnason, prófastur, Rafnseyri, Sigtryggur Guð- laugsson, prcep. hon., Núpi, séra Magnús Bjarnarson, prœp. hon., Borg, séra Magnús Bl. Jónsson, past., em., Rvik, séra Friðrik Friðriksson, Rvík, séra Friðrik Hallgrímsson, prófastur, Rvík, séra Þorsteinn Briem, próf- astur, Akranesi, séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, Akureyri, séra Sigurgeir Sigurðsson, biskup, séra Jón Helgason, dr. theol. biskup, séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, séra Ólafur Magnússon, prófastur, Arnarbœli, séra Jósef Jónsson, prófastur, Setbergi, séra Ófeigur Vigfússon, prófastur, Fellsmála, séra Jónmundur Hall- dórsson, Stað, Grunnavík, séra Sigurður Einarsson, dósent, Rvík, séra Garðar Þorsteinsson, Hafnarfirði, séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, séra Ásmundur Gíslason, prœp. hon., Rvík. Miðröð: Séra Gísli Skúlason, Eyrarbakka, séra Sigurður Stefánsson, Móðruvöllum, séra Þorsteinn Jó- liannesson, prófastur, Vopnafirði, séra Marinó Kristinsson, ísafirði, séra Ólafur Ólafsson, Kvennabrekku, séra Jón Pétursson, prójastur, Kálfafellsstað, séra Þorsteinn B. Gislason, Steinnesi, séra Valgeir Helgason, Hrífunesi, séra Bergur Björnsson, Stafholti, séra Garðar Svavarsson, Rvík, séra Sveinn Guðmundsson, past. em., Rvík, séra Brynjólfur Magnússon, Grindavík, séra Benjamín Kristjánsson, Laugalandi, séra Björn Magnússon, prófast- ur, Borg, séra Gunnar Árnason, Æsustöðum, séra Jón Ólafsson, Holti, ön., séra Guðbrandur Björnsson, próf- astur, Hofsós, séra Jón Þorvarðarson, prófastur, Vík, séra Guðmundur Benediktsson, Barði, séra Vilhj. Briem, past. em., Rvík, séra Jóhann Briem, Melstað, séra Sigurður S. Haukdal, prófastur, Flatey, séra Kristinn Daníels- son, prœp.hon., séra Einar Thorlacius, prœp. hon., séra Árni Þórarinsson, prcep.hon.,séraÞórður Ólafsson.prœp.hon., séra BjörnStefánsson,prófastur, Auðkúlu, séra Matthias Eggertsson, Rvík, séra Sigurjón Guðjónsson, Saurbœ, séra Björn O. Björnsson, Höskuldsstöðum, séra Einar Sturlaugsson, Patreksfirði.séra Jón Brandsson, prófastur, Kollu- fjarðarnesi í Str.s., séra Halldór Jónsson, Reynivöllum, séra Ásgeir Ásgeirsson, prófastur, Hvammi, séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, Rvík, séra Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti, séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík, séra Hólmgrímur Jósefsson, Skeggjastöðum, séra Halldór Kolbeins, Stað í Súgandafirði, séra Lárus Arn- órsson, Miklabœ, séra Magnús Guðmundsson, Ólafsvík, séra Sigurbjörn Einarsson, Breiðabólsst., séra Jón Finns- son, past. em., Rvík. séra Eiríkur Stefánsson, Torfastöðum, séra Guðmundur Helgason, Staðarstað. E f sta röð: Séra Siguröur Pálsson, Hraungerði, séra Gunnar Jóhannesson, Skarði, Gnúpverjahr., séra Eiríkur Brynjólfsson, Útskálum, séra Jón Thorarensen, Hruna, séra Jón J. Auðuns, fríkirkjuprestur, Hafnarfirði, séra Ingólfur Þorvaldsson, Ólafsf., séra Gísli Brynjólfsson, Kirkjubœjarklaustri, séra Sveinn Ögmundsson, Þykkva- bœ, séra Erlendur Þórðarson, Odda, séra Magnús Þorsteinsson, past. em., Rvik, séra Þorvarður G. Þormar, Lauf- ási, séra Jakob Einarsson, prófastur, Hofi, séra Einar Guðnason, Reykholti. Nœstkomandi miðvikudag leggur Lúðrasveit Reykjavíkur af stað í skemmti- og hljómleikaferð til Austurlands. Farið verður héðan með Súðinni og spilað á öllum fjörðum, þar sem skipið kemur við, til Seyðisfjarðar. Þar fer sveitin í land og verður á héraðsmóti að Hallormsstað á sunnudaginn 9. þ. m. og fer síðan heim í bifreíðum norður um land. Lúðrasveitin hefir áður farið tvœr slíkar ferðir til Norðurlandsins og víðsvegar um Suður- land. Austurland hefir hingað til orðið afskipt að þessu leyti, sem og ýmsu öðru, vegna óhagstœðra samgangna o ■ er þvi vel farið að sveitin fer þessa för. Stjórnandinn er þýzkur maður, Albert Klahn að nafni, en að farar- stjóra hefir sveitin fengið Sigurð Baldvinsson póstmeistara, sem er Aust- firðingur að œtt og þaulkunnugur þar um slóðir. — Myndin er tekin af lúðrasveitinni í hljómskálagarðinum og sést Hljómskálinn á bak við. — K c ii ii a r a |» i 11 £ i O A víðavangi Ólafur Thors birtir athuga- semd í Mbl. í dag við ummæli í seinasta blaði Tímans um hið fyrirhugaða tekjuhallaskip Eim- skipafélagsins. Það má vel vera, að Ólafur hafi eitthvað ymprað á þessu máli við suma meðráð- herra sína, en það breytir engu um það, að hann hefir sem ráð- herra, gefið Eimskipafélags- stjórninni ádrátt um stuðning ríkisins við tekjuhallaskipið, án þess að hafa til þess samþykki ríkisstj órnarinnar. Allir hinir ráðherrarnir eru óbundnir af loforði hans. Má vel vera, að ein- hverjir kunni að hafa þá trú, að starf þjóðstjórnarinnar geti lán- ast, þótt hver einstakur ráðherra hefði þann sið, að láta undan hverskonar kröfum um stórfelld útgjöld úr ríkissj óði, án sam- þykkis — og jafnvel gegn vilja — samstarfsmanna sinna. En hætt er við, að þessir menn eigi eftir að reyna, að slíkt sé oftrú. * * * Tímanum þykir rétt í þessu sambandi að minna á eftirfar- andi ummæli forsætisráðherra, þegar hann tilkynnti myndun þj óðstj órnarinnar á þinginu — því þau verða aldrei of oft end- urtekin: „Ef félagsheildir, stétt- ir eða einstaklingar, sem standa að baki ráðherrum í ríkisstjórn- inni, sýna ásælni í því, að fá dregin sinn taum eitt fet fram- ar því, sem réttlátt er, saman- borið við aöra, og framar því, sem alþjóðarheild leyfir, og lát- ið verður undan þeirri ásælni, þá mun samstarfið,að mínu áliti sem forsætisráðherra, mistakast.“ .A. KB O S Hafnargerð á Dalvík. - Fréttir úr Svarfaðardal. S G 0 T U 3SÆ - Byggilegt sjávarþorp. — — Byggingar í Öxarfirði. — Garðrækt í Dölum. — Tilraunir með votheysverkun. Undirbúningi að hafnargerð é Dal- vík er nú langt komið og verður innan skamms byrjað á sjálfu verkinu. Hafn- argarðurinn verður um 300 m. langur og er kostnaðarverð hans áætlað 450 þús. krónur. Dýpkun hafnarinnar inn- an garðsins og uppfylling meðfram landi. Upp frá þorpinu er stór og blómleg sveit, Svarfaðardalurinn, og þorpsbúar geta haft aðgang að rækt- unarlöndum í næsta nágrenni þorps- ins. Dalvík er í greiðu sambandi við bílvegakerfi landsins. Þangað er um klukkustundar akstur á bifreið frá Kennaraþingið eða ársþing Sambands íslenzkra barnakenn- ara var háð hér í bænum dagana 19.—26. þ. m. Sóttu það 52 full- trúar, eða næstum því allir, sem þar geta átt sæti. í S. í. B. munu nú vera um 430 kennarar alls. Aðalmál þingsins voru mennt- un kennara, launamál, rikisút- gáfa skólabóka, auka ýmsra sér- mála S. í. B., eins og útgáfa á almennu uppeldismálablaði og barnabókum. Um menntun kennara gerði þingið þá ályktun, að skora á stjórn háskólans, að húsrúm það, sem ætlað er uppeldismála- deild í hinni nýju háskólabygg- ingu, verði búið tilheyrandi hús- gögnum samtímis öðrum deild- um háskólans. Jafnframt var skorað á kennslumálaráðherra, að hlutast til um að stofnað verði prófessorsembætti f upp- eldisvísindum við háskólann og undirbúningsmenntun kennara verði breytt þannig, að sérnám- ið (barnasálarfræðti, uppeldis- fræði og kennslufræði) og verk- legt nám verði stórlega aukið. Samþykkt var, að kennaraþing skyldu eftirleiðis haldin annað hvort ár. Stjórn S. í. B. skipa nú: Sigurður Thorlacius (form.), Arngrímur Kristjánsson, Aðal- steinn Sigmundsson, Pálmi Jó- sefsson, Bjarni M. Jónsson, Gunnar M. Magnúss, og Guðjón Guðjónson. Á þinginu var samþykkt að gera þá Magnús Helgason fyrrv. skólastjóra, Þórð Thoroddsen fyrrv. lækni, Guðmund Finn- bogason landsbókavörð og Stein- grím Arason kennara að heið- . (Framh. á 4. siðu) landi verður framkvæmd síðar. Höfuð- atriðið fyrir bátaútveg þorpsins, er að fá garðinn upp hið fyrsta. Bryggjur og plön eru í yfirvofandi hættu á hverju ári af völdum vetrarbrimanna og sjó- gangur við bryggjurnar á öllum tímum árs getur gert bátunum ókleift að losa afla sinn. í sumar er ætlunin að byggja 70—100 m. af hafnargarðin- um. Er þá fengin vernd fyrir bryggj- urnar á komandi vetri, en næsta sumar verður verkinu væntanlega haldið á- fram. t t t Útgerð á Dalvík fer nú vaxandi, einkum á síldveiðar. Jafnhliða fer sölt- un vaxandi í þorpinu. Byggist þetta hvort tveggja að verulegu leyti á fram- kvæmdum i hafnarmálinu. Með bætt- um hafnarskilyrðum er Dalvík ákjós- anlegur staður til síldarsöltunar í stór- um stíl. Þangað er skömm og greið sigling af síldarmiðum fyrir Norðin:- Akureyri. Að fengnum hafnarbótum, verður Dalvík tvímælalaust eitt byggi- legasta þorp á landinu, ef ekkert 6- venjulegt kemur fyrir. t t t Tíðarfar i Svarfaðardal hefir verið hið ákjósanlegasta í vor og grasspretta óvenjulega mikil. Allvíða var sláttur byrjaður í 10. viku sumars. 21.—22. júní hljóp mikill vöxtur í allar ár í dalnum, af völdum hitabylgju, sem þá gekk yfir Norðurland. Svarfaðardalsá flæddi yfir stór engjalönd og olli leirburður árinn- ar tjóni á engjunum, sem voru orðin mikið sprottin. Þá ullu og þessir vatna- vextir skemmdum á brúm á Holtsá og Brimnesá. r r r Öxarfjörður er ein sú sveit hér á landi, þar sem byggingar þykja mestar og beztar. Þrátt fyrir það er þar enn mikið um nýbyggingar í ár. Tvö íbúð- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.