Tíminn - 11.07.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 11.07.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu I D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavik, þriðjudagiim 11. jiilí 1939 79. blað Sala innílutningsdeíldar S. I. S. nam 10.4 millj. kr. síðastliðið ár Gjaldeyrisörðugleikar drógu stórum úr verzlun kaupiélaganna Úr skýrslu Aðalsteins Kristínssonar Sram- kvæmdastjóra á aðalSundi S. 1. S. Á aðalfundi S.Í.S. í Reyk- holti gaf Aðalsteinn Krist- insson framkvæmdastjóri ítarlegt yfirlit um störf inn- flutningsnefndarinnar á sl. ári. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr þessu erindi hans. Öll sala innflutningsdeildar S. í. S. á síðastl. ári nam 10.446 þús. kr. eða 791 þús. kr minna en 1937. Stafar þessi lækkun að- allega af lægra verðlagi, en gj aldeyrisörðugleikarnir áttu einnig nokkurn þátt í henni. Geta má þess, að sala innflutn- ingsdeildarinnar hefir aldrei orðið hærri en 1937. Innflutningsdeildin keypti vö'rur af einkasölum ríkisins fyr- ir 373 þús. kr., Olíuverzlun ís- lands fyrir 629 þús. kr., frá kaffi- bætisverksmiðjunni Freyju og Sápuverksmiðjunni Sjöfn (sem eru sameign S. í. S. og K. E. A.) fyrir 304 þús. kr„ innlendum iðnaðarfyrirtækjum fyrir 493 þús. kr. og heildsölum í Reykja- vík fyrir 184 þús. kr. Aðrar vörur, sem hún seldi, keypti hún beint frá útlöndum. Frá Þýzkalandi og Ítalíu keypti innflutningsdeildin mest- an hluta af vefnaðarvörum, bús- áhöldum o. fl. Margt af þeim vörum, sem voru keyptar þaðan, var æskilegra að kaupa annars- staðar, en vegna viðskiptasamn- inga íslands við þessi lönd, varð að kaupa þær þar. VERÐLAGIÐ. Vöruverð var yfirleitt allmiklu lægra 1938 en árið áður og stafar lækkun á heildarsölu innflutn- ingsdeildarinnar að verulegu leyti af því, eins og áður er sagt. Meðalverð nokkurra helztu mat- vörutegunda 1937 og 1938 varð sem hér segir (innkaupsverð): Aðalsteinn Kristinsson. vörutegundir ódýrari nú en þær voru 1937. G JALDEYRIS - ÖRÐUGLEIKARNIR. í skýrslu sinni lét fram- kvæmdastjórinn m. a. svo um mælt í sambandi við innflutn- ingshöftin: — Þótt segja megi að rekstrar- niðurstaða S. í. S. og kaupfélag- anna hafi orðið sæmileg á árinu, er ekki því að neita, að margir og miklir erfðleikar hafa orðið þess valdandi að innflutningur- inn hefir ekki farið eins vel úr hendi og æskilegt hefði verið. Þessir erfiðleikar áttu flestir rætur sínar að rekja til gjaldeyr- iserfiðleikana og að nokkru leyti til striðsundirbúnings stórþjóð- anna. Það kom t. d. ekki sjaldan fyr- ír, að kaupfélögin vantaði — stundum í lengri tíma — hinar nauðsynlegustu vörur sökum þess, að innflutningsleyfi voru ekki fyrir hendi til þess að hægt væri að panta þær með nauðsyn- legum fyrirvara. Verður stund- um tilfinnanlegur dráttur hjá gjaldeyrisnefndinni á úthlutun leyfa, sem vafalaust stafar oft- ast af eðlilegum ástæðum, þar sem hún þarf að afla sér ýmissa upplýsinga áður en hún getur Rúgmjöl pr. 100 kg. 21.88 16.87 22.9% Hveiti pr. 280 lbs. 39.11 20.37 22.35% Hafragrjón pr.SOkg. 13.91 13.48 3% Hrísgrjón pr. cwt. 10.87 10.89 Kaffi pr. cwt. 55.51 32.67 41.2% Molasykur pr. cwt. 10.84 10.22 5.7% Strausykur pr. cwt. 7.93 7.59 4.3% Verðlag á erlendum vörum hefir verið nokkuð svipað fyrri- hluta yfirstandandi árs og það var síðari hluta ársins 1938. Af- leiðing þess er sú, að þrátt fyrir gengislækkunina eru fjölmargar AdalSundurKaup fél. Króksfjarðar Aðalfundur Kaupfélags Króks- fjarðar var haldinn snemma í seinasta mánuði. Verzlunarvelta félagsins á síð astl. ári var 218.360 kr. Stofn sjóður hafði aukizt á árinu um 2500 kr. og var í árslok 35.836 kr. Varasjóður hafði aukizt á árinu um 7000 kr. og var í árslok 23.900 krónur. Tekjuafgangur, sem greiddur var félagsmönnum, varð 13% af skuldlausri úttekt, þar af fara 3% í stofnsjóð, en 10% falla til útborgunar á þessu ári. Á fundinum bættust við 15 ný- ir félagsmenn. ákveðið úthlutina. Er þetta til dæmis sérstaklega bagalegt 1 viðskiptum við Ítalíu og Þýzka- land, því margar vörur þarf að panta þar með alllöngum af- greiðslufresti. En S. í. S. hefir ekki viljað fara inn á þá braut eins og sumir kaupmenn.að gera pantanir út á væntanlegt inn- flutningsleyfi, þvi bæði getur hent, að það fáist ekki eða er- lendi seljandinn verði fyrir greiðsludrætti, sem er skaðlegur fyrir álit landsins. — Það kem- ur líka stundum fyrir, að erlend firmu taka sér lengri afgreiðslu- frest en þau hafa upphaflega lofað. Hitt var og algengt á árinu, að vegna ónógra innflutnings- leyfa, varð að draga mikið úr pöntunum félagana, og jafnvel þótt um bráðnauðsynlegar vörur væri að ræða t. d. byggingarvör- ur, búsáhöld, skófatnað o. fl. þau félög, sem fyrir þessu hafa orðið, hafa vitanlega hlotið mikil ó- þægindi viö það að fá jafnvel ekki nema helming þeirra vara, sem pantaðar voru. Árið 1937 mátti heita að félög- in byggju ekki við verulegan skort,sökum takmörkunar á inn- flutningi vefnaðarvara, en þetta var stórum verra á síðastl. ári. Er óhætt að fullyrða, að mörg af félögunum hafa misst veruleg viðskipti, vegna skorts á vefnaðarvörum. í þessu sambandi má til dæmis geta þess að eitt félagið keypti af heildsölum í Reykjavík vefn- aðarvörur fyrir rúmlega þá upp- hæð, sem það fékk vefnaðarvör- ur fyrir hjá S. í. S. Fékk þó þetta félag vefnaðarvörur hjá S. í. S. hlutfallslega á móts við önnur félög. Mætti sennilega tilgreina fleiri dæmi þessu lík. Við samvinnumenn teljum að réttlátt sé, að úthluta kaupfé- lögum innflutningsleyfum eftir ir félagsmannatölu. Frjálsræði neytendanna til að ráða við- skiptum sínurn verði ekki að fullu tryggt, nema farið sé eftir þeirri reglu. Sé athugað, hvernig innflutningur skiptist milli kaupfélaga og kaupmanna á þeim vörum, sem heita má að hafi verið fluttar inn nær hindr- unarlaust eins og kornvörur, sést gleggst að þessi krafa er ekki óréttlát. Með þessari kröfu erum við samvinnumenn ekki að heimta (Framh. á 4. síöu) Japanskt herlið á götu í Tientsin. Deilan i Tientsin Danzigdeilan hefir orðið þess valdandi að átök Breta og Jap- ana í Tientsin hafa vakið minni athygli en ella. Þessi mál eru þó í nánu sambandi hvort við annað. Japanir myndu áreiðan- lega ekki treystast til að beita Breta jafnmiklum yfirgangi, ef þeir gerðu sér ekki vonir um, að Bretar vildu komast í lengstu lög hjá alvarlegum deilum í Austurálfu, sökum hins viösjár- verða ástands í Evrópu. Tientsindeilan hófst um miðj - an júnímánuð. Japönsk yfirvöld þar hófu hana með því, að banna alla aðflutninga til forréttinda- svæðis Breta í borginni. Ákvörð- un þessa réttlættu þau með þeirri forsendu, að Bretar hefðu ekki viljað framselja fjóra Kín- verja, sem hefðu leitað sér hælis á forréttindasvæðinu. Létu þau í fyrstu í veðri vaka, að allt væri klappað og klárt, ef þessir menn yrðu framseldir. Bretar vildu hinsvegar ekki verða við þeim óskum, þar sem þeir töldu slíkt brot á alþjóðalögum, því engar sannanir lágu fyrir um sekt Kínver j anna. Brátt fór að bera á því, að Japanir ætluðu sér að gera víð- tækari kröfu en um framsal Kínverjanna fjögra. Jafnframt hertu þeir á aðflutningsbann- inu og sýndu Englendingum, sem ferðuðust milli forréttindasvæð- isins og kínverska borgarhlut- ans, margvíslegar móðganir, flettu þá klæðum við tollskoð- unina, börðu þá o. s. frv. Jap- önsk blöð létu í ljós, að sættir gætu ekki názt, nema Bretar lofuðu að styðja fjárhagslegar ráðstafanir Japana i Norður- A. KROSSGÖTUM Verzlunarjöfnuðurinn. - Flokkshátíðin á Hallormsstað. - próf. — Svíþjóðarför Ármanns. Síldveiðin. - — Gullleitin kosning. Drápuhlíðarfjalli. — Gott Prests- Framsóknarmenn á Austurlandi héldu flokkshátíð í Atlavík í Hallorms- staðaskógi síðastl. sunnudag. Sóttu há- tíðina rúmlega þúsund manns. Hófst hún um kl. 2 e. h. með ræðu, sem Páll Hermannsson alþm. flutti. Þá talaði Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráð- herra og Sigurður Baldvinsson póst- meistari, sem einnig las upp kvæði. Síðan var gefið nokkurt hlé. Að því loknu fluttu ræður Gunnar Gunnars- son skáld og Sigurður Thorlacius skólastjóri. Lúðrasveit Reykjavíkur hafði verið fengin á hátíðina og lék hún öðru hverju. Um kvöldið hófst dans í tjaldi, sem rúmar um þúsund manns, og var dansað þangað til kl. 4 aðfaranótt mánudagsins. Hátíðin fór hið bezta fram. Veður var gott fyrri hluta dagsins, en nokkur rigning, þeg- ar á leið. t t f Síðastl. laugardag var allur bræðslu- síldaraflinn orðinn 69.264 hl. í fyrra var hann á sama tíma 127.527 hl. og 1937 425.505 hl. Nú um helgina hefir aflast mjög vel og var síldaraflinn í gærkveldi orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Hafði hann- aukist þetta mikið á tveimur dögum. Mikil síld er nú fyrir öllu Norðurlandi og hefir verið gott veiðiveður seinustu dagana. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar hefir innflutningur fyrstu sex mánuði ársins numið 30.155 þús. kr, en útflutningurinn 19.237 þús. kr. Er verzlunarjöfnuðurinn því óhagstæður um 10.918 þús. kr. Á sama tíma í fyrra var innflutningurinn 26.624 þús. kr., og útflutningurinn 18.426 þús. kr. Verzlun- arjöfnuðurinn hefir því verið óhag- stæður í fyrra um 8.2 millj. kr. eða nokkru minna en nú. Zóphónías Pálsson, sonur Páls Zóphóníassonar alþm., hefir lokið prófi í landbúnaðarverkfræði við landbúnað- arháskólann í Khöfn. Hlaut hann hæstu einkunn af þeim, sem tóku próf nú. Zóphónías er fyrsti íslend- ingurinn, sem tekið hefir próf í þess- ari fræðigrein. r r r Fimleikaflokkar Ármanns, 17 stúlkur og 13 karlmenn, fara utan næstkom andi fimmtudag á hið mikla fimleika- mót, sem haldiö verður í Stokkhólmi siðari hluta mánaðarins. í mótinu taka alls þátt um 7000 íþróttamenn frá 30— 40 löndum. Fimleikaflokkar Ármanns höfðu kveðjusýningu á íþróttavellinum í gær. Var margt áhorfenda og létu þeir mikla hrifningu í ljósi. Má vænta þess, að flokkarnir geti sér gott orð í utanförinni. Með flokkunum fara Jón Þorsteinsson íþróttakennari, sem hefir æft þá, Jens Guðbjörnsson, formaður Ármanns, Sigurjón Pétursson og nokkrir fleiri. Alls verða í förinni 37 manns. Magnús Magnússon skipstjóri frá Boston hefir lokið gullleitarrannsókn- um sínum í Drápuhlíðarfjalli að sinni. Hann kom með bor með sér að vestan til að bora í fjallið. Lét hann bora á tveimur stöðum og reyndist vera svip- að efni 1 fjallinu að innan eins og að utan. Hann vill ekki láta neitt uppi um árangur rannsóknanna, en tekur með sér sýnishorn vestur til Ameríku, þar sem frekari rannsókn fer fram. r r r Hinn 4. júní fór fram prestskosning í Staðastaðaprestakalli í Snæfellsness- prófastsdæmi. Síra Guðmundur Helga- son, settur sóknarprestur í prestakall- inu var einn í kjöri og kosinn lög- rnætri kosningu. Af 236 atkvæðisbærum mönnum greiddu 124 atkvæði; af þeim voru tveii' seðlar aúðir. Kína, hættu öllum stuðningi við Chiang Kai Shek og tækju upp samvinnu við Japani. Annars virðist það hafa komið greinilega fram, að afstaða rík- isstjórnarinnar og hersins er ekki hin sama í málinu. Stjórn- in hefir Jðulega lýst yfir því, að hér sé aðeins um staðbundna deilu að ræða, en ekki neinn sérstakan þátt i fyrirhugaðri alhliða sókn gegn hagsmunum Breta í Japan. Það sé síður en svo, að neitt slíkt vaki fyrir stjórninni, hún sé fús til að við- urkenna réttindi Breta, ef þeir vilji hafa samvinnu við Japani. Herforingjarnir og blöð þeirra eru hinsvegar ekkert myrk í máli um það, að fyrir hernum vaki að hrekja Breta endanlega burt úr Kína og sé þetta upphaf þeirrar baráttu. Enn sem komið er verður því engu spáð um það. hver endalok þessi deila kann að hafa. Jap- anska stjórnin hefir lofað Bret- um að láta fara fram samninga- umleitanir um málið, en þær eru enn ekki byrjaðar. Aðflutnings- bannið heldur áfram, aðeins er leyft að flytja matvæli handa í- búum inn á forréttindasvæðið, Hvernig málið leygist, fer mikið eftir því, hvort sjónarmið jap- anska hersins eða stjórnarinnar sigrar. Frá sjónarmiði stjórnarinnar er samkomulag við Breta æski- legt. Ef Bretar byrjuðu við- skiptastríð við Japani yrði verzl- un þeirra fyrir slíku áfalli, að upp í það skarð yrði ekki fyllt. Jafnframt gætu Bretar vænzt stuðnings Frakka og Banda- ríkjamanna, enda þótt þessar þjóðir hafi minni hagsmuna að gæta í Kina. Það sem jap- anska stjórnin'vill hindra, er að gengið verði svo á hagsmuni Breta í Kína, að þeir grípi til slikra ráðstafana. Sjónarmið hersins mótast hinsvegar af því, að honum hef- ir gengið erfiðlega í Kína að undanförnu. Hann hefir ekki unnið neina teljandi sigra. Hann þarf að gera eitthvað, sem sýnir mátt hans. Með því að skeyta skapi sínu á Bretum, getur hann sýnt Kínverjum, hversu voldug- ur hann er. Hann er einnig mjög fjandsamlegur Bretum, því þeir eru sú erlenda þjóðin, ásamt Rússum, er mestan stuðning hefir veitt Chiang Kai Chek. Það er einnig víst, að ítalir og Þjóðverjar espa hann eftir megni gegn Bretum, í þeirri von að Bretar vilji síður berjast í Evrópu, ef þeir eiga í erjum við Japani. Tengsli japanska hers- ins við öxulríkin svokölluðu (ít alíu og Þýzkaland) eru miklu nánari en tengslin milli þeirra og japönsku stjórnarinnar. Her- inn vill t. d. hernaðarbandalag við öxulríkin, en stjórnin ekki. Brezka stjórnin hefir farið þá leið, að taka þessum málum með ró. Eins og málum er nú komið, mun hún tæpast beita vopnum gegn Japönum, nema í ítrustu neyð, sökum þess að hún vill hafa allan liðstyrk sinn í Evrópu. En hún hefir eigi að síður sterk vopn gegn Japönum og það eru (Framh. á 4. síöu) Á víðavangi Sven Ingvar prófessor í geð- sjúkdómum við háskólann í Lundi hefir verið hér undanfarið á vegum Læknafélags . íslands og flutt erindi á aðalfundi þess. — Sven Ingvar er með þekkt- ustu vísindamönnum í fræði- grein sinni, en hefir auk þess lagt stund á fleiri þætti lækna- vísindanna. Hefir Læknafélagi íslands, sem venjulega fær hingað erlenda vísindamenn á aðalfundi sína, heppnazt valið vel að þessu sinni. * * * Síðastl. sunnudagskvöld flutti Magnús Pétursson bæjarlæknir útvarpserindi, sem próf. Sven Ingvar hafði samið. Fjallaði það um fæðu úr dýraríkinu. í erind- inu sagði hann m. a., að margra ára starf hans sem læknis, hefði sannfært hann um, að læknar ættu að leggja aukna áherzlu á að fræða um mataræðið. Læknar viðurkenndu nú fæðu úr dýra- ríkinu meira en nokkru sinni fyr og af manneldisfræðingum væri mjólk, kjöt og fiskur viður- kenndar hollustu fæðutegund- irnar, bæði til vaxtar og viðhalds líkamanum og til varnar gegn sjúkdómum. Hinsvegar væri ein- hliða jurtaát hið mesta hættu- spil. Ef ná ætti nægum hitaein- ingum með jurtaáti, þyrftu menn að borða svo mikið, að það ofreyndi meltingarfærin. Rakti hann með mörgum dæmum og vísindalegum niðurstöðum holl- ustu kjöts, mjólkur og fiskjar. M. a. gat hann þess, að mjólkur- gjafir í barnaskólum hefðu leitt í ljós, að mjólkurneyzlan hefði örvandi áhrif á vöxt barnanna. * * * í erindi sínu vék próf. Sven Ingvar sérstaklega að kjötátinu. Það hefði verið rnjög umdeilt áður. Ýms dýr hefðu verið talin óhrein. Þetta hefði stafað af ýmsri hjátrú og hindurvitnum, eins og trúnni um ferðalag sáln- anna o. s. frv. Talsvert eimdi eftir af þessari hjátrú enn og sumir læknar væru hvergi nærri lausir við hana. Það væri al- gengt, að fólk, sem kæmi til læknis, spyrði hvort það mætti borða kjöt, og væri svarið já- kvætt, endurtæki það oft spurn- inguna. Prófessorinn nefndi síð- an ýmsa sjúkdóma, sem talið hefði verið að ykust við kjötát, og sýndi síðan fram á, að niður- staða vísindanna hefði sýnt að þessi kenning væri hin mesta bábilja. M. a. nefndi hann ýmsar tegundir af taugaveiklun, háan blóðþrýsting, væga nýrnaveiki o. s. frv. * * * í stuttu máli sagt, var þetta erindi hins fræga vísindamanns mjög í ósamræmi við kenningar sumra minniháttar lækna hér heima um appelsínuát. Það var öflug hvatning til þjóðarinnar um aukna notkun á sínum gömlu og góðu fæðutegundum. Lækna- félagið á þakkir skilið fyrir komu hans hingað og vonandi hefir hann vakið skilning og áhuga íslenzkra lækna fyrir þessum mikilsverðu málum. * * * Eggert Claessen og Jón Ás- björnsson hafa sem stjórnendur Eimskipafélagsins gefið einskon- ar vottorð í Vísi og Mbl., sem á að sanna þau ósannindi Morgun- blaðsins, að Eimskipafélags- stjórnin hafi ráðizt í byggingu tekjuhallaskipsins, vegna loforðs fyrrv. ríkisstjórnar. Skúli Guð- mundsson hrekur þetta rækilega á öðrum stað í blaðinu. En í stuttu máli er þessi saga þannig: Eimskipafélagsstjórnin fær í nó- vember sl. loforð fyrir stuðningi ríkisstjórnarinnar við nýtt skip, ef vissum skilyrðum er fullnægt. Stjórn Eimskipafélagsins gerir ekkert til að sýna ríkisstjórninni að hún hafi eða geti fullnægt skilyrðunum. Atvinnumálaráð- herra ritar því félaginu bréf í apríl síðastl. þar sem skýrt er tekið fram, að hún muni ekki styðja byggingu farþegaskips, en (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.