Tíminn - 26.08.1939, Page 3

Tíminn - 26.08.1939, Page 3
98. blað TÍMIM, laugardajgiim 26. ágiíst 1939 391 HEIMILIÐ Eim iiiii matarhæflð. í næstsíðasta tölublaði Tím- ans var nokkuð rætt um matar- hæfi hér á landi og deilt á það, að ýmsu leyti. Var á það bent, að mikil brögð væru að því að skemmra væri gengið um notk- un innlendra matvæla heldur en eðlilegt væri, hvort sem litið væri til þjóðarhagsmunanna eða almennra hollustuhátta. Sann- leikurinn er líka sá, að um þetta er víða pottur brotinn að veru- legu leyti, bæði til sjávar og sveita. Af eðlilegum ástæðum eru kaupstaðirnir þó ver á vegi staddir í þessum efnum. En víst er fólki vorkunn í þess- um sökum. Þótt húsmæður vildu afla sér upplýsinga um, hvaða innlendar fæðutegund- ir væri hentast að nota mest af, þannig, að saman færi að fæðið verði ódýrt, en uppfylli þó allar þarfir líkamans, þá munu slík gögn ekki liggja laus fyrir. í þessu efni hefir fólk orðið að renna nokkuð blint í sjóinn, byggja á eigin reynslu og athug- un, sem vitanlega er misjafn- lega tryggur grundvöllur. Úrbót sú, sem þarf að fást hið bráðasta,, er að semja leiðbein- ingar um þetta og dreifa út. Þar þarf að leggja mikla áherzlu á aukna notkun innlendra mat- vara, fisks, síldar, kjöts, mjólk- ur, smjörs í stað smjörlíkis, kartaflna, rófna o. s. frv. Þar þarf að segja fólki, hvernig á að samræma notkun þessara höfuð.framleiðsluvara þjóðar- innar, svo að ekki bresti á um það, að heilbrigði og líkams- hreysti sé ágætlega borgið, og hvernig það skilyrði verður upp- fyllt á sem ódýrastan hátt. Þar þarf einnig að gera ráð fyrir hæfilegri og skynsamlegri til- breytni í matarhæfinu, en reyna að stemma stigu fyrir fávísleg- um íburði um daglegt fæði. Ég vil staðhæfa, að mörg hús- móðir myndi geta sparað tals- vert á þessu sviði daglegra lifn- aðarhátta, án þess að fæðið yrði þar fyrir kjarnminna eða að öðru leyti lakara. Þjóðfélagið myndi og græða á slíkri breyt- ingu, ef almenn væri. Engin von er til, að nein veruleg umbót fá- ist um þetta, nema við njótum slíks stuðnings og leiðbeiningar, sem hér hefir verið vikið að. Að vissu leyti gæti útvarpið innt hér af höndum þarft verk og mikilvægt, ef það vildi leggja til málanna. í öðru lagi ætti Búnaðarfélagið og samtök út- vegsmanna að bera þetta mál fyrir brjósti, að því leyti, sem hægt er að auka notkun inn- lendra framleiðsluvara. Jóh. Gyðinga á hinum dapra tíma eyðileggingarinnar hafa áreið- anlega leyst af hendi eitt hið mesta pólitíska þrekvirki, sem heimurinn þekkir. Þeir ályktuðu á þessa leið: Ef þjóð drottins á ekki að deyja út, verður hún að eiga andlegt föðurland, ríki, sem „ekki er af þessum heimi“. Musterið var fallið. En frá hinum lærðu feðrum, sem enn héldust við í landinu helga út- gengu ströng fyrirmæli til hinna dreifðu Gyðinga um allt Róma- veldi: Guð Abrahams býður yð- ur að halda lögmál Móse og lögmál fræðimannanna fyrr og nú. Ekki svo mikið sem einn stafkrók megið þér brjóta. Lög- málið er nú föðurland yðar og musteri. Hér er skýring kraftaverksins. Skilyrðislaus hlýðni við siðafyr- irmæli hins gyðinglega lögmáls út í yztu æsar hlaut að greina Gyðinginn frá öðrum mönnum um aldur og æfi. Hinar helgu bækur og hin miklu rit fræði- mannanna voru ótæmandi þjóð- legt viðfangsefni fyrir andans menn. Og hinir útlægu Gyðing- ar á 1. öld hlýddu því, er þeir hugðu vera rödd drottins í þeirra miklu neyð, þeir vöndust við að líta á sig sem samþegna hins andlega föðurlands. Þess vegna eru þeir enn í dag sér- stök þjóð með margskonar smá- smuglegar sérkreddur trúarlegs uppruna í daglegu lífi. Þannig varðveittu þeir ,,ríkið“. Þess vegna hafa þeir líka orðið að þola þjáningar, sem eru meiri en orð lýsa. Forn-Grikkir ogGyðingar voru A N IV Á L L Dánardægnr. Ragnar E. Kvaran landkynnir andaðist í Landsspítalanum 24. ágúst. Hann lézt af afleiðingum uppskurðar, sem gerður var á honum vegna innvortismeins. Ragnar var sonur Einars Hjör- leifssonar Kvaran rithöfundar. Hann gekk ungur í skóla, nam guðfræði og gerðist prestur með- al íslendinga í Vesturheimi. Fyrir nokkrum árum hvarf hann heim aftur og hefir hin síðustu ár sinnt störfum við ferðaskrifstofu ríkisins. Slysfarlr. Drengur á öðru ári, sonur Eyj- ólfs Þorsteinssonar bónda í Hrútafelli undir Austur-Eyja- fjöllum og konu hans, féll í pott, sem heitt vatn var í, síðastliðinn mánudag. Brenndist barnið mikið, einkum á bakinu. Læknir frá Vík i Mýrdal var kvaddur á vettvang. Að aflokinni bráða- birgðaaðgerð var það flutt til Reykjavíkur og lagt á Lands- spítalann. Þorgeir Sveinsson, ungUT mað- ur frá Tjörn á Skagaströnd, varð fyrir því slysi að kvöldi hins 23. ágúst, er hann var á- samt öðru fólki að koma frá heyskap við Laxárvatn á Skaga- heiði, að ljár stakkst i nárann á honum. Var hann ríðandi og reiddi ljáinn fyrir frarnan sig. Langt er til bæja frá vatninu og var hinn særði maður borinn til byggða á litlum báti, sem þar var, og tók flutningurinn á fjórðu klukkustund. Maður hafði verið sendur til símstöðvar til að síma eftir lækni og var lækn- irinn kominn á vettvang, er komið var til byggða með Þor- geir, sem þá var mjög aðfram- kominn af blóðmissi. Hann var í fyrradag fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. óvinir. Grikkir elskuðu mynd- listina. í augum Gyðinga var myndlistin viðbjóðsleg skurð- goðadýrkun. Það er lítill vafi á því, að Grikkir, sem voru í mikl- um metum í Rómaveldi, gerðu sitt til að spilla fyrir Gyðingum og vekja óbeit á þeim. Þeir breiddu út sögur um, að Gyðing- ar fórnuðu börnum og ýmislegt álíka. Þar við bættist svo, að það leyndi sér ekki, að Gyðing- urinn var að ýmsu leyti öðru- vísi en aðrir þegnar keisarans. Hvíldardagurinn, umskurn sveinbarnanna og bannið gegn því að eta „óhreina fæðu“ — allt þetta var hlægilegt eða ó- viðkunnanlegt að áliti Róm- verja. Þess vegna varð Gyðing- urinn bitbein „skrílsins“ og átti kulda að mæta hjá yfirvöldun- um. En um Gyðingaofsóknir að hætti síðari tíma var þó tæp- ast að ræða. meðan hið forna Rómaveldi stóð. En óbeitin á Gyðingunum gekk í arf til síð- ari tíma. Ofsóknir þessar hófust í hin- um kristnu ríkjum Norðurálf- unnar á ofanverðum miðöldum. Þegar fyrsta krossferðin var farin seint á 11. öld, var fjöldi Gyðinga myrtur. Það mun hafa verið svo sem í hefndarskyni fyrir dauða frelsarans. En í ríkj - um Araba í Norður-Afríku og á Spáni áttu Gyðingar þá öruggan griðastað. Þar nutu þeir frænd- semi hins semitiska kynstofns og voru auk þess í áliti fyrir dugnað sinn, einkum sem verzl- unar- og fjármálamenn. í hinu Máraríkinu spanska gegndu þeir mörgum ábyrgðarmiklum stöð- um. En eftir að kristnir *menn og kaþólski rannsóknarréttur- inn urðu ofan á á Spáni, voru þei'i' hópum saman brenndir sem villutrúarmenn. Sumir létu skírast til að forða lífi sínu. Allan síðara hluta miðalda og allt fram á 18. öld hröktust Gyð- ingar úr einu landinu í annað, alstaðar óvelkomnir, hæddir og smáðir, en með misjafnlega mikla möguleika til að halda lífi og limum. Þeir gátu ekki orðið landeigendur og iðnfélög kristinna manna voru þeim lok- uð. í miðaldaborgunum voru þeim ætluð til íbúðar sérstök hverfi, sem nefndust Glætto. Á þessum takmörkuðu svæðum urðu þeir að hafast við. Þegar íbúum Gyðingahverfisins fjölg- aðí varð að þrengja göturnar, llitavcita Reykjavíkur. Auglfsing Yiðvíkjandi hitalögnum Vegna væntanlegrar hitaveitu er þeim, er byggja ný hús eða breyta gömlum húsum, ráðlagt aö haga hitalögnunum í húsun- um þannig, að fullt tillit sé tekið til hinnar nýju hitaveitu, er hitalagnir eru ákveðnar. Skrifstofa Hitaveitu Reykjavíkur, Austurstræti 16, mun gefa upplýsingar um þetta kl. 11—12 f. h. daglega. Bæ j arverkf r æðingur. iiiikjiiiliiuar. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. hækka húsin og byggja við þau allskonar kvisti og kima. Það er engin furða, þó að orð kæmist á, að af Gyðingum legöi óþef eins og af dýri. Það hefir lengi verið talið, að Gyðingar væru meir en aðrir riðnir við verzlunarprang og ok- urlánastai'fsemi. Með tilliti til þess, hve erfitt var fyrir þá að fá að vinna fyrir sér í öðrum at- vinnuvegum, var þetta ekki ó- eðlilegt. Frá upphafi virðist þeim hafa verið sýnt um fjár- mál. Ofsóknirnar gerðu þá slótt- uga og árvakra og tengdu þá saman enn órjúfanlegri bönd- um en lögmálið eitt gat skapað. Konungar og aðalsmenn voru löngum fjárþurfi og þá var Gyð- ingurinn beðinn um lán. Það gaf honum vald. En það gat líka sett líf hans í hættu. Það var handhægt ráð að vísa Gyðingn- um úr landi eða láta brenna hann á báli til að losna við skuldina. Og sumir höfðingjar töldu sig kunna enn einfaldari ráð en að taka lán. Þeir hand- sömuðu blátt áfram efnaða Gyðinga og píndu þá til að láta fé sitt af höndum, sem lausnar- gjald. í hinni frægu skáldsögu Walter Scott, ívar hlújárn, sem flestir íslendingar hafa lesið, er dregin upp eftirminnileg mynd af slíkum atburðum í Englandi á 13. öld. En það var margur ís- ak frá Jórvík og margur Regin- valdur uxaskalli í Evrópu á þeim dögum. Og smámsaman varð það sið- ur að kenna hinu þeldökka aust- ræna fólki um ýmiskonar ógæfu, sem steðjaði að almenningi. Ef Gyðingur framdi glæp var öllum þjóðflokknum gefin sökin. Ó- heppinn stjórnandi gat bætt fyr- ir mörg afglöp með því, að gera Gyðinga útlæga úr landi sínu. Hvað eftir annað endurtók það sig, hið villimannlega fyrirbrigði, er ærður mannfjöldinn réðist á Gyðingahverfin myrðandi og brennandi allt, sem fyrir varð. Á 18. öld breyttist aðbúð Gyð- inga til hins betra. Jósef II. Austurrríkiskeisari reið á vaðið árið 1772 og veitti þeim aðgang að háskólanámi og ýms önnur réttindi. Síðar kom franska stjórnarbyltingin og hinar nýju hugsjónir um „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Múrar Gyðinga- hverfanna voru rifnir. Og á 19. öld mátti svo heita að Gyðingar fengji jafnrétti við aðra menn nema í löndum Rússakeisara. Þar áttu sér stað hópmorð Gyð- inga að gömlum sið árið 1903. Annarsstaðar óx vegur þeirra og samstarf þeirra við samþegna sína í hverju landi. Einn fræg- asti forsætisráðherra Breta á 19. öld, Benjamín Disraeli, var Gyð- ingur. í hans stjórnartíð var fyrst farið að tala um Bretland sem heimsveldi. Og yfirleitt má segja. að Gyðingar hafi lagt mik- ilsverðan skerf til menningar þeirra landa, sem þeir hafa ver- ið búsettir í. Vísindamenn, skáld og rithöfundar hafa verið til- tölulega f jölmennir í þeirra hópi. Á 19. og 20. öld, síðan þeir fóru að njóta mannréttinda, hafa þeir líka blandast öðru fólki meir en áður og beinlínis talið sig til þeirra þjóða, sem þeir bjuggu á meðal. Og furðulegt tiltæki má það heita nú að rekast í lang- feðratali fólks, þó það kunni að eiga Gyðing í ætt sinni í 2. eða 3. lið, þegar það talar sama mál og aðrir landsmenn og jafnvel hinir gyðinglegu forfeður þess hafa búið í landinu mann fram af manni og litið á það sem raunverulegt fósturland sitt og ættjörð. En í Gyðingaofsóknunum í Þýzkalandi er nú andi miðald- anna endurvakinn á hinum allra síðustu árum. Og víðar t. d. í Rúmeníu og Ungverjalandi eiga þeir mikilli óvinsemd að mæta. Nú eru þeim gefnar ýmsar nýjar sakir. Það er sagt, að þeir séu upphaísmenn kommúnismans í Evrópu, hann sé gyðinglegt fyr- irtæki til að útrýma vestrænni menningu. í sjálfu sér væri það ekki óeðlilegt, þó að föðurlands- laus og kúgaður þjóðflokkur taki þjóðfélagsbreytingum fegins hendi, og margir Gyðingar hafa líka tekið þátt í byltingastarf- semi með sínum venjulega ákafa og dugnaði. Kommúnistaforing- (Framh. á 4. síðu) Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan f Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Altoreyrar. Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Perla Nmáiöluverð á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigí vera liærra en Iiér segir: Heller Virginia Shag .... í 50 gr. pk. kr. 1.25 Goldgulden .. . . í 50 — 1.30 Aromatischer Shag . . . .í 50 ----- 1.30 Feinriechender Shag . . . . í 50 — 1.35 Blanke Virginia Shag . .. . í 50 — 1.30 Justmans Lichte Shag .. . . í 50 — 1.20 Moss Rose .. .. 1 50 — 1.45 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. TÓBAKSEINKASAL4 RÍKISIIVS. KEMSLA. Kenni þýzku, ensku og stærð- fræði undir gagnfræðapróf og önnur skólapróf. Jón Á. Gissurarson, Pósthússtræti 17. Sími 3016 kl. 10—12. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. 0 ddí ellowhúsið s e 1 u r: EINSTAKAR MÁLTÍÐIR. MÁNAÐARFÆÐI. VIKUFÆÐI. — Spyrjið um verð. 208 Wílliam McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 205 — Var hann á hlaupum frá þér, þegar þú skauzt? — Nei, þegar ég skaut af hestbaki, var hann á hlaupum þráðbeint til mín. Niðri í læknum stóðum við augliti til auglitis hvor við annan, þó að ég gæti ekki vel séð hann fyrir runna, sem bar á milli. — En hann sneri ekki bakinu að þér? — Nei, alls ekki. Hvað er á seiði? — Ekki annað en það, að þú skauzt hann ekki. Það getur verið, að Steve hafi gert það, en þú hefir áreiðanlega ekki gert það. Kúlan hefir komið inn i handlegginn að aftanverðu, en farið út að framan. Peters gretti sig. — Ert þú viss, læknir? Eg er saklaus af því að skjóta aftan að honum og ég sé ekki hvernig Steve hefði átt að fara að því. — Eg sagði Clint Prescott þetta allt saman, en hann vildi ekki trúa mér, sagði Taylor blátt áfram. — Eg veit hver skaut mig. — Komdu með það, sagði Buck Tim- mings. — Sá, sem skaut Steve. — Ætlai' þú að halda því fram, að þú hafir skotið þig sjálfur? Fanginn leit hörkulega á Timmings. — Vertu við því búinn að hlæja: Clem Oakland skaut okkur báða. XXII. KAFLI. Webb Barnett eða Jeb Taylor, eða hvað hann hét, sat á bekk og leit rólega í kring um sig. Hann virtist ekki einu sinni taka eftir því að allra augu stóðu á hann, ýmist forvitin, nístandi eða sigri hrósandi. Hann var svo kaldur og rólegur, að það hefði alveg eins mátt í- mynda sér, að hann væri heiðursgestur þarna eins og glæpamaður, sem ætti aðeins eftir óstigin síðustu sporin af löngum og skuggalegum lögbrota- ferli. Kúrekarnir tóku ekkert tillit til til- finninga hans og’töluðu um hann eins og hann væri hvergi nærri. — Hann er svipljótur, sagði Slim. — Þegar þið sjáið mann með þennan svip í augunum, getið þið bölvað ykkur upp á að hann er slátrari. — Það er ekki einu sinni svo mikið varið í hann, að hann sé það, sagði Buck Timmings. — Hann lítur út eins og sá, sem er öruggur með byssuna, ef hann getur komið náunganum að ó- vörum, en bíður ekki boðanna ef þeir standa jafnt að vígi. — Það er rétt, sagði Hank fyrirlit- lega. — Clint og Bob hittu hann á ber- svæði og hann gafst undir eins upp, eins og hver önnur bleyða. — Finnst þér ekki, Dug, að svona

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.