Tíminn - 16.12.1939, Side 1

Tíminn - 16.12.1939, Side 1
23. árg. Reykjavík, laugardaginn 16. des. 1939 w Islendingar þurfa að ala upp traustari dráttarhesta Viðtal við hinn nýja hrossaræktarráðunaut, Gunnar Bjarnason frá Hásavík. Mynd þessi er af bústað Kallio, forseta finnska lýðveldisins. Hann stendur ekki langt frá syðri höfninni í Helgingfors. f byrjun stríðsins gerðu rúss- neskir flugmenn hvað eftir annað loftárás á forsetabústaðinn. Verzlun hlutlausu þjóðanna og sjóhernaður Englendinga Eins og Tíminn tjáði les- endum sínum í haust, hef- ir stjórn Búnaðarfélags ís- lands ráðið nýjan hrossa- ræktarráðunaut, Gunnar Bjarnason frá Húsavík. — Gunnar kom fyrir nokkru hingað til lands úr náms- dvöl erlendis og tók við hinu nýja starfi sínu. Tíðindamaöur Tímans hefir átt tal við hinn nýja hrossa- ræktarráðunaut um álit hans á hrossarækt landsmanna og þær erlendar nýungar, er hann hafði frá að greina, um rann- sóknir á eiginleikum og starfs- þoli hesta. — Að hverju álítið þér, að landsmenn eigi að stefna í hrossarækt sinni? — Eins og nú er komið högum taænda hlýtur jarðrækt og hey- öflun að byggjast að mestu leyti á dráttarafli. Þess vegna verður að leggja á það mesta áherzlu, að ala upp góða og trausta dráttarhesta. Eins og nú standa sakir mun víða skortur á örugg- um og hentugum dráttarhest- um, og áreiðanlega væri hag- kvæmara að hestarnir væru færri en betri. Hestakynbæturn- ar þurfa að stefna að þvi að ala upp stærri og sterkari hesta, þunga hesta og klárgenga, og bæta úr ýmsum ágöllum á lund- arfarinu. Oft er byggingalagi fótanna einnig ábótavant og getur það orsakazt af útigang- inum, steinefnaskorti að vetr- arlaginu og slæmri hirðingu hófanna. Reiðhestarnir þurfa hins veg- ar að vera léttir og liprir. — Hvað viljið þér segja um markaðshorfur erlendis? Tilraunir um sölu á irystum iiskflökum vestan hais Fréttamaður Tímans hefir leitað upplýsinga hjá Runólfi Sigurðssyni, skrifstof ustj óra Fiskimálanefndar, um nýmæli, sem á döfinni eru hjá nefnd- inni. Runólfur skýrði svo frá tilraun, sem nú er verið að gera um sölu á frystum fiskflökum vestan hafs: Fiskimálanefnd hefir sent til Vesturheims tilraunasendingu af frystum þorsk- og ýsuflökum, alls nokkrar smálestir, og á Vil- hjálmur Þór að sjá um sölu á henni. Fór vörusending þessi með Dettifossi á dögunum. Mjög hefir verið vandað til alls frágangs á sendingunni, sýnishorn, sem send voru vestan um haf, höfð til fyrirmyndar og umbúðir einnig keyptar í New York. Fiskimálanefnd hefir áður gert samskonar sölutilraunir vestan hafs, sem þá misheppn- uðust. Hefir nú betur verið vandað til vörusendingarinnar en nokkru sinni áður. Vafasamt er, að unnt verði að selja fiskflökin vestan hafs fyrir það verð, er sambærilegt sé við verð á frystum og ísuðum fiski í Evrópu. Veldur því mikill til- kostnaður, bæði mikill umbúða- kostnaður og há flutningsgjöld. Fiskimálanefnd ráðgerir þó að senda aðra tilraunasendingu til Vesturheims með Dettifossi næstu ferð. — í löndum sem Danmörku, þar sem beitilönd eru lítil og þar af leiðandi mikill kostnaður við uppeldi hesta, hlýtur að verða nokkur markaður fyrir þá. íslenzkir hestar eru mjög ó- dýrir í Danmörku, seldir á 190 krónur í Kaupmannahöfn I sumar, en aðrir hestar, þótt litlir séu, eru miklu verðhærri. Norskir Vestlandshestar, sem aðeins eru lítið eitt stærri, eru til dæmis seldir á 600—800 krónur, og svarar það uppeldis- kostnaði 1 Danmörku. Til þess að íslenzkir hestar yrðu eftir- sóttir þar, þyrfti þeir að vera dálítið stærri, betur uppaldir og tamdir. — Kynntuð þér yður ekki ýmsar nýjungar í hestarækt í Finnlandi? — Ég dvaldi um hríð í Finn- landi. Þar kynntist ég meðal annars aflmælum, sem notaðir eru til þess að komast að raun um þrek hesta og þol. Hafa þessar tilraunir sýnt, að hest- arnir draga í hlutfalli við þyngd sína, auk þess sem skap- ferli þeirra hefir áhrif á þrek og þol. Þýzkir menn hafa orðið til þess, að gera athuganir á blóði hesta við vinnu. Hafa þær sýnt, að eiginleikinn til að halda súr- stigi blóðsins sem jöfnustu við áreynslu, er afar mismunandi hjá einstaklingunum.Afkvæma- rannsóknir hafa leitt í ljós, að þessi eiginleiki er ættlægur. Einnig hafa þeir gert rann- sóknir, sem miða að því að á- kveða, hve mikið fóðurefni hestar þurfa sér til viðhalds og til orkuframleiðslu. Þessar rannsóknir hafa sýnt, að ör- geðja hestar þurfa meira fóður til viðhaids og vinnu, heldur en rólyndir hestar. Hins vegar er talið, samkvæmt nýjum rannsóknum, að bygg- ingarlag hestanna hafi ekki teljandi áhrif á fóðurþörf þeirra. Undanfarna daga heflr blóðkreppu- sótt allmögnuð gengið hér í bænum. Hefir fjöldi fólks verið rúmliggjandi af þessum sökum hinna síðustu daga, en þó hefir faraldur þessi einkum lagzt á börn. Sjúkdómur þessi veldur mikl- um hita og niðurgangi og vanlíðan, þótt ekki sé hann sérlega hættulegur. Þó ber til, að börn deyja úr veikinni. Sóttin stafar af sýkli, sem gefur frá sér eiturefni og veldur bráðri bólgu i görnunum. Vanalega varir sjúkleiklnn þrjá eða fjóra daga. Magnús Pétursson bæjarlæknir hefir tjáð Tímanum, að faraldurínn muni nú i rénun í bænum, en rnest brögð hafi verið að honum um eða eftir síðastliðna helgi. í gær bætt- ist yfirleitt fátt við af nýjum sjúkling- um. r r t 20—30 bátar ganga um þessar mund- ir til fiskjar i Vestmannaeyjum, þegar á sjó gefur. Hafa þeir aflað 1 smálest og allt upp í 6—8 smálestir í róðri og þykir það dágóður afli. Bátarnir afla ýmist á línu og í dragnót, en nokkuð af ýsumiðum Vestmannaeyinga liggur utan landhelgislínunnar. Dragnóta- veiðar í landhelgi eru hins vegar ekki leyfðar lengur fram eftir haustinu en til loka nóvemberrnánaðar. Almennur vertíðarundirbúningur stendur yfir í Eyjum, en hin eiginlega vetrarvertíð hefst undir eins efth' áramótln. r r r Vestmannaeyjar eru einn af fáum Fiskmarkaðurínn í Bretlandi Viðtal við easkan Siskkaupmann Enskur fiskkaupmaður, W. J. Asten að nafni, hefir dvalið hér á landi um hrið. Tíðinda- maður Tímans hefir átt tal við hinn enska mann og spurt um álit hans á fiskverzlun í fram- tíðinni. En Mr. Asten er full- trúi verzlunarfyrirtækis í Grimsby, H. Smethurst Ltd., sem haft hefir með höndum meginsölu frysts fiskjar héðan. — Ég hygg, mælti Mr. Asten, að ástand það, sem nú ríkir í alþjóðamálum, muni valda miklum erfiðleikum fyrir fisk- verzlun íslendinga. Margir hugsa til heimsstyrjaldarinnar, þegar hægt var að selja allar afurðir við geypiverði. Ég er þess fuliviss, að slík aðstaða skapast ekki i þessari styrjöld, að minnsta kosti ekki að því, er tekur til Bretlands. Brezka stjórnin hefir þegar sett ramar skorður við verðhækkun á flest- um matvælum, og þótt fiskur sé undanþeginn verðeftirlitinu, þá hlýtur hið almenna verðlag að hafa áhrif á fiskverðið. Ég skal geta þess, að verðlag á kjöti hefi ekki hækkað nema um 10 —15 af hundraðí, og svipað er um önnur matvæli. Matvæla- skorti er ekki til að dreifa, og þess vegna kaupir almenningur ekki vörutegund, sem kann að hafa hækkað í verði úr hófi fram. Hið háa verð, sem skapazt hefir á fiski í Englandi, eins og sakir standa, stafar af því, hve lítið hefir borizt á markaðinn af fiski. Ef mikið bærist að af fiski, mundi það falla stórlega. — Álítið þér, að verð á bol- fiski sé nú óeðlilega hátt? — Já, það hefir skapazt vegna óeðlilegs ástands. Hinar fyrstu vikur styrjaldarinnar var hörg- ull á fiski, og þá hækkaði verð- lagið óeðlilega. Jafnhliða minnkaði salan stórlega, þvi að fólkið hætti að kaupa hinn dýra fisk og keypti önnur matvæli þess í stað. Þetta (Framh. á 4. siðui kaupstöðum, þar sem ekki hefir verið hemill hafður á hundahaldi af stjóm bæjarins. Er mikið um hunda í bæn- um. Nú í haust hafa hundar lagzt mjög á fé i Eyjum og drepið eigi færri en 20—30 kindur, en auk þess hrakið sumt fyrir björg. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var samþykkt bann gegn hundahaldi í bænum vegna þessara atburða. Undanþágur er þó hægt að veita, ef sérstakar ástæður eru til. r r r Sigmundur Guðmundsson á Melum í Trékyllisvík, ritar Timanum á þessa leið: Uppskera garðávaxta var I ár margfalt meiri en hér hefir áður þekkzt. Eru allflestir bændur sjálfum sér nógir um garðávexti, og er það óvanalegt. Venjulega hefir illa tekizt um garð- yrkjuna, sökum vorkulda og nætur- frosta að sumrinu. — Sauðfé var venju fremur vænt i haust. Kjötþungi slát- urdilka var að meðaltali tveim kiló- grömmum meiri en undanfarin haust, og muna menn varla slíkt ár, að því er snertir frálag sauðfjár. — Piskafll var mikill og gæftir góðar. Sjóróðr- ar eru aðallega stundaðir frá Gjögri, enda er þaðan stutt að sækja og fiski- mið trygg. Telja sumir, að Gjögur sé með beztu fiskistöövum landsins. í haust gekk fiskur á grynnstu mið og inn á hverja vík. Var hlaðfiski um tímabil, enda var mikill kolkrabbi, sem ætíð drógst á færi, og rak á fjörur 1 stórum stfl. Var þetta ár eitt hið blóm- Hinn fjórði mánuður striðs- ins, desembermánuður, hófst með stórum auknum hindrun- um á viðskiptum þjóða í mill- um. í heimsstyrjöldinni 1914— 1918 hófu Þjóðverjar ekki hinn ótakmarkaða kafbátahernað fyrr en árið 1917. Nú gripu þeir til hliðstæðra sjóhernaðarað- gerða þegar hinar fyrstu vikur styrjaldarinnar. Vesturveldin hafa talið sig tilneydd, að láta hart mæta hörðu og gripið til þess ráðs að banna útflutning á þýzkum vörum og varningi. Þessi ákvörðun er réttlætt með ívitnun þess, að Þjóðverjar hafi, andstætt alþjóðlegum sam- þykktum, lagt tundurduflum á siglingaleiðum, án þess að gefa hlutlausum þjóðum til kynna hættusvæðin. Árið 1917 var ekki svo langt seilzt. Þá var hlut- lausum þjóðum tilkynnt með mánaðar fyrirvara, að hættu- samt væri að sigla um höfin umhverfis England, og svo kynni að bera að, að skipum yrði sökkt á þeim slóðum, án frekari viðvörunar. Sá þáttur striðsins, sem vest- urveldin hafa nú hafið á sjón- um með útflutningsbanni sinu, fer fram á þá leið, að reynt verður að klófesta allar vörur af legasta, bæði til lands og sjávar, fyrir byggðarlagið, svo að elztu menn muna ekki annað því líkt. — 29 jarðir eru í Árneshreppi og hefir engin jörð lagzt í eyði hina síðustu áratugi, en mörg- um verið skipt. Er nú einbýli á 14 jörð- um í hreppnum, tvíbýli á 11, þríbýli á 1, fjórbýli á 2 og sexbýli á 1. Burt- flutningur fólks úr byggðarlaginu hefir ekki átt sér stað, og er álíka margt fólk í hreppnum nú og var fyrir 1920. Á þeim árum er fólk flutti til Vestur- heims af landi hér, fór englnn vestur um haf af þessum slóðum, þrátt fyrlr harðæri og ísalög. — Pramfarir í jarð- rækt og húsabætur hafa verið miklar í seinni tið. Munu óvíða jafngóð íveru- hús sem hér og er það að nokkru að þakka hve mikill viðarreki hefir verið síðustu árin. — Refaeldi hefir aukizt mikið, en fæstum orðið ábatasamt. Mikið hefir orðið vart við vUlta refi, og þegar verið skotnir 6 í Ófeigsfirði. r r r Kaupfélag Norðurfjarðar hefir starf- að um rösklega 40 ára skeið. Má mikið þakka kaupfélaginu og forráðamönn- um þess, hve afkoma byggðarlagsins er góð. Hefir það jafnan sýnt fyUstu sanngirni við vöruálagningu, þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Áður en kaup- félagið var stofnað, urðu hreppsbúar að sækja vörur sínar til Skagaíjarðar og Blönduóss. Voru það erfiðar sjó- ferðir á opnum skipum. þýzkum uppruna, sem siglt kann að verða með landa í millum. Þetta verður látið ná til hverrar þeirrar vöru, sem unn- in er eða framleidd i Þýzka- landi eða er að verulegu leyti gerð úr þýzkum hráefnum. Með þessum hætti á að eyðileggja utanríkisverzlun Þjóðverja eða lama hana stórlega og gera þeim torkleift að afla gjaldeyris til að greiða með innflutningsvör- ur, sem þeim er þó bráð nauð- syn að afla séT. En jafnframt bitna þessar aðgerðir mjög á utanrikisverzlun hlutlausra þjóða. Sérstaklega verða Hol- lendingar og Belgar hart úti, enda hafa þeir borið fram kröft- ugustu andmælin gegn þeim. En margar fleiri þjóðir bíða alvar- legt tjón vegna þessara ráðstaf- ana. Franskt blað hefir sem dæmi um verzlunarhætti Þjóðverja skýrt svo frá, að þýzkur kopar sé fluttur á skipum hlutlausra þjóða frá Balkanlöndunum til Suður-Ameríku. Þar er kopar- inn seldur fyrir kaffi, kaffið flutt til Bandaríkjanna og selt þar, en mexikönsk olía keypt fyrir andvirðið. Olíubirgðir eru loks fluttar á skipum frá hlut- lausum löndum til Skandinavíu og látin í skiptum fyrir sænskan málm. Sé þetta rétt, eru leiðir þýzkra verzlunarviðskipta á stríðstímum harla flóknar. Englendingar hafa að sönnu heitið því, að auðsýna hinum hlutlausu þjóðum og verzlunar- skipum þeirra þá hlífð, sem möguleg er. Ensk blöð hafa bor- ið saman viðleitni brezku her- stjórnarinnar í þá átt, að valda hlutlausu þjóðunum sem minnstu tapi, og „hinar örþrifa- kenndu aðferðir brúnliðanna í Þýzkalandi, sem hljóta að verða hlutlausum þjóðum og sigling- um öllum miklu hættulegri heldur en sjóræningjar og krossferðariddarar voru fyrr á öldum.“ Það virðíst því von, sem við nokkuð hafi að styðjast, að Englendingar beiti ekki óþarfri harðýðgi í aðgerðum sínum og kjósi eigi að ganga sömu stigu og þeir segja óvini sina fara. Þær fórnir, sem hlutlaus ríki verða nú að taka á sig, virðast þó mun þungbærari heldur en var í heimstyrjöldinni 1914— 1918. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að útflutningsbannið sæti and- mælum í hlutlausum löndum. Ýms Norðurlandablöð hafa um þetta ritað og meðal annars er komizt svo að orði í norska Dagblaðinu 1 Osló: „Mótaðgerðir þær, sem Bretar grípa til, verða hlutlausum þjóð- um þungar í skauti. Andmælin frá Hollandi og Belgíu eru sann- arlega réttmæt. En því má ekki gleyma, að Þjóðverjar eru upp- hafsmennirnir að þessum aukna (Framh. á 4. síðu) A. KII^OSSa-ÖTTT3SÆ Faraldur í bænum. — Dágóður fiskafli hjá Vestmannaeyjabátum. — Hund- ar granda sauðfé. — Af Ströndum. — Kaupfélag Norðurfjarðar. RITSTJ ÓKNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFOREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hj. Simar 3948 og 3720. 146. blað w A víðavangi í síðasta blaði Tímans var nokkuð vikið að því, hvernig íslendingar hefðu búið að þeim náttúrugæðum, sem landið veitir, hvort heldur er gróður þess, merkurdýr, fuglar eða fiskar. Það var bent á þá hættu, sem er á að tíltekinn sjófugl, súlan, verði aldauða hér við land. Það er bent á landfugl, rjúpuna, sem hefir farið stór- lega fækkandi í landinu, ein- mitt þann áratug, sem einna mildastur hefir komið að vetr- arveðráttu, svo vitað sé. Það var minnt á hreindýrin, sem nú eru ekki fleiri en 100 á landi hér og fer fækkandi, einvörðungu vegna skefjalausrar drápfýsnar, að því er bezt verður vitað. Það er drepið á það, hvernig árnar hafa verið eyddar að laxi og silungi, vegna forsjárlausra veiðibragða, veiðibræði og skammsýni á flestan hátt. Það var loks minnst á skógana, sem eyddír hafa verið með hóflausri beit og ágengni búfjár, exí og eldi. * * * Hér hefði mátt mörgu bæta við. Það hefðí mátt minna á hið alræmda æðarfugladráp, sem áður hefir verið vikið að í Tímanum. Það hefði og verið lítt úr leið, að benda á, hvernig ýmsar tegundir sjófiska ganga til þurrðar, jafnframt því, að öðrum fer stórlega fækkandi. í þessum hópi eru ýmissar þýð- ingarmiklar tegundir nytja- fiska. En þótt þessa sé getlð, er hvergi nærri lesinn allur synda- listinn. Þess ber að sönnu að minnast, að hina síðari áratugi hefir hvað sumt þetta snertir, gætt æskilegs skilnings á því, hvert stefnt er með slíkum rán- skap í samskiptum við náttúr- una. En æði margir eru þó þeir einstaklingar, sem kæra sig koll- ótta hverju fram vindur, loka augunum fyrir afleiðingunum af rányrkjunni og láta stundar- hagsmuni sjálfs síns, stundum að meira eða minna leyti í- myndaða, sitja í fyrirrúmi, þeg- ar almenningsheill og hags- munir framtíðarinnar eru ann- ars vegar. Þess vegna kemur ekki ávallt að þeim notum sem skyldi, þegar verið er að reyna að bæta fyrir syndir fortíðar- innar. Þessu veldur og að nokkru leytí slappt og við- bragðalltið eftirlit löggæzlu- manna, þegar um er að ræða yfirtroðslur og brot á lögum og fyrirmælum, sem sett hafa ver- ið til verndar ýmsum náttúru- gæðum. * * * Nú um skeið mun þjóðin reyna það, hvers virði er að geta búið sem mest að sínu. Þá ættu menn að leiða að því hugann, hver búbót það væri, ef allar ár væru kvikar af laxi, svo sem var til forna, hvort skógarnir, sem þjóðin hefir eytt, myndu ekki með skynsamlegri meðferð hafa miðlað m^klum eldiviði, hvort landsvæðin, sem nú eru örfoka og gróðursnauð, vegna þess að skógurinn skýlir ekki lengur jarðveginum og forðar upp- blæstri, gætu ekki fóðrað álit- legan hóp búfjár, og hvort æð- arfuglinn, sem á ári hverju er drepinn í þúsunda tali, af engri nauðsyn og einvörðungu af ó- slökkvandi drápgirnd og til leiks, gæti ekki á annan hátt orðið þjóðinni til meiri nytja og gagnsemdar. Ætti það ekki að vera íslendingum hvöt til að láta hér staðar numið um spilli- verk á gæðum síns eigin lands og láta undandráttarlaust og tíl fullnustu koma í gildi þá nýju reglu, að taka aldrei út fyrir sig fram, ganga aldrei á stofn- inn, heldur láta sér nægja vext- ina af náttúruauði landsins. * * * Nú um sinn munu niður falla ýmsar umbætur, sem eigl verða framkvæmdar nema völ sé gnægðar af útlendu efni. Þann- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.