Tíminn - 28.12.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTOEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2333.
AFQREIÐSLA, INNHEIMTA
OG A UGL ÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMHDJAN EDDA hJ.
Sönar 3948 Og 3720.
23. árg.
Reykjavík, fimmtudagmn 28. des. 1939
Aígreiðsla fjárlaganna
ttgjjöld fjárlaganna munu seuuilega hækka
talsvert á aðra miljón kr. í meðferð þingsins.
Þriðja og seinasta um-
ræða í sameinuðu þingi um
fjárlögin hefst síðdegis í
dag. Liggja fyrir nálægt 200
tillögur frá fjárveitinga-
nefnd og mikill fjöldi til-
lagna frá einstökum þing-
mönnum.
Við aðra umræðu fjárlaganna
varð sú breyting gerð á fjárlög-
unum að sum útgjöld voru lækk-
uð um 412 þús. kr., en önnur út-
gjöld hækkuð um 620 þús. kr.
Raunveruleg hækkun útgjald-
anna varð því um 208 þús. kr.
Helztu lækkunartillögurnar,
sem hlutu samþykki, voru þess-
ar: Lækkun á landhelgiskostn-
aði 100 þúsund kr., lækkun á
strandferðakostnaði 125 þús. kr.
og lækkun á framlagi til Eim-
skipafélags íslands 80 þús. kr.
Hefir styrjaldarástandið gert
þessar lækkanir mögulegar og
myndi þessi útgjöld tæpast hafa
verið lækkuð að öðrum kosti.
Helztu hækkanir stöfuðu af
auknum vaxtagreiðslum, sökum
gengislækkunarinnar, og aukn-
um kostnaði við utanríkismálin
af sömu ástæðu. Þá var sam-
þykkt að verja 75 þús. kr. til
verzlunarerindreksturs í Banda-
rikjunum og 85 þús. kr. til
skömmtunarskrifstofu ríkisins.
Hækkanirnar áttu þannig ýmist
rætur sínar að rekja til gengis-
lækkunarinnar eða styrjaldar-
innar.
í tillögum þeim, sem fjárveit-
inganefnd hefir lagt fram við 3.
umræðu fjárlaganna, er gert ráð
fyrir allverulegum breytingum á
útgjaldabálki fjárlaganna. —
Hækkunartillögurnar munu þó
um einni miljón króna hærri en
lækkunartilltögurnar. Má þó
geta þess, að allar hækkunartil-
lögurnar eru enn ekki fram
komnar eins og t. d. framlög
vegna garnaveiki i sauðfé, nýju
héraðsskólalaganna, íþróttalag
anna og fleiri laga, sem sam
þykkt verða á þessu þingi. Enn
hefir heldur ekki verið gert ráð
fyrir hækkun á afborgunum á
ýmsum lánum rlkissjóðs, sem
orðið hefir sökum gengislækk-
unarinnar.
Heiztu lækkunartillögur nefnd-
arinnar eru niðurfelling fram-
lagsins til fiskimálasjóðs (450
þús. kr.), 75 þús. kr. lækkun á
framlaginu til byggingar- og
landnámssjóðs, 35 þús. kr. lækk-
un á framlaginu til verkfæra-
kaupasjóðs og 30 þús. kr. lækkun
á framlaginu til Fiskveiðasjóðs.
Eiga allar þessar lækkanir sam-
merkt um það, að þær eru eðli-
legar sökum styrjaldarástands-
ins, þar sem þær draga úr kaup-
um á erlendu efni.
Margar hækkunartillögurnar
eiga líka rætur slnar að rekja
til styrj aldarástandsins eins og
t. d. aukinn kostnaður við starf-
rækslu ríkisspítalanna. Nokkr-
ar stafa af gengislækkuninni
eins og t. d. hækkun á vaxta-
og afborgunargreiðslum rikis-
stofnananna. Þá eru nokkrar
tillögur, sem fjalla um greiðslu
á áföllnum útgjöldum eins og t.
d. framlög til hafnargerða og
sundlaugarbygginga. Nokkrar
tillögurnar eru um aukin fram-
lög til atvinnuaukningar, eink-
um vegagerða. Þá er gert ráð
fyrir að ekki verði varið 100
þús. kr. af benzínskattinum til
malbikunar á vegum í grennd
Reykjavíkur, en það hefir verið
gert undanfarið, heldur verði
þessu fé skipt milli vega út á
landi. Byggir nefndin þessa til-
lögu sína á því, að ekki sé rétt
á þessum tíma að leggja fé i
vegagerð, sem krefst erlendra
efniskaupa. Af sömu ástæðu
leggur nefndin til að ekki verði
bætt á frv. neinum framlögum
til brúargerða eða vitabygginga,
heldur verði öllu því fé, sem
varið er til atvinnuaukningar,
beint í vegagerðir, lendingar-
bætur eða aðrar slíkar fram-
kvæmdir, sem ekki krefjast inn-
flutts efnis. Má geta þess í þessu
sambandi, að nefndin leggur m.
a. til að varið sé 25 þús. kr. til
lendingarbóta í Þorlákshöfn.
Eitt blað bæjarins hefir vak-
ið athygli á því, að það sé í ó-
samræmi við þessa stefnu, að
nefndin gerir ráð fyrir nokkrum
framlögum til hafnargerða og
sundlaugarbygginga. Þetta er á
þeim misskilningi byggt, að
flest slík framlög, sem nefndin
gerir ráð fyrir, fara til greiðslu
á framkvæmdum, sem þegar er
búið að vinna. Svipuðu máli
mun gegna um 30 þús. kr. fram-
lag til Akureyrarkirkju.
Auk framangreindra tillagna
er enn von nokkurra tillagna
frá fjárveitinganefnd við tekju-
bálk fjárlaganna. Auk þessa eru
komnar fram margar tillögur
frá einstökum þingmönnum og
fjalla þær flestar um ný út-
gjöld.
í áliti nefndarinnar segir, að
hún hafi upphaflega reynt að
gera sér far um „að draga úr
tilkostnaði við ríkisreksturinn,
m. a. með þvi að gera ráð fyrir
lengri vinnudegi, í átt við það,
sem tiðkast við dagleg fram-
leiðslustörf. En það kom í ljós,
að engin veruleg samúð var með
slíkum breytingum að svo
komnu máli.“ Nýjar fjárkröfur
bárust úr öllum áttum og munu
slíkar kröfur, sem fjárveitinga-
(Framh. á 4. síBu.)
Innheimta
bæjargjaldanna
Tillaga frá fulltrúa
Framsóknarflokks-
ins á selnasta bæj-
arstjórnarfundi.
Hér í blaðinu hefir iðulega
verið vikið að því, að nauðsyn-
legt væri að birt yrði opinber-
lega skrá yfir þá, sem stæðu í
vanskilum með gjöld sín til
Reykjavíkurbæjar. Eru mjög
mikil brögð að því, að bæjar-
gjöldin lendi í vanskilum. Um
seinustu áramót námu t. d. úti-
standandi bæjargjöld á aðra
miljón króna. Með því að birta
opinberlega skrá yfir vanskila-
mennina myndi áreiðanlega
skapast meira aðhald í þessum
efnum og það koma í ljós, hvort
hæft sé í þeim orðrómi, að
ýmsir skjólstæðingar bæjar-
stjórnarmeirihlutans njóti sér-
stakrar ívilnunar.
Bæj ar f ulltrúar Fr amsóknar -
flokksins hafa iðulega minnst á
þetta mál í bæjarstjórninni og á
bæjarstjórnarfundi síðastliðinn
fimmtudag lagði Sigurður Jón-
asson fram svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjómin ályktar að
fela borgarstjóra að láta strax
eftir næstu áramót gera skrá
yfir þá gjaldendur, er eigi hafa
greitt útsvör sín eða önnur
bæjargjöld fyrir árið 1939 eða
næstu fimm ár á undan. Skal
borgarstjóri síðan leggja skrána
fram almenningi til sýnis.“
Að gömlum vana samþykkti
bæjarstjórnarmeirihlutinn að
vísa tillögunni til bæjarráðs, en
þá aðferð notar hann til að
koma fyrir kattarnef flestum
þeim gagnlegum tillögum, sem
koma fram í bæjarstjórninni.
Mætti því eins vel kalla bæjar-
ráðið svæfingarráð bæjarstjórn-
armeirihlutans. En það má bæj-
arstjórnarmeirihlutinn vita, að
þessu máli verður ekki stungið
svefnþorn á þennan hátt. Skatt-
þegnar Reykjavikur munu telja
það svo miklu skipta, að hindruð
sé öll hlutdrægni í þessum efn-
um og tryggt eins gott aðhald
og kostur er, að undanbrögð
munu ekki koma að neinu haldi
og þess vegna mun bæjaTstjórn-
armeirihlutinn fyrr en síðar
neyðast til að taka skýra af-
stöðu til þessa máls.
Finnskir hermenn, sem unnið hafa að grefti skotgrafa. — Mynd þessi er
tekin við rússnesfcu landamœrin nokkru eftir að styrjöldin hófst.
Glæsilegir sigrar Finna
Um jólin hafa staðið yfir
harðir bardagar á öllum vig-
stöðvunum í Finnlandi og veitir
Finnum hvarvetna betur. Á
tveimur nyrztu vígstöðvunum,
en þar berjast aðallega sænsk-
Finnar, hefir finnski herinn
ekki aðeins algerlega brotið sókn
Rússa á bak aftur, heldur hrak-
ið Rússa á skipulagslausan
flótta.
Á allra nyrztu vígstöðvunum
hafa Finnar hafið sókn til
námubæjarins Salmijárvi, sem
Rússar tóku um miðjan desem-
ber og Finnar höfðu áður lagt
næstum i ösku. Herma seinustu
fregnir, að þeim hafi gengið svo
vel, að nokkur þúsund Rússa
hafi verið teknir til fanga, en
talið er að Rússar hafi milli 25—
30 þús. manns á þessum víg-
stöðvum, en Finnar mörgum
sinnum færri. Miklir kuldar og
lélegur útbúnaður hefir leikið
Rússa mjög grálega á þessum
slóðum og er veruleg skýring á
óförum þeirra.
Á næstu vígstöðvum fyrir
Maður drukknar
Hinn 17. desembermánaðar
vildi það slys til við Englands-
strendur, að maður, Davíð Krist-
jánsson að nafni, úr Borgarnesi,
féll fyrir borð af línuveiðaranum
Eldborg og drukknaði. Nátt-
myrkur var á, er atburðurinn
gerðist og gátu skipverjar eigi
aðhafzt til bjargar.
Davíð Kristjánsson var 27 ára
að aldri.
.A.
Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. — Úr Loðmundarfirði -
héraði. — Heiðursborgarar í New York.
Af Fljótsdals-
19. desembermánaðar síðastliðinn
hélt Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja
aðalfund sinn fyrir árlð 1938. Hagur
félagsins er með miklum blóma og
samþykkti fundurinn að endurgreiða
félagsmönnum fjórða hluta iðgjalda
ársins og verða því raunveruleg iðgjöld
til félagsins ekki nema 3.75%. Formað-
ur félagsins skýrði frá því, að útlit um
afkomu félagsins á yfirstandandi ári
væri svo gott, að ef engin stórfelld
áföll bera að fyrlr áramótin, mun á
næsta ári verða hægt að v’eita að
minnsta kosti 40% iðgjaldaafslátt og
yrði þá hið raunverulega iðgjald 3%.
Félagið stendur á gömlum merg, býr við
traustan efnahag, rekstur þess til fyr-
irmyndar og býr að lögum við sérstöðu
meðal íslenzkra tryggingarfélaga, og
var sú sérstaða og fríðindi veitt félag-
inu fyrir tveim árum. Gilda þau laga-
fyrirmæli I þrjú ár. Náðu þau lög fram
að ganga fyrir forgöngu og atbeina
formanns Framsóknarflokksins, Jón-
asar Jónssonar. í fundarlok flutti
Gunnar Ólafsson ræðu og vék að gangi
þessara mála og nauðsyn þess, að vel
væri verið á verði um réttindi félags-
ins, og gat þess sérstaklega, að þessi
réttindi hefðu „einvörðungu fengizt
fyrir stuðning góðs manns", sem alla
jafna nyti ekki sannmælis af hálfu út-
gerðarmanna.
t t t
Baldvin Trausti Stefánsson, bóndi
að Sævarenda í Loðmundarfirði, ritar
Tímanum á þessa leið: Hausttíð var
hér ágæt fram i nóvembermánuð, en
þá gerði úrfelli, fyrst rigningar en
staðar ekki. Síðustu dagana fyrir jólin
hefir ekki hafizt með öllu saman, það
sem þó var komið að áður. Vantar
síðan í þeim veðrum nokkrar kindur,
sem sennilega hafa orðið undir fönn.
Ekki snjóaði þó svo mikið, að haglaust
yrði og hafa hagar haldizt til þessa,
svo að fullorðnu fé hefir víðast verið
lítið sem ekkert gefið, en lömb hafa
sums staðar verið tekin í hús, en sums
staðar ekki. Síðustu dagana fyrir jólin
var þíðviðri og vindur af suðri og suð-
vestri, og orðið snjólítið. Heyfengur
frá sumrinu er meiri og betri en áður.
og fleiri lömb sett á heldur en að und-
anförnu. Kartöfluuppskera var með
mesta móti í haust og á sumum stöðum
miklum mun meiri en áður, og hafa
menn hug á að auka garðræktina
framvegis. — Til tiðinda má það telja,
að í Húsavík eystra var vígð ný kirkja
sunnudaginn 20. nóvembermánaðar
siðastliðinn. Er hún byggð úr timbri
og jámi, en áður var Húsavíkurkirkja
torfhús. Vigsluna framkvæmdi séra
Ingvar V. Sigurðsson, sóknarprestur
að Desjarmýri. Var viðstatt athöfnina
hvert mannsbarn í vikinni, auk nokk-
urra manna úr Borgarfirði og Loð-
mundarfirði. í Loðmundarfirði voru í
sumar byggð tvö ný hús, og eitt í Húsa-
vík. Ein jörð lagðist í eyði í sveitinni
í ár, en önnur byggðist að nýju, er áður
hafði verið í eyði. — í Loðmundar-
fjarðarhreppi, sem er fólksfæsti hrepp-
ur landsins, eru alls 8 bæir. Slæm
lendingarskilyrði torvelda þar eðlilegar
framfarir, en með nokkrum lendingar-
bótum mætti mjög bæta aðstöðu
manna í byggðarlaginu til sjósóknar.
Enginn maður er á sveitarframfærl í
hreppnum.
t t t
Pétur Jónsson bóndi á Egilsstöðum
skrifar Tímanum eftirfarandi af Fljóts-
dalshéraði. Það getur tæpast heitið, að
vetur sé kominn enn. Dálítið kuldakast
kom í miðjum nóvembermánuði, en
síðan hefir tíð verið framúrskarandi
góð. Héraðið er sama sem autt. BDar
ganga enn um Fagradal og alla byggð-
ina, ef þörf krefur. Sauðfénaður geng-
ur enn úti i flestum hreppum, nema
þá helzt lömb. Lungnabólga í sauðfé er
farin að gera vart við sig, og veldur
sums staðar töluverðum usla. Víðast
hvar hefir tekið fyrir veikina, ef tvi-
bólusett heflr verið til vamar gegn
hennl. Síðastllðinn vetur var mikDl
lungnabólgufaraldúr i fé á Héraði.
t t t
Nú fyrir skömmu voru Haraldur
ur Ámason stórkaupmaður, Thor
Thors alþingismaður og Haukur
Snorrason verzlunarmaður sæmdir
heiðursborgaratitli New York borgar.
sunnan, þar sem Rússar hafa
sótt um Salla til Torneá, sem er
við botneska flóann, skammt frá
sænsku landamærunum, hafa
Finnar einnig hafið sókn og
tekizt svo vel, að þeir hafa al-
gerlega hrakið Rússa til baka
og eru komnir á einum stað 85
km. inn fyrir rússnesku landa-
mærin. Er tilætlun þeirra að
reyna að stöðva alla flutninga
um Murmansk-járnbrautina og
hindra þannig alla flutninga til
Rússa á nyrztu vígstöðvunum.
Á öðrum vígstöðvum eru
Rússar einnig á undanhaldi,
nema á Kyrjálanesi. Þar hafa
þeir haldið uppi árangurslausri
sókn. Skjóta þeir aðallega með
langdrægum fallbyssum á ýmsa
staði bak við Mannerheimlín
una, m. a. á Viborg. Mun tilætl-
un þeirra að reyna að hindra
aðflutninga til hersins á víg
stöðvunum, en þessi skothríð
hefir enn engan árangur borið.
Þá hafa Rússar haldið uppi
flugárásum undanfarna daga og
gerðu a. m. k. flugárásir á 40
bæi og þorp á jóladag og annan
dag jóla. Hafa þær ollið all-
miklum skaða, en þó ekki til-
finnanlegum. Eru loftvarnir
Finna svo góðar, að Rússar
verða að fljúga mjög hátt og
reynist þeim því erfitt að láta
sprengjurnar hæfa hin fyrirhug-
uðu mörk.
Danskur fréttaritari, sem
fylgzt hefir með finnska hern
um, segir að erlendum frétta
riturum beri saman um, að
Finnar séu beztu hermenn
heimi. Rólyndi þeirra og seigla
tekur öllu fram, segir hann, og
það er vafalaust að skotfimi
þeirra á ekki sinn líka. Það gild-
ir jafnt, hvort þeir handleika
riffil, vélbyssu eða loftvarnar-
byssu. Er það síðarnefnda eink-
um þakkað hinu öfluga land
varnarfélagi Finna, sem lagði
mikla áherzlu á skotæfingar fé-
lagsmanna sinna.
Rússnesku hermennimir
hljóta yfirleitt þann dóm, að
þeir séu einnig mjög hugrakkir
en herstjórnin er miklu lak-
ari en hjá Finnum og útbúnað
ur allur langtum verri. Þeir
hafa líka auðsjáanlega notið
mjög ófullkominnar þjálfunar
Finnlandsstjrrjöldin hefir sýnt
að rússneski herinn er miklu lé-
legri en álitið hefir verið. Má því
fyllilega taka undir þau um-
mæli finnska ráðherrans K. A
Fagerholm, að hvemig sem
Finnlandsstyrjöldinni ljúki, þá
hafi Rússar beðið þann sið-
ferðislega og hernaðarlega á-
litshnekki, sem muni reynast
þeim þungur í skuti.
149. blað
Á víðavangi
Danska blaðið „Social-Demo-
kraten“ skýrir frá því 14. þ. m.
að íslenzka verkalýðshreyfingin
muni verða endurskipulögð á
næstunni og sé fyrirætlunin að
gera frekari aðskilnað á hinni
pólitísku starfsemi og starfi
verkalýðsfélaganna. Til þess að
koma þessari fyrirætlun í fram-
kvæmd hafi verið leitað eftir
fjárhagslegri aðstoð verkalýðs-
samtakanna á Norðurlöndum og
hafi niðurstaða þeirra umleit-
ana orðið sú, að sænska verka-
lýðssambandið hafi veitt 10,000
kr. í þessu augnamiði, sænski
afnaðarmannaflokkurinn 5000
kr. og danska Alþýðusambandið
og danski Alþýðuflokkurinn í
sameiningu 5000 danskar krón-
ur.
* * *
Þessi tíðindi um fjárhagslega
aðstoð erlendra stjórnmála.-
flokka til pólitískrar starfsemi
á íslandi eru í mesta máta leið-
inleg. Það er að vísu ólíku sam-
an að jafna og aðstoð Rússa við
kommúnista, þar sem þeir krefj-
ast skilyrðislausrar hlýðni í
staðinn. Hér er sennilegast ekki
um nein slík skilyrði að ræða.
Það er reyndar kunnugt, að
ýmsir leiðtogar jafnaðarmanna
1 Svíþjóð og Danmörku muni
óska eftir óbreyttu sambandi ís-
lands og Danmerkur, en ekki
hefir enn komið neitt frám um
breytta aðstöðu Alþýðuflokksins
í þvi máli, en stefna flokksins
hefir verið alger skilnaður við
fyrstu hentugleika. En hvað, sem
iessu viðvíkur, hlýtur slík að-
stoð jafnan að mælast illa fyr-
ir og skapa tortryggni gegn
jeim flokkum, sem telja sig
hafa svo litla fótfestu í íslenzk-
um jarðvegi, að þeir þurfi að
styðjast við erlendar hækjur.
ífc íjc ífc
Nokkru eftir að styrjöldin
hófst síðastl. haust lagði ríkis-
stjórnin bann við notkun einka-
bifreiða. Þetta var fullkomlega
nauðsynleg ráðstöfun, eins og á
stóð, þótt óþægileg væri fyrir
þá, sem bjuggu utan við bæinn,
þar sem ekki hagar vel til með
ferðir strætisvagnanna, og höfðu
haft eigin bifreið til afnota.
Hinsvegar munu allir hafa sætt
sig við þetta í trausti þess, að
sama ætti yfir alla að ganga.
Nú er það komið í ljós, að slík
hefir ekki orðið reyndin í fram-
kvæmdinni, þótt það hafi verið
tilætlunin. Ýmsir menn, sem
ékki vírðaAt hafa neiiía sér-
staka þörf fyrir einkabifreiðar
sínar, hafa fengið undanþágu
til að nota þær meðan öðrum,
sem virðast hafa meiri þörf
fyrir þær, hefir verið meinað
um það. Þannig hafa t. d.
Eggert Claessen og Stefán
Thorarensen fengið leyfi til að
nota bifreiðar sinar, en for-
stjóra Mjólkursamsölunnar, sem
mjög þarf á bifreið að halda í
þágu fyrirtækisins, hefir verið
synjað um undanþágu. Þetta
virðist sýna augljósa hlutdrægni
hjá atvinnumálaráðherra, sem
veitir undanþágurnar, og er full
ástæða til að krefjast þess, að
sama verði látið yfir alla ganga
og einstakir eigendur einkabif-
reiða séu ekki látnir njóta neins
æðri réttar, þótt þeir séu stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins.
Nýtt Framsóknarfélag
Hinn 14. des. var aimennur
landsmálafundur haldinn í Ól-
afsfjarðarkauptúni að tilhlutun
fulltrúa miðstjórnar Framsókn-
arflokksins. Ennfremur mætti á
fundinum Ragnar Guðjónsson
kennari frá Siglufirði. Rætt var
um stjórnmálaviðhorfið almennt
og sjávarútvegsmálin. Fundur-
inn var allfjölmennur. Á eftir
honum var stofnað Framsóknar-
félag Ólafsfjarðarhrepps. Stofn-
endur 38. Stjórn skipa: Árni
Valdemarsson útibússtjóri, for-
maður, séra Ingólfur Þorvalds-
(Framh. á 4. síðu.)