Tíminn - 28.12.1939, Blaðsíða 3
149. blað
TÍMIOTi, íimmtadaginM 28. des. 1939
595
anmAll
Dánardægur.
Guðmundur Þorvarðarson 1
Litlu-Sandvík, lézt 16. des. 1939.
Með Guðmundi í Sandvík er
fallinn sá bóndinn, er búnað-
ist einna bezt á Suðurlendinu
og þótt víðar sé leitað.
Hann byrjaði búskap á föður-
leifð sinni jarðskjálftaárið
(1896) með fremur litlum efn-
um, en færðist það í álnir, að
hann varð stórefnaður maður
á landbændavísu. Jörð sína
bætti hann og stækkaði ár af
ári, svo að nú er hún eitt bezta
og notadrýgsta býlið í Flóanum,
með véltækum túnum og engj-
um. En hann lét ekki þar við
lenda, því á efri árum byggði
hann jörðina upp frá stofni af
svo mikilli rausn, að langt bar
af öllum býlum sýslunnar, bæði
íbúð og úthús, og reisti sér með
þvi þann varða, er lengi mun
halda nafni hans á lofti.
Slíkur maður er að sjálfsögðu
kjörinn sveitarhöfðingi, enda
varð hann brátt allt í senn,
hreppstjóri, oddviti og sýslu-
nefndarmaður og hélt þeim
störfum allan búskap sinn. Er
því við brugðið, hve annt hann
lét sér um hag sveitarinnar og
hve farsæl stjórn hans reyndist
í hvívetna og fyrir því naut
hann fulls trausts sveitunga
sinna, eins og mátti. Auk þess
var hann drjúgum viðriðinn
framfaramál héraðsins, sat
lengstum í stjórn kaupfélags-
ins Heklu og síðar í stjórn
Kaupfélags Árnesinga, var og
formaður Flóaáveitufélagsins og
komu þar alstaðar hyggindi
hans vel í hag, því að hann var
ágætur félagsmaður, tillögugóð-
ur og ráðhollur, og vildi í hvi-
vetna láta gott af sér leiða. Bar
hann að þvi leyti langt af flest-
um ríkisbændum, sem ég hefi
haft kynni af.
Um stjóxnmál fékkst hann
lítið önnur en þau, er til hags-
bóta horfðu fyrir þændur, og þó
staðar reyna þau að ala slíka
leiðbeinendur upp í sveitunum,
og víst er það takmarkið, sem
verður að nást.
Það var t. d. mjög ánægjulegt
að koma að Heimalandi í sam-
komuhús U. M. F. Trausta undir
undir Eyjafjöllum 26. nóvember.
Ungir menn úr sveitinni og
nokkrir úr Austur-Landeyjum
voru að koma sér þar fyrir til
hálfsmánaðar dvalar á nám-
skeiði í glímu og fimleikum.
Þeir búa í húsinu og matreiða
sjálfir fyrir sig. Ungmennafé-
lagshúsið er heimavistar-
íþróttaskóli þennan tíma og þar
er starfað af alúð og kappi.
Kennarinn, Sigurður Brynjólfs-
son, er ungmennafélagi úr Aust-
ur-Landeyjum. Nú er hann þó
sjómaður í Reykjavík og skrepp-
ur austur að þreyta fangbrögð
við sína gömlu félaga og þjálfa
þá milli vertíða.
Auðvitað er ekki neitt sér-
stakt við þetta námskeið. Það
er fyllilega hliðstætt öðrum
námskeiðum og samstofna ann-
arri starfsemi ungmennafélag-
anna í þjónustu sveitamenn-
ingarinnar. Auðvitað er mest
um það vert, að ungmennafé-
lögin reyna að glæða ræktar-
semi og átthagaást fólksins, —
glæða ræktunarþrána og út-
breiða ræktunartækni. Ég er
alveg viss um það persónulega,
að hið háa Búnaðarþing fór
ekki rétt að ráði sínu í fyrra-
vetur, þegar það neitaði U. M. F.
í. um styrk til ræktunarstarf-
semi unglinga og ég er glaður
yfir því, fyrir hönd stéttar
minnar, að styrkveitingin féll
B Æ K U R
Hagalín segir frá. Skemmti-
legar og skrítnar minn-
ingar frá Noregi. — ísa-
fjörður 1939. 152 bls.
Verð 5 krónur ób.
í þessari bók segir Guðmund-
ur Hagalín frá dvöl sinni meðal
frænda okkar, Norðmanna. —
Frásögnin er í sjö köflum. Þeir
fjalla allir um norskt þjóðlíf og
norska náttúru, en mynda þó
ekki samfellda söguheild.
Það er auðfundið, að hér er
sagt frá frændþjóð og landi, sem
er í mörgu líkt okkar eigin.
Sumar persónurnar gætu verið
íslenzkir kunningjar. Svo er til
dæmis um Eirík gamla. í stuttu
máli tekst höfundinum að
bregða upp mjög skýrri mynd
af fastheldni og hetjulund
norsks bónda. En sú mynd gæti
líka verið íslenzk. Þegar sonar-
missirinn ætlar að buga Eirík,
leitar hann fróunar í vinn-
unni. Hann ryður land til rækt-
unar, svo að jörðin hans verður
miklu betri en áður.
„Hún heitir bara Hansína“,
er í rauninni heil saga, sérstæð
og skemmtilega sögð. Það eru
ekki á hverju strái mæður eins
og sú, sem þar er lýst. Hún er
hetja og framkoma hennar
minnir á norræna víkingslund.
Þessi móðir virðist vera nokkuð
köld og hörð, jafnvel við son
sinn. En undir þeim kalda hjúpi
er hin heita og fórnfúsa móður-
ást, eins og kemur svo fallega í
ljós í lok sögunnar.
Fyrsti kafli bókarinnar heit-
í góðu hófi, eins og honum var
lagið, og sízt gat hann hent þau
endemi, að láta „tíkina“ teygja
sig til að vera á móti sjálfum
sér eins og nú er farið að tíðk-
ast og það jafnvel með bænd-
um.
Guðmundur heitinn var
heimaprúður og hjúasæll með
afbrigðum, manna grandvarast-
ur í viðskiptum og lofaði jafn-
an minna en hann efndi, en það
má nú heita forn dyggð, er
löngum prýddi góðbændur þessa
lands.
Guðmundur var fæddur 11.
júní 1870 og gekk 1896 að eiga
Sigríði Lýðsdóttur frá Hlíð í
Eystri-Hrepp, sómakonu eins og
hún á ætt til. Með henni, er
enn lifir mann sinn, eignaöist
hann 5 börn, Þorvarð bókara
við kaupfélagið á Selfossi, Lýð,
sem nú býr i Sandvík, Harald
vélfræðing, Aldísi, gifta Kristni
Vigfússyni smið á Selfossi og
Svanhildi, gifta Sæmundi sím-
stjóra á Seyðisfirði, og eru þau
öll mestu myndarmanneskjur.
Blessi þeim minning hans.
M. T.
jöfnum atkvæðum, og það vegna
þess, að tveir Búnaðarþing-
menn voru veikir. En það, sem
mestu varðar, er að hverfa
huga hins unga fólks að við-
fangsefnum sveitanna. Hitt
kemur allt, þegar viljann vant-
ar ekki. Ungmennafélögin beita
sér fyrir bætum menningarskil-
yrðum í sveitunum, styðja þar
góða skóla og lestrarfélög og
bókasöfn og auka ýmsiskonar
kunnáttu og menntir. Þannig
eru þau brjóstvörn í menning-
arbaráttu fólksins í sveitunum.
Og þótt að víða sjáist lítill á-
rangur í þessari baráttu við of-
urþunga öfugrar þjóðlífsþróun-
ar, þá er hann sumstaðar góður.
Og viðnámið er ómetanlegt að
áhrifum og þýðingu, þó að ekki
náist sigur að sinni.
Árnessýsla og Rangárvalla-
sýsla eru að koma sér upp hér-
aðsbókasafni að Selfossi. Ung-
mennafélögin eru þátttakendur
í þeirri starfsemi. Héraðssam-
bandið Skarphéðinn samþykkti
að styrkja safnið með föstu til-
lagi, sem næmi 50 aurum á
hvern félagsmann á ári. Það er
myndarlegt liðsinni við gott
mál. Unga fólkið veit, að það
verður að taka virkan þátt í
því sjálft, að skapa sér skilyrði
til að bíða eftir föstu, ákveðnu
skipulagi á þeim málum víðast
hvar. í hverri sveit verður lestr-
arfélag, sem er borið uppi af af-
notagjöldum lestrarhneigðra
manna í sveitinni og styrkt úr
sveitarstj óði og ríkissjóði. Þessi
söfn kaupa allar sæmilegar
bækur, sem út koma á íslenzku
og skapa þannig fátækustu
Sauðfjárböðun.
Sart'.' ^væmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber
að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnar-
umdæminu. Út af þessu ber öllum sauðfjáreigendum hér
í bænum að snúa sér NÚ ÞEGAR til eftirlitsmannsins
með sauðfjárböðunum, herra lögregluþjóns Sigurðar
Gíslasonar. Símar 3697 og 3944.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. desember 1939.
Pétnr HalldorsNOii
ir „Til fjalla“. — Höfundurinn
hefir farið í skíðaferð með
tveimur öðrum rithöfundum.
Þeir sækja upp í fjallaauðnirn-
ar og dvelja þar um stund í
sæluhúsi. Frásögnin felur í sér
hvatningu til útivistar og vetr-
aríþrótta: Allir þurfa við og við
að njóta hinnar ósnortnu,
hreinu náttúru, sem há fjöll og
víðáttumiklir skógar geta veitt.
Slíkt er ágætt mótvægi gegn
ýmsum ókostum nútímamenn-
ingar okkar.
„Til selja í Harðangri" er
annar þáttur þessara frásagna.
Þar kynnist lesandinn norsku
seljalífi, eins og það er nú.
Jafnframt er hann vakinn til
hugsunar um, hversu íslenzkt
sveitalíf „verður nú meira og
meira rúið „rómantík."
„Það eru fá orð í íslenzku
máli, sem hafa svo mikinn æf-
intýrablæ, sem orðið sel“. En
seljalífið er horfið hér og margt
fleira, sem gerði sveitalífið fjöl-
breyttara og veitti því heillandi,
„rómantískan“ blæ. Sveitirnar
þurfa að endurvekja ýmsa
gamla, þjóðlega hætti. Sumum
þarf að breyta í samræmi við
nýjar aðstæður. Kuldablær nýrr-
ar járnaldar má ekki leggjast
yfir sveitalífið, þótt vélamenn-
ingin ryðji sér þar til rúms.
Síðasti söguþátturinn heitir
„Sunnudagskarlinn“. Iðnaðar-
maður frá Stafangri er á leið til
Kaupmannahafnar til að leggja
krans á leiði ástmeyjar sinnar,
sem hann hefir aðeins haft
kynni af tvær kvöldstundir. Á
hverju ári hefir hann farið slíka
ferð til að heiðra minningu
hennar. Nú er hann að fara í 39.
skiptið. — — —
Annars skal ekki efni þessara
minninga rakið frekar hér. Þær
munu verða lesnar með ánægju.
Lesandinn nýtur skemmtilegr-
ar og góðrar frásagnar og hnýt-
ur hvergi um erlend orðskipti.
Víða birtist í frásögninni gam-
ansemi og glettni, eins og til
Dregið var i happdrætti Sund-
félagsins „Grettir" 1. des. s. 1.
hjá sýslumanni Strandasýslu.
Þessi númer hlutu vinning:
466 — 1496 — 781 — 1699 —
4227 — 5 — 2599 — 3851 — 2119
— 832 — 1477 — 4634 — 1709 —
2571 — 518 — 1575 — 368 — 4704
— 1584 — 2063.
Vinninganna sé vitjað til Jóns
Bjarnasonar bónda, Skarði,
Strandasýslu.
Sundfél. „Grettir“.
Þótt þér haffð öllu gleymt, þá munið samt
Raf t ækjj a ver zlun
Eíríks Hjartarsonar
Laugaveg 20, Reykjavík.-Sími 4690.
Föstudagínn 29. desember og laug-
ardagínn 30. desember verður ekkí
gegnt afgreiðslustöríum í sparisjóðsdeild
bankans.
r
Landsbanki Islands.
r
Aminning.
Kaupendur Tímaus,
sem enn hafa ekki greitt yfir-
standandi árgang blaðsins, eru
hér með minntir á að gera það
nú þegar, svo framarlega sem
þeir óska eftir að fá blaðið sent
framvegis.
Inuhetmtumeim
eru jafnframt áminntir um að
vinna vel að innheimtu blaðsins
og senda skilagrein til inn-
heimtu blaðsins í Reykjavík
fyrir áramót.
Geffð gaum
að tilkynningunni frá útgáfu-
stjórn Tímans, sem birtist í
blaðinu.
V Vaka er ódýrasta og vand- V
A aðasta tímarit, sem gefið er A
K út hér á landi. Árg. kostar K
A kr. 5,00, og er um 300 bls. A
prýddur fjölda mynda. —
Gerist kaupendur nú um áramótin.
VAKA, Aðalstr. 9, Reykjavík.
unglingum aðstöðu til að lesa
beztu bókmenntir tungunnar.
Svo eru héraðasöfn, sem víðast
munu verða sýslubókasöfn. Þau
kaupa hin stærri og dýrari rit-
verk. Þar eiga menn aðgang að
úrvali heimsbókmenntanna og
ýmiskonar vísindaritum. Á
þennan hátt á að takast að
skapa skilyrði fyrir dátlitla
fræðimennsku víðar en í Reykja-
vík. Þetta á að bera uppi menn-
ingu allrar alþýðu og gera
menntamönnum líft úti um
land.
Annars finnst mér, að bóka-
hneigð og lestrarlöngun sé ekki
eins almenn sunnanlands eins
og norðan og vestan. Ungur og
upprennandi maður úr Holtum
varð mér samferða milli bæja.
Ég innti hann eftir lestrarmál-
um þar í sveit. Hann virtist vera
vel ánægður með ástandið í
þeim efnum. Annars væri lestr-
arþráin mjög misjöfn, en víða
góð heimilisbókasöfn, sem full-
nægðu mönnum. Og svo sagði
hann:
„Ég á t. d. alltof mikið af
bókum. Eitthvað hundrað
stykki.“
Þetta er næsta lítilþægur
maður og þetta undrumst við,
þegar við gætum þess, að mað-
urinn er greindur og ungur. En
hann er ekki einn um þetta
álit sitt. Mér finnst líka eins og
t. d. Halldór Kiljan Laxness sé
næsta þýðingarlaus persóna í
lífi ýmsra Sunnlendinga, þver-
öfugt við það, sem er um alla al-
þýðu nyrðra, a, m. k. í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslu. Ég þekki
(Framh. á 4. siSu.)
dæmis í kaflanum „Kunnur
maður.“--------
Við íslendingar höfum sér-
staka ástæðu til að vilja kynnast
vel norsku þjóðinni og landi
hennar. Þar getum við talið til
náinnar frændsemi og okkur
ætti að vera kappsmál að vita
sem mest um þetta heimkynni
okkar gömlu forfeðra. Þessir
sögukaflar Guðmundar Haga-
líns geta einmitt hjálpað til
slíks. í þeim er lýst norskri nátt-
úru og sagt frá nokkrum merk-
um þáttum í nútímalífi þessarar
frændþjóðar okkar.
J. E. G.
^mmmmmmmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Húðir og skinn.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir
að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum
í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun.
Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður
en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum
sem öðrum, borgar sig. —
wwtrtMMMtoiwwwwfciwwwwwwiiaitMwirtataiiiiHiiiifc
ACCUMUL AT0REN-F ÁBRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
72
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
69
„En finnst yður það núna?“
„Núna, já, á sinn hátt. Þegar allt kem-
ur til alls, getur maður komizt gegn um
hvað sem er, sem maður á annað borð
vill komast í gegn um, en ef til vill með
dálítið aðrar skoðanir en áður á því,
hvað sé mannvit og dyggð.“
„Þér talið eins og þér eigið dökkleita
fortíð," svaraði Elizabet glaðlega, eins
og hún hefði alls ekki tekið eftir, hvað
svör hans voru bitur og köld.
„Það er undir því komið, hvað fólk
kallar dökkleitt," svaraði hann stuttlega.
Hún hristi höfuðið:
„Nei, það er alls ekki. Annað „fólk“
skiptir engu máli. Það er aðeins undir
því komið, hvort þér hafið gert nokkuð,
sem þér skammist yðar fyrir. Hafið þér
gert það?“ spurði hún hlæjandi.
Maðurinn, sem á móti henni sat,
horfðist í augu við hana.
„Nú,“ sagði hann blátt áfram, en bætti
svo vel: „En ég get ekki fallizt á þá
skoðun yðar, að „annað fólk“ skipti engu
máli. Það deilir einmitt út bæði himna-
ríki og helvíti." Hann talaði með furðu-
legri harðneskju, eins og þessi athuga-
semd væri knúin fram af einhverju,
sem aðstæðurnar hefðu þröngvað inn á
hann. „Þér lærið þetta sennilega sjálf-
ar, þegar þér eruð búnaT að lifa dálítið
lengur. En ég vona samt, að það verði
„Ég get sjálf nuddað þá,“ sagði hún
og var fljótmælt.
Hann leit á hana, og í bláum augun-
um var skrítinn svipur.
„Þér þurfið ekkert að vera feimnar,“
sagði hann.
„Ég er það ekki,“ svaraði Elizabet og
stokkroðnaði.
„Jú, þér voruð það. En það er fullkom-
inn óþarfi. Ég er alvanur berum fótum,
þeir hafa engin truflandi áhrif á mig,“
hélt hann áfram og nuddaði ákaft með
handklæðinu. „í sambandi við bera
fætur tek ég ekki eftir öðru en því,
hvort þeir eru fagrir eða ljótir í laginu.“
Elizabet rak upp óp alveg óviljandi:
„En ég býst þó við að þér viljið held-
ur að skinnið sé á þeim, eða er það ekki,“
sagði hún dálítið ónotalega.
Maðurinn hætti að nudda og leit á
hana dálítið harðneskjulega.
„Nuddaði ég of fast? Ég bið afsökunar.
Jæja, ég held að þetta ætti að nægja.
Nú skuluð þér verma fæturna hérna
við eldinn, meðan ég blanda drykkinn
handa yður.“
Marietta var komin með allt, sem til
þurfti. Hún hafði fært þeim sítrónur og
sykur, whisky og heitt vatn, svo að
ekkert þurfti að vera af vanefnum gert.
„Drekkið þetta eins og það er,“ sagði
karlmaðurinn um leið og hann rétti