Tíminn - 28.12.1939, Blaðsíða 2
594
TtMINN, fiiiinitiidagiim 38. des. 1939
149. blað
Ungmennafélög íslands
Elftir Vígfús Guðmundsson
Það eru vafalaust ýmsar fé-
lagsmálahreyfingar, sem gripið
hafa núlifandi íslendingar föst-
um tökum, en sú, sem hugljúf-
ust er mörgum, sem hafa nú
lifað um hálfa öld, er áreiðan-
lega Ungmennafélagshreyfingin.
Margir þeir, sem tekið hafa þátt
í Ungmennafélögunum með lífi
og sál, geta tæplega fullþakkað
þá vakningu, félagsþroska og
ánægjustundir, sem þeir hafa
hlotið í Ungmennafélögunum.
En margir halda fram, að þetta
heyri nær eingöngu til hinum
gömlu, góðu dögum. Samt eru
Ungmennafélög ennþá vel starf-
andi víða um land og er starf-
semi þeirra allmargra að aukast
á síðustu árum. Og ekki er efa-
mál að þessi félög hafa meiri
og minni áhrif á félaga sína og
umhverfi.
Nýlega er komið út síðara
hefti af 30. árg. tímarits Ung-
mennafélaganna, Skinfaxa. í
því er m. a. ágrip af skýrslu
ritara U. M. F. í., er skýrir frá
starfi margra Ungmennafélaga
á árinu 1938, víðsvegar á land-
inu — svona í stórum dráttum.
Skal hér tekin upp frásögn um
aðeins eitt félag sem sýnishorn.
Sennilega er það eitt með betri
félögunum, því að í þeirri sveit,
sem það starfar, er menning og
félagsþroski yfirleitt með betra
móti. Segja margir kunnugir, að
í þeim efnum eigi Ungmenna-
félag sveitarinnar — sem nú
hefir starfað þar í yfir 30 ár —
sinn stóra og góða þátt. M. a.
kvað fjöldinn af unga fólkinu
þarna vera kyrrt heima í sveit-
inni sinni, þótt aðrar sveitir í
nágrenninu tæmist af ungu
fólki. Trúlegast á ungmenna-
félagið þar í sín góðu áhrif.
En umsögn ritara U. M. F. í.
er þessi:
„Ungm.fél. Skeiðamanna: Félagið
hefir undanfarin ár unnið að sund-
laugarbyggingu skammt frá Húsatóft-
um, við heita uppsprettu þar. Er því
verki nú að mestu lokið. í ár unnu fé-
lagsmenn 308 dagsverk. Laugin er
byggð úr járnbentri steinsteypu 8x12%
m. að stœrð (innan mál). Áfastir við
hana eru upphitaðir baðklefar og bún-
ingsskýli. Þá vann hver félagsmaður
dagsverk í trjágarði félagsins og 25
dagsverk voru unnin í matjurtagarði
þess. Ennfremur unnu félagar mörg
frumvarp um þetta samið af
milliþinganefnd í lok fyrra hluta
Alþingis 1939.
Hefir frumvarpi þessu verið
sýnt slíkt tómlæti af sumum
þeirra, er miklu ráða um þessi
mál eins og stendur, að það verð-
ur ekki að lögum. Er þess að
vænta, að svo verði ekki á
næsta Alþingi, enda mun það
koma í ljós, að rikissjóði og
sveitasjóðum mun ekki af sínu
veita.
dagsverk að heyskap hjá veikum
bónda. Nokkur íþróttanámskeið voru
haldin, þar sem kennt var glíma, sund,
fimleikar, frjálsar íþróttir o. fl. Þátt-
takendur 68. Kennari Jón Bjarnason
frá Hlemmiskeiði, ötull og áhugasam-
ur íþróttaleiðtogi. Hefir félagið notið
hans undanfarin ár. Karlakór var æfð-
ur (16 menn). Leiðbeinandi Eiríkur
Guðnason, Votamýri. Helztu erindi:
Afleiðing styrjaldar (Bergur Vigfús-
son). Fræðslustarf (Klemens Þorleifs-
son). Rætt m. a. um leshringastarf-
semi, jarðræktarmál, leikstarf. Minnt-
ist 30 ára afmælis 24. maí. — Farin
skemmtiferð í Þjórsárdal, 70 þátttak-
endur. Félagar eru 83. Eignir um
6400,00 kr. Stærstu liðirnir sundlaug
og fundahús."-------
Svona er starfsemi ung-
mennafélaganna, þar sem hún
er í góðu lagi: Efling andans,
skóggræðsla, íþróttaiðkanix,
heilbrigðar samkomur, skemmti-
ferðir o. s. frv. Og það sem dýr-
mætast er, en ekki verður lýst
með orðum, eru áhrifin af að
vexa sjálfur starfandi að hugð-
armálum sínum í heilbrigðu
æskufélagi sveitunga sinna.
Fleira er 1 þessu hefti Skinfaxa,
er varpar ljósi yfir starfsemi
ungmennafélaganna, m. a. tal-
ar þessi greinarkafli sínu máli:
„Vináttukveðja til Vestur-íslendinga.
Á liðnum árum hafa Ungmennafé-
lögin látið nokkuð til sín taka um það,
að efla samúð og vinarhug milli ís-
lenzku þjóðarbrotanna vestan hafs og
austan. Merkustu verk þeirra í því
efni eru að standa að heimboðum ís-
lenzkra skálda vestan um haf. Steph-
ans G. Stephanssonar og Jakobínu
Johnson. — Nú hefir íslenzka ríkið
tekið við forustu um heimboð Vestur-
íslendinga af Ungmennafél., og fer vel
á þvi. Hefir því U.M.F.Í. tekið upp aðr-
ar aðferðir til að rétta sína hlýju hönd
vestur yfir álana.
Nú í haust hefir sambandsstjórn U.
M. F. í. sent vestur um haf 500 eintök
af veglegri ljósmynd af Jóni Sigurðs-
syni forseta, sem gjöf til Vestur-ís-
lendinga. Er til þess ætlazt, að mynd
forsetans prýði 500 vestur-íslenzk
heimili.Neðan við myndarhornið vinstra
megin er prentað: „Jón Sigurðsson
forseti er tákn alls þess, sem bezt er
og göfugast í íslenzku þjóðinni“. Og
hægra megin: „Ungmennafélag tslands
sendir mynd þessa sem vinarkveðju til
íslendinga í Vesturheimi 1939.“ Blöð
Vestur-íslendinga hafa getið gjafar
þessarar fagnandi og birt bréf sam-
bandsstjóra U. M. F. í. um hana til
forseta Þjóðræknisfélagsins vestra."
Það eru víst margir, sem lítið
eða ekkert hafa tekið eftir þessu
starfi félaganna. En þótt ung-
mennafélögin hefðu aldrei ver-
ið til neins annars hér á landi
en að vera völd að því, að bjóða
Stephani G. Stephanssyni heim
til íslands, einu sinni á hans
merkilegu áefi, þá væru samt
allir íslendingar í þakkarskuld
við þau. •
Ungmennafélögin hafa víða
mjög aukið fræðslu- og menn-
ingaráhrif, þar sem þau hafa
starfað. T. d. hafa þau á mörg-
um stöðum komið upp bókasöfn-
um til afnota fyrir almenning,
þar sem engin voru til áður.
Ritari U. M. F. í. getur nokkurra
bókasafna félaganna í skýrslu
sinni. Sum félögin eiga orðið
stór bókasöfn, meðal þeirra er
U. M. F. Reykdæla í Borgarfirði,
sem á á áttunda hundrað bindi.
Leikstarfsemi og margvísleg-
ar skemmtanir eru víða ofarlega
á dagskrá hjá félögunum, eins
og vera ber hjá ungu fólki
Eitt af þeim málum, sem Ung-
mennafélögunum hefir orðið
mjög vel ágengt að vinna fyrir,
er sundnám landsmanna. Þegar
þau hófu starf sitt hefir varla
meira en 2 til 3 af hundraði af
íslendingum kunnað að fleyta
sér, ef það hafa þá verið svo
margir. Nú líður óðum að því, að
íslendingar kunni almennt að
fljóta í vatni, og mjög margir
eru ágætlega syndir. Má segja,
að í þessu máli hafi Ungmenna-
félögin og Ungmennafélagar
verið lífið og sálin frá byrjun.
Mörg félögin hafa komið upp
sundlaugum víðsvegar um land-
ið og gangast þar og á fleiri
stöðum fyrir fjölda sundnám-
skeiða árlega. Og vel má minna
á það, að það var Ungmenna-
félagi, sem fyrstur manna kom
verulegu skriði á að reisa hina
glæsilegu sundhöll í höfuðstaðn-
um.
í Ungmennafélögunum sam-
einast fólk í leik og starfi með
ýmiskonar stjórnmálaskoðun-
um. Þar er ekki neitt flokka-
hyldýpi milli sveitunganna. Þar
er þjálfast í starfi að góðum
málefnum, sem félagarnir eiga
sameiginlega. En þeir stjórn-
málaflokkar, sem næst standa
heilbrigðum hugsunarhætti
æskumanna fá einkum stuðning
þeirra, þegar lengra kemur út
í lífið. Af félagsþroska þeim,
sem æskumenn hafa hlotið í
ungmennafélögunum mun eink-
anlega einn af stjórnmálaflokk-
um landsins hafa, til þessa,
fengið ríkulega uppskeru. Rýrni
sú uppskera, er hætt við að
flokkur sá megi gæta betur í
sinn eigin barm um orsakirnar.
Ungmennafélögin hafa mörg
látið mikið til sín taka að vinna
á móti notkun eiturlyfja, þótt
betur hefði oft þurft að vera, t.
d. getur ritari um í fyrgreindri
skýrslu sinni á einum stað, að í
U. M. F. Bifröst i Önundarfirði,
séu 32 félagsmenn og 29 af þeim
séu í tóbaksbindindisflokki fé-
lagsins. Og á móti áfengisnautn
er víða barizt í félögunum með
miklum árangri. Sem dæmi um
það, hve áfengið á erfitt upp-
dráttar meðal Ungmennafélaga,
er reynsla sú, sem sá, er þetta
ritar, hefir fengið í nokkra und-
anfarna vetur, þegar hann hef-
ir verið á mörgum Farfugla-
fundum ungmennafélaganna,
sem haldnir hafa verið mánað-
arlega að vetrinum í Reykjavík,
þar sem venjulega eru saman-
komnir 100—200 Ungmennafé-
lagar víðsvegar að af landinu.
Halldór Krist)&n»sons
Austur um Rangárþing
‘gtminrt
Fimmtudaqinn 28. des.
Tollskráin
Tollskráin er eitt stærsta mál-
ið, sem veröur afgreitt frá yfir-
standandi Alþingi.
Á Alþingi 1938 beitti Fram-
sóknarflokkurinn sér fyrir því
undir forystu fjármálaráðherra
síns, Eysteins Jónssonar, að sett
yrði milliþinganefnd í skatta- og
tollamál.
Enginn fann betur en þáver-
andi fjármálaráðherra, hversu
mikil þörf var á samningu allrar
löggjafar um þessi mál.
Guðbrandur Magnússon for-
stjóri var formaður nefndarinn-
ar og fulltrúi Framsóknarflokks-
ins, en í henni voru fyrir hina
flokkana Jón Blöndal hagfræð-
ingur og Magnús Jónsson pró-
fessor. Auk þess áttu sæti í
henni skattstjórinn í Reykjavík
og tollstjórinn í Reykjavík, til
þess að tryggja það, að sérþekk-
ingar yrði ekki vant í nefndinni.
Á árinu 1936 hafði Eysteinn
Jónsson gert ráðstafanir til þess
að ungur lögfræðingur, Sigtrygg-
ur Klemensson, færi utan og
kynnti sér sérstaklega þessi mál
með nágrannaþjóðum okkar og
þá með það fyrir augum.að hann
gæti átt þátt í endurskoðun
skatta- og tollalöggjafar hér hjá
okkur.
Hann hefir starfað sem full-
trúi nefndarinnar og unnið mjög
mikið starf. — Þannig var þetta
starf allt mjög vel undirbúið
frá öndverðu.
í byrjun Alþingis 1939 hafði
nefndin lokið við frumvarpið til
laga um tollskrá, sem hafði inni
að halda öll ákvæði um aðflutn-
ingsgjöld, nema ákvæðin um
benzínskatt. Átti frumvarp þetta
að korria í stað fjölmargra eldri
ákvæða um aðflutningsgjöld.
Eysteinn Jónsson lagði frum-
varp þetta fyrir Alþingi það, sem
nú er að ljúka störfum. Hann
hafði að sjálfsögðu alla tíð
fylgzt meö störfum nefndarinn-
ar og verið meö í ráðum um
grundvallaratriði málsins.
Nú er frumvarp þetta orðið
að lögum með tiltölulega litlum
breytingum, þegar þess er gætt
hvílíkur geysi lagabálkur hér er
á ferðinni.
Vitanlega eru skiptar skoðan-
ir um einstaka atriði laga þess-
ara, en hitt dylst engum, að
lögin eru stórkostleg endurbót
og leggja grundvöll að alveg
nýju fyrirkomulagi þessara
mála, sem ætti að verða mun
hentugra almenningi og einnig
löggjafarsamkundur þjóðarinn-
ar en það, sem áður vat.
Jafnframt eru tollaákvæðin
öll endurskoðuð með tilliti til
þeirra breytinga, sem orðið hafa
á viðskiptum okkar og atvinnu-
háttum síðustu áratugi.
Það á að vera alveg tryggt,
að lög þessi gefi ekki undir nein-
um kringumstæðum minni tekj-
ur í ríkissjþð en eldri lagaákvæði,
sem lögleidd hafa verið undan-
farið og oft hefir verið gerður
styrr um, enda þótt allir væru
nú sammála um, að lögfesta
þau til frambúðar. Hinsvegar
mun eins og nú standa sakir,
verða meiri tekjur af lögunum en
orðið hefðu af eldri lagaákvæð-
um, vegna þeirrar gífurlegu
hækkunar, sem orðin er á flutn-
ingsgjöldum, en samkvæmt lög-
unum er nú verðtollur reiknað-
ur af verði vörunnar að með-
töldum flutningskostnaði, en áð-
ur var tollurinn reiknaður af
verði vörunnar í erlendri höfn.
Enginn veit með vissu um af-
komu ríkissjóðs næsta ár. En
hitt er eigi að síður ljóst, að lög-
in um tollskrá munu verða drjúg
til bjargar, og ef vel tekst um af-
komuna, verður það ekki sízt
þeim að þakka.
Með þessari löggjöf hefir verið
lagður grundvöllur að framtíð-
arvelgengni ríkissjóðs, ef vel er
á haldið.
Áður en E. J. skipti um starf
í ríkisstjórninni og eftir að hann
hafði lagt grundvöllinn að þess-
um lögum, hafði hann falið
milliþinganefnd að halda áfram
endurskoðun á tolla- og skatta-
löggjöfinni og lagt svo fyrir næst
skyldi athugað hvað unnt væri
að gera til þess að tryggja betur
innheimtu tekju- og eignaskatts
af vaxtafé, sem allmjög hefir
verið dregið undan sköttum, að
því er talið er. Lagði E. J. fram
FRAMHALD.
Klemenz veit það vel, og hann
hefir gaman af að benda mönn-
um á það, að það er hægt að
rækta hér á landi allt haframjöl,
sem íslendingar nota. Til þess
þyxfti samtals 1300 ha. — það er
1 ha. á hverju býli á Suðurlands-
undirlendi. Og Klemenz segir
líka frá því, að íslenzkir hafrar
hafi reynzt feitari en norskir og
danskir hafrar. Og hann bendir
á það, að allan kornfóðurbæti,
sem íslenzkur landbúnaður noti
megi rækta hér á landi. Hann
gefur kúnum sínum einungis ís-
lenzkan fóðurbæti, — 75% mal-
að bygg og 25% síldarmjöl. Og
rúgmjölið blandar Klemenz til
helminga með byggi í brauð fyr-
ir fólk sitt, og þykir það til bóta,
en úr bygginu tómu verða brauð-
in laus. Þannig er það orðin
staðreynd, að íslendingar geta
ræktað allt haframjöl sitt, allt
korn til fóðurbætis og a. m. k.
hálft brauðkorn sitt.
En nú koma varfærnir menn
og hugdeigir og segja, að þessi
ræktun sé ekki árviss. Það komi
ísár eins og 1882, og hvar standi
kornræktin þá? Það er nú raun-
ar ósannað, að korn hefði ekki
þroskazt sunnanlands 1882. Og
það má benda á það, að akur-
yrkja er stunduð víða um lönd,
þar sem hún er ekki árviss. Og
hvaða atvinnuvegur okkar er ár-
viss? Hvar stendur sauðfjár-
ræktin í markaðsári eins og
1932? Hvar stendur síldveiðin í
aflaári eins og 1935? Hvar stend-
ur jarðeplaræktin í árferði eins
og 1938? Meira að segja gras-
ræktin og túnræktin. Hún getur
brugðizt verulega. En það held-
ur því enginn fram, að íslend-
ingar eigi ekki að stunda neina
atvinnu, sem ekki getur brugð-
izt, enda væri þá bezt „að
skunda út og hengja sig.“ Og því
fleiri stoðir, sem renna undir
búskap okkar, því tryggari verð-
ur afkoman.
En Klemenz á Sámstöðum er
meira en kunnáttumaður í bún-
aði, tilraunamaður og braut-
ryðjandi. Hann er hugsjónamað-
ur og sér í hyllingum framtíð
íslenzkra sveita. Þar er þó ekki
um að ræða tóma loftkastala,
því að hann sér allt í ljósi þeirra
sannana, sem reynsla hans hef-
ir leitt í ljós. Hannes Hafstein
orti fyrir fjórum áratugum af
mikilli andagift:
Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja skóga,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Klemenz á Sámstöðum veit
hvernig þetta getur orðið.
Friðrik konungur VIII. sagði
um Suðurlandsundirlendið, að
það gæti verið heilt kóngsríki
og þar gæti lifað miljón manns.
Enginn veit hvað konungur vor
hefir séð þegar hann sagði þetta,
eða á hverju hann hefir byggt
þessa skoðun, en sá, sem kemur
að Sámsstöðum og tileinkar sér
fræðilegar ályktanir af störfun-
um þar, finnur, að hinn danski
konungur hefir hér haft réttara
fyrir sér en flestir innlendir
menn í þá daga. Sámsstaðir
sanna það, að Suðurlandsundir-
lendið er til annars meira fall-
ið en að vera bithagi útigangs-
hrossa. Þar er nú á 28 ha. fram-
leitt fyrir 20 þús. kr.
Þannig er þá málum okkar
komið, að þessar glæsilegu stað-
reyndir eru fullsannaðar á sama
tíma, sem þúsundir manna
ganga atvinnulausir og fátækra-
framfæri er að sliga mörg sveit-
arfélög og bæjarfélög okkar. Ég
hefi að sönnu ekki mikla trú á
stórkostlegum þjóðflutningum
úr kaupstöðum í sveitirnar, en
mér sýnist, að líf þjóðarinnar
liggi við, að sveitafólkið hætti
að ryðjast í kaupstaðina til að
berjast þar um hin ónógu lífs-
skilyrði. Ég veit það vel, að í
hópi okkar sveitamanna eru
ýmsir, sem treysta sér til að
ryðja frá sér af jötunni reyk-
vísku, en nógu margir eru þar
útundan í krónni, þó að ekki sé
reynt að fjölga þeim. Hinsvegar
á þjóðfélagið engan siðferðileg-
an rétt til að heimta meiri sjálfs-
afneitun af okkur en öðrum. Og
það verður að flýta fyrir hinu
nýja landnámi með þjóðfélags-
legum aðgerðum. Hversu lengi
ætlum við að láta vanhugsað og
fánýtt blaður um persónufrelsi
Þar hefir oft verið gleðskapur
ágætur fram á nótt. En ég hefi
aldrei séð nokkurn mann þar,
hvorki karl eða konu, undir á-
hrifum áfengis. í Reykjavík er
þó mjög almennur drykkju-
skapur á samkomum ungs fólks.
— Fullorðnari Framsóknar-
mönnum, sem mjög margir eru
gamlir Ungmennafélagar, ætti
að vera sérstaklega kært, að
ungir Framsóknarmenn virðast
ætla að eiga samleið með Ung-
mennafélögunum í þessu máli,
sbr. t. d. ályktun sem stjórn
sambands þeirra samþykkti á
aðalfundi sínum á Akureyri s. 1.
vor:
„Aðalfundur S. U. F. lýsir ánœgju
sinni yfir baráttu margra Ungm.fél.
fyrir útrýmingu drykkjuskapar af hér-
aðsmótum sínum. Vill þó alveg sér-
staklega þakka hið myndarlega átak
borgfirzkra Ungm.fél. á s. 1. vori, og
væntir, að það megi verða öllum þeim
til fyrirmyndar, sem að almennum
samkomum standa."
Hefi ég ekki tekið eftir, að
Tíminn hafi birt þessa ályktun,
en tel að fari vel á því að hann
birti frásagnir af gjörðum unga
fólksins í landinu, þeim, sem
miða í rétta átt.
Eitt er það m. a., sem vert
hefði verið að geta um Ung-
mennafélögin. Þau hafa all oft,
í sveitum, farið á sunnudögum
á sumrin heim á bæi, þar sem
hafa verið veikindi eða aðrir sér-
stakir erfiðleikar og unnið frí-
vinnu að heyskap hjá þeim, sem
erfiðleikarnir hafa steðjað að.
Sum félögin hafa einnig farið
um helgar og unnið við að
hjálpa duglegum ungum hjón-
um í sveitinni við að reisa ný-
býli, og er slík sköpunarstarf-
semi einmitt mjög samboðin
heilbrigðri æsku. Hvar sem
leiðin liggur síðar í lífinu, mun
fáa iðra þess, að hafa hjálpað
til að reisa nýbýli, samkomuhús,
sundlaug, eða að hafa verið með
að gróðursetja tré eða laga til
fyrir skrúðgarði heima í sveit-
inni sinni á æskuárunum. Slíkt
er í anda ungmennafélaganna.
Og áreiðanlega má rekja áhrif-
in til Ungmennafélaganna á
ýmsan hátt, að mörg hríslan
prýðir nú þegar, þar sem áður
var auðn. Hitt er annað mál, að
mörg félögin hefðu átt að geta
unnið betur, bæði að skógrækt
o. fl., heldur en þau hafa gert.
En bendir ekki einmitt þegn-
skaparvinna Ungmennafélag-
anna leiðina, sem á að fara í
lausn eins mesta vandamálsins,
er bíður úrlausnar?
í bæjunum þyrpist saman at-
vinnulaust fólk, og sérstaklega
stafar ungmennum bæjanna
stór hætta af iðjuleysi og verk-
efnaskorti. En í sveitunum
vantar vinnuafl. Þingmenn og
aðrir sjá öfugstreymið í þessu,
en það vantar djörfung, dáð og
víðsýni til þess að taka rösklega
á og bæta úr mestu ágöllunum.
En Ungmennafélögin hafa,
og sjálfstæði aftra okkur frá því
að koma á þegnskyldu? Við vit-
um, að þúsundir úngra manna
hefðu gott af því að fá að vinna
uppbyggileg þegnskyldustörf
undir lipurri og fastri stjórn og
að þjóðin þarf að fá slík verk
unnin. Og eftir hverju er þá beð-
ið? Hversvegna tekur ekki þjóð-
in iðjulausu börnin sín og lætur
þau fá fæði og klæði við að
girða sandana á Rangárvöllum
og ræsa fram mýrar og leggja
þannig grundvöll að lífsham-
ingju og velmegun þúsundanna?
Aðrar þjóðir gera út miljóna-
heri í siðlausar styrjaldir til að
berjast um landamærahéruð og
nýlendur. Slíkt er á einn hátt
til fyrirmyndar: Sérhvert þjóð-
félag verður að heimta þegn-
skap og þjónustu af fólki sínu
til að skapa og vernda lífsskil-
yrði framtíðarinnar. Og við
skulum líka gera okkur annað
Ijóst: Persónufrelsi, sem er
heildinni til ills, er ranglæti.
Svona er það, að ónotuðu
lífsskilyrðin sunnanlands leiða
hugann að þjóðfélagsmálum,
svo að maður kemst í hita út
frá frómustu hugleiðingum um
búskap Klemenzar á Sáms-
stöðum, sunnlenzkar mýrar og
sanda. Annars munar minnstu
að gróðurmoldin virðist vera
of mikil og einráð um of á
köflum. Víða eru vandræði að
fá ofaníburð í vegi eða smá-
grjót í steypuvegg. Ég hélt því
að Sunnlendingar mættu fyrir
skipta við okkur Vestfirðinga.
Þeir létu okkur hafa nokkra
ha. af mýrum fyrir nokkur þús.
rúmmetra af grjóti og það ó-
með þeim vísi að þegnskapar-
vinnu, er þau hafa víða innt af
höndum í frístundum félaga
sinna, varðað veginn, sem á að
fara. Það á að koma á allsherj-
ar þegnskylduvinnu um allt
land, eins og Ungmennafélögin
hafa haldið fram frá því fyrsta.
Þótt ekki væri nema örfáar vik-
ur af æfi hvers manns, sem hann
ynni þegnskylduvinnu, þá væri
með samanlögðu því vinnuafli
hægt að gera óhemju mikið til
umbóta í landinu, sem annars
væri ókleift með háu kaupgjaldi.
En þó ætti atvinnan við það
fremur að aukast fyrir þá, sem
vinna daglaunavinnu, því marg-
ir færu af vinnumarkaðnum um
stundarsakir. En þegar til vinn-
unnar kæmu allir, ríkir og
snauðir, iðjulausir og hálfiðju-
lausir menn, margfölduðust
vinnuafköstin.
Það er þröngsýni, svo ekki sé
sagt meira, að ætla bláfá-
tæku kaupstaðafólki að fara
upp í sveit og búa þar hjálpar-
lítið á óræktuðu landi, og það
er mjög örðugt fyrir efnalítið
sveitafólk að mynda heimili í
sveit, svo að viðunandi sé. En
eitt af aðalstörfum þegnskyldu-
vinnumanna ætti að vera það,
sem sum Ungmennafélögin hafa
byrjað á í sínum litlu frístund-
um, þ. e. að hjálpa mönnum til
þess að rækta og reisa nýbýli.
Væru forustumenn þjóðar-
innar gæddir þeirri djörfung og
framsýni að koma á allsherjar
þegnskylduvinnu og láta hana
fara skipulega og vel úr hendi,
t. d. við að rækta og reisa ný-
býli handa efnilegu fólki, sem
líklegt væri á eftir að geta lifað
af sjálfstæðum atvinnurekstri,
þá væri hægt að stórauka holla
velmegun í landinu, gera reglu-
legt stórvirki á nokkrum árum,
rækta og byggja upp landið og
um leið að gera unga fólkið að
ötulli og betri þjóðfélagsþegn-
um. Jafnframt vinnufram-
kvæmdum yrði alltaf að
sjá menningar- og uppeldis-
hliðinni vel borgið.
Ungmennafélögin og Ung-
mennafélagar áttu mestan þátt-
inn í að koma upp héraðsskól-
unum. Þegar þeir voru komnir
upp og fátækir unglingar áttu
að geta fengið þar almenna
menntun, þroskað sjálfa sig lík-
amlega og andlega, og þá ekki
sízt aukið félagsþroska sinn, þá
var einn af stærstu og fegurstu
draumum gömlu Ungmennafé-
laganna að rætast. Og margir
þeirra bjuggust við auknum á-
huga og krafti frá héraðsskól-
unum til eflingar Ungmenna-
félögum landsins. En þarna hafa
orðið sár vonbrigði. Þegar frá er
talinn einn héraðsskólinn, er
varla úr þeirri átt áð ræða um
verulegt liðsinni til handa Ung-
mennafélögunum.
Ýmsum mun hafa dottið í hug
(Framh. á 4. síðu.)
sviknu blágrýti. Og ég bauð
þeim meira að segja eina vík eða
smáfjörð, svo að þeir fengju
eina góða höfn. Liklega stranda
þó samningar á því, að hvor-
ugir vilja taka að sér flutninga.
Og það er ef til vill vorkunar-
mál, en óheppileg eru skiptin
frá hendi náttúrunnar.
Eins og víðast á landi hér, er
skortur á forystumönnum í
sveitum Suðurlands. Þar vantar
menn, sem geta leiðbeint fólk-
inu í ýmsum greinum og sinnt
trúnaðarstörfum fyrir sveitir
sínar. Það er fjarri því, að þetta
sé einkennandi fyrir Suðurland.
Eins og Þorsteinn Erlingsson
kvað, — þótt um annað væri
kveðið: Mér er sagt hiö sama
norðanlands, — og svona kvað
það vera um allar jarðir.
Myndarmaður einn sagði mér,
að í sinni sveit væru fjórir
menn, sem til nokkurra trún-
aðarstarfa væri treystandi. Þó
að ef til vill væru fleiri, sem
kynnu að hafa hæfileika til að
sinna slíkum störfum, þá væru
þeir ófáanlegir til þess. Við sjá-
um líka ískyggilega oft eftir-
mæli manna, sem hafa verið allt
fyrir sveit sína, hreppstjóri,
oddviti, sýslunefndarmaður o.
s. frv. Þeir menn, sem bezta
hafa hæfileikana, eru fluttir
burtu úr sveitunum, allflestri,
burtu úr sveitunum, allflestir,
kaupstöðunum, einkum í
Reykjavík.
Ungmennafélögin reyna að
bæta úr þessari vöntun með því,
að útvega kennara á smánám-
skeið í söng og ýmiskonar í-
þróttum og enda iðnaði. Sum-