Tíminn - 28.12.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.12.1939, Blaðsíða 4
596 TÍMEVIV1. fimmtMdaglim 28. des. 1939 149. blað Jólatrésskemmtun Framsóknarmanna verður í Oddfellowhiísinu 3. janúar og hefst kl. 5 e. li. — Æskilegt að þátttaka sé tilkynnt sem fyrst á afgr. Tímans. — Sími 3323. Dans fyrir fullorðna hefst kl. 91/**. Tilkynnin Hér meö er vakin athygli á því, að þeir, sem enn hafa ekki greitt tekju- og eignarskatt sinn og lífeyris- sjóðsgjakl, verða að greiða þessi gjöld fyrir áramót, ef að þau eiga að verða dregin frá skattskyldum tekjum þeirra, þegar gjöld þessi verða ákveðin á næsta ári. T ollst j ór askrí ístoían Hafnarstræti 5. Sparísjóður Reykjavíkur og nágrenms verður lokaður laugardaginn 30. des. 1939 vegna vaxtaútreiknings. tlR BMUM Stórbruni átti sér staö hér í bænum aö morgni aðfangadagsins. Klukkan 9—10 kom eldur upp í frystihúsinu isbjörninn við Skothúsveg. Var það áður ishús, en nú búið frystitækjum og starfrækt á vegum Fiskimálanefndar. Slökkviliðið barðist í fjórar stundir við eldinn áður en tækist að kæfa hann. Mikið af fiski var í húsinu, alls um 80 þúsund króna virði, og hefir allmikið af þeim fisk- birgðum eyðilagzt eða skemmzt. Einnig ónýttist þarna mikið af fiskumbúðum, auk þeirra skemmda, sem urðu á bæði húsi og tækjum. J ólatr ésskemmtun Framsóknarmanna verður haldin í Oddfellowhúsinu 3. janúar. Hefst hún klukkan 5. Þess er óskað, að þátttaka sé tilkynnt sem fyrst á afgreiðslu Tímans. Um kvöldið verður skemmtun fyrir fullorðna fólk- ið og hefst hún klukkan 9,30. Kvikmyndahúsin Nýja Bíó sýnir nú stórfræga sögulega mynd, sem rekur æfiferil hugvits- mannsins Alexanders Graham Bells, er fann upp talsímann. Er myndin allt í senn, fróðleg, viðburðarík og vel leik- in. — Gamla Bíó sýnir ameríska mynd og leika „söngstjörnurnar" Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy aðalhlut- verkin. Myndin er ekki efnismikil, en söngur og leikur þessara vinsælu leik- ara ber hana vel uppi. Fargjald til Vífilsstaða. Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið blaðið að benda á, að fargjald frá Reykjavík til Vifilsstaða kostar 90 aura, þar af 40 aura frá vegamótum Hafnarfjarðarvegar; er sú leið innan við 2 kílómetra. Fargjald til Hafnar- fjarðar, lengri leið, er 80 aui'ar og þar af renna 25 aurar til bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar, og raunverulegt fargjald því 55 aurar. Vífilsstaðasjúklingar, sem hafa leyfi til að fara í bæinn, verða að borga 1,80 í ferðalagið fram og til baka.ef þeir vilja hitta vini og ættingja, er þeir kunna að eiga í Reykjavík. Nú í vetur hækkaöi fargjald til Hafnar- fjarðar um 5 aura, en til Vífilsstaöa um 15 aura. Vetrarh j álparstarfsemin. Vetrarhjálpinni í Reykjavík bárust fram til jóla alls rösklega 1200 beiðnir um hjálp. Hafa því mun fleiri leitað á náðir Vetrarhjálparinnar nú, heldur en í fyrra. Af þessum 1200 hjálpar- beiðnum reyndist unnt að sinna 965 að nokkru. En auk þess fengu. 100 gamalmenni á elliheimilinu og sjúk- lingar á farsóttahúsinu jólaglaðning. 799 fjölskyldur eða einstaklingar fengu matvæli á vegum Vetrarhjálparinnar, 787 fatnað, 65 smálestum af kolum var deilt á 619 heimili og 8530 lítrar voru látnir úti af mjólk á vegum Vetrar- hjálparinnar. Alls safnaðist á 27. þús- und krónur i peningum til starfsemi V etrarhj álparinnar, Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á annan í jólum á sjónleiknum Dauðinn nýtur lifsins. Var leiknum framúrskarandi vel tekið og voru leikarar, leikstjóri og hljóm- sveitarstjóri að lokum kallaðir fram. Næsta sýning verður á morgun og er alþingismönnum og bæjarráði boðið á þessa sýningu. Leikdómur birtist bráð- um hér í blaðinu. Afgreiftsla ijárlaganna (Framh. af 1. siöu.) nefnd hafa borizt, nema á fjórðu milljón króna.Dýrtíðin fór einnig að hafa sýnileg áhrif á ríkisreksturinn, ýmsar styrjald- arráðstafanir höfðu aukin út- gjöld í för með sér o. s. frv. Nefndin taldi því ekki rétt að fara að svo komnu máli aðra leið en hún hefir gert, með til- lögum sínum. „En ef svo fer“, segir í álitinu, „að útlitið breyt- Ungmeanaiélög Islands (Framh. af 2. siöu) að koma upp félagsskap í skól- unum, sem gæti komið í stað Ungmennafélaganna, og jafnvel hafa verið gerðar tilraunir til þess í sumum skólunum. En margir ágætir Ungmennafélag- ar hafa litið á það sem klofningstilraun á Ungmenna- félagsstarfseminni, og að sá fé- lagsskapur yrði til þess að draga frá Ungmennafélögunum krafta þeirrar æsku, sem líklegust væri til þess að vera stoð og stytta félaganna. En þar sem sú til- raunastarfsemi virðist andvana fædd að mestu, skal hún ekki rædd hér. Þegar sá, er þetta ritar, var verkamaður á unglingsárunum í Noregi, voru einhverjir mestu hátíðis- og hrifningardagar á meðal æskufólksins þar í sveit- unum, þegar kennarar og skóla- stjórar lýðháskólanna komu út í Ungmennafélögin á fundi þeirra og skemmtisamkomur og héldu þar áhrifamiklar ræður, þrungnar af eldmóði, til efling- ar Ungmennafélögunum og framförum norsku þjóðarinnar. Og á eftir umræðunum og söng ættjarðar- og framsóknarljóða, stigu þeir syngjandi, fjörugan „folkevisdans" langt fram á nótt með sveitaæskunni, segjandi í hléum inn á milli, sögur, m. a. frá lífinu í skóla sínum og Ung- mennafélagsskapnum þar og starfsemi félaganna víðsvegar um landið. í lýðháskólunum hópuðust ungmennafélög nágrennisins svo öðru hvoru á skemmtisamkom- ur skólanna. Þessar samkomur fóru fram undir handleiðslu kennaranna, sem a. m. k. stund- um hylltust til þess, að þær efldu sem mest félagsþroska æskunn- ar og þá einkum, að þær yrðu ungmennafélögunum að liði. Við héraðsskólana starfa margir ágætir kennarar, sem vafalaust vilja mikið á sig leggja fyrir æsku þessa lands. Ég býst ekki við, að það sé almennur sá hugsunarháttur hjá þeim, sem kemur átakanlega fram — eink- um á milli línanna — í harðri og ósanngjarnri ádeilu eins þeirra nýlega i ársriti héraðs- skólanna, þ. e. að skólarnir eigi aðallega að vera til fyrir kenn- arana, sem við þá hafa atvinnu! En því miður bendir nokkuð á, að þessi, á margan hátt ágæti maður, standi ekki einn uppi með slíka skoðun. — En það var ist til verulegra muna til hins verra, mun Alþingi væntanlega gefa ríkisstjórninni heimild til að draga úr ráðgerðum vinnu- framkvæmdum, eftir ákveðnu hlutfalli, sem gangi jafnt yfir alla. En ef meira þrengir að, verður stjórnin hvort sem er að kalla þingið saman, til að starfa að þeim bjargráðum, sem upp yrði að taka, ef stórlega dregur úr útflutningi á næstunni. Það er ekki hægt að gera fjárlög fyrir hallærisástand, nema þing og stjórn finni, að hallæri sé komið i landinu.11 og er ósk okkar margra gömlu Ungmennafélaganna, að hér- aðsskólarnir hjálpi til þess að auka líf og starf i Ungmenna- félögunum. Það ætti blátt áfram að vera eitt af meiri hlutverk- um þeirra og skyldum. Væri vin- átta og samstarf í verulega góðu lagi milli héraðsskólanna og Ungmennafélaganna, mundi það vera líklegt til mikillar blessun- ar í sveitum landsins. í góðum Ungmennafélögum er frjálst og vítt til veggja. Þar er gott rúm fyrir margþætta starf- semi æskunnar; þar eru tæki- færin og hvatningin til að leggja sameiginlega hönd á plóginn. En að vera sjálfur starfsmaður í heilbrigðum félagsskap, er vinnur að góðum málefnum og að eignast sjálfur góð áhugamál, það er meðal þess helzta, er gefur lífinu gildi. Unga fólkið á að fylkja liði i Ungmennafélög íslands og skapa sér þar verkefni og starfsþrótt. Skólarnir og við, sem eldri erum en viljum sporna á móti ellimörkunum í starfi okkar, eigum að styðja að eflingu þeirra. Þá verðskuld- um við vináttu æskunnar og verðskuldum betur að vera í hópi hennar, þótt árin færist yfir og hárin gráni. V. G. ostarnir frá Akureyri eru komnir aftur. Samband ísl. samvmnufélaga. M.s* Helgí fer héðan á föstudag 29. þ. m. til Vestmannaeyja. Flutningur óskast tilkynntur fyrir hádegi sama dag. Austur um Rangárpiog (Framh. af 3. siöu) ekki fólk annars staðar norð- anlands. Hitt er svo annað mál, að skoðanir eru mjög skiptar um skáldið þar norður frá. í sum- um sveitum má það nálega heita undantekning að hann eigi sér forsvarsmenn, og þeir fáu sjá þá tíðum engin lýti á verkum hans. Mér fannst að ná- grannar mínir vestra kynnu margir allvel að sjá kost og löst á þeím, þó að hann eigi sér allstaðar ákveðna aðdáendur og andstæðinga. En . hérna syðra finnst mér, að séu ýmsir, sem láta eins og þeir viti ekki að Halldór Kiljan Laxness sé til, og skeyta engu hvað skrifað er í bækur. Og myndi það ekki vera í maklegu samræmi við sumar persónulýsingar hans. Framh. Nýtt Framsóknarfélag (Framh. af 1. síöu.) son ritari og Jón Þorsteinsson kennari, gjaldkeri. Varastjórn: Gfsli Gíslason, Eugenius Þor- steinsson og Randver Sæmunds- son. Endurskoðendur: Ágúst Jónsson og Vilmundur Rögn- valdsson. Auk þess sem félagið veitir málefnum Framsóknarflokksins brautargengi, hyggst það að beita sér fyrir ýmsum velferðar- málum héraðsins. 70 Margaret Pedler: Elizabet drykkinn. Síðan blandaði hann sér annan skammt eins og settist svo á móti henni hinu megin við arininn. Elizabet saup vel á blöndunni, en gretti sig, þegar hún fann bragöið. „En það bragð! Er það alvara, að ég eigi að gleypa þetta allt,“ sagði hún og leit með vanþóknun á stórt glasið, sem hún hélt á í hendinni. Hann kinnkaði kolli brosandi. „Hvern einasta dropa. Ef þér verðið þægar, skal ég gefa yður vindling þegar þetta er búið.“ „Hvernig vitið þér að ég reyki?“ spurði Elizabet brosandi. „Þér voruð að reykja í bátnum áður en hann skall á.“ Elizabet leit út yfir vatnið. Það var ennþá úfið, að vísu, en mesti ofsinn var auðsjáanlega lægður. „Þér hafið varla getað séð það úr landi,“ sagði hún og bætti svo við: „Nema þér hafið notað sjónauka?” „Það var einmitt það, sem ég gerði. Þegar ég sá svona smá róðrarbát eins og bátinn yðar, úti á vatninu, og jafn- framt, að þessi hryna var að skella á, þá náði ég mér í sjónauka til þess að sjá, hvort það væri karl eða kona, sem léki sér þannig að því að bjóða eyðilegging- unni heim.“ „Og svo,“ sagði Elizabet áköf, þegar Laun þess liöna 71 hann tók sér málhvíld. „Nú, þá sá ég að óveðrið var að skella á, fór niður að bátaskýlinu og kom vél- bátnum á flot, því að ég vissi að á hon- um þyrfti að halda, áður en langt um liði.“ „Já, þess þurfti líka sannarlega,“ sagði Elízabet ákaft, en bætti svo við hálf- feimin: „Ég er ekki ennþá farin að þakka yður fyrir, að þér hafið bjargað lifi mínu í raun og veru.“ Yfir andlit hans leið skrítinn svipur. „Þér skuluð ekkert vera að hafa fyrir því,“ svaraði hann. „Maður getur aldrei vitað, fyrr en eftir mörg ár, hvort líf- gjöf sé þakkandi eða ekki. Það er undir því komið hvort lífið er þess vÍTði að lifa því.“ „Finnst yður það ekki?“ Þessi spurn- ing slapp út úr Elizabet alveg ósjálfrátt, vegna biturðarinnar, sem hún hafði bæði séð og heyrt á honum, þegar hann mæltist undan þakklætinu. En svo átt- aði hún sig á því, að hún átti alls ekki að segja þetta, og roðnaði. „Ég bið yður afsökunar,“ sagði hún í flýti, „ég hefi engan rétt til þess að spyrja slíkra spurninga." Hann brosti háðslega. „Mér er alveg sama þó ég svari. Það var sú tíð, að mér fannst lífið alls ekki þess virði, að lifa því.“ —^..OAMLA o—o- Jólamynd 1939 „Sweethearts” Gullfalleg og hrífandi amerísk söngmynd, öll tek- in í eðlilegum litum, þeim fegurstu, er sést hafa. Að- alhlutverkin 1 e i k a og sy n g j a uppáhaldsleik- arar allra: Jeanette MacDonald og Nelson Eddy. ~NÝJA BÍÓ ■——”° Sigur liuj»vits- maiinsins. Söguleg stórmynd frá Fox, er sýnir þætti úr hinni barátturíku en fögru æfi- sögu hugvitsmannsins heimsfræga, Alexanders Graham Bell, er fann upp talsímann. — Aðalhlut- verkin leika: DON AMECHE, HENRY FONDA og systurnar POLLY, GEORGIANA og LORETTA YOUNG. Hlutverk mjólkurínnar í mataræði voru Dr. med. A. Tanberg, yfirlækni, farast m. a. orð á þessa leið: Mjólk er fullkomnasta næringarblanda, sem til er. Engin önnur fæðutegund getur komist í hálfkvist við hana. — Ef gallar eru á mataræðínu, þá er engin önnur fæða eins vel löguð til þess að bæta úr þessum misbresti, eins og mjólkin. Hún gerir í raun og veru allt matar- æði fullkomið. Mjólkurfitan, rjómi og smjör, er auðmeltasta og bragðbezta fita, sem við höfum, og þar að auki hefir hún inni að halda A og D fjörefni. Steinefni eða sölt mjólkurinnar eru mjög haganlega blönduð innbyrðis, einkum er þar mikið af kalki — en fæðan nú á. dögum vill oft vera of kalklítil og getur því oft verið hættuleg börnum og unglingum. Margvíslegar vísindarannsóknir hafa sýnt og sann- að, að mjólkin hefir mikil og góð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska skólabarna. Þau börn, sem feng- ið hafa % lítra mjólkur á dag, hafa tekið mestum framförum, og verið ónæmari fyrir sjúkdómum en börn, sem fengu sama fæði, án mjólkur. Það getur ekki leikið tveim tungum, að rétt notkun mjólkur og mjólkurafurða í daglegri fæðu, er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heil- brigði þjóðarinnar. Auglýsing iiui sinásöliiveril. Camel cigarettur 1 20 stk. pk. . . kr. 1.80 pakkinn One Eleven - 20 — — . 1.60 Happy Hit - 20 — — . 1.80 Three Kings - 20 — — . 1.80 Tuxedo reyktóbak í IV2 oz. blikkdósum — 1.50 dósin Golfers smávindlar í 5 stk. pk.....— 1.32 pakkinn Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisíns. GÓÐ KI JÖICD (höfuðból) á Suðurlandi til sölu. Miklar og vandaðar bygg- ingar. Mörg og mikil hlunnindi. Rafstöð til suðu og ljósa. Bíl- vegur heim i hlað. Einkasími. Vatnsleiðsla í bæ og penings- hús. Góð fjárbeit, engin mæði- veiki eða garnaveiki. Verð 35 þúsund krónur. Út- borgun 12 þúsund krónur. Eignaskipti geta komið til greina. A11 a r nánari upplýsingar veitir BJARNI PÁLSSON lögfræðingur. Vífilsgötu 9. Reykjavlk. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Leihfélay Reyhjavíkur DAUÐINN NÝTUR LÍFSINS Sjónleikur í 3 þáttum eftir ALBERTO CASELLA Sýning á inorgun kl. 8 Hljómsveit aðstoðar undir stjórn Dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. HÆKKAÐ VERÐ. Vinnið ötullega fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.