Tíminn - 06.01.1940, Qupperneq 2
6
TjggBgN, langardagiim 6. janúar 1940
2. blað
‘gímtrm
Laufiardaginn 6. jjan.
Vaxtaskatturínnn
Eitt þeirra mála, sem ekki
náði afgreiðslu á þessu þingi,
var frumvarp milliþinganefnd-
arinnar i skatta og tollamálun-
um um vaxtaskatt.
Má það næsta einkennilegt
heita, að mál þetta skyldi ekki
mæta meira skilningi hjá þing-
inu en raun varð á.
Sú skoðun virðist hafa skap-
azt víða, að hér sé um nýjan
skatt að ræða, en það er full-
kominn misskilningur. Eins og
skattalöggjöfin er nú fram-
kvæmd virðist það hægur vandi
að koma sparifé og verðbréfum
undan skatti, og er það ekkert
launungarmál, að þetta er gert
í störum 'stíl. Tilgangurinn með
vaxtaskattinum er sá einn, að
koma í veg fyrir að hægt sé að
koma eignum undan skatti með
þessum móti. Alþingi þurfti því
ekki að taka afstöðu til ann-
ars en þess, hvort leyfa ætti
þeim, sem ekki telja þess-
ar eignir til skatts, að komast
hjá löglegri skattgreiðslu á með-
an þeir, sem rétt telja fram,
verða að greiða skatt af þeim.
Málið er því ákaflega einfalt og
ætti ekki að þurfa að valda
neinum heilabrotum.
Þeir eru kannske einhverjir,
sem hafa þá skoðun, að ekki sé
rétt að taka skatt af sparifé og
verðbréfum. En þá ætti slík
undanþága vitanlega að ná til
allra, en ekki aðeins til þeirra,
sem fara á bak við lögin. Ann-
ars mun þessum mönnum erfitt
að finna rök máli sínu til stuðn-
ings. Það er áreiðanlega mikill
vandi að gera mun á þessum
eignum og mörgum öðrum eign-
um. Það má taka dæmi. Bóndi
á jörð. Hann verður að greiða
skatt af þessari eign. Hann sel-
ur jörðina og leggur andvirði
hennar í banka. Þá þarf hann
ekki lengur að greiða skatt af
þessari eign. Er það réttlæti að
skattleggja jörðina, en undan-
þiggja peningana?
Þeir menn eru kannske til,
sem segja að skattur á sparifé
og verðbréfum dragi úr sparn-
aði. En þessir góðu menn gæta
þess ekki, að fleira er sparnað-
ur en að leggja fé á banka og
kaupa verðbréf. Það má aftur
taka dæmi af bóndanum. Ung-
ur maður festir kaup á jörð og
ver til þess fé, sem hann hefir
sparað saman. Það nægir senni-
lega ekki til að greiða allt jarð-
arandvirðið og hann heldur því
áfram að spara til að geta greitt
það að fullu. Þetta er vissulega
sparnaður, sem er lofsverður
og er erfitt að sjá, hvers vegna
ætti síður að ýta undir menn til
að spara fé með þessum móti
en á þann hátt, að leggja það
á banka eða kaupa verðbréf.
En sú verður vitanlega niður-
staðan, ef sparifé í bönkum eða
verðbréf nytu skattfrelsis.
Það er því alveg sama, hvern-
ig litið er á þessi mál. Það eru
engin rök til, sem réttlæta það,
að sparifé í bönkum eða verð-
bréf séu látin vera rétthærri en
aðrar eignir. Það er fullkomið
sanngirnismál, að til þeirra
eigna nái sömu skattaákvæði og
til annara eigna.
Frá sjónarmiði ríkisins ætti
lika síður en svo að þykja á-
stæða til þess, að hlífa vissum
mönnum við réttmætum skatti.
Eins og fjárhagsafkomu ríkis-
ins er nú komið, ætti miklu
frekar að þykja ástæða til þess
nú, að vinna að bættri inn-
heimtu skattanna en að gera
það gagnstæða.
Þess ber því fullkomlega að
vænta, að þetta mál fái aðrar
viðtökur á næsta þingi og nái
þá framgangi.
Kaupendur Tímans
Tilkynnið afgr. blaðsins tafar-
Iaust ef vanskil verða á blaðinu.
Mun hún gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess að bæta
úr þvi. Blöð, sem skiivísa kaup-
endur vantar, munu verða send
tafariaust, séu þau ekki upp-
gengin.
Forystnmeim þjjógaima:
Neville
NIÐURLAG
Fyrstu árin, sem
Á leið til Chamberlain sat á
valda. þingi, lét hann lítið
á sér bera. Lloyd
George var þá stjórnarforseti
og var Chamberlain ákveðinn
andstæðingur hans. Á þessum
árum var Chamberlain kjörinn
formaður hinna skipulögðu
landssamtaka íhaldsflokksins
og gegndi hann því starfi sam-
fleytt í 9 ár. Lagði hann mikla
vinnu í skipulagningu flokks-
ins og náði góðum árangri í
þeim efnum. Hefir þetta starf
hans áreiðanlega bætt mjög að-
stöðu hans síðar. í Englandi
þykir það þó ekki nein sérstök
tignarstaða að vera formaður
hinnar skipulögðu flokksstarf-
semi. Menn eru ekki valdir í
þær stöður með neinu sérstöku
tilliti til foringjahæfileika. Það
eru aðeins gerðar kröfur til
þeirra sem starfsmanna, en ekki
sem foringja. Forystan hvílir
fyrst og fremst á formanni
þingflokksins.
Haustið 1922 gerðist atburður,
sem jafnan verður frægur 1 sögu
Englands. Lloyd George var þá
enn forseti samsteypustjórnar,
en íhaldsmenn voru þó í meira-
hluta á þingi. Erfiðleikarnir,
sem sköpuðust eftir styrjöld-
ina, voru margvíslegir og eins og
títt er eignaðir ríkisstjórninni
að meira eða minna leyti. Hinir
eldri foringjar íhaldsflokksins
studdu þó Lloyd George, enda
hafði klofningur sá, er hann
olli í frjálslynda flokknum, ver-
ið vatn á myllu þeirra. Tiltölu-
lega óþekktur þingmaður í
flokki íhaldsmanna, Stanley
Baldwin, flutti þá ræðu á stór-
um fundi íhaldsmanna. Hann
réðist ákaft á samsteypustjórn-
ina. Ræða hans var svo snjöll
og áhrifamikil, að hún sópaði
grunninum undan samsteypu-
stjórninni og gexði Baldwin að
sjálfkjörnum foringja íhalds-
flokksins, þótt hann tæki ekki
formlega við forystunni, sem
var í höndum Bonar Law.
Afleiðing þessa atburðar varð
sú, að Bonar Law myndaði
hreina fiokksstjórn um haustið.
Chamberlain hlaut nú launin
fyrir andstöðuna gegn Lloyd
George og fékk minniháttar
ráðherrastöðu. Baldwin varð
fjármálaráðherra. Vorið 1923
varð Bonar Law að leggja
niður stjórnarforystuna, sökum
heilsubrests, og Baldwin varð
forsætisráðherra. Hann gerði
Chamberlain að eftirmanni sín-
um sem fjármálaráðherra, enda
þótt aðrir stæðu miklu nær.
Vakti þetta val Baldwins því
talsverða furðu. Chamberlain
auðnaðist það ekki að leggja
Chamberlaín
fram fjárlög að þessu sinni.
Þeir Baldwin vildu koma á
verndartollum til hjálpar iðn-
aðinum og efndu því til kosn-
inga. íhaldsflokkurinn beið
mikinn ósigur og verkamanna-
fiokkurinn myndaði stjórn með
aðstoð frjálslynda flokksins.
Valdaskeið þeirrar stjórnar
varð stutt og eftir nýjar kosn-
ingar haustið 1924 myndaði
Baldwin stjórn, sem sat að völd-
um til vorsins 1929. Chamber-
lain var boðin fjármálaráð-
herrastaðan í þessari stjórn, en
hann kaus heldur að verða heil-
brigðismálaráðhera.
Það er haft
Heilbrigðismála- eftir C h a m-
ráffherrann. b e r 1 a i n, að
embætti heil-
brigðismálaráðherra telji hann
skemmtilegasta starfið, er hann
hafi gegnt um dagana. Hann
vann líka mjög ötullega á þess-
um árum og lét margvísleg mál
til sín taka. Hér skulu aðeins
tvö nefnd.
Áður en Chamberlain varð
heilbrigðismálaráðherra hafði
verið hafizt handa um niðurrif
fátækrahverfanna í stórborg-
unum, en allar fyrirætlanir um
þau efni höfðu reynzt meira og
minna gallaðar í framkvæmd.
Chamberlain, sem hafði sýnt
þessum málum mikinn áhuga
meðan hann var í Birmingham,
tók þau upp á nýjum grund-
velli og varð svo vel ágengt, að
um 2 milj. íbúða voru byggöar
í stað þeirra, sem lagðar voru
niður, í stjórnartíð hans. Það
má vissulega eftir á finna ýmsa
annmarka á framkvæmd þess-
ara byggingarmála, en hinu
verður ekki neitað, að mikið
hafði áunnizt.
í fáum löndum var eins al-
gengt að konur létust af barns-
burði og í Englandi. Chamber-
lain tók þetta mál til meðferð-
ar og beitti sér fyrir aukinni
menntun ljósmæðra og fleiri
ráðstöfunum í því sambandi.
Þetta bar ágætan árangur og
tala þessara dánarorsaka stór-
lækkaði. „Menn verða að gera
sér ljóst“, sagði Chamberlain
einu sinni í ræðu, „hvaða af-
leiðingar það hefir, þegar móðir
deyr og ung börn missa umönn-
un og áhrif, sem móðirin ein
getur veitt þeim“. Eftir nokkra
þögn bætti hann við lágum
rómi: „Ég var sex ára, þegar
móðir mín lézt af barnsburði".
Störf Chamberlains sem heil-
brigðismálaráðherra uku mjög
álit hans og öfluðu honum þeirr-
ar viðurkenningar, að hann væri
einn nýtasti maður íhalds-
flokksins.
Haustið 1931
Fjármálaráff- hafði s t j ó r n
herrann. verkamanna-
flokksins sýnt
með tveggja ári starfi, að hún
réði ekki við þau erfiðu við-
fangsefni, er kreppan hafði
skapað. Niðurstaðan > arð
m y n d u n þj óðstj órnarinnar.
Chamberlain varð fjármálaráð-
herra henna.r og gegndi því starfi
til vorsins 1937. Fjármálalíf
þjóðarinnar var í hinu mesta ó-
efni, er hann tók við starfinu.
Þegar hann lét af því sex árum
síðar var það á miklu traustara
grundvelli og afkoma atvinnu-
veganna stórum betri.
Það gæti orðið óþrotlegt deilu-
efni, hvort þennan afturbata
fjármálalífsins beri aðallega að
þakka fjármálastjórn Chamber-
lains eða öðrum orsökum. Þegar
menn t. d. athuga fjárlög hans
gætir þar engra róttækra breyt-
inga. Það má að visu benda á
nokkrar verulegar lækkanir
ýmsra útgjalda og hækkanir
ýmsra tekjuliða, nær eingöngu
tolla og skatta. Allt eru þetta
þó mjög hversdagslegar að-
gerðir og sem hafa verið við-
hafðar í flestum löndum. En
það er einmitt í þessu að-
gerðaleysi, ef þannig mætti orða
það, er ýmsir meðhaldsmenn
Chamberlains segja að fjár-
málagaldur hans sé fólginn.
Samkvæmt þeirra stefnu eru
miklar breytingar, sem iðulega
er óvíst um, hvernig reynast
muni í framkvæmd, aldrei eins
hættulegar og á krepputímum.
Þær aðeins auka á glundroðann
og ringulreiðina í fjármálalíf-
inu. Það, sem skiptir mestu, er
að skapa festu og öryggi. Þegar
ríkið gerir það kemur það einnig
smátt og smátt hjá einstakling-
unum. Stórtækar breytingar á
helzt ekki að gera, nema á
venjulegum tímum, ellegar þær
eiga að koma smásaman. Hvert
álit, sem menn hafa á þessari
kenningu, verður því ekki neit-
að,að festa og öryggi jókst í fjár-
málalífi Breta meðan Chamber-
lain var fjármálaráðherra. Ó-
vissan og vantrúin, sem áður
höfðu ríkt, hurfu að mestu leyti.
Chamberlain sagði í fjárlaga-
ræðu sinni 1936 að íjármála-
stefna sín byggðist einkum á
tveim atriðum: Tollum og lá-
gengi. Eitt af fyrstu verkum
þjóðstjórnarinnar var að koma
á gengislækkun og á þinginu
1932 kom Chamberlain í fram-
kvæmd víðtækri tollalöggjöf. Er
sagt, að Chamberlain telji það
síðar einn mesta stjórnmála-
sigur sinn, þar sem hann hafi
þar komið í framkvæmd stór-
máli, sem faðir hans hafi barizt
fyrir manna mest, en tókst þó
ekki sjálfum að leiða til
lykta. Minntist Chamberlain
sérstaklega þessarar baráttu
föður síns, þegar hann lagði
frumvarpið um tollalögin fyrir
þingið. En hvorttveggja þessara
xáðstafana, lækkun sterlings-
pundsins og innflutningstollur-
inn, hafa áreiðanlega átt mik-
inn þátt í því að lækka hinn
stórfelda halla, sem orðinn var
á verzlunarjöfnuðinum, og efla
iðnaðinn.
Chamberlain og Baldwin tóku
báðir þátt í hinni frægu Ott-
awaráðstefnu sumarið 1932. —
Niðurstaða þeirrar ráðstefnu
var fullkomlega í anda Joseph
Chamberlains, því að skapaður
yar stórum bættur grundvöllur
fyrir tollasamvinnu milli Bret-
lands og samveldislandanna.
Hins vegar urðu þær tilraunir
Baldwíns og Chamberlains, að
fá ráðstefnuna til að beita sér
fyrir almennri tollaívilnun og
frjálsari heimsverzlun, árang-
urlausar. Samveldislöndin risu
gegn þeim.
Eitt af helztu verkum Cham-
berlains sem fjármálaráðherra,
var að koma því til leiðar, að
lækkaðir voru vextir á 2.000
millj. sterlingspunda stríðslán-
um úr 5% í 3V2%. Þótt stríðs-
skuldabréfin væri í höndum
margra aðila, . tókst þetta
næstum möglunarlaust og má
vafalaust þakka það að veru-
legu leyti vinsældum Chamber-
lains meðal fjármálamanna.
Chamberlain sýndi það iðu-
lega i fjármálaráðherratíð sinni,
að hann var stefnufastasti og
MOLAR
Weekly Review, London
Ljóninu Sleppt Lausu!
* * *
í sambandi viö þc.nn atburð, aö
Þjóðverjar neyddust nýlega til að
eyðileggja orustuskipið „Graf von
Rpee", sem vann að því aö granda
enskum kaupförum í Suðurhöfum,
hafa Bretar bent á, að það hafi náð
miklu minni árangri en þýzka orustu-
skipið „Emden" i seinustu heimsstyrj-
öld.
Afrek „Emden" eru líka einsdæmi i
sjóhernaðarsögunni. Skipið var ekki
nema 3650 smál. og ekki sérstaklega
vel vopnað. Það hélt sig í Indlands-
hafi mánuðina ágúst—okt. 1914 og
sökkti 21 kaupfari, sem voru virt á 37
millj. kr. Um tuttugu herskip Banda-
manna leituðu þess samt stöðugt á
þessu tímabili. Svo fífldjarfur var for-
ingi skipsins, Muller að nafni, að hann
sigldi því inn á höfnina í Penang, þar
sem lá 3200. smál. rússneskt herskip.
Var Emden þá að öllu leyti útbúið
sem enskt herskip, hafði m. a. sett
upp auka reykháf. Á höfninni sökkti
það rússneska herskipinu. Þegar skipið
lét aftur úr höfninni mœtti það
jrönsku herskipi og tókst að sökkva
því.
Hinn 9. nóv. tókst Bandamönnum
loks að ná því. Það hafði sett menn
á land til að eyðileggja enska skeyta-
stöð á Kokoseyjum, en hún gat áður
gert herskipum Bandamanna aðvart.
Ástralslca herskipið „Sidney" varð fyrst
á vettvang. Það var langtum stœrra
og betur vopnað. Skipstjórinn tók því
það ráð eftir skamma viðureign, að
sigla skipinu í strand og var hann
tekinn til fanga, ásamt skipshöfninni.
Sjóliðarnir, sem áttu að eyðileggja
skeytastöðina, komust hinsvegar und-
an. Þegar þeir sáu endalok Emdens
tóku þeir skonnortu, sem var þar á
höfninni, á vald sitt og heppnaðist
þeim að sigla henni til Tyrklands.
Var það ferðalag mjög cefintýraríkt.
þrautseigasti maðurinn í rikis-
stjórninni, enda var þar fátt
um skörunga. Hann var því
sjálfkjörinn forsætisráðherra,
þegar Baldwin lét af því starfi
vorið 1937.
(Framh. á 3. síðu)
^ . .................................... . ' ''
Frá fyrsta fundi Chamberlains og Hitlers í Berchtesgaden
Ragnar Ásgeirsson
Ferðasaga
FRAMHALD.
En Hólakirkja gæti orðið enn
fegurri en hún er. Til dæmis ef
flutt væri þangað aftur eitthvað
af því, sem þaðan hefir verið
flutt og er nú í þjóðminjasafn-
inu. Því á meðan að Hólakirkju
er jafnmikil umhyggja sýnd og
nú er, er geymsla þessara gripa
tryggari þar, en uppí undir súð-
inni í Safnahúsinu. Það er ógur-
leg tilhugsun, að gömlu grip-
irnir i þjóðminjasafninu geti
eyðilagzt á stuttri stundu, ef
eldur kæmi upp þar. Og á með-
an að geymslan er svo ótrygg,
ættum við íslendingar ekki að
gera háværar kröfur um endur-
heimt gamalla gripa frá útlönd-
um. Að vísu hefir komið til mála
að flytja þjóðminjasafnið í þjóð-
leikhúsið. En það er engin lausn
og yrði aðeins til tafar því að
málið leystist svo, að safnið og
framtíðin megi við una. — Og
með því að flytja það í þjóð-
leikhúsið væri þjóðleikhússmál-
ið orðiö hneyklismál. — En af-
sakið, góðir menn, því þetta
kemur ferðasögunni ekki beint
við, — en kemur í huga í sér-
hvert sinn er talað er um vernd
gamalla verðmæta.
Þennan dag flutti ég tvo
garðyrkjufyrirlestra yfir nem-
endum skólans og nokkrum
mönnum, er að voru komnir frá
næstu bæjum. Á Hólum er all-
mikil garðrækt og ennfremur á
bæjunum í dalnum. Og uppskera
hafði verið góð eftir þetta ein-
staka sumar. Og sagt var mér,
að sáð hefði verið til gulróta á
einum bænum fyrir fáum dög-
um. Það er sumstaðar gert er-
lendis, að sá þeim á haustin og
getur sjálfsagt gefist vel þarna
nyrðra, þar sem staðviðri eru
og tiltölulega laust við um-
hleypinga. En tæplega myndi ég
ráða til þess sunnan lands. En
ræktun gulróta þyrfti að hundr-
aðfalda í landinu, og það sem
fyrst.
Niður á Hólatúninu eru akrar
og garðar. Þar stendur enn dá-
lítið af grænkáli og fóðurmerg-
káli. Þar er kindahópur á beit,
hvítar og svartar, og hinar
svörtu allar í hóp. Þótt ekki sé ég
fjárglöggur, sé ég þó, að ekki er
þetta venjulegur fénaður og fer
að skoða. Og þetta eru þrjú
fjárkyn. Það skozka hvítt og með
skrítið höfuðlag, hitt kolsvart
karakúlfé, með fituklumpinn á
dindlinum og með nærri því laf-
andi eyru. Það eru þær, sem
halda hópinn og alltaf hlaupa
saman í hnapp ef þær halda að
hætta sé á ferð. Þriðja kynið er
það íslenzka og það er fegurst
— i mínum augum, og auðséð á
þeim kindum að þær eru „inn-
bornar“ í óteljandi ættliði. En
nú er aðeins fátt af því heima
við, því flestar kindur voru
hlaupnar á fremstu grös þessa
fyrstu og blíðu daga vetrarins.
Fremsti bærinn í Hjaltadal er
Reykir. Eins og nafnið bendir til,
er þar jarðhiti. Vegna þess og
annars, langaði mig að koma
þar. Það sýnist stutt að Reykjum
frá Hólum, en eru þó um 9 km.
Á Reykjum býr Ástvaldur Jó-
hannesson og hefir búið þar
lengi. Hann var í Hólaskóla fyr-
ir um hálfri öld. Ástvald bónda
hitti ég á Hólum, en hann var
þá á leið „út í Krók“ sér til
heilsubótar, gamli maðurinn.
Hann var skólabróðir Gissurs í
Drangshlíð og Ólafs á Sólheim-
um og bað mig að skila kveðju
til þeirra, en þar sem ekki er víst
að ég sjái þá fyrst um sinn,
sendi ég hana áfram þessa leið-
ina.
En föstudagsmorguninn fylgdi
Kristján Karlsson mér fram að
Reykjum á hestum. Ég rek aug-
un í ístöðin um leið og ég fer
á bak, því svona ístöð eru hvergi
smíðuð nema í Skaftafellssýlun-
um, svo ég viti. Og það stendur
heima, þau eru eftir einn af
sonum Eiríks á Fossi á Siðu.
Það er fagurt að sjá til fjall-
anna þennan morgun, og fram-
undan sjáum við Hólabyrðu og
Hagafjall, Hafrafell og Fúin-
hyrnu. Ekki veit ég hversvegna
hún ber þetta nafn, því mér
sýnist vera eins gott í henni og
hinum fjöllunum. Við erum
klukkutíma að Reykjum, förum
hægt og komum hvergi við. Það
fyrsta sem ég tek eftir heima
á Reykjum er flúnkurný sláttu-
vél. Ójá. En þeir hafa notað
hana í 9 ár. Svona á að halda
vélunum við — og hvað skyldi
þessi geta verið lengi eins og ný,
með svona góðri umhirðu?
En það var jarðhitinn á Reykj-
um. Lindirnar heitu eru um 200
metrum fyrir neðan bæinn, á
svæði, sem ekki er mjög stórt
um sig. Annars getur hitasvæð-
ið verið stærra en það sýnist,
því að þarna er raklent. Heitasta
uppsprettan mældist mér vera
51°. Þarna eru garðar, en ekki
stórir um sig. En þarna eru
merkilegar fornmenjar, sem
sýna hver not menn höfðu fyrr-
um af heita vatninu. Það er
gömul upphlaðin laug, sem heit-
ir Biskupslaug, sökum þess, að
Hólabiskupar fóru þangað til
laugar. Þessarar laugar er enn-
fremur getið í Laxdælu. Og
þarna er fleira, hin svonefnda
„Vinnufólkslaug", því að ekki
þótti viðeigandi að vinnulýður^
inn baðaði sig í sömu lauginni
og hálfheilagir biskupar. En
ekki sést nú fyrir þeirri laug,
því að hlaðið hefir verið fyrir
neðan og gerð uppistaða, sem
nú er notuð fyrir sundlaug, og
þar eru leifar vinnufólkslaug-
arinnar á botninum.
Jóhannes, sonur Ástvaldar
bónda, sýndi okkur umhverfið
og er við höfðum athugað það,
héldum við heim til stofu. Bær-
inn er því miður alllangt frá
heitu lindunum og fyrir ofan
þær, svo kostnaðarsamt mun að
leiða hitann heim. Allhátt uppi
í fjalli, fyrir ofan bæinn, bend-
ir Jóhannes okkur á stað, þar
sem heit uppspretta er einnig.
En hiti er þar litill og vatns-
magnið lítið. Og ekki þykir mér
sennilegt, að jarðhitinn á
Reykjum fái þýðingu svo um
muni fyrir aðra bæi. Til þess
virðist hann of lítill og hita-
svæðið ekki stórt.
Heima við bæinn, sunnan
megin, standa reyniviðir 25 ára
gamlir. Fagrir eru þeir á vorin
með sínu nýútsprungna græna
laufi. Fegurri þó þegar hin hvíta
blómamergð glitrar angandi I
sólskini. En fegurstir máske þó
þennan fagra haustdag, þegar
varla sést í greinarnar fyrir
eldrauðum berjum. Og sjaldan
hefi ég séð jafn mikinn ávöxt
á reynivið og þarna á Reykj-
um. En þetta er líka í fyrsta
sinn, sem reynirinn þarna hefir
farið í rauða skrúðann — aftur
eitt táknið upp á hið blíða vor,
sumar og haust. — Inni bíður
kaffið á borðinu og við gerum
því góð skil. Og ég rek strax
augun í gamlan skáp með út-
skornum fjölum í hurðinni. Þær
eru úr kirkju, sem stóð ein-
hversstaðar i Svarfaðardal og
var rifin fyrir nokkrum áratug-
um. Þetta er auðséð, því ég hefi
áður séð þrjár samskonar fjalir
á Dalvík og þetta er prýðilega
skorið.
Ekki máttum við Kristján
sitja lengi í stofunni hjá Jó-
hannesi, þvi að ég þurfti að lesa
yfir Hólamönnum seinnipart
dagsins. Þökkuðum því góðar
viðtökur og héldum heim til