Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 3
7. Mað T lk/11 \TIVT, fimmtpdaginM 18. janúar 1940 27 A N N A L L Dánardægur. Bjarni Þórarinsson, fyrrum prestur, andaðist að heimili sínu hér í Reykjavík hinn 6. janúar- mánaðar síðastl. Hann var Árnesingur að ætt, fæddur 1. aprílmánáðar 1855. Hann stund- aði nám í latínuskólanum og lauk þaðan prófi og var vígður til prests að ÞykkvabæjaT- klaustri. Síðar var hann prest- ur að Prestsbakka á Síðu og Út- skálaprestakalli. Laust fyrir aldamótin flutti hann til Vest- urneims og var þar prestur í Winnipeg og víðar, en á heims- styrj aldarárunum hvarf hann á ný heim til íslands og hefir síð- an dvalið hér í bænum. Sinnti hann hér skrifstofustörfum meðan vinnuorka entist. Elín Sigurðardóttir húsfreyja að Hvanneyri á Stokkseyri and- aðist 28. desembermánaðar síð- astliðinn. Hún var fædd í Land- eyjum árið 1879 og giftist Guð- mundi Sigurðssyni, eftirlifandi manni sínum, 1911. Jón í Stóradal (Framh. af 2. síðu) menn, er hafa orðið samferða lengi dags og staðnæmast við háan fjallsháls, er verður á leið þeirra. Þá greinir á hverja stefnu skuli taka. Annar heldur „beina línu“ yfjr fjallið, hinn sveigir til hliðar. Eftir lítinn tíma eru þeir aftur báðir komnir á sömu brautina, en uppgötva þá, máske að sveigurinn yfir fjallið var lengri en sveigurinn í kringum það. Hver tók hina „beinu línu“? . Eins og ég harmaði á sínum tíma að sjá að baki Jóni í Stóra- dal úr samstarfi stjórnmálanna, eins harma ég nú, og miklu meir, að verða að sjá að baki honum á bezta aldri frá starfi og bar- áttu, til hinnar hinstu hvílu. Ég hafði vænzt þess, að þótt leiti hafi borið á milli um stund, þá ættum, við eftir að lenda aftur á svipuðum slóðum, báðir á leið að sama áfangastað, en ríkari en fyrr af reynslu liðins tíma. Bjarni Ásgeirsson. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr þvf. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. B Æ K U R Borgarvirki, eftir A. J. Cronin. Ein af bókum þeim, er Menn- ingar- og fræðslusamband al- þýðu gaf út árið 1939, var sagan Borgarvirki, The Citadel heitir hún á enskunni, eftir hinn fræga rithöfund, A. J. Cronin lækni, sem meðal annars hefir skrifað söguna Hér skeður aldrei neitt. Borgarvirki er löng saga, tvö þykk bindi, í snjallri þýðingu Vilmundar landlæknis. Um það verður ekki deilt, að Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefir verið heppið í vali sínu, er ákveðið var að þessi saga Cronins skyldi vera meginuppi- staða bókaútgáfustarfsemi þess árið 1939. Borgarvirki er saga, sem allir lesa með ánægju og eftirvæntingu. En hún er jafn- framt magnþrungin, vekjandi á- deila gegn ýmsum feyrum í mannlegu samfélagi. Þeir, sem standa að skipun heilbrigðismála og læknamála, fá þar sinn skerf útilátinn. Sagan freistar því hvers manns til umhugsunar um margbreytileg vandamál, sem maður getur eygt víða í kringum sig, ef augum er haldið opnum fyrir slíku. Látlaus og ýkjulaus frásögn vekur lesandann til meðlíðunar með kjörum þjáðra manna, meðaumkvunar með þeim, sem haldnir eru og blind- aðir margvíslegum firrum og duttlungum almenningsálitsins; eru rekald á sjó þess, sem þorri manna heldur rétt vera. Þar koma fram á sjónarsviðið, hlið við hlið, menn, sem meta dreng- skapinn æðri öllu öðru, jafnt á sigurstundum sem í niðurlæg- ingu, og menn, sem grípa hvert tækifæri til að fórna heiðri og sæmd fyrir fé og veraldarvel- gengni. Söguhetjurnar eru svo heilsteyptar og fastmótaðar, að jafnvel þær, sem aðeins koma í svip, eða örsjaldan, fram á sögu- sviðið, læsast inn í huga manns, ljóslifandi og glöggum lyndis- einkennum búnar. Hvert fyrirtæki, sem stuðla vill að aukinni menningu og vax- andi viðleitni lestrarhneigðs fólks til að hugsa um félagsleg málefni og sambúðarháttu mannanna, má telja sér sæmd að því að hafa komið á fram- færi við íslenzka bóklesendur slíkri sögu sem Borgarvirki er. BUjómlelkar. Hallgrlmur Helgason (eigin verk) í k v ö 1 d kl. 7 í GAMLA BÍÓ Kopar, aluminlum og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. málaritstj óra Vísis. Fengu þess- ir tveir menn ýmsa af kunn- ingjum sínum á þingi til að tor- velda samstarfið um útgáfuna. Pálmi rektor Hannesson, sem verið hefir formaður Þjóðvina- félagsins um nokkur ár, á líka sæti í menntamálaráði og hafði mikinn áhuga fyrir því að sam- starf gæti tekizt, svo að útgáfa ríkisins gæti orðið sem full- komnust. Taldi hann þessu bezt borgið eins og málavextir voru, með því að hafa sama formann í báðum útgáfunefndunum. Baðst hann undan endurkosn- ingu, en mælti með þvi að for- maður menntamálaráðs yrði kosinn í sinn stað. Nú var kommúnistum og vin- um þeirra á þingi nóg boðið. Ég var formaður menntamálaráðs og þeim þótti ég vera eindreg- inn andstæðingur byltingar- stefnunnar. Þeir vissu, að ég myndi ekki fá einn eyri og ekk- ert nema dálitla aukavinnu fyr- ir að vera i stjórn Þjóðvinafé- lagsins næstu tvö ár. En þeir vissu, að ég myndi vinna að samstarfi beggja stjórnanna, ef ég hefði aðstöðu til þess. Og það vildu kommúnistar ekki af skiljanlegum ástæðum. Þegar kom til kosninga, gekk Árni Jónsson erinda Vilmundar Jónssonar með að vera einskon- ar bréfberi milli hans og kom- múnista. Bar mikið á því þeg- ar svo vænn og föngulegur maður eins og Árni frá Múla er, vann þessi aðstoðarstörf til að torvelda samstarfið um hlut- lausa útgáfu í þágu almennings í lándinu. Ég lagði ekki meiri áherzlu á þessa kosningu en svo, að ég skilaði auðum seðli. Mér fannst sjálfsagt að lofa kommúnistum að vinna þennan litla sigur, ef þingmenn vildu hallast á þá sveif. Auk þess þóttist ég þess fullviss, að menntamálaráðið myndi geta unnið nýtilegt verk með útgáfu sinni, eitt síns liðs. En hitt var mjög dregið í efa af kunnugum mönnum, hver hefðu orðið örlög Þjóðvinafé- lagsins með útgáfu sína, mitt á milli kommúnista og mennta- málaráðs. IX. Átökin í Þjóðvinafélaginu fóru svo, að ég var kosinn í stjórn þess með litlum meirihluta í fullri óþökk kommúnista og nokkurra annarra þingmanna. Skömmu síðar ákveður mennta- málaráð og stjórn Þjóðvinafé- lagsins að hefja á yfirstandandi ári umfangsmikla bókaútgáfu á hlutlausum grundvelli. Mennta- málaráð safnar föstum áskrif- endum að sínum bókum. Árs- gjald er 10 krónur. Bæði fyrir- tækin gefa út sjö bækur nú í ár. Allir skilvisir félagsmenn Þjóð- vinafélagsins og áskrifendur að bókum menntamálaráðs fá þess- ar bækur fyrir árgjald sitt. — Menntamálaráð hefir í vetur haft undirbúningsstarfsemi í þessu máli um allt land. Er sýni- legt af hinum miklu vinsældum málsins, að þjóðin er fegin að nú hefir loks verið hafizt handa um að tryggja bókhneigðu fólki í landinu mikinn kost góðra bóka, án þess að útlendir pen- Þeir, sem vilja geía Grímsey ,Sú kennslubók í íslandssögu mun aldrei rituð verða, að eigi verðí þar getið atviks á Alþingi 1024, er Ólafur konungur digri fór þess á leit við íslendinga, að þeír gæfu honum Grímsey — ef þeir vildu eigi veita honum yf- irráð alls landsins. Og sá ung- lingur mun ólíklega upp vaxa hér á landi, að hann, við lestur þessarar frásagnar, dáist eigi að vitsmunum og forsjá Einars Þveræings, sem sá við slægð Ólafs konungs, og fékk þing- heim til að þverneita bón þess- ari. En fleiri menn koma við þessa frásögu: íslenzkur maður varð til þess, að bera fram þetta er- indi, og nokkrum af höfðingj- um landsins leizt þetta lítilþæg bón, og vildu í öndverðu við henni verða, þótt þeir að vísu muni ekki hafa viljað afsala yf- irráðum alls landsins til kon- ungs. Þetta atvik stendur eins og ljósletrað fyrir augum manns á siðustu tímum, er digrir ein- valdar seilast til yfirráða í landi friðsamra smáþjóða, og beita umsvifalaust miskunnarlausu ofbeldi, ef ekki er orðið við bón þeirra um afsal mikilsverðrar staða í þeirra hendur. Nú síðast eiga Rússar metið, er þeir réð- ust á Finnland að tilefnislausu. Fregnirnar herma jafnstrax, að flokkur manna í Finnlandi — lítill að vísu — hafi fagnað komu þeirra, myndað stjórn í þeirra nafrd og greitt þeim leið inn í landið. Manni verður að spyrja: Eru þeir menn til hér á landi, sem myndu leika hlutverk Þórarins Nefjólfssonar frá 1924 og sovét- vinaflokksins i Finnlandi nú, ef fyrir okkur íslendingum lægju samskonar hörmungar af hendi Rússa og nú dynja yfir Finna? Þessu verður, því miður, ekki svarað vansalaust fyrir þjóðina. Þeir einstaklingar eru að vísu hvarvetna til, sem ávallt kyssa á vöndinn, hver sem reiðir hann upp. Þeir myndu sennilega vera til hér líka, en eru fyrirfram úrhrak þjóðfélagsins, sem engin áhrif hafa á almenna fram- komu, nema gagnstætt væri. Á hinu er meira mark takandi, að hér hefir flokkur manna, sem hefir haft vald yfir hugarfari og skoðunum nokkurs hluta landsmanna, og á fulltrúa á Al- þingi, staðið í sambandi við stjórnarvöld erlends ríkis, sem nú er uppvíst orðið að lævíslegu ofbeldi í garð smáríkja, og flutt sambærileg erindi hingað fyrir það og Þórarinn Nefjólfsson forðum. Enn spyr maður: Snýst ekki þessum íslendingum hugur, ef þessi átrúnaðargoð þeirra snúa hrammi sínum hingað? Eða, munu þeir bregða við og mynda hér stjórn í þeirra nafni, og gefa þeim ekki einungis Gríms- ey, heldur landið allt? Þessu verður ekki enn svarað nema af líkum. En þær skapast af því, að þessir menn fögnuðu hinni lævíslegu innrás Rússa í Pólland, þar sem Pólverjar stóðu höllum fæti fyrir. Þeim fannst sjálfsagt mál, að smáríkin við Eystrasalt létu þeim eftir þá staði í sínu landi, sem þeir gh’ndust — með öðrum orðum, gæfu þeim sínar Grímseyjar. Og enn hafa þeir haldið uppi vörn- um fyrir innrás Rússa í Finn- land; til þess að hafa einhverja fótfestu í þeirri vörn, trúa þeir, með sakleysi einfeldningsins, þeim álygum Rússa, að Finnar hafi orðið fyrri til að ráðast á þá. Vísvitandi álygum, segi ég, þótt sönnunargögn liggi ekki fyrir. Afstaða Finnlands til Rússlands var um margt — eða að m. k. um stærð og mannfjölda — sam- bærileg við afstöðu kotbónda til stórbónda, sem býr í næsta ná- grenni. Kommúnistar hafa löng- um lýst áþján og undirokun stórbændanna á hendur þeim smærri og máttarminni. Skiptir ekki máli hér, hvort þeir hafa haft tilefni til þess. En þeir myndu með fyllsta rétti gera mikið hróp, ef einhver „mekt- arbóndinn“ krefðist þess, að smábóndinn, nágranni hans, léti af höndum við sig beztu engja- blettina og beitarsvæðin í landi hans. Og þeir myndu ekki trúa nokkrum „smábónda" til þeirr- ar heimsku, að fara inn í engi þessa nágranna síns og slá þar, meðan á samningum stæði urn ágreiningsmál þeirra. En þessu, eða samskonar, trúa þeir á Finna, sem eru viður- kennd menningarþjóð, óáleitin við aðra, og með næga reynslu af sambúðinni við nágrannann í austri. Mikil er sú trúgirni, eða þá undirokun sálarinnar. Nei, enn benda allar líkur til þess, að Kommúnistaflokkurinn hér myndi fagna Rússum með blys- för, ef þeir kæmu hingað sömu erinda og til Finnlands, mynda stjórn í þeirra nafni og afsala til þeirra þeim stöðum, er þeir girntust sérstaklega. Hversu lengi á að unna slíkum mönnum griða — þeirra griða að vera taldir með íslenzkum mönnum? A—K. Skip hleffur í KAUPMANNAHÖFN aff öllu forfallalausu 25.—27. janú- BRÉF5KÖLí Cf nagi/eg þhttaAa fcest, reríxjr jtarfrcektur trkfskoti / Rtykjavik 00 er oetlunin ai hann n'ai tH stm f/estra Iandsmanna, sem 'ahuga ha/a fgrír Jjhlfs- menntun. —-Tkl kennsla fer fram br'eftega sins og tlikast I samskonar skb/um er/en'c/ís. --- Fgrirhugab er a& skblinn taki til starfa strax og noegi/eg þbttaka er tryggb. —■ Fyrst um sinn rerhur kennt i eftirtS/dum greinum: i. Stetr&freeli. I. Eé/isfrceSí. Z.'RafmagnsfrceSi. 4 Útvarpsfreebi. 5.Bbkfa,zia. Alla kennslu onnast vonir hennarar. ■ tiver kennsluflokkur vertur ZO stundir, er somsvara um *t0 venjulegum kennslustundum. /Xennslugjald kr.50- i hverjum f/okki, er greiða mb i tvennu logi fgrlrfram. . Voentanlegir þ'attakendur riti nofn op heimllisfong fa sebil þennon op munu þelr þa b6la.it allar frekarj upplýsingar NAÍN:_______1____________________________ hEiniUSFANQ:- Jón Jí Bjernason Dlpl. fng. verk/reeSingur. mZm'OUNN - fíEYKJA vm PbSTH’OLF 255 Jén Gauti Cl.Ing. rofmagnsfreeiingur Adalfundur Sölusambands íslenzkra fiskíramleíðenda verður settur í Reykjavík míðvikudagínn 14 iebrúar næstk. Lagabreytingar. Stjórnín* HandiðaNkóIInn hefst 1. febr. n. k. — Veitir allt að þriggja ára sérmenntun þeim, er hafa í hyggju að gerast kennarar í teikningu og handíffum í barna- og ungmennaskólum í bæjum og sveitum. Námsgremar í keamaradelld: Dráttlist: fríhendis- og vinnuteikning, dúk- og trémynda- skurður, helluleturskrift o. fl. — Trésmíffi: Alm. skólatrésmíði. Smíði húsgagna í þjóðlegum stíl, við hæfi ísl. sveitabýla. — Málmsmíffi: Grundvallaratriði málmsmíðanáms. — Pappírs- og pappavinna ýmiskonar, þ. á m. bókband. — Föndur ýmiskonar fyrir börn og unglinga. Kennsla í kennaradeild er ókeypis.,— Kennt 1. febr. til 30. apríl. Kennsla hefst aftur 1. okt. n. k. Kennsla fyrir almenning: Námskeið í ýmsum sérgreinum skólans. Nánar auglýst síðar. Verkleg kennsla fyrir unglinga hefst um miðjan febrúar. Undirritaður veitir allar nánari upplýsingar. Til viðtals fyrst um sinn í síma 5307 daglega kl. 1—3 e. h. Reykjavík 17. jan. 1940. Lúðvig Gnðmnndsson. TIJMUR VIÐ KAUPUM 1/1 og 1/2 tunnur undan kjöti. Tunnurnar séu nýlegar, gallalausar og hreinar. Hlemmur þarf að fylgja Sækjum heim. ingar og útlend upplausnará- áhrif kæmu með bókunum inn í heimili manna, sem vilja mega vera og heita íslendingar. Eftir að þessu máli var lokið byrjaði ný senna um að taka aftur af menntamálaráði út- hlutunarvald á því fé af 15. og 18. gr. fjárlaganna, sem Ey- steinn Jónsson hafði fengið þessari nefnd I fjárlagafrum- varpinu og Alþingi lögfest við aðra umræðu þess máls nú í vetur. Var nú dreginn saman allur sá liðskostur, sem völ var á í þessu efni. Skjal það, sem skáldin sjö sendu Alþingi, var einn liðurinn. í öðru lagi stóðu „grenjaskyttumar“ í sambandi við frændur og vini út á landi og hétu á þá að beita áhrifum sínum á þingmenn, í þá átt, sem kommúnistar vildu, því að þar voru sameiginlegir hagsmunir. Fleiri mál blönduðust inn í, svo sem húsbyggingarstyrkur handa kennurum háskólans. Var und- irstraumur heitur i þessu máli, þó að sú hlið verði ekki skýrð hér að þessu sinni. En þó má segja, að í öllum þessum leyndu og opinberu átökum um málið hafi öllum verið ljóst eitt kjarnaatriði í málinu. Nokkrir rithöfundar, sem aðhyllast stefnu kommúnista, voru komn- ir með lífstíðarlaun á 18. gr„ urðu ár frá ári berari að því að blanda áróðri sinum inn í svo- kallaðan skáldskap sinn. Og þar sem þeir fengu lífsuppeldi sitt beint frá ríkissjóði, þá var starfsemi þeirra einskonar rík- isrekstur. Málsvarar kommún- (Framh. á 4. siSu.) ar til Reykjavíkur og Vest- mannaeyja og Norffurlandsins. Skipaafgrelðsla Jes Zlmsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Gariiastöðin, Reykjavík. Sími 4241. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf 104 Margaret Pedler: og stjúpmóðir mín — — —“ Elizabet þagnaði vandræðalega. „Nei, mér hefði fundizt ólíklegt að það gæti verið.“ Sutherland minntist þess hvernig honum hafði litizt á seinni konu Frayne, í þetta eina sinn, sem hann sá hana í London. Honum hafði fundizt hún fögur, en skemmd af of miklu dálæti, og sýnzt hún vita lítil skil á því hvað væri mest um vert í lífinu. Hann bar þessa mynd saman við stjúp- dótturina, og stjúpmóðirin óx ekki í á- liti í huga hans við þann samanburð. „En hún elskar Candy samt,“ hélt Elizabet áfram í einlægni. „Og ást hans á henni er henni meira virði en allt annað. Ég held, að hún myndi fórna hverju sem væri, til þess að halda henni. Hún er jafnvel góð við mig og reynir að láta sér falla vel við mig, af því að hún veit, að honum þætti það ákaflega leiðinlegt, ef við gætum ekki látið okkur koma vel saman.“ „Ég gæti trúað að henni gengi það erfiðlega," sagði Sutherland. „Haldið þér að hún muni kunna vel við sig i sveitinni?“ Þetta sagði hann af því, að honum datt fyrri kona Frayne i hug. Irene, móðir þessa stóra barns, sem hann var að tala við, hafði verið fögur en blóð- heit. Henni hafði leiðzt í sveitinni og Laun þess liðna 101 hann þessu nafni og það festist við hann. Elizabet datt allt í einu nokkuð í hug: „Hafið þér borðað nokkurn hádegis- verð,“ spurði hún. Hún gerði ráð fyrir að læknirirm hefði komið til Waincliff með lestinni, sem kom klukkan tvö. Síðan hefði hann sennilega alltaf verið í sjúkra- vitjunum og engan tíma haft til þess að borða. Læknirinn deplaði augunum ung- lingslega. „Ónei,“ sagði hann. „Þegar ég var búinn að heimsækja sjúklingana, flýtti ég mér svo mikið hingað, til þess að heilsa upp á Jane — og Colin — að ég steingleymdi að borða.“ Hann hafði hikað áður en hann sagði „og Colin“, og Elizabet brosti að því í laumi. Hátt sagði hún: „Þá er betra að fá whisky og sóda og smurt brauð, en te. Ég ætla að skreppa fram til Söru.“ „Það er fallega hugsað af yður,“ sagði hann. „En ég bið yður að láta þetta ekki baka yður fyrirhöfn.“ „Ég er sannfærð um að Jane — og Colin — myndu vilja þetta eindregið,” sagði Elizabet alvarlega og flýtti sér svo fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.