Tíminn - 16.03.1940, Qupperneq 4

Tíminn - 16.03.1940, Qupperneq 4
124 fflí, langárdaginii 18« marz 1940 30. bláð Yfir landamærin 1. Sigurjón Friðjónsson, íaðir Arnórs í öllum flokkum, bauð sig eitt sinn fram fyrir sósíalista og íhaldsmenn, og ætlaðist til fylgis af báðum. Nú full- yrðir Héðinn Valdemarsson, að líkt sé ástatt með þá sambýlismenn hans, Elnar Olgeirsson og Brynjólf, að þeir vinni jafnt fyrir stefnu kommún- ista og nazista. Þar sem Héðinn er vel fær hagfræðingur, ætti hann að fræða menn betur um hin andlegu skilyrði, sem kunna að vera fyrir því, að sami maður geti verið í einu naz- isti og kommúnisti. Brynjólfur Bjarnason (Framh. af 1. siðu.) svo vitlaus. Brynjólfur kvaðst mundi kæra þetta, og sagði for- sætisráðherra að sér væri það ánægjuefni, að sem flestir fengu að vita um löðrunginn. Pór Brynjólfur síðan sneyptur og reiður út úr ráðherraherberginu til Einars Olgeirssonar og kæröi þetta fyrir honum. Var hann síð- an hljóður það sem eftir var dagsins. Síðan kommúnistar fengu á- minninguna í þinginu í fyrra hafa þeir verið mjög lúpulegir þar og haft sig litið í frammi. En þetta hefir þó breyzt nokkuð eftir að friður var saminn í Finnlandi. Einkum hefir Brynj- ólfur verið derrinn og boru- brattur seinustu dagana. Sést þetta þó einna greinilegast á því, að hann taldi sér fært að fara inn í ráðherraherbergið og ausa yfir forsætisráðherrann hinum verstu svívirðingum. For- sætísráðherra svaraði með kinn- hestinum, sem er gamall ís- lenzkur siður, notaður til að svara ljótum munnsöfnuði stráka og ruddaskap. Skemmtilegur eftirleikur. Brynjólf tókst að láta dá- litið skoplegan eftirleik fylgja þessum atburðum. Áður en gengið var til dag- skrár á þingi í gær, kvaddi hann sér hljóðs og beindi þeim til- mælum til meðráðherra forsæt- isráðherra, að þeir vernduðu hann gegn árásum forsætisráð- herra í þinginu. Strax og Brynj- ólfur minntist á þetta mál byrj- uðu áheyrendur að skellihlæja. Forsætisráðherra svaraði með nokkrum orðum. Hann kvaðst ekki samkvæmt góðri íslenzkri venju hafa getað svarað rudda- skap Brynjólfs með öðru en kinnhestinum. Hann vildi ekki eiga orðastað við þann mann og sízt af öllu svara persónulegum svívirðingum hans. Kinnhestur- inn væri gamall íslenzkur siður, sem aðallega væri notaður í tveimur tilfellum: Til að refsa orðljótum strákum, sem menn vildu ekki eiga orðastað við, en vildu samt ekki beita ofbeldi — og til að sýna mönnum dýpstu fyrirlitningu. í þessu tilfelli hefðu báðar framangreindar á- stæður verið til staðar. Forsætisráðherra kvaðst ekki þurfa að eyða mörgum orðum til að svara þeirri firru Brynj- ólfs, að hann hefði rétt honum kinnhestinn í reiði. Ef hann væri reiðux myndi hann áreiðan- ÚR B^NPM Um daginn og veginn. Hinn finnski Otto Kuusinen sem ráðstjórn Rússlancts skaut, hann réttdræpur og svikari var talinn. En Brynjólfur B. Kuusinen einn kinnhest harðan hlaut, svo Hermann er þó mildari en Stalin. Z. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, Ólafur Ólafs- son kristniboði, kl. 2 barnaguðsþjón- usta, sr. Fr. Hallgrímsson, kl. 5, sr. Fr. Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. í Laugamesskóla kl. 5, sr. Garðar Svavarsson, kl. 10, barna- guðsþjónusta. í kaþólsku kirkjunni lágmessur kl. 6,30 og kl. 8-, pálmavígsla og hámessa kl. 10 árd., bænahald með prédikun kl. 6 síðd. Bríet Bjarnhéðinsdóttir lézt i nótt. Afmælismót K. R. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hélt á dögunum myndarlegt sundmót í Sund- höllinni. Nú í vikunni efndi félagið til fimleikasýningar í Iðnó, er fram fór við húsfylli. Fyrst sýndu 10—11 ára gamlar telpur undir stjórn Benedíkts Jakobssonar. Næst sýndi karlaflokkur undir stjórn Vignis Andréssonar. Loks Danmerkurfarar K. R., undir stjórn Benedikts. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind annað kvöld og verður það síðasta sýning fyrir páska. Grein eftir dr. Alexander Jóhannesson um héskólabygginguna kemur í næsta blaði. Frumv. um brúarsjóð (Framh. af 1. síðu.) fyrir bætta afkomu þjóðarinnar í framtíðinni. En að öðrum kosti mun allt standa að mestu leyti í stað. Baráttan gegn því, að þjóðin leggi á sig álögur, sem er varið beint til gagnlegra framkvæmda, er ekkert annað en barátta gegn framkvæmdunum sjálfum. Skrafið um álögurnar er aðeins yfirskynsástæða, notuð til þess að gera fjandskapinn gegn framförunum áferðarbetri. Hér er því um það eitt að ræða, hvort menn eru með eða móti þessum framkvæmdum. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til fram- fara, sem sérstáklega snertu dreifbýlið, er gamalkunn, og sósialistar þykjast ekki hafa þar neinna flokkshagsmuna að gæta, en það sjónarmið er jafnan öllu ráðandi um þeirra afstöðu. En þessir góðu herrar skulu ekki halda aðþetta mál sé hér með úr sögunni. Það mun verða flutt á ný og því fylgt eftir þangað til það hefir unnið sigur eins og svo mörg önnur mál, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir byrjað á að vera á móti, en síðar reynt að eigna sér. lega ekki slá með flötum lófa! Ræðu forsætisráðherra var sérstaklega vel tekið af áheyr- endum og sá Brynjólfur það ráð vænzt, að lengja ekki umræð- urnar. Mun langt siðan að á- heyrendur hafa látið skoðun sína eins glöggt í Ijósi og við þessar umræður. Einar Benediktsson (Framh. af 3. síðu.) innar, sést, hvað hann telur hinn sanna haugaeld: Hér finnst, hér skilst, hve íslands auðn er stór, hver ómur brims, er rís þess fljótasjór! Þig konung vorra stoltu, sterku fossa, eg stilla heyri forsöng í þeim kór. Öll gljúfrahofin hljóma af gulli snauð um héruð landsins undir sólarblossa. Einar Benediktsson vill leggja þennan mikla orkugjafa í fjötur vélatækninnar og láta hann vinna fyrir þjóðina: Þú gætir unnið dauðans böli bót, stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins, steypt mynd þess aftur upp 1 lifsins mót með afli því, frá landsins hjartarót, sem kviksett er í klettalegstað fljótsins. Skáldið sér fleiri sýnir við Dettifoss. Hér var sú orkulind, sem hann dáði mest, og eyddi mikilli vinnu í mörg ár til að beygja undir vald mannanna: Hve mætti bæta lands og lýða kjör, að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi kraftsins skör. Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósiö tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. XLII. Meðan Einar Benediktsson var ritstjóri Dagskrár, átti hann í allmiklum blaðadeilum við nokkra af helztu leiðtogum kaupfélaganna í Þingeyjarsýslu, þar á meðal Jón Jónsson í Múla og Pétur Jónsson á Gautlöndum. Hann var mjög andstæður sam- vinnustefnunni. Gulltrú hans beindi honum á aðrar brautir um hagfræðileg málefni. í kvæði um Egil Skallagrímsson kemur glögglega fram lífsskoðun skáldsins um undirstöðuatriði fjárhyggjunnar: í gullbjarma sá hans glögga hyggja, að gifta hins stærra er frelsi hins smærra, að þúsunda lif þarf í eins manns auð, eins og aldir þarf gimstein að byggja. Skyldleikinn með þessum tveim víkingum og höfuðskáld- um kom hér enn glögglega fram. í augum Einars Benediktssonar varð fjármagnið og vélatæknin að hafa fullkomið frelsi. Hinir sterku athafnamenn stýrðu fjár- magr(inu og stóriðjunríi. Þeir sköpuðu nýjan auð, og fyrir þeirra tilverknað dreifðist fjár- magnið síðan til iðjuhersins, og bætti þannig lífskjör þegn- anna í landinu. í ritgerðum Einars Benediktssonar má sjá, að hann áleit hinsvegar, að þeg- ar vélamenningin væri búin að hlaða saman miklum auði í höndum nútímaþjóða, þá kæmi til mála að skipta að nýju. Hann hafði sýnt í íslandsljóðunum, að hann mundi eftir verkamönn- unum, sem vinna með vélunum að því, að skapa stórauð ein- stakra manna. Hann sá fyrir- hin miklu átök, sem síðar myndu koma fram út af skiptingu arðs- ins, milli þeirra, sem áttu fram- leiðslutækin og hinna, sem unnu með vélunum. Fáum árum áður en heimsstyrjöldin brauzt út, var Einar Benediktsson staddur 194 Margaret Pedler: Skömmu síðar fór hún að gá að Colin. Þá sat hann við eldinn og var sýnilega niðursokkinn í morgunblaðið. Hann lagði blaðið frá sér, er hann heyrði hana opna hurðina, og leit upp. Hún varp öndinni léttara er hún sá að andlit hans bar nú engin merki þeirra þjáninga, sem hún hafði séð letrað þar áðan. Hann var alvarlegur á svipinn og augun sýndu hryggð, svo var hann að öllum jafnaði.en hann fagnaði systur sinni með brosi. „Er ekki allt gott að frétta að utan?“ spurði hann. „Fremur það. Ungunum, sem komu úr eggjunum i september, fer bara ágæt- lega fram, þrátt fyrir kuldann. Það fólk, sem mælir á móti hænsnaræktinni, veit ekkert hvað það er að segja. Hænsna- rækt er arðvænleg, ef hún er stunduð af alúð.“ — Jane ræddi um svo hvers- dagslegt efni af ásettu ráði. — „Það sem bagar, er langsamlega oftast leti fólks- ins sjálfs." „Enginn gæti brugðið þér um leti,“ svaraði Colin alvarlega, og bætti svo við dálítið biturt. „Hér er ég ómaginn." „Bull og vitleysa! Hefir þú ekki alla reikningsfæzlu og mestan hluta garð- yrkjunnar og hirðir og gerir við vagninn einn? Ég skyldi halda að þetta væri nægur starfi fyrir einn mann!“ „Fyrir hálfan mann, ef til vill.“ Laun þess liðna 195 Jane nam staðar frammi fyrir bróður sínum. „Ég harðbanna þér að tala svona, Colin! Hver sem lifði af heimsstyrjöld- ina og hefir þolað jafn miklar þjáningar og þú leiðst þá, og hefir ávallt liðið síðan, hann er heill maður. Þess vegna átt þú ekki að segja svona vitleysu." „Jæja, Jane mín. En getur þú ekki skilið það, að mann langi til þess að geta tekið að sér einhvern starfa, — almennilegan starfa, sem ekki hentar neinum vésalingum, — þó ekki væri til annars en vernda mann frá því að hugsa.“ „Vernda frá því að hugsa?“ Jane kraup á hné við hlið Colins. „En— finnst þér þá stundum sárt að hugsa, Colin?“ Hún horfði beint í andlit honum og augu hennar voru skær og innilega al- úðleg, eins og augu í góðum og trygg- um hundi. „Já, stundum,“ svaraði hann játandi. Jane herti upp hugann: „Er það, — er það Elizabet?" Hann kinkaði kolli og augu hans urðu harðneskjuleg. „Já. Það er eins gott að þú heyrir það núna og einhverntíma seinna. Ég býst við að hinni mizkunnsömu forsjón hafi fundist byrðar mínar of léttar, og viljað bæta úr því.“ Rödd Colins og svipur Leikfélaq Reylcjjavíhur „Fjalla-Eyvíndur4 Sýning á morgiin kl. 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Vegna ísa í Danmörku hleður skipið ekki fyr en að öllu forfallalausu í byrjun apríL Sklpaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Kaupum kanínuskinn hæsta verði. VERKSM. MAGNI h.f. Þingholtsstræti 23. — Sími 2088. í miklum iðnaðarbæ, höfuð- borg Belgíu. Þá orti hann kvæð- ið Sólarlag. í því kemur fram uggur hans um gullveldið. Skáld- ið hefir hugboð um, að ný bylt- ing sé yfirvofandi, miklu grimm- ari heldur en frelsisbarátta borgarastéttarmnar í Frakk- landi hafði verið á sinni tíð. Hann lýsir öreigahverfum Brúss- elborgar: Þar drúpa hin lágu, lútandi þök yfir lesti og örbirgð, kvalir og sök — meðan sólarlag kveður mörg sökkvandi flök í seinustu neyðarvörum. Sú bylting, sem skáldið sá fyr- ir, gerðist i Rússlandi en ekki í Belgíu: Nær verður hinn blóðugi draumur að dáð, sem dreymist er Briissel sofnar? í tötrunum heiftin hulin og smáð sig hvílir og leggur banaráð fyrir sængumar silki ofnar. Hér vofir i loftinu bylting brauðs, banvænni en hin er sló Frakkann til dauðs, hér leikur sér bráðfeigur aðall auðs, meðan ormétast félagsins stofnar. Einar Benediktsson sá ekki að- eins fyrir byltingu fjórðu stétt- arinnar. Hann skildi auk þess erfiðleika, öreiganna og að þeir myndu steypa yfir höfuð sér nýrri vargöld: Hér gæti staðið vagga þess valds, sem veltir harðstjóm hins almáttka gjalds, en verður sér sjálfri víst til íalls á vargöld frelsaðra þýja. Það má kalla gæfusaman spá- mann, sem sér dagdrauma sína og spásagnir rætast að mjög verulegu eylti meðan hann á enn heima hér á jörðu. Einar Bene- diktsson var einn af þessum giftudrjúgu mönnum. Honum auðnaðist að vísu ekki að beizla Dettifoss eða fallvötnin í Rang- árþingi. En hann sá stefnu véla- aldarinnar, gulltrúna, leggja ís- land undir veldi sitt, og ger- breyta þjóðlifinu. Hann sá byggða höfn í Reykjavík og viða annarsstaðar á landinu. íslend- ingar fengu vélknúin skip og urðu einhverir frægustu afla- víkingar á miðum landsins. Hann- sá sinumýrarnar gerðar alS túnum, vegi lagða um landið þvert og endilangt, stórfljót brú- uð, þúsundir heimila reist að nýju í byggðum landsins og í nýbyggðinni við sjóinn. Útlent fjármagn fluttist hingað og fæddi af sér nýjan auð með stuðningi vélanna. Út í löndum gerðist þýðingarmikil bylting. Jöfnuður skapaðist ekki þar, helduT ný vargöld þeirrar stétt- ar, sem hélt í fyrstu að hún gæti skapað nýtt friðarríki á jörðinni. Sennilega hefir Einar Benediktsson fundið nokkra fullnægingu í að hafa orðið höf- uðskáld þeirrar hagfræðitrúar, sem lagði undir sig lönd öll á tuttugustu öldinni. Honum mun hafa verið ljóst, að vélamenn- ingin hafði feykt burtu miklu af veldi Dana á íslandi, stöðvað þjóðflutninga úr landinu, og eflt þjóðina móti hungurvofu hafís- áranna. En jafnvel í paradís gulltrúarinnar var fólginn snák- ur. Það var baráttuhugur fólks- ins um afrakstur véla og tækni. Skáldið fann.aðloftið í iðnhverf- um Brússelborgar var blandið lævi og þungir skýjabakkar grúfðu yfir heimi véliðju og stórgróða: En dimmar og þungar sem þrælakurr heyrast þrumunnar byrjandi dunur. Frh. J. J. —.QáMLá BÍÓ’****•—*-" Tvíbura- systurnar Tilkomumikil og fögur ensk kvikmynd. Aðalhlutverkin tvö, tvíburasysturnar, leik- ur einhver mesta leikkona heimsins, ELIZABETH BERGNER. NÝJA BÍÓ Karlson stýrímað ur og kærusturn- ar hans Aaukamynd: PADEREWSKI SPILAR Þessar vinsælu myndir verða eftir ósk margra sýndar í kvöld. Vartappar í raímagnslagnir Rafmagnsveita Reykjavíkur vill kaupa af rafmagnsnotendum brunna vartappa af gerðinni N. D. Z. fyrir 5 aura stk. Stærðir: fi, 10, 15 og 20 Amp. Utanmál þessara vartappa: Lengd 5 cm. Þvermál 1,2 cm. Afhend- ist á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnargötu 12. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Viðskiptaskráín 1940 er komin út. E F N 1: I. flokkur: 1. Kort af íslandi með bílvegakerfi. 2. Kort af vita- kerfi íslands með tilgreindum fiskimiðum umhverfis landið og dýptarlínum. 3. Kort af Reykjavík o. fl. II. flokkur: Skrá yfir götur og húseignir í Reykjavík, ásamt lóða- og húsamati og þingl. eigendum o. fl. III. flokkur: Reykjavík. Stofnanir, embætti, félagsmálaskrá, nafna- skrá o. fl. IV. flokkur: 18 kaupstaðir og kauptún utan Reykjavíkur, sveita- og bæjarstjómir, félagsmálaskrá, nafnaskrá o. fl. V. flokkur: Varnings- og starfsskrá Reykjavíkur og 18 kaup- staða og kauptúna utan Reykjavíkur. VI. flokkur: Skipastóll íslands 1940. Skrá yfir eimskip og mótor- skip 12 tonna og stærri. VII. flokkur: Sendiherrar og ræðismenn íslands og Danmerkur í ýmsum borgum erlendis. Viðskiptaskráin er 565 bls. og kostar aðeins kr. 8.00 í bandi Blóm o$* ávextir Hafnarstræti 5. Sími 2717 MATJURTAFRÆ. — BLÓMFRÆ. Fyrsta flokks vara. Margra ára reynsla. Sendið pantanir, sem fyrst. SENDUM GEGN EFTIRKRÖFU. Látið blómin tala. Sparísjóður Reykjavíkur og nágrennís verðnr lokaður laugardaginn fyrir páska. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla i gjalddaga þriðju- daginn 19. marz, verða afsagðir miðvikudaginn 20. marz, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunartíma sparisjóðsins þann dag. Stúdentafélag Reykjavíkur boðar til tveggja umræðufunda um: AFSTÖÐU ÍSLANDS TIL UMHEIMSINS. Fyrri fundurinn verður haldinn í Kaupþingssalnum mánudaginn 18. marz, og hefst kl. 8% e. h. UMRÆÐUEFNI: ÍSLAND OG AMERÍKA. Framsögumenn: Thor Thors alþm. og Ragnar Ólafsson lögfræðingur. Síðari fundurinn verður haldinn um næstu mánaðamót. UMRÆÐUEFNI ÞÁ: ÍSLAND OG NORÐURÁLFA. Hreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. AUGLÝSING. Peysur og ýmsar prjónavörur, dömusokkar, nærföt o. fl. Hand- unnar hattaviðgerðir sama stað. KARLMANNAHATTABÚÐIN Hafnarstræti 18. Útbreiðið TÍMANIV Anglýsið í Tímanuml

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.