Tíminn - 18.04.1940, Síða 1

Tíminn - 18.04.1940, Síða 1
RITSTJÓRAB: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR,AMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3D48 og 3720. 24. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 18. apríl 1940 43. blað Lög um húsaleigu Ráðstaianír þíngsíns til þess að koma í veg iyrir að húsaleigan auki dýrtíðina / 'páskavikunni hittust þeir Mussolini og Hitler í Brennerskarði og rœddust þar við í nokkrar klukkustundir í járn- brautarvagni Mussolinis— Fundur þessi kom flestum á óvart og vakti heimsathygli. Engín tilkynning var birt um viðrœðurnar. — Myndin er jrá þessum sögulega fundi. Til hœgri sjást einrœðisherrarnir báðir, en til vinstri sést Mussolini í skrifstofunni í jámbrautarvagni sínum, en þar fór viðrœðan fram. Slyrjöidin um Narvik Yíirráð Bandamanua í Norður-Noregi geta haft mikla hernaðarlega pýðingu Alþingi hefir nýlega af- greitt lög um húsaleigu. Samkvæmt þeim er m. a. óheimilt að hækka húsa- leigu, og leiga á nýjum hús- um skal ákveðin af sérstakri húsaleigunefnd í Reykjavík, en annars staðar af fast- eignanefndum eða sveitar- oddvitum og úttektarmönn- um í hreppum. Samkvæmt gengislögunum, er sett voru í fyrravetur, var bann- að að hækka húsaleigu þangað til 14. maí í vor. Mátti telja víst — eins ög oft var bent á hér í blaðinu i vetur — að þegar þess- ar hömlur fellu úr gildi myndu húseigendur reyna að hækka leiguna. Ríkisstjórnin áleit því rétt, að láta þær gilda áfram og spörna þannig gegn aukinni dýr- tíð: Lét hún því snemma á þing- inu flytja frumvarp til framan- greindra laga og hefir því lítil- lega verið breytt í meðferð þingsins. Þar sem lög þessi snerta mjög marga, þykir Tímanum rétt að birta aðalefni þeirra: „Óheimilt er að hækka leigu eftir húsnæði frá því, sem gold- ið og umsamið var, þegar lög þessi öðlast gildi. Þó er heimilt að hækka eftir mati leigu eftir húsnæði, sökum aukins við- haldskostnaðar, eldsneytis, sem innifalið er í leigunni, vaxta- og skattahækkana af fasteignum og annars þessháttar, svo og húsnæði, sem af sérstökum á- stæðum hefir verið lægra en sambærilegt húsnæði á hlutað- eigandi stað. Verði hækkun met- in á leigu, kemur hún til fram- kvæmda 14. maí eða 1. október. Lögin taka ekki til leigu á einstökum herbergjum, sem leigutaki eða húseigandi leigir einhleypum út frá íbúð sinni. Merkur Vestur-Is- lendingur í kynnís- ferð Nýlega er kominn hingað til bæjarins Sofonías Þorkelsson iðjuhöldur i Winnipeg. Býr hann á Hótel Borg og mun dvelja hér í Reykjavík nokkrar vikur, en mun síðar heimsækja frændur og vini í Svarfaðardal, þar sem hann er fæddur og uppalinn Sofonías er á sjötugsaldri. Hann lærði ungur járn- smíði á Akureyri. Fór síðan vestur um haf, og byrjaði með því að flytja hreyfanlega vél- sög milli húsa í Winnipeg, og saga við í eldinn. En með fá- dæma dugnaði og viljastyrk tókst honum að koma á fót tré- smlðaverkstæði, og vinna þar nú (Framh. á 4. siðu.) Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamningum um hús- næði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Þó heldur leigusali óskertum rétti sínum til þess að slíta leigumála vegna vanskila á húsaleigu eða ann- arra samningsrofa af hálfu leigutaka, svo og ef leigutaki hagar sér þannig eða fremur eitthvað það, er að mati húsa- leigunefndar gerir leigusala verulega óþægilegt að hafa hann í húsum sínum. í Reykjavík skal skipa húsa- leigunefnd. Eiga sæti í henni tveir skipaðir af ríkisstjórninni, en hæstiréttur skipar þann þriðja, og er hann íormaður nefndarinnar. Þrir varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Skylt er að leggja fyrir húsa- leigunefnd til samþykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir gildistöku laga þessara. Skal nefndin gæta þess, að leigan sé í samræmi við ákvæði laganna og hefir hún vald til þess að úr- skurða úm upphæð leigunnar, ef þörf gerist. Þá er skylt að láta nefndina meta leigu eftir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður, og er leigusala óheimilt að áskilja sér eða taka hærri leigu en nefndin metur. Ennfremur ber nefndinni að framkvæma mat á hækkun húsaleigu. Skjóta má þeim úr- skurði nefndarinnar til dóm- stólanna, en hlíta skal honum, unz dómur fellur. Heimilt er leigutaka, telji hann húsnæðið leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess, að beiðast mats húsaleigunefnd- ar á húsaleigunni. Eigi er nefnd- inni þó skylt að taka slíka beiðni til greina, nema leigutaki leiði líkur að því, að málaleit- unin hafi við rök að styðjast. Meti nefndin leiguna lægri en umsamið hefir verið, skal færa hana niður í samræmi við mat- (Framh. á 4. síðu.) Tímlnn hefir þær fregnir frá veður- stofunni, að seint i gær hafi borizt skeyti um hafís út af Homi, 20—25 sjó- milur undan landi. Er þaS í fyrsta skipti á þessum vetrí, er hafíss verður vart. Enn eru ísfregnir þessar óljósar og óvíst, hvort um miklar ísbreiður er að ræða eða aðeins lítils háttar dreifar. r t t Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn hefir ritað Tfenanum á þessa ieið: — Síðastliðið sumar var hér fisk- afli' í bezta lagi, samanborið við það, er verið hefir mörg úr undanfarin. Svo var einnig i Bakkafirði og að Skálum, enda gæftir góðar með fádæmum. Út- gerð á þessum stöðum var einnig í meira lagi. Á Þórshöfn fengu 3—7 smá- lesta þiljubátar 320—350 skippund fiskjar. Maður að nafni Ottó Þorsteins- son hélt til fiskjar litlum hreyfilbát og var einn á, beitti sjálfur línuna og gerði að afla sínum. Hann fiskaði ails um 70 skippund, og er það talinn með fádæmum mikill afli. í Bakkafirði sóttu bræður tveir, Njáll og Flosi Hall- dórssynir, til fiskjar á litlum hreyfilbát og öfluðu alls 100 skippund og er það talinn sér sá mesti afli, er fólk veit dæmi um hjá tveim mönnum. Þeir gerðu allt að aflanum og línunni hjálp- arlaust að kalla, og skiluðu fiskinum í umbúðum til útflutnings. í vetur hefir verið dágóður afli frá Þórshöfn, en fáir bátar stundað fiskveiðar. Er slikt sjaldgæft um þetta leyti árs, ef Narvik virðist enn vera mið- depill atburðanna í Noregi. Bandamenn hafa sett her á land í Norður-Noregi og munu hafa náð öllum helztu stöðunum þar á vald sitt, nema Narvik. Þaðan eru fregnir, mjög ósamhljóða. Þjóðverjar segjast enn halda borginni, en Bandamenn telja, að mestallur þýzki herinn þar sé flúinn til fjalla og sé hann innikróaður milli Norðmanna og Bandamanna. Muni því ekki líða á löngu þangað til hann sé gersigraður. Foringjar Þýzka- lands virðast líka vera að búa þjóð sína undir ósigur Þjóð- verja í Narvik, þar sem þýzkar fregnir gera orðið mjög lítið úr hernaðarlegu gildi staðarins. Bandamenn benda á það í þessu sambandi, að Þjóðverjar hafi látið nokkra beztu tundur- spilla sína gæta Narvikur og hafi það borið vott um talsvert ekki dæmalaust. Síðastliðið sumar og í vetur hefir Kaupfélag Langnesinga tekið á móti nokkru af fiski og flakað hann og fryst til útflutnings. Voru á vegum þess frystar um 100 smálestir fiskflaka fram til áramóta. Skapar sú verkun mikla vinnu í þorpinu, og út- gerðarmenn fá nokkru hærra verð en ella fyrir fiskinn. Fiskúrgangur, sem fellst til hér í Þórshöfn, er jafnóðum hirtur til áburðar, enda er túnrækt nú í mikilli framför, og langsamlega flest- ir þorpsbúar eiga túnblett, Íítinn eða stóran. Bannað er, síðan byrjað var á hafnargerð, að fleygja fiskúrgangi í sjóinn, hverrar tegundar sem er. r t t Tíðarfar hefir verið mjög hagstætt lengst af í vetur, og sauðfjárhagar víðast góðir. Á sumum bæjum hefir fullorðið fé komizt af gjafarlítið. í byrjun febrúarmánaðar fóru tveir menn inn á Tunguselsheiði að leita kinda. Fundu þeir innarlega á heið- inni eitt lamb óheimt, sem þar hafði gengið fram til þess tíma. Var það í sæmilegum holdum. í för þessari sáu þeir á heiðinni örn, en örn hefir eigi sézt á þessum slóðum í marga áratugi. • t t Síðastliðna viku hafa öll íslenzk skip, sem komið hafa til hafnar í Englandi, verið kyrsett þar. Voru íslenzku skipin, er lágu þar og biðu eftir brottfararleyfi, orðið allmörg, en einkum voru það þó togarar. í fyrradag var öllum þessum aðra skoðun þeirra fyrir fáum dögum. Ástæðurnar til þess, að Banda- menn virðast hafa lagt megin- áherzlu á hertöku Norður-Nor- egs, virðast einkum þessar: Óttinn við það, að Rússar kynnu að reyna að taka Norður- Noreg líkt og þeir tóku nokk- urn hluta Póllands eftir innrás Þjóðverja þar. Er það kunnugt, að Rússar hafa löngum haft mikinn hug á höfnum í Norður- Noregi. Með hertöku Narvikur er það fullkomlega tryggt, að enginn járnmálmur verður fluttur frá Svíþjóð til Þýzkalands um Noreg. Með hertöku Narvíkur er það einnig tryggt, að Bandamenn geta flutt her til Norður-Sví- þjóðar, ef þörf krefur, en það (Framh. á 4. siðu.) skipum veitt ferðaleyfi, og munu flest þeirra hafa látlð þá strax úr höfn. t t r í stórviðrinu, er geisaði í byrjun þessarar viku, varð nokkurt tjón á bát- um við Eyjafjörð. Á Árskógssandi slitnaði 8 smálesta vélbátur, Gideon, upp og rak til lands, en skemmdist fremur lítið. Þrír hreyfilbátar sukku, en hinn fjórða rak á land. Við Flatey á Skjálfanda sökk einnig 8 smálesta vélbátur, Óli Bjömsson. Óvíst er, hvemig tekizt hefir um björgun sumra þessara báta, en sumir hafa náðst lítið skemmdir. r r r Farfuglar þeir, sem fyrstir koma á vorin, eru þegar famir að láta á sér bóla, þrátt fyrir kuldann og þræslnginn. Hefir fyrir nokkrum dögum síðan orðið vart skógarþrastar hér í Reykjavík, enda kemur hann hingað til lands um mánaðamótin marz—apríl nær undan- tekningarlaust. í fyrrra kom hann í lok marzmánaðar. Lóan kemur venju- lega dagana 10.—14. aprílmánaðar, en ekki hefir þó Tíminn haft fregnir af því að hennar hafi enn orðið vart, og virðist svo sem hún muni verða síðar á ferðinni í ár en hennar er siðvandi. Tíðast verður hér suðvestanlands einn- ig fyrst vart við hrossagauk og stelk upp úr miðjum aprílmánuði, en um næstu mánaðamót er að vænta marí- etlunnar, sandlóunnar og spóans, og þúfutittlingsins litlu síðar. Kria kemur 9.—12. maimánaðar. TVISYN AFSTAÐA ÍTALA 0G RÚSSA FramkomaNorðmanna heSir aukið kjark smá- pjóðanna í heimsblöðunum er nú mjög rætt um afstöðu Ítalíu og Rúss- lands og vekja fréttirnar þaðan engu minni athygli en atburð- irnir í Noregi. Einkum hefir það vakið at- hygli, að ítalski flotinn er nú að miklum heræfingum í Adríahafi, án þess að nokkuð sé sagt frá því í ítölskum blöðum, en rússneski flotinn er á æfingu í Svartahafi. Eru flotar Rússa og ftala þann- ig reiðubúnir sitt hvoru megin við Baikanskaga. Þá segja lausafregnir, að ítalir hafi flutt mikið herlið til Albaníu, en þaðan er tiltölulega auðvelt að ráðast inn í Júgoslaviu. Þá vekur það mikla athygli, að ítölsk blöð deila orðið miklu harðlegar á Bandamenn en þau hafa gert um langt skeið og í fréttum frá Noregi draga þau mjög taum Þjóðverja. í rúss- neskum blöðum er sú skoðun látin í ljós, að innrás Þjóðverja i Danmörku og Noreg hafi verið eðlileg og sjálfsögð eins og á stóð. í löndum Bandamanna er fréttunum frá Ítalíu og Rúss- landi tekið með ró. Bandamenn telja ólíklegt, að um nokkra samvinnu sé að ræða milli Rússa og ítala, heldur vilji báðir verða viðbúnir til þess að reyna að tryggja sér nokkurn hlut, ef hinn aðilinn byrjar árás á Balk- anlöndin. Þá segja þeir, að það sé stórum óhyggilegra nú en áður fyrir ítali að gQnga í lið með Þjóðverjum, þar sem Þjóð- verjar séu búnir að missa mikið af flota sínum. Það þykir öllu líklegra, að ít- alir gangi fyrr I lið með Þjóð- verjum en Rússar. Mussolini óttast að ítalska fasismanum verði hætt, ef þýzki nazisminn verður sigraður, og ítalir geti ekki gert sér von um neina landvinninga, ef Bandamenn sigra. Þess vegna kýs hann kannske heldur að reyna að vinna skyndistyrjöld með Þjóð- verjum en að sitja hjá. Bandamenn segja, að ráðstaf- anir hlutlausu smáþjóðanna beri þess merki, að fordæmi Norðmanna hafi aukið þeim á- ræði. í Belgíu, Hollandi, Sviss, Rúmeníu og Jugoslavíu hafa hervarnir verið stórum auknar og einkum hafa þessi lönd kapp- kostað að taka upp strangari gæzlu með útlendingum. Hefir Á víðavangi í erlendum útvarpsfréttum er öðru hvoru vikið að afstöðu íslands til styrjaldarþjóðanna. í brezka útvarpinu var t. d. ný- lega skýrt frá því, að í brezka þinginu hefði komið fram fyr- irspurn um fyrirætlanir Banda- manna um afstöðuna til ís- lands. Aðstoðarutanríkisráð- henann svaraði því einu, að hún væri til athugunar og meira gæti hann ekki sagt að svo stöddu. Þá hefir brezki sendi- herrann í Washington nýlega flutt ræðu, _ þar sem hann minntist á ísland og Græn- land. Gaf hann til kynna, að Bretland og Kanada myndi ekki hafa nein afskipti af þessum löndum, nema þeir fengju vitn- eskju um, að Þjóðverjar ætluðu að koma sér upp bækistöðvum þar. * * * Frá Danmörku hafa engar fregnir borizt frá íslendingum, nema skeyti það frá Sveini Björnssyni sendiherra, er skýrt var frá i seinasta blaði. í sænska útvarpinu var þó nýlega frá því sagt, að Sveinn Björnsson hefði skýrt Kristjáni konungi og Munch utanríkisráðherra frá samþykktum Alþingis um kon- ungssambandið og utanríkis- málin og hefðu báðir talið þær eðlilegar eins og ástatt væri. * * * Vegna beinu ferðanna milli Reykjavíkur og New York verð- ur greiðara en áður um heim- sóknir landa úr Vesturheimi. Eimskipafélagsstjórnin bauð þrem af þekktustu forgöngu- mönnum félagsins að koma sem heiðursgestir á næsta aðalfund. Þessir gömlu forustumenn Eim- skipafélagsins vestra eru Árni Eggertsson, Ásmundur Jóhanns- son og Jón Bíldfell. Kona Jóns hefir símað Guðm. Vilhjálms- syni forstjóra, að þau hjón muni því miður ekki geta þegið boðið, því að maður hennar sé í erind- um fyrir stjórn Kanada norður í heimskautalöndum. Hinir tveir boðsgestir munu koma með kon- ur sínar. Þá hefir stjórn Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík boðið Gunnari Björnssyni rit- stjóra heim. En hann hefir ekki svarað ennþá. Þá mun ekki vera vonlaust, að hinn mikli hugvits- maður Hjörtur Þórðarson í Chi- cago komi hingað í sumar, en það mun þó enn ekki fullráðið. það vakið nokkurn ugg, hversu mikið hefir komið af þýzkum ferðamönnum til sumra þessara landa undanfarið, einkum Rú- meníu og Jugoslavíu, en slíkt átti sér einmitt stað í Noxegi og Danmörku nokkru fyrir inn- rásina þar. Rúmenar hafa m. a. bannað útflutning olíu og hveitis til þess að koma sér upp nægum birgðum. í Svíþjóð eru nú ríkjandi hálfgerð herlög. Herinn er hvar- vetna viðbúinn. Verið er að flytja fólk úr stærstu borgun- um. Útlendingaeftirlitið hefir verið stóraukið og er útlend- ingum m. a. bannað að koma á járnbrautarstöðvar eða skoða verksmiðjur, nema brýn nauð- syn beri til. Aðrar fréttir. Ingrid krónprinsessa eignaðist dóttur í fyrradag. Er það fyrsta barn krónprinshjónanna. Kon- ur hafa ekki rétt til ríkiserfða í Danmörku. Anthony Eden samveldis- málaráðherra flutti ræðu í gær, þar sem hann lét svo ummælt, að styrjöldin væri ekki fyrst og fremst barátta um yfirráð yfir löndum heldur miklu frekar barátta um, hvort einræði eða lýðræði ætti að setja svip sinn á sambúð manna í framtíðinni. Þjóðverjar berðust fyrir útrým- ingu skoðanafrelsisins, en Bret- ar vildu tryggja því æðsta sess í stjórnskipulaginu. A KROSSGÖTUM Hafís undan Horni. — Frá Þórshöfn. — Tíðarfar á Langanesi. — íslenzk skip fá brottfararleyfi úr brezkum höfnum. — Bátatjón norðan lands. — Koma farfuglanna %

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.