Tíminn - 18.04.1940, Page 4

Tíminn - 18.04.1940, Page 4
172 TÍMEVrV, fiutmtndaglim 18. apríl 1940 43. blað NÝJA BÍÓ" Styrjöldín um Narvik (Framh. af 1. sUSu.) er kunnugt, að bæði Rússland og Þýzkaland hafa mikinn hug á járnmálminum þar. Af framangreindu er ljóst, að Norður-Noregur hefir mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Bandamenn og þess vegna eðli- legt, að þeir leggi á það mikið kapp að tryggja yfixráð sín þar. í brezkum fréttum er það við- urkennt, að í her Bandamanna, sem kominn er á land í Norður- Noregi, séu Bretar, Frakkar og Kanadamenn. Einkum er látið mikið af 'útbúnaði Kanada- manna og undirbúningi þeirra til að heyja styrjöld í norðlægu fjallalandi. Styrjöldin I Snður-Noregi. Frá öðrum stöðum Noregs hafa ekki borizt stórfelld tíð- indi seinustu daga. í nánd við Oslo sækja Þjóð- verjar hægt fram. Hafa þeir náð Kongsvinger á vald sitt og öllum hluta landsins þar fyrir sunnan, milli Oslofjarðar og landamæra Svíþjóðar. Þýzku hersveitirnar, sem sækja með- fram Bergenbrautinni, hafa náð Hönefoss. Þjóðverjar virðast leggja á það megináherzlu, að ná Elverum á vald sitt, en þar verjast Norðmenn vasklega og sömuleiðis við Hamar. Norski herinn hefir hörfað skipulega undan og eyðileggur vegi og brýr á undanhaldinu. Norskar smásveitir hafa oft valdið Þjóð- verjum talsverðu tjóni úr laun- sátri. Á nokkrum stöðum hefir Þjóðverjum tekizt að hrekja slíka smáflokka Norðmanna, sem orðið hafa viðskila við að- alherínn, yfir landamæri Sví- þjóðar. Norski herinn hefir iðuléga orðið fyrir flugárásum og hefir honum heppnast að skjóta niður nokkrar þýzkar flugvélar. Hákon konungur er sagður fylgjast með aðalhern- um og hefir hann sagt í ávarpi til þjóðarinnar, að flugvélar Þjóðverja virðist kappkosta að ráðast á þá staði, þar sem hans sé helzt von. Þjóðverjar virðast hafa alla strandlengjuna frá Oslo til Stavangurs á valdi sínu. Ensk- ar flugvélar halda áfram árás- um á flugvöllinn í Stavanger og í gærmorgun var skotið á hann af enskum herskipum. Stavan- ger er hernaðarlega þýðingar- mesti staðurinn, sem Þjóðverjar hafa náð í Noregi. Þar er bezti flugvöllurinn og þangað er því auðveldast að flytja hernum vistir og skotfæri loftleiðina frá Danmörku. Sömuleiðis er þar tilvalin stöð fyrir kafbáta og flugvélar, sem halda uppi á- rásum á ensk skip. Þaðan er líka miklu styttri loftleið til herskipalægis Breta í Orkneyj- um og nyrztu borga í Skotlandi en frá Þýzkalandi. Við Bergen virðist þýzki her- inn halda kyrru fyrir. í Þránd- heimi hafa Þjóðverjar sótt fram til sænsku landamæranna, en Norðmenn hafa enn eitt virki á þeirri leið á valdi sínu. Þjóð- tJR BÆNUM Aðalfundur Kron var haldinn í Oddfellowhúsinu sl. sunnudag. Var þar skýrt frá rekstri fé- lagsins á síðastliðnu ári, en frá honum hefir áður verið greint hér í blaðinu. Úr stjórninni áttu að ganga Margrét Björnsdóttir, Þorlákur G. Ottesen og Hjörtur B. Helgason; voru Þorlákur og Hjörtur endurkosnir, en Sigfús Sigur- hjartarson var kosinn í stað Margrétar. í varastjóm voru endurkosnir Guðjón Jónsson og Guðjón Teitsson. Á aðal- fund S. í. S. voru kosnir: Eysteinn Jónsson, Jens Figved, Sveinbjörn Guð- laugsson, Haukur Þorleifsson. Magnús Kjartansson, Theodór Líndal, Vilmund- ur Jónsson. í fundarlok minntist fund- arstjórinn, Steingrímur Steinþórsson, Norðurlandaþjóðanna og þeirra þrauta- tima, sem þær ættu nú við að búa. Lýstu fundarmenn samúð sinni með því að rísa úr sætum sínum. F. U. F. í Reykjavík heldur fund í næstu viku. Verður fundartími og fundarefni auglýst síðar. Karlakórinn Fóstbræður héldu samsöng í Gamla Bíó í gær- kvöldi. Var þetta síðasta söngskemmt- un kórsins að þessu sinni. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó hefir sýnt þessa viku franska mynd, sem fjallar um ástir Alexanders II. Rússakeisara. Er þetta með beztu ástarmyndum, er hér hafa sézt lengi, enda bera frönsku kvikmynd- írnar af þeim myndum, sem hér eru sýndar. — Gamla Bíó sýnir i fyrsta sinn í kvöld ameríska mynd, sem fjall- ar um óvenjulega vísindamennsku. Hef- ir mynd þessi hlotið góða dóma erlend- is, en þykir ekki holl taugaveikluðu fólki. Trúlofun. Laugardaginn 13. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Lilja Tuomikoski og Hjörtur J. Leó frá Hofsósi, til heim- ilis í Skálmholti í Ámessýslu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn Stundum og stund- um ekki annað kvöld og verða að- göngumiðar seldir í dag, en vegna mik- illar aðsóknar verður ekki svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir að sala að- göngumiða hefst. Slys. Verkamaður, Símon Njálsson að nafni, varð í fyrradag fyrir slysi, er hann var í kolavinnu við togarann Gullfoss. Meiddist hann á höfði og herðablaðsbrotnaði. Menntaskólaleikurinn, Frænka Charleys, verður leikinn i Iðnó í kvöld. Leiksýningin hefst klukk- an 8. Tónlistarfélagið heldur hljómleika í kvöld í Gamla Bió og hefjast þeir klukkan 7. Verða einvörðungu leikin lög eftir Karl Ó. Runólfsson. Mun Karl sjálfur leika með Hljómsveit Reykjavíkur, en karlakórinn Kátir félagar syngja undir stjóm Halls Þorleifssonar. Einsöngvarar verða Guð_ rún Ágústsdóttir og Sigurður Markan. Guffspekifélagar. Septímufundur annað kvöld. Erindi, einsöngur, upplestur, músík. Gunnar Gunnarsson skáld var meðal farþega á Lyru í sfðustu ferð hennar þingað. Hann dvelur nú að Hótel Borg. verjar hafa flutt aukiff lið til ;Þrándheims loftleiffina og eru Bretar byrjaðir að gera loft- árásir á flugvcllinn í Þránd- heimi. Þýzk flugvél, hlaffin skotfær- um, varð að nauðlenda í Sví- þjóð í gær. Gefur það bezt til kynna, að sjóleiðin til Noregs Log um húsaleigu (Framh. af 1. síBu.) ið, og gildir lækkunin frá 1. næsta mánaðar eftir að matið fór fram. Við mat á húsaleigu skal húsaleigunefnd kynna sér svo sem föng eru á allt það, er áhrif getur haft á leiguna, svo sem verð húsnæðisins, viðhald þess, ásigkomulag og legu, og taka jafnframt tillit til húsaleigu al- mennt i sambærilegu húsnæði á þeim stað. Utan Reykjavíkur skulu fast- eignanefndir í bæjum og út- tektarmenn i hreppum ásamt hreppsnefndaroddvita gegna þeim störfum, sem með lögum þessum eru lögð undir húsa- leigunefndina í Reykjavík, og haga sér í störfum sínum svo sem fyrir er mælt í lögum þess- um um húsaleigunefndina. Rík- isstjórninni er þó heimilt með reglugerð að gera aðra skipan á nefndum þessum í bæjum og kauptúnum með 300 íbúum og fleiri. Ef samið hefir verið um hærri leigu en heimilt er að taka samkv. lögum þessum, skal sá samningur ógildur að því er fjárhæðina snertir, og er aftur- kræft það, sem leigutaki kann að hafa ofgreitt samkvæmt slík- um samningi. Sá, sem áskilur sér hærri leigu eða brýtur ákvæði laganna á annan hátt, skal sæta sektum frá 500—2000 krónum. Ákveða má með konunglegri tilskipun, að ákvæði laga þess- ara taki til annarra fasteigna en húsa. Þegar ekki þykir lengur þörf fyrir lagaákvæði þessi, má fella þau úr gildi rneð konunglegri til- skipun. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Merkur Vestur- Islendingur (Framh. af 1. slðu.) margir menn með miklum véla- kosti. Hefir Sofonías smíðað ýmsar af þessum vélum sjálfur og endurbætt aðrar. Hann er nú einn hinn mesti atvinnurekandi meðal íslendinga í Vesturheimi. Börn hans stýra nú fyrirtækinu, þegar hann er ekki heima. Hér eftir mun hann að líkindum skipta æfinni milli Svarfaðar- dals, Winnipeg, Florida og Los Angeles. Sofonías er í einu hag- sýnn og duglegur framkvæmda- maður, og hugfanginn af and- legum efnum. Hann er áhuga- samur spíritisti, sannur íslend- ingur og þá ekki sízt Svarfdæl- ingur, en jafnframt fullur af amerísku fjöri og trúr borgari i Kanada. Tíminn býður Sofon- ías velkominn til langdvala á íslandi. muni sama og lokuð Þjóðverj- um, því að annars myndu þeir ekki flytja slikan varning loft- leiðina. — í Svíþjóð hafa fleiri þýzkar flugvélar orðið að nauð- jlenda og þrjár þýzkar flugvélar | verið skotnar niður. Vordagar (Framh. af 3. síðu.) og heimsvelda. Hann lýsir auð- valdsböli samtíðarinnar, hvern- ig það valdi styrjöldum milli þjóða og stéttadeilum innan landamæra, þar sem örfáir kúgi fjöldann, öllum til ófarnaðar. Ríður okkur mest á að fá allt þetta hingáð, verksmiðjur og stóriðjuver við fossana, fleiri og stærri togara, járnbrautanet um landið? Svarið er neitandi. Við þurfum fyrst og fremst meiri innri menningu, meiri þroska manngildis og manndáða, betra uppeldi æskunnar. Og atvinnu- lífið þarf að þróast svo, að sem flestir séu sjálfstæðir að at- vinnu, en fæstir undirokaðir. Við þurfum meiri ræktun, fleiri býli og betur hýst, ný steinhús i sveitum, betri hafnarlendingar og vita, góð skip. En undirstað- an að öllum framförum eru nýir og betri vegir. VII. Framarlega í „Vordögum" er lítil grein, sem nefnist „Áhugi“. Greinin byrjar á tilvitnun I enskan stjórnmálamann, Hal- dane lávarð, þar sem hann talar til ungra manna. Ég tek hér út- drátt úr kenningum greinarinn- ar: Verið áhugasamir. Hafið op- in augun fyrir allri þeirri miklu fegurð og göfgi, sem til er í heiminum. Ekkert er eins hættulegt og að vera trúlaus á allt, sama um allt. Það skiptir minna hver trúin er, hvert er áhugamálið, en allt veltur á hinu, „að vera úti á hinum djúpu vötnum mannlífsins“,vera snort- inn af stórri hugsjón, geta orð- ið heitur, hrifinn og fullur lotn- ingar. Það kveikir áhuga og bjartsýni, sem gerir manninn þúsund sinnum meira virði, að hverju verki, sem hann gengur. Ekkert er jafn kæfandi og drep- andi og hið skilningslausa, dauða sjálfstraust, er tilbiður aðeins eigin venjur, lítur með fyrirlitningu á alla þá dýrð og fegurð, sem snilld og vizka hafa skapað. Slíkir menn eru lifandi dauðir. Frá þeim kemur enginn andi, engin hugsun, ekkert nýti- legt starf. Þeir, eru eins og dauð. vél, er vantar hreyfiaflið. Þá vantar tilfinninguna fyrir því, sem vel er gert á undan þeim, og löngunina til þess aff halda lengra áfram í sömu stefnu. Greinin endar á orðum Goethes: „Opnaðu augu þín fyrir því, sem er stórt og göfugt í samtíð þinni, og þá munu verkin fylgja.“ Ritstjóri Skinfaxa hafði farið víða um helztu menningarlönd með opin augu og eyru. Hann hafði kynnzt rækilega kenning- um allra þeirra, er unnu af ein- lægni og samúð að umbótum á hag og menning hins fátæka fjölda. En hann gleypir engar kenningar, engan „isma“ ómelt- an. Hann er hvorkí sósialisti, kommúnisti, Georgisti eða an- arkisti. Lífstrúin, sem hann hafði með sér að heiman, stend- ur óhögguð. Trúin á manngildi einstaklinga, er byggi upp vax- andi, gróandi þjóðlíf í frjálsri samvinnu. VIII. Einn þátturinn í „Vordögum" eru ritdómar Skinfaxa. Tvær greinar eru þar um sögur af íslenzkum snillingum, sem skortur og ranglæti beygja til jarðar. Greinar þessar loga af samúð, þar er máttug rödd hrópandans, að drepa ekki manngildið og snilldina. Þar er ritdómur um „Einfalt líf“. Sagt er frá óhófi yfirstéttanna í greininni, sem teygir mennina langt frá heilbrigðri náttúru, eftir tildri tízkunnar, gerir lífið æ gleiðara og gisnara, unz hið sanna, mannlega líf, er horfið, manngildið etið innan frá, en eftir verður tómt, en glæsilegt hismi í kalkaðri gröf. í niðurlagi er bent á leiðina, að leita ham- ingjunnar í sjálfum sér og hvergi annars staðar. Nátengd- ur þessum ritdómi er annar um „Mína aðferð", afarþörf hug- vekja um líkamsrækt á þeim tíma, þegar íslendingar stóðu langt að baki allra annara um allan þrifnað, og þó enn meir um alla llkamsþjálfun. Manni hvarflar í hug, að höf. hafi fylgt þessum reglum sjálfur. Hann virðist ekki hafa verið sér- lega hraustbyggðuT maður, en styrkt sig með íþróttum og heil- brigðu líferni frá æsku, svo að hann hefir þolað alveg ótrúlega mikla áreynslu, vökur og vinnu- GAMLA Btó’"*—"—■ Dr- Jekyll og Mr. Hyde Amerísk kvikmynd, gerð eftir hinni frægu skáld- sögu Robert L. Stevensons. Aðalhlutv. leika: FREDRIC MARCH og MIRIAM HOPKINS. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Katía Tilkomumikil frönsk stór- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadóttur Catliarine Dolgoruki. Aðalhlutv. leika: JOHN LODER og fegursta leikkona Evrópu: 242 Margaret Pedler: Laun þess liSna 243 hún og klappaði á makka folans. „Ég má ekki láta strákinn minn standa úti og ofkælast, svo hann fái kvef. Þess vegna verður þú að koma inn, ef þú þarft að tala við mig.“ Þau gengu hlið við hlið til hesthúss- ins, og Jane lét folann inn, áður en þau fóru heim. Eftir stutta stund voru þau setzt sitt hvoru megin við arininn og farin að tala saman í mestu mak- indum. Sutherland hvarf allt í einu og fyrir- varalaust að því efni, sem hann hafði verið að brjóta heilann um. „Jane,“ sagði hann lágt, „ég þarf að leita ráða hjá þér.“ „Mér, spekingur? Þetta er að hafa endaskipti á hlutunum. Venjulega er það ég, sem leita til þín.“ „Já, en nú er komið að þér að vera ráðgjafinn." „Jæja, ég skal gera eins og ég get. Hvað er þá að?“ „Ég get ekki sagt þér hvað að er, af því að það er leyndarmál annara. En ég ætla að Ieggja fyrir þig hliðstætt dæmi, og svo átt þú að segja álit þitt.“ Jane kinnkaði kolli. „Já, ágætt, haltu bara áfram." „Jæja, taktu þá eftir. Gerum ráð fyr- ir að þú ættir gamlan og góðan vin, sem væri í þann veginn að stofna til vináttu við anpan kvenmann, — en 1 veruleikanum er það auðvitað við ann- an karlmann, þar sem ég á hlut að máli. Nú vill svo til, að þú veizt dálítið um þennan „annan kvenmann“, sem er þess eðlis, að það myndi fyrirbyggja alla vináttu milli þeirra, ef vinur þinn fengi vitneskju um það. Hvað myndir þú gera?“ „Þetta er ekki sem allra ljósast," sagði Jane hálf ólundarlega. Sutherland gat ekki að sér gert að hlæja. „Já, það er satt. Ég skal reyna að setja það skýrar fram. Við skulum segja að vinur minn heiti Brown, og hann ætlar að stofna til náinnar vináttu við —, ja, við mann sem heitir til dæmis Robin- son. Nú vill svo til, að mér er kunnugt um dálítið atriði úr fortíð Robinsons, og þetta atriði ber honum slæman vitnisburð, eða er mjög niðrandi fyrir hann. Brown myndi sennilega, — já, á- reiðanlega, — láta Robinson sigla sinn sjó, ef hann vissi það sem ég veit, og hann myndi jafnframt ásaka mig fyrir að hafa ætlað að leyna sig þessu. Hins vegar lifir Robinson óaðfinnanlegu lífi nú orðið, og það væri afleitur grikkur gagnvart honum, að segja frá því sem ég veit. Spurningin er, hvort ég á að knésetja manninn með þvi að segja frá DANIELLE DARRIEUX. Tordagar III. bindið í ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, kom út i vetur. Bókina er enn hægt að fá með áskriftarverði, 5 krónur óbundna, en 7,50 í bandi. Pöntun má senda til Bókaútgáfu S.U.F., pósthólf 1044, Reykjavík, eða hringja i síma 2353. — Fylgi greiðsla pöntun, veröur bókin send burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. Hafi einhverjir af umboðsmönnum bókaútgáfunnar enn eigi sent á- skriftarlista sína, eru þeir áminnir um að gera það, sem allra bráðast. — Tilgangslaust er að biðja um Merka samtiðarmenn, þar eð upplag þeirrar bókar er með öllu þrotið. Sennilega verða Vordagar einnig á þrotum um þetta leyti næsta ár. HAVNEM0LLEN KAIJPMMAHÖFN mælir meff sínu viffurkennda RtíGMJÖLl OG nVEITI. Melri vömgæði ófáanleg. S. f. S. skiptir eingöngn við okknr. afköst í ferðalögum og við rit- störf fyrir áhugamál sín, svo að allir, sem til þekkja, hafa undr- azt þol hans. Síðasti og langlengsti ritdóm- urinn er um „TímaTit kaupfé- laganna". Hann er rúmar þrjár bls., en aðeins y4. úr bls. er um ritið sjálft. Greinin er mjög kröftug hugvekj a um samvinnu- stefnuna. Kaupfélögin áttu á þeim dögum hvergi athvarf í dagblöðum landsins. Vegna aug- lýsinganna þorðu ritstjórarnir hvorki að æmta né skræmta af hræðslu við kaupmenn. J. J. tel- ur hina frjálsu samvinnu ekki aðeins sem fálmandi tllraun nokkurra fátækra bænda, held- ur sér hann þar heimsstefnu. Hún er „heims víðtæk barátta“, „uppreisn framleiðandans gegn milliliðum, fátæklinga gegn auðmönnum, steðjans gegn hamrinum". Ekki „villt upp- hlaup hamslausra manna“. Hún er barátta háð með stillingu, festu og gætni, til þess að „í fyrsta sinn á æfi mannkynsins megi þeir, sem skapa daglegt brauð, neyta þess, þeir sem föt- in gera megi bera þau, að þeir sem fæða þá, er skapa listir og vísindi, megi bera skyn á og njóta þessara gæða". Samvinnan er með öðrum orð- um það „sem koma skal“. Vitur maður les sjaldnast sér til dægrastyttingar. Lestur hans er leit að gulli. Ritdómar Jónas- ar í Skinfaxa voru ávisanir hans til æskunnar, á gull það, er hann fann í nýjum bókum. Þeir eru engir venjulegir ritdómar með sparðatinslu og umræður um smáatriði, heldur jafnframt merkilegar greinar um vanda- mál samtiðarinnar. Frh. Jón Sigurffsson. Góð NokkuS margir kaup- endur Tímans munu knlca.ka.un ?iga x- ár8- Dvaiar. bOKaKaupt 2 og 3. árg- eru samtals 58 hefti og 1 þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. buröar- gjaldsfrítt til baka. Lika sendir ef ósk- aö er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. ÚtbreiSiS TÍMAHN Auglýsið i Túnanmu! Leihféla«t tleykjavíhur ,Stundum ogstundum ekki‘ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ath. Vegna mikillar affsóknar, verffur ekki svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir aff sala hefst. TÓNLISTARFÉLAGIÐ Hljómleikar í kvöld klukkan 7 i Gamla BIó. Vifffangsefni: Tónsmíffar eftír KARL O. RUNÓLFSSON. Hljómsveit Reykjavfkur, stjórnandi dr. Urbantschitsch. Kátir félagar, stjórnandi Hallur Þorleifsson. Einsöngvarar: Frú Guðrún Ágústsdóttir og Sigurður Markan. Ágóffinn rennur til tónskáldsins. Aðgöngum. seldir í Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar og hjá Sig- ríði Helgadóttur. Tíl sumargjafa: Mikiff úrval af Rarnaleikfönguim Hárkömbum, Hárspennum, Perlufestum, Töskum og ýmsum hlutum úr KUNST KERAMIK. — G°'nla ’tága verðið á öllu. — K. EINARSSON & BJÖRNSSON Bankastræti 11. Vinnið ötullega fyrir Timann,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.