Tíminn - 04.06.1940, Qupperneq 2
234
TfMlTVN. |>riðjpdaginn 4. jnní 1940
59. blað
Vestur-íslenzkt alþýðuskáld
Skípulagið, heíldsalinn, Vísír
Björn Ólafsson og Vísir forðast að ræða vit-
leysurnar í framkvæmd laga um skipulag
fólksflutninga, en snúa máli sinu upp í
klaufalega vörn fyrir sérbagsmuni
Steindórs Einarssonar.
SKIPULAGIÐ.
Fyrir skömmu gerði ég skipu-
lag fólksflutninga að umtalsefni
hér í blaðinu. Var þar bent á
kosti laganna, en jafnframt á þá
veilu, er einkenndi framkvæmd
þeirra, með einu glöggu dæmi.
Mörg önnur eru hliðstæð. Öll
stangast þau við höfuðtilgang
og anda laganna, að sem minnst
fé eða önnur verðmæti fari for-
görðum. Það er ekkert skipulag,
að tvær 22ja manna bifreiðar
keppist um að flytja fáeina far-
þega sömu leið á sama tíma
og aka því oftast hálfar eða allt
að því tómar. Ef aðeins annar
hefði sérleyfið á þessum tíma,
eins og var, og ég benti rækilega
á, mætti mikið spara, enda sæi
hann um tvær bifreiðar, þegar
þess gerðist þörf. Breytingar,
sem gerðar voru á leiðinni aust-
ur s. 1. sumar, miðast alls ekki
við þörf fólksins, heldur til full-
nægingar sérhagsmunakröfum
Steindórs Einarssonar. Eina
réttlætanlega breytingin á þess-
ari leið, var aukinn farkostur
fyrir vöruflutninga. En Friðriki
Sigurðssyni á Eyrarbakka er
neitað um leyfi handa syni sín-
um fyrir hálfkassabíl, eins og
áður getur um. Var þar þó um
ótvíræðan rökstuðning að ræða
og fullkomið réttlætismál.
Við þetta gera Björn Ólafsson
og Vísir langar athugasemdir 29.
maí. Sneiða þó alveg hjá aðal-
atriðum þessa máls, sjálfri
skipulagningunni og þeim á-
göllum, er einkenna hana, en
snúa máli sínu upp í klaufa-
lega vörn fyrir ofríki Steindórs
Einarssonar. Áður en málfærsla
þeirra er tekin til athugunar,
ætla ég að bæta nokkru við
fyrri grein mína um framkvæmd
skipulagsins. Auk þjónustunnar
við Steindór, sem nú er orðin
mjög áberandi, er aðallega um
tvær veilur að ræða. Óþarflega
margar ferðir og beina sam-
keppni á leiðunum. í báðum til-
fellunum notast bílakosturinn
mjög illa. Sem dæmi um fyrra
atriðið, má benda á, að austur
í Vík eru fimm ferðir á viku.
Farþegafjöldi á þessari leið er í
stundum fyrst af öllu, þrá börn-
in að fá að hjálpa fullorðna
fólkinu til við dagleg störf. Á
þann hátt hefir íslenzki kyn-
stofninn bjargað viti sínu og
þrótti í þúsund ár.
J. J.
engu samræmi við það. Hitt at-
riðið er þó miklu fráleitara og í
alla staði ósvífið, að samkeppni
þurfi að eiga sér stað á leiðun-
um. Samskonar hneyksli og á
Eyrarbakkaleiðinni, með ferðum
Steindórs á sama tíma og Páls
Guðjónssonar á sér stað á leið-
inni til Keflavíkur. Þar er Stein-
dór, sem hefir tvær ferðir á dag,
látinn fara aðra á nálega sama
tíma og hinn sérleyfishafinn,
Skúli Hallsson, er aðeins hefir
eina ferð. Það er óverjandi
þarna, sem endranær, að fleir-
um en einum sérleyfishafa
skuli vera falinn akstur á sama
tíma. Fyrir Hvalfjörð eru marg-
ar ferðir og tveimur bætt við í
sumar, þrátt fyrir hinar tíðu og
ágætu Laxfossferðir. Það er með
öllu óskilj anlegt, hvers vegna
bifreiðum er haugað á þá leið,
sem verður bein samkeppni við
Laxfoss og hefir aðeins í för
með sér sóun mikilla verðmæta.
Akureyrarleiðin var skipulögð
þannig 1938, að B. S. A. (Krist-
ján Kristjánsson) hafði 4 ferðir
á viku, en Steindór Einarsson 2.
En 1939 eru ferðirnar auknar
upp í a. m. k. 9 og taumlaus
samkeppni sköpuð. B. S. A.
hafði 6, en Steindór 3. Er þetta
eitt af hinum stærri hneykslum,
er gerst hafa í þessum málum,
því þarna er um að ræða mjög
langa og dýra leið (376 km. frá
Akranesi og 330 km. frá Borg-
arnesi). í ár er þetta fært nokk-
uð til betri vegar, þannig, að 7
ferðir eru farnar, 1 á dag. Ber
að geta þess, sem gért er. Eii
menn taki eftir, hvernig fækk-
unin verðux. Steindór heldur
öllum sínum þremur ferðum,
en tvær eru teknar af Kristjáni
Kristjánssyni, í stað þess að
lækka þá hlutfallslega. Rang-
indin gagnvart Kr. Kr. eru auð-
særri, þegar þess er ennfremur
gætt, að hann heldur uppi vetr-
arferðunum sem unnt er á
þessari leið, sem eru bæði dýrar
og erfiðar.
Hefði nokkur verið í vafa um
þjónustu Björns Ólafssonar við
hagsmuni Steindórs, er skarið
tekið af í þeim efnum. Með því,
sem nú er sagt, hefi ég efnt gef-
ið loforð í fyrri grein minni, og
bætt nokkrum atriðum við um
framkvæmd sérleyfismálanna.
Fleiri gætu komið, en ég tel
málið orðið nægilega skýrt með
þessum atriðum. Hagsýni er
ekki gætt. Skipulagningin er
meir í orði en á borði. Núver-
andi formaður nefndarinnar
telur það auðsjáanlega sína
höfuð skyldu, að gæta hags-
muna Steindórs Einarssonar í
skjóli atvinnumálaráðherra Ól-
afs Thors. Þá kröfu verður að
gera, og fremur nú en endra-
nær, að ítrustu hagsýni sé gætt.
Fargjöld ákveðin svo hóflega,
sem unnt er. Og allar sérhags-
munakröfur útilokaðar. Að slíkt
hneyksli eigi sér ekki stað, að
stórir fólksbílar séu látnir þjóta
samtímis, hálfir eða með örfáa
farþega og óhæfilega margar
ferðir séu á fólksfáum leiðum.
Allt er þetta á móti anda og til-
gangi skipulagsins. Ber almenn-
ingi að veita þessu mikla hags-
munamáli alþjóðar sterka at-
hygli.
HEILDSALINN.
Björn Ólafsson ver mest allri
greininni til varnar Steindóri
Einarssyni og yfirlýsingar um
það „friðarheimili“, sem hann
sé húsbóndi á. Hefir þessi fyrv.
gjaldeyrisnefndarmaður sýni-
lega engu gleymt og ekkert lært.
Höfuðröksemd hans fyrir tak-
markalausum forréttindum S.
E. á leiðinni Reykjavík til Eyr-
arbakka og Stokkseyrar, er sú,
að hann ók þá leið 1919! Sömu
rökin og hann hugðist skapa
kaupmönnum forréttindi með í
verzlunarmálunum. Björn Ól-
afsson telur, að þegar þessi leið
var skipulögð á eðlilegan hátt,
hafi það verið af því, að þá
„tekst nokkrum mönnum að
koma því til leiðar, að Steindór
er sviftur annari ferðinni, án
þess að til þess væri nokkur á-
stæða og því síður nokkur
sanngirni“. Hann nefnir ekkert
hverjir þessir „nokkrir" menn
voru, eða hvaða brögðum þeir
beittu. Hann leitast ekkert við
að skýra flutningaþörfina á
þessari leið eða hvernig mestrar
hagsýni verði gætt. Hann notar
engin rök, heldur dylgjur um, að
einhverjir menn hafi verið með
„ósanngirni" í garð Steindórs,
sem verðir réttlætis og sann-
girnis í landinu hafi svo kippt 1
lag 1939. Skipulagningin er á
máli formanns sérleyfisnefnd-
arinnar, ástæðulaus ósann-
girni í garð Steindórs. Hvað er
árás á skipulagið, ef ekki að fela
slíkum manni forystu þessara
mála? Hann játar, að vegna
stríðsins hafi S. E. hætt 11. sept.
1939 annari ferðinni. Flutnings-
þörf er þó mikil í þeim mánuði.
Hefir útlitið eitthvað batnað
nú, að hans dómi?
Þá dirfist hann að fara með
þau ósannindi um meðsérleyfis-
hafa S. E„ Pál Guðjónsson, að
leyfi hans hafi verið „fyrir eina
bifreiff á dag.“ Prentað sérleyfis-
skírteini P. G„ gefið út af at-
atvinnu- og samgöngumála-
ráðuneytinu ákveður svo í 3. gr.:
„Tala bifreiffa eftir þörfum.“
‘gíminn
Þriðjudaginn 4. júttt
Börn í sveit
Rauði kross íslands og mörg
önnur líknar- og mannúðarfé-
lög vinna nú að því að koma
sem flestum börnum úr kaup-
stöðum og kauptúnum í sveit.
Skrifstofa Rauða krossins 1
Reykjavík hefir forstöðu í þessu
efni. Þeir menn í dreifbýlinu,
sem vilja sinna þessu máli, snúa
sér þangað. Rauði krossinn er
aðili vegna barnanna, um heil-
brigðisskoðun, meðgjöf, ferða-
kostnað og heimsendingu.
Það eru ætíð margar ástæður
til að koma sem flestum börnum
í sveit. En auk þess eru nú al-
veg sérstakar ástæður til að
að koma sem flestum börnum
úr kaupstöðum út í sveit. í
nokkrum helztu kaupstöðunum
er útlendur her, og að vonum
með sífelldar æfingar við vopna-
burð. Menn vona að vísu, að ekki
komi til mannvíga í bæjunum
íslenzku, af því að þungamiðja
átakanna liggi í þéttbyggðu
löndunum. En engu að síður er
sífellt talað um hernað í bæj-
unum, æfingar um loftvarnir
og auglýsingar á götum úti um
1 hvaða kjallara skuli leita, ef
hættu ber að höndum.
Menn vona í lengstu lög, að
ekki komi til slíkra hluta. En
allir hljóta að vera sammála
um, að þetta nábýli við hern-
aðarundirbúning og hernaðar-
hættu, muni vera mjög óheppi-
legt fyrir börn, sem þurfa öllu
fremur ró og vinnuskilyrði við
sitt hæfi.
Önnur sérstök ástæða er at-
vinnuleysi margra fjölskyldu-
feðra í bæjunum. Það má nærri
geta, að þar sem atvinnuleysi
ber að dyrum um hásumarið,
muni börnin fara margs á mis í
heimilum. En loks kem ég að
þriðju ástæðunni og hún er ekki
tímabundin og hún er þýðingar-
mikil. Það þarf að koma eins
miklu af börnum i sveit, úr öll-
um bæjum og kauptúnum eins
og unnt er, af því að sveitin
og sveitalífið er sú bezta upp-
eldisstofnun, sem þjóðin hefir
eignazt.
Menn í bæjunum hafa fundið
þetta og byggt sér sumarhús
utan kaupstaðanna, þar sem
konur eru að staðaldri með
börn sín sumarlangt. En svo
undarlega vill til, að börnin fóru
úr sumarhúsum á sveitaheimil-
in í kring. í fyrstu skildu menn
ekki þetta og töldu það óþægð í
börnunum, að vilja frekar vera
í peningshúsunum á sveitaheim-
ilum og í allskonar umstangi við
búpeninginn þar heima en að
hafast við í vel gerðum og oft
mjög vistlegum sumarskálum.
En smátt og smátt hefir þjóð-
in verið að uppgötva, að börnin
vita sínu viti. Þegar börnin
strjúka frá athafnaleysi sumar-
húsanna heim í starfið á sveita-
bæjunum, þá eru þau að hlýða
réttmætri rödd náttúrunnar.
Börnin þurfa starf, leik og til-
breytingu. Þau vilja ekki alltaf
vera hrein og í hreinum fötum.
Þau eiga heldur ekki að vera það
nema þegar það á við.
Mesta hættan, sem vofir yfir
þjóðinni í sambandi við ger-
breytingu atvinnuháttanna, er
starfsleysi barna og unglinga í
þéttbýlinu. Sumir foreldrar, sem
vaxið hafa upp við erfið lífs-
kjör, hafa misskilið eðlislög
mannlegs lífs og óskað að börn-
in þeirra þyrftu ekki að dýfa
hendi í kalt vatn. En án þess að
vita það, hafa þessir foreldrar
verið að misbjóða börnum sin-
um og gera þeim skaða. Iðjuleysi
á æskudögum er sama og menn-
ingarleysi hins fullorðna manns.
Heimili til sjávar og sveita,
þar sem allir vinna, eru mikið
undir beru lofti, neyta sömu
fæðu og hjálpast að við dagleg
störf, eru beztu og dýrmætustu
uppeldisstöðvar þjóðarinnar.
Börnin, bæði þau, sem þar eiga
heima og hin, sem að koma, eiga
að vinna, eftir því sem þau hafa
orku til. Það er aðeins tvennt,
sem þarf að varast. Þau þurfa
að fá að sofa nægju sína og fá
nóg af einföldum mat. Alveg
sérstaklega þarf að leggja á-
herzlu á að börn fái að sofna á
hæfilegum tíma á kvöldin.
En við hlið leikjanna, og
Séra Jakob Jónsson:
f seinasta árgangi tímarits
Þjóffræknisfélags íslendinga
er grein eftir séra Jakob Jóns-
son nm vestur-íslenzka skáld-
iff Valdimar Pálsson. Valdimar
var eitt þekktasta lausavísna-
skáld meffal Vestur-íslend-
inga. Hann var fæddur aff
Fótaskinni í Reykjadal, bróff-
ursonur Sigurbjörns Jóhanns-
sonar hagyrffings, föffur Ja-
kobínu skáldkonu. Valdimar
fluttist til Vesturheims 17 ára
gamall og stundaði ýmsa lfk-
amlega vinnu meffan aldur og
heilsa entist. Hann er nýlega
látinn. Lausavisur hans marg-
ar hafa lifaff á vörum Vestur-
íslendinga og hefir séra Jakob
safnaff þeim helztu og birtast
þær í grein hans. Telur Tím-
inn víst, aff mörgum Austur-
íslendingi þyki gaman að
kynnast skáldskap Valdimars
og tekur því traustataki meg-
inhlutann af grein séra Ja-
kobs.
.... Valdimar Pálsson sór sig í
ætt við hin íslenzku alþýðuskáld
Ég spurði hann að því, hvenær
hann hefði byrjað að yrkja.
„Mér finnst ég aldrei hafa ort“,
svaraði hann. En hann kvaðst
hafa tekið eftir því á unga aldri,
einkum þegar hann sagði eitt-
hvað í spaugi eða glaðværð, að
orðin féllu eins og af tilviljun í
stuðla, og varð það smám saman
til þess að hann fór að beita
þessari gáfu sinni af ráðnum
huga. En flest af því, sem hann
yrkir, er innfall augnabliksins.
Honum hefir farið sem fleirum
hagyrðingum, að honum var ó-
sýnna um að liggja yfir kveð-
skap sínum, meitla formið og
móta það aftur og aftur eftir
hugsuninni eða hugmyndinni.
Þess vegna eru ferskeytlur hans
og vísur yfirleitt betri en hin
lengri kvæði. Samt hefir hann
ort erfiljóð, sem eru hvort-
tveggja í senn, lipuT að formi og
hugljúf að efni. Ljóðið, sem
hann orti um vin sinn, Pál Jóns-
son í Wynyard (Glímu-Pál), er
listaverk, sökum þess einfald-
leiks og samræmis, sem ein-
kenna það frá upphafi til enda.
í því eru þessar vísur:
Það mega allir eiga víst,
að örlagahjólið þangað snýst,
sem hvíldin og friðurinn finnast.
Þegar síðasta sólarlag
sveiflar geislum á liðinn dag,
við sjáum að margs er að minnast.
Þú áttir svo mikið andans þrek,
sem aldrei brást eða frá þér vék,
það fylgdi þér úti og inni.
Þin hrelna, göfuga, glaða lund,
gerði dýrmæta hverja stund,
sem naut ég í návist þinni.
Af kvæðum, sem eru bæði
gaman og alvara, vil ég tilfæra
eftirfarandi „Þakkarávarp til
veraldarinnar“:
Veröld mín, eg þakka þér,
þúsund spæni og bita,
sem þú hefir miðlað mér,
meir en sumir vita.
Þó eg,hreppti engan auð
og ekkert tignarsæti,
eða pokapresta brauð,
svo pyngjan þrifist gæti.
Þinna gæða þrátt eg naut
og þótti gott að lifa;
sætan Evu epla-graut
át eg mér til þrifa.
Mörg eg gerði glappaskot,
gagnið varð því minna,
bar þó marga björg í kot,
úr búri nægta þinna.
Þó eg gengi í glópsku haug
og gæfumerkið félli,
fyrir þína tryggða taug
tókst að halda velli.
Sumir lasta og lemja þig,
en lofa dyggðir sínar.
Þú hefir aldrei erft við mig
yfirsjónir mínar.
Skólakennslu skuld við þig
. skrifa eg neðst í dálkinn;
þú mátt eiga eftir mig
asna-strika dálkinn.
Af vísum Valdimars hafa sumar
gamanvísur hans orðið kunnast-
ar meðal almennings. Hygg ég
að fyndni Valdimars sé vinsæl-
ust sökum samlíkinga hans, sem
oft eru óvenjulegar, og þó Ijósar.
Orðaleikir koma sjaldan eða
aldrei fyrir í hans kveðskap, og
að því leyti er hánn gjör-ólíkur
Káin. En hugmyndirnar eru víða
smellnar og skemmtilegar. Sem
dæmi um óvenjulegar samlík-
ingar tel ég vísur sem þessar:
Hnignun.
Niður týnist mannlegt mál,
minnið hylur þoka.
Með því tekst honum ekki held-
ur að réttlæta akstur S. E. En
út yfir allt tekur þó, er hann
ver þá lögleysu að vera skipaður
„tvöfaldur“ í nefndina. Hann
segir: „Mun þaff hafa komiff
fram i umræffum á þingi um
sérleyfislögin, aff gert er ráff
fyrir þessari tilhögun atkvæffa.“
Hvaða dæmi eru til um það, að
lög séu framkvæmd, eftir 'öllum
þeim atriðum, sam fram koma
við umræður á Alþingi? Hversu
óendanlega flókin og torveld
yrði þá framkvæmd laganna?
Þetta eru þau hlægilegustu rök,
sem nokkur maður hefir dregið
fram sínum auma málstað til
varnar. Það er vel farið, að
Björn Ólafsson fékk tækifæri til
þess að gera nefndar athuga-
semdir. Hann hefir sannað
þjónustu sína við S. E„ en lítur
ekki á þessi mál með hag al-
þjóðar fyrir augum. Málfærsla
hans er nákvæmlega hin sama
og var í gj aldeyrisnefndinni. En
það gerir gæfumuninn, að þar
var séð um, að tjón hlytist eigi
af. Við það hljóp hann brott.
Nú hefir honum tekizt að þjóna
sinni lund í annarri nefnd í
skjóli atvinnumálaráðherra, um
stund. En sá tími getur komið
fyr en slðar, að sérhagsmuna-
málstaðurinn bíði ósigur og
heildsalinn verði enn að flýja.
Mætti hann gjarnan hafa það
hugfast.
VÍSIR.
Hið „bókstafslausa" leiðarljós
Vísis reyndi að lýsa upp með
heildsalanum. Vísir vissi mál-
staðinn slæman og treysti heild-
salanum ekki fyllilega, en sér
alltaf bezt, þegar rökin þrjóta.
Skæting blaðsins til mín tel ég
mér til mikilla tekna. Og svo
lengi sem Vísir telur mig „bera
fram ósannindi og óhróður í
því formi aff sennilegt þætti,“ er
ég áreiðanlega á réttri leið og
berst fyrir heilbrigðum málstað.
Mun ég verða Vísi í hvert skipti
þakklátur fyrir slíkar kveðjur.
En hrapallegur misskilningur er
það hjá honum, að þetta sé vörn
fyrir flokksmann. Hér er um
hagsmunamál alþjóðar að ræða
og hvort réttlæti eða ofríki og
auðæfi eiga að sigra. Ætla ég að
Vísir eigni sér ýmsa þá, er við
sögu þessa koma og beittir eru
svipuðum órétti og P. G„ vegna
yfirgangs S. E. Hitt er annað
mál, að aðstaða þeirra leyfir
ekki jafn „ríkan“ flokksstuðn-
ing og S. E„ og því ekki eyðandi
heilum leiðurum þeim til varnar.
Þeir eru misjafnlega „feitir“
sjálfstæðismennirnir. Vísir met-
ur þá eftir þvi. Um málstaðinn
gerir minna til. Þegar Vísir hefir
lýst ánægju sinni yfir öngþveit-
inu í skipulagi fólksflutninga,
telur hann, að Framsóknar-
menn myndu segja að „það væri
til dæmis“ árás á skipulagið, ef
í líkamanum liggur sál,
líkt og svín í poka.
Dramb.
Manneskjan er drambsamt dýr
og drottnar yfir landsins haga.
Hún er alveg eins og kýr,
allt, sem grænt er, vill hún naga.
Einhver fallegasta samlíking-
in er um snjóinn:
Liggur nú yfir landi
litprúður snjóadúkur,
hreinn eins og heilagur andi,
hörundsbjartur og mjúkur.
Mér finnst þessi vísa eiga bezt
við jólasnjóinn með sínum milda
helgiblæ á hljóðri jörð.
Til dæmis um smellnar hug-
myndir eru vísur af ýmsu tagi:
Uppgötvun
Gyðingurinn gaf mér brugg,
ötuhornið fór á rugg.
fyrsta skipti fyrir vist
fann ég þá að jörðin snýst.
Sannleikur og lýgi
Lýgin flaug um lönd og sjó
langt í burtu héðan.
Sannleikurinn sína skó
sat og batt á meðan.
Kirkjan í grennd viff fjósið
Mikið er, hvað mállaus dýr
meta trúarljósið.
Það hljóta að vera kristnar kýr
með kirkjuna bak við fjósið.
Vinnuhjú
Vinnuhjúin verkasmá
værðar fá að njóta.
Sannleikanum sefur hjá
samvizkan — til fóta.
Innheimtumenn
Skuldakröfu skjáhrafnar
skeyta saman nótumar
Nýr umsjónarmaður
á Þmgvöllum
Um þessi mánaðamót hættir
Guðmundur Davíðsson störfum
sem umsjónarmaður þjóðgarðs-
ins á Þingvöllum. Hefir Guð-
mundur verið umsjónarmaður
friðunarinnar þar frá fyrstu tíð,
enda var hann upphafsmaður
þeirrar hugmyndar, að Þing-
vellir yrðu þjóðgarður. Skrifaði
hann greinar um málið og vakti
fyrir því áhuga. Þegar Fram-
sóknarflokkurinn kom til valda
1927 átti Jónas Jónsson drýgsta
þáttinn í því, að hrinda málinu
í framkvæmd.
Hefði Guðmundur ekki hafið
baráttuna fyrir friðun Þing-
valla væri ekkert líklegra en að
þar væri nú mikill fjöldi ó-
smekklegra sumarbústaða, sem
efnamenn hefðu látið reisa, og
því samfara hverskonar nátt-
úruspjöll og vanhirða staðarins.
Mun þessi barátta Guðmundar
og starf hans sem umsjónar-
manns Þingvalla verða enn
meira metið, þegar stundir líða
fram.
Guðmundur óskaði þess síð-
astliðinn vetur, að láta af störf-
um og veitti Alþingi honum
nokkur eftirlaun í viðurkenn-
ingarskyni.
Umsjónarmaður Þingvalla
verður Thor Brand. Er hann
Austfirðingur að ætt og upp-
runa, lærði trésmíði hér í bæn-
um, fluttist síðar til Vestur-
heims og stundaði þar bygging-
arvinnu og mörg fleiri störf. Er
hann maður fjölhæfur og vel
látinn.
afnumin væru innflutnings-
og gjaldeyrisfríðindi samvinnu-
félaganna. Það væri árás á
„skipulagið“ ef mjólkurlögunum
væri breytt o. s. frv. Með öðr-
um orðum: Við höfum aðstöðu
til að rífa skipulag fólksflutn-
inga niður og vernda hagsmuni
flokksgæðings. Ef við gætum,
þá skyldu samvinnufélögln og
mjólkurskipulagiff fara sömu
leið. Þetta eru ekki ný fyrirheit
hjá blaðinu. En það er jafnan
lærdómsrikt fyrir fólkið út i
dreifbýlinu að veita þeim sér-
staka athygli. Það skýrir, hvað
koma skal, ef aðstandendur
blaðsins fá betri aðstöðu. Hætt-
an er nærri. Allir þeir, sem
unna heilbrigðu skipulagi og
samvinnu, verða að gefa það
dómsorð á sínum tíma, sem
kveður hreinlega niður það
hneyksli, sem umræddar Vísis-
greinar leituðust við að verja, og
öll fyrirheit um áframhaldandi
hneykslismál.
Annar þáttur þessa máls eru
einkabílarnir. Akstur þeirra hef-
(Framh. á 4. slðu)
með tönnunum.
En rentu rentu reikningar
reka burtu sálimar
úr mönnunum.
Bilun
Af mér reytist ró og spekt,
ræflar andans trosna.
Holdið er í taumi tregt,
trúarskrúfur losna.
Ellistyrkur
Nú er ég kominn, eftir marga raun
með ótal kaun,
yfir lífsins ódáðahraun
á eftirlaun.
Til ráffsvinns
Þú hefir marga hildl háð
heims á rauna sviði.
Við öllu kunnir ótal ráð,
en — ekkert varð að liði.
Jöfnuffur
Vlð skulum gera lífið létt.
Landið má til að verða slétt.
Skeytum ekkert um álfana og tröllin.
„Upp með dalina, niður með fjöllin."
Virffing Vestur-fslendinga (er
konungurinn bað Bennett
forsætisráðherra fyrir kveðju
til þeirra).
Vesturheíms löndum, víst er það
virðingarljósin skína.
Kóngurinn danski Bennett bað
að bera þeim kveðju sína.
Eins og eðlilegt er um íslenzk-
an bónda, hafa árstíðirnar oft
knúið Valdimar til að túlka til-
finningar sínar með vel gerðrl
vísu. Og eins og jafnan vill
verða, er það vorið, sem laðar
fram mestan fögnuðinn. Vísum-
ar um sólarmessuna og sólar-
brosið láta ekki mikið yfir sér,
en mér finnst samt, sem þær
muni í fáum orðum túlka hug-