Tíminn - 03.10.1940, Side 4

Tíminn - 03.10.1940, Side 4
376 TÍMIM, fimmtndagiim 3. okt. 1940 94. blað lll BÆNPM Sveinn Ólafsson í Firði er fyrir nokkru kominn hingað til bæjarins til að leita sér lækninga við sjóndepru. Dvelur hann hér í bænum á heimili sonar síns, Ólafs forstjóra. Hann mun dvelja hér nokkurn tíma enn. Ófeignr Ófeigsson læknir hefir flutt lækningastofu sina af Skólavörðustíg 21 í Laugavegs apótek, II. hæð. Hjónaband. Gefin voru saman síðastliðinn laug- ardag á Blönduósi ungfrú Málfríður Nanna Jónsdóttir frá Söndum 1 Mið- firði og Haraldur Guðmundsson verzl- unarmaður hjá Kaupfélagi Hvamms- tanga. Heimlli þeirra verður á Hvammstanga. Frú Eiisabeth Göhlsdorf leikkona óskar eftir, að þeir, sem tryggja vilja sér aðgang að öllum upp- lestrarkvöldum hennar, skrifi sig á lista, er liggja frammi í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssónar og í The English Bookshop. Prúin kennir þýzku eins og undanfarna vetur og er kennsl- an nýbyrjuð. V etrarstarf semi Glímufélagsins Ármann er hafin. Öll verður starfsemi félagsins rekin í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og verður mjög fjölþætt eins og undan- farin ár. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Unnur Dóróthea Haraldsdóttir og Einar Sturluson póstmaður frá Fljótshólum. Heimili þeirra er í nýju verkamanna- bústöðunum nr. 8. Séra Garðar Þor- steinsson framkvæmdi athöfnina. Trúlofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Lalla Erlendsdóttir, Ásvallagötu 17, og Þórður Sigurðsson bifreiðastjórl, Baldursgötu 20. Síðasta bindi Förumanna eftir Elínborgu Lárusdóttur, kemur út innan skamms. Sagan fjallar um Efri-Ás-ættina, en jafnframt um ýmsa förumenn. Sérstaklega kemur listamað- urinn Sölvi Helgason mlkið við sögu. Þetta bindi heitir Sólon Sókrates og er hátt á fjórða hundrað blaðsíður að stærð. Skemmtikvöld Framsóknar- Hjá KROW er verðið: Strausykur 0,90 Molasykur 1,15 Hveíti 0,60 Haframjöl 0,80 Hrísgrjón 0,90 Rúgmjöl 0,45 5#|o í pöntiin, tekjiiafgaHgur eftfr áriö Mun lægra í sekkjum og kössum. pfélaq iá Tilkynning Samkvæmt reglugerð um skömmtim áfeng* is, er gefin var út í gær, hefst afgreiðsla áfeng- isbóka hjá sakadóiiiarauum í Reykjavík og ..... bæjarfógetanum í Hafnarfirði í dag. — Áfengisbækur kosta eina krónu. D ómsmálar áðuney tið. manna í Reykjavík í Oddfellowhúsinu í kvöld hefst klukkan 8,30. Þar verður spiluð Pram- sóknarvist, ræður haldnar, sungið og dansað. Pólk er hvatt til að sækja þessa fyrstu Framsóknarskemmtun á þessu hausti. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Tímans í dag, með- an hún er opin, en við innganginn í Oddfellow, ef ekki verða. allir aðgöngu- miðar uppseldir. Fólk er áminnt um að koma stundvíslega á skemmtunina. Leikfélag Reykjavíkur ætlar að sýna skopleikinn Stundum og stundum ekki í kvöld. Starfsár fé- lagsins hefst æfinlega um þetta leyti, og hefir verið æft af miklu kappi ágætt leikrit eftir enska höfundinn, W. Som- merset Maugham, sem heitir „Loginn helgi“. Frumsýning hefði getað orðið 3. þ. m., ef ekki hefði vantað vinnu- stofur, en félagið stendur í samningum við brezka setuliðið um málarasal og geymslu i þjóðleikhúsinu. — Nú gerir félagið sér vonir um að geta haft þessa frumsýningu í næstu viku, en af því að tjöldin úr skopleiknum Stundum og stundum ekki eru ennþá í Iðnó, frá því i sumar, ætlar félagið að sýna þennan skopleik í kvöld og ef til vill á sunnudagskvöld. KAUPUM kanínuskinn, lamb- skinn, selskinn, kálfskinn. Verksmiðjan Magni h.f., Þingholtsstræti 23. SHIPAUTCERÐ l;IÍH\HL10 SiíOin vestur um til Akureyrar næst- komandi laugardagskvöld sam- kvæmt áætlun Esju. — Vöru- móttaka til hádegis á morgun. — Pantaðir farseðlar sækist fyrir sama tíma. Vb. Hermóður hleður á morgun til Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar og Seyðisfjarðar. — Vöru- móttaka í dag. Sama dag hleður Mb. Geír TRÚLOFUNARHRINGANA kaupa allir hjá Sigurþór, Hafn- arstræti 4, Reykjavík. — Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstræti 4, Rvík. Tolluriim á stríðs- farmgjöldum. (Framh. af 1. síðu) kvæmdum á undanförnum ár- um, án þess að safna skuldum. Þegar viðskiptaástandið batn- ar eins og verið hefir undan- GAMLA Bt&mmmm,memm NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Goldwyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillngs- ins Ernst Lubitsch. Aðalhlutverkin leika: GRETA GARBO MELVYN DOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. NÝJA Bt6.~-~.~-~. Eldur í Rauðuskógum. Spennandi amerísk kvik- i mynd, gerð eftir hinni víð- ! frægu skáldsögu eftir Jack ■ London (Romance of the J Redwoods). I Aðalhlutverkin leika: I JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR »Stundum og stundum ekkí« Sýning í kvöld kl. 8. AÐGÖNGUMIÐAR seldir frá kl. 1 ÍTtbreiðið Tímaim! til Hornafjarðar, Djúpavogs og Fáskrúðsfjarðar. Auglýsið í Tímanum! 38 Róbert C. Oliver: Hann hafði engan tíma til að hugsa um fagurt kvenfólk eða mjúkt hár. Það eina, sem gilti var að komast burt sem allra fyrst. Lögreglan gat verið á næstu grösum — lögreglan eða þessi þrjótur, sem hafði skotið þeim ref fyrir rass og „hnuplað" skríni Sir Reginalds — en það hafði lögreglan ekki gert. Það hlaut að vera einhver sem hafði sérstakan áhuga fyrir innihaldi þess — einhver, sem þekkti leyndarmálið. Með hina fögru byrði í fanginu hljóp hann út í anddyrið, sparkaði opinni hurðinni, sem stóð í hálfa gátt og gekk niður tröppurnar. Einhver kom hlaup- andi í myrkrinu í garðinum. Hann þekkti fótatakið, það var félagi hans. — í hamingju bænum hraðaðu þér maður! stundi hann. Við erum upp- götvaðir. Þeir eru á hælum okkar, og hafa gert eitthvað við vélina. Ég get ekki komið bílnum af stað. Flýttu þér! Fleygðu henni, asninn þinn, hér er um lífið að tefla. Heil runa af blótsyrðum streymdi fram af vörum mannsins, sem án augnabliks umhugsunar lagði Lucy frá sér í grasbeðið. Þeir hlupu sem fætur toguðu yfir grasflötina bak við húsið. Nú var ekki um annað að gera en flýja. Þeir höfðu ekki hlaupið mörg skref Æfintýri blaðamannsins 39 þegar þeir heyrðu fótatak á malar- stígnum — tveir menn komu hlaup- andi gegnum hliðið og upp að aðal- dyrum hússins. Annar var berhöfðað- ur — hinn var með skammbyssu í hendinni — það var lögregluþjónn — og hann var sýnilega viðbúinn að nota vopnið, ef með þyrfti. Flóttamennirnir skriðu bak við runna meðan hinír hlupu framhjá þeim. V. Bob Hollman, glæpafréttaritari við blaðið „Stjarnan“ var í raun og veru mjög riddaralegur að eðlisfari og hon- um þótti leitt að þurfa að yfirgefa hinn fagra förunaut sinn, sem hann hafði haft þann óverðskuldaða heiður að aka til spítalans, með þeim hraða, sem var margfalt brot á umferðaregl- um og öryggi. En Bob Hollman var blaðamaður — og mjög duglegur. og sniðugur blaða- maður — sem ekki vílaði fyrir sér að nota öll hugsanleg brögð og meðöl til þess að ná sínu marki. Og í þetta skipti hafði efni í athygl- isverða grein fallið af himnum ofan beint í hendurnar á honum, eins og ávöxtur ofan úr tré. „Leyndardómur- inn við dánarbeðinn“ átti yfirskriftin að vera, með stóru letri á fremstu síðu. farið, hljóta tekjur ríkissjóðs því að vaxa, ef tolla- og skatta- löggjöfin helzt óbreytt. Þar sem ríkið veitir nú líka minna fé en áður til verklegra framkvæmda, er falla niður sökum styrjald- arástandsins, mætti búast við talsverðum afgangstekjum rík- issjóðs á næstunni. Ýmsum mun því koma til hugar, hvort ekki beri að lækka byrðarnar á gjaldendunum meðan slíkt á- stand varir. En þá kemur til sögunnar það sjónarmið, að æskilegt væri fyrir ríkið að hafa búið eitthvað í haginn fyrir verklegar framvæmdir, þegar hægt er að hefja þæx aft- ur. Slíkt má gera með skulda- lækkun og sjóðsöfnun. Þetta sjónarmið mun áreiðanlega mörgum ríkara í huga en að lækka álögur á gjaldendum, þegar þeir eru kannske. fær- astir um að bera þær. En batni ástandið svo, að bæði verði hægt að búa í haginn fyrir verklegar framkvæmdir í framtíðinni og að lækka byrðar gjaldendanna, myndast það viðhorf, hvort réttara sé að lækka skattana, sem aðallega myndi koma þeim ríku til góða, eða að lækka toll á nauðsynjavörum. Þetta viðhorf þarf alþýða manna sérstaklega að gera sér ljóst. Kopar, i aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Framlengingarííjald af vfxlum fellur niður frá og með 1. okt. 1940 að telja. Sparísjóður Reykjavíkur og nágrennis. Jarðarför móður minnar, Kirstínar K. Pótnrsdóltur, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 4. okt., kl. 2% miðdegis. F. h. vandamanna. Pétur Lárusson. Á forlagi Stalins (Framh. af 2. síðu) að hér voru þeir beittir hættu- legum mótleik. Stalin skipaði þeim að smjúga inn i hvers- konar félagsskap og grafa í kyrrþey undan hinni þjóðlegu sjálfbjargarkennd. Nú hafði Al- þingi tekið foxustu um að loka hurðum þjóðfélagsins fyrir hin- um lævísa innrásarher. Kommúnistar fundu, að oft hafði þeim verið þörf að dulbúa sig vel, en nú var nauðsyn. Al- þingi komst að því, að flokkur- inn fékk á einum lið 160 þús. kr. sér til framdráttar. Þjóðvilj- inn tapaði kaupendum og aug- lýsingum. Bækur Laxness voru ekki nefndar og gerðust tor- seldar. Arfur íslendinga gat ekki komið út. Bækur Heims- kringlu nutu lítilla vinsælda. Mál og menning beið hnekki af óvinsældum rússnesku stefn- unnar, en útgáfa lýðræðisflokk- anna fór sigurför um landið. Frh. J. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.