Tíminn - 24.10.1940, Síða 1

Tíminn - 24.10.1940, Síða 1
24. árg. Reykjavík, fimmtudagmn 24. okt. 1940 103. blað Helztu álvktanir aðalfundar S.D.F. Ríkísvaldið verður að gera ráðstafanír sem tryggja að stríðs- gróðinn fari ekkí forgörðum, heldur notizt til eflingar atvínnu- vegunum og verklegum framförum í landinu LiOslióu Hitlers Þjóðverjar leita aðstoðar Frakka og Spánverja vegna pess að peir urðu að hætta við innrásina í England í haust Aðalfundur stjórnar Samb. ungra Framsóknarmanna árið 1940, var haldinn hér í bænum 19.—21. þ. m. Sóttu hann alls 18 menn af 28, er sæti eiga í stjórn S. U. F., auk nokkurra gesta. Þrettán stjórnarmanna, er fundinn sátu, voru utan af landi. FormaSur S. U. F., Þórarinn Þórarinsson, setti fundinn, en að því búnu flutti Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra langa yfirlitsræðu. Lýsti hann stjórnmálabaráttu síðustu ár- anna og ræddi um framtíðar- verkefni Framsóknarmanna, einkum endurnýjun fiskiflotans, rætkun og stórfellt landnám í dreifbýlinu og raflýsingu í sveit- um. Á fundinum voru mörg mál tekin til íhugunar og umræðu, einkum sjálfstæðismál þjóðar- innar, útvegsmál og ráðstöf- un stríðsgróðans. Auk þess var að sjálfsögðu fjallað um félags- málefni sambandsins sjálfs og meðal annars ákveðið að boða til landsþings á vori komanda. Fundarstjóri var Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli í Ön- undarfirði. Veigamestu landsmálatillög- urnar, er samþykktar voru á fundinum, verða birtar hér á eftir: RÁÐSTÖFUN STRÍÐSGRÓÐANS. Vegna núverandi ástands í fjármálum íslendinga, þegar þjóðinni safnast erlendur gjaldeyrir og atvinnutekjur ýmsra eru óvenjulega miklar, Sambúd íslands og Kanada Á fjölmennri hátið Vestur- íslendinga, sem haldin var að Hnausum í ágústmánuði, var flutt ávarp frá J. T. Thorson, sem á sæti á sambandsþingi Kanada. í ávarpi sínu komst hann m. a. svo að orði: Joseph T. Thorson. „Allir Kanadabúar hafa sér- staklega mikinn áhuga fyrir ís- landi nú sem stendur, vegna hinna mörgu kanadisku her- manna, sem dvelja í gamla landinu. Það er einlægasta von mín, að ísland verði ekki víg- völlur hræðilegra bardaga, og ég vona líka, að íslendingar skilji og meti þau grundvallar- atriði, sem orsaka veru her- sveitanna á íslandi. Hermenn okkar á íslandi hafa ekki það hlutverk á hendi að vera hat- ramlegir innrásarhermenn eða (Framh. á 4. slðuj og með skírskotun til fjármála- reynslu þjóðarinnar frá síðustu heimsstyrjöld, ályktar fundur- inn, að ríkisvaldið verði að sjá svo um, að þessar tekjur hverfi ekki í súginn vegna gálítillar eyðslu líðandi stundar, heldur notist til að mæta þeim erfið- leikum, sem koma munu að styrjöldinni lokinni,og til marg- háttaðra endurbóta, sem fresta verður nú vegna styrjaldarinn- ar, svo sem ræktunar í sveitum og bygginga og enjdurnýjunar veiðiflotans. Til þess að ná þessum árangri telur fundurinn að þurfi: 1. Að hafa glöggt efirlit með gjaldeyrisverzluninni, og þótt á- standið leyfi nú nokkurra til- slökun á innflutningshöftum þurfi að herða á þeim aftur, ef horfur versna í gjaldeyrismál- um, enda þurfi stöðugt að fyrir- byggja sem mest óþarfan inn- flutning. 2. Að nota tækifæri yfir- standandi tíma til að lækka er- Iendar skuldir þjóðarinnar og mynda innstæður til að mæta erfiðleikum og aukinni gjald- eyrisþörf síðar. 3. Að skattalöggjöfinni verði þannig beitt, að ríkissjóður geti veitt rífleg framlög til upp- byggingar atvinnulífi lands- manna á næstu missirum og að stríðinu Ioknu. 4. Að skattfrelsi útgerðar- innar verði afnumið og haft verði strangt eftirlit með því, að þeim varasjóðum, sem út- gerðarfélögin kunna að safna, verði varið á tilætlaðan hátt. 5. Að útlánastarfsemi bank- anna verði í samræmi við fram- angreinda stefnu og þess gætt, að þeir láni ekki til einstaklinga eða fyrirtækja án viðunandi tryggingar. Jafnframt þessu bendir fund- urinn á, að vinna þurfi meira en Að undanförnu hefir verið unnið að lagningu nýs vegar upp á Vatnsskarð. Er lokið við þann kafla vegarins, er liggur upp brekkuna hjá Bólstaðahlíð og var hann opnaður til utnferðar í vikunni sem leið. Hefir þessi brekka löngum verið erfið yfirferðar, en með hinum nýja vegi er úr sögunni sú hindrun, er hún hefir stundum verið bifreiðaumferðinni. Vegamálastjóri tel- ur, að þegar lokið er lagningu góðs vegar yfir Vatnsskarð og Öxnadals- heiði, muni þessar fjallleiðir verða fær- ar bifreiðum að kalla vetrarlangt í snjó- léttum vetrum, svipað og Holtavörðu- heiði nú, síðan nýi vegurinn var lagður yfir hana. Að sjálfsögðu á það nokkuð langt í land, að þessum vegabótum verði komið í kring. En vegarlagningin upp brekkuna hjá Bólstaðarhlíð er uphaf hins nýja Vatnsskarðsvegar. r t t í haust hafa verið breikkaðar og endurbættar brýr á ræsum á vegum í grennd við Reykjavík, bæði í Mosfells- sveit og Kjalamesi. Löskuðust mörg þessara brúarriða í sumar vegna hinn- ar óvenjulega miklu bifreiðaumferðar, sem stafaði af hérveru útlenda herliðs- ins. í sambandi við þessar lagfæringar á brúnum hefir vegurinn einnig verið breikkaður og bættur sums staðar við brýrnar. í Mosfellsssveit, í grennd við Korpúlfsstaðaá, hefir dálítill vegar- spölur verið breikkaður. / t t í haust hefir Hólsá á Sólheimasandi verið brúuð. Var hún oft slæmur farar- gert hefir verið að því undan- farið, að heimiLafjölgtin verði þar, sem atvinnuskilyrði eru fyrir hendi. Fundurinn leggur því áherzlu á það, að framlög verði stórum aukin til undir- búnings nýbýla og samvinnu- byggða í sveitum og til ræktun- ar og annarra umbóta við sjáv- arþorp, þar sem lífsskilyrði eru góð til lands og sjávar. Telur fundurinn sjálfsagt, að sé fé veitt til atvinnubóta, verði því sem mest má verða varið til þessara undirbúningsstarfa. LÝÐVELDI. Aðalfundur stjómar S. U. F. lítur svo á, að ísland eigi að gerast lýðveldi, þegar tekin verður framtíðarákvörðun um æðstu stjórn landsins, og enn- fremur, að sjálfsagt sé að vinna að fullri lausn sjálfstæðismáls- ins strax á næsta ári. FÁNINN. Aðalfundur stjórnar S. U. F. lýsir sig samþykkan því, að ís- land taki upp aftur bláhvíta krossfánann (Hvítbláinn) um leið og endanleg ákvörðun verð- ur tekin í sjálfstæðismálinu. SJÁVARÚTVEGSMÁL. Aðalfundur stjórnar S. U. F. haldinn í Reykjavík 19.—22. okt. 1940, telur nú eftirfarandi meginverkefnin í sjávarútvegs- málunum: 1. Að veita rífleg fjárframlög til aukningar vélbátaflotans, ýmist með hagstæðnm lánum eða beinum styrkjum. Skuli þess jafnan gætt, að samvinnu- eða hlutarútgerðarfélög sitji fyrir lánum og styrkjum þess opinbera. 2. Að peningastofnanir þjóð- arinnar hagi útlána starfsemi sinni þannig, að atvinnútæki (Framh. á 4. síSu) tálmi. Hafa þar verið reistar trvær járnbrýr, hvor brú ellefu metra löng. Ekki er enn búið að ganga til fullnustu frá uppfyllingum við brúarsporðana, svo að umferð um brýrnar geti hafizt. En áður en langt um líður mun því verki lokið. r t r Hallgrímur Jónsson bóndi að Dynj- anda í Jökulfjörðum var gestkomandi í bænum síðustu daga. Tíðindamaður Tímans átti tal við Hallgrím og spurði tíðinda að vestan. Lét hann meðal annars svo um mælt: — Síðan í miðjum júlímánuði hefir tíð verið ákaflega stirð. Heyskapur gekk því illa og varð heyskapur minni en í meðal- lagi. En þó munu menn eiga næg hey í skepnur sínar, því að flestir búa að fymingum frá fyrra vetri. Spretta í görðum var víðast hvar mjög rýr, en þó spruttu kartöflur ágætlega á stöku stað, eins og í Reykjarfirði, þar sem nægur jarðhiti er, svo sem kunnugt er. — Skepnuhöld hafa yfirleitt verið góð; þó heflr lungnaveiki í sauðfé stungið sér niður á einstöku bæjum og dæmi era um bændur, sem orðið hafa hart úti af völdum hennar. — Um þessar mundir eru allir fiskibátar að búa sig undir veiðamar. Flestir sækja sjóinn frá Grunnavík. Hefir þar verið unnið að bryggjusmíð í haust við verkstjórn Axels Sveinssonar. En séra Jónmundur Halldórsson hefir allra manna bezt gengið fram í því, að fá þessari umbót hrundið í framkvæmd. Eins og kunn- ugt er er þama hinn ákjósanlegasti Seinustu dagana hafa tvö umræðuefni skipað nokkum veginn jafnháan sess í heims- blöðunum. Hið fyrra eru skýrsl- ur enska flugmálaráðuneytisins, sem talið er að sanni, að Þjóð- verjar hafi orðið í síðastliðnum mánuði að hætta fyrirhugaðri innrás i England, sökum hinna stórfelldu árása brezka flug- hersins á bækistöðvar innrásar- hersins við Ermarsund og Norð- ursjó. Hið síðara eru viðtöl þýzkra og franskra stjórnmála- manna, og nú seinast þýzkra og spánskra stjórnmálamanna, en talið er, að Þjóðverjar séu með þessum viðtölum, að tryggja sér fylgi Frakka og Spánverja, þar sem þeir draga þær álykt- anir af reynslu undanfarinna vikna, að þeir séu ekki einfærir um að sigra Breta. Bendir það til þess, að framangreindar skýrslur enska flugmálaráðu- neytisins hafj við rök að styðj- ast. Það er og talið, að Þjóðverj- ar hafi snúið sér í þessa átt, þar sem sókn þeirra á Balkanskaga muni ekki ganga eins fljótt og þeir vonuðust til, sökum mót- stöðu Grikkja og Tyrkja. Það fyxsta, sem vakti athygli á auknum samdrætti milli Þjóð- verja og Frakka, var útvarpsá- varp til Frakka, sem Churchill forsætisráðherra flutti síðast- liðið mánudagskvöld. í ávarpi þessu lagði Churchill áherzlu á, að Bretar myndu veita Frökk- um hlutdeild i sigri sínum, en markmið Hitlers væri að undir- oka Frakka um aldur og æfi. Hann bað því Frakka að gera ekki neitt, sem torveldaði Bret- um sigurinn. Hann sagði, að á næsta ári myndu Bretar verða orðnir sterkari í loftinu, og gætu allir séð hvaða afleiðingar það hefði. Hann bað Frakka að minnast vel frelsis síns og hinna frægu orða Gambetta: Hugsið alltaf um það, en talið ekki um það. Ræða Churchill var mjög snjöll og áhrifarík. Næsta dag bárust svo fréttir um, að HitleT, Ribbentrop og staður til sjósóknar, stutt á veiðislóð- irnar og lendingarstaður ágætur. En vegna þess, að húsakynni vantar og fleira það, sem óhjákvæmilegt er í ver- stöð, verða sumir bátanna að leita til annarra útgerðarstöðva. Fiskimenn eru á þessum slóðum ötulir til sjósóknar og dugmikiir og Grannavik frá náttúr- unnar hálfu búin mjög góðum skilyrð- um sem verstöð. Væri þess vert, að hið opinbera gæfi þessum framtíðarstað veralegan gaum. t t t Samkvæmt tilkynningu brezka sendi- herrans hér, Mr. Howard Smith, til ríkisstjórnarinnar íslenzku, munu allir þeir Bretar, sem á sitt eindæmi hafa tekið húsnæði á leigu í bænum, hverfa úr þvi um miðjan næsta mánuð í síð- asta lagi. Sendiherrann lætur þess get- ið, að herstjómin muni einnig rýma úr því húsnæði, er hún eða einstakar deildir hennar hafa tekið á leigu, svo fljótt sem unnt er. Mun þessi ákvörðun hinnar útlendu herstjórnar talsvert daga úr þeirri húsnæðiseklu, sem verið hefir í bænum í haust. Eins og skýrt var frá í Tímanum í byrjun þessa mánaðar, var þá margt fólk húsnæðis- laust og var gripið til opinberra ráð- stafana til aðstoðar þessu fólki,. um að útvega því húsaskjól. Þrátt fyrir það mun enn lítið hafa rætzt úr fyrir sumum, sem húsnæðislausir voru. En þegar útlendu hermennimir hverfa úr þeim húsakynnum, sem þeir hafa haft til afnota, má ætla að vandræði hins húsnæðislausa fólks leysist tU fuUs. Laval hafi hitzt í París og hafi Hitler þar lagt fram eftirfar- andi skilmála: 1. Frakkar láti Þjóðverja fá Elsass og Lothringen, ítali Nizza, Korsíku og nokkurn hluta Tunis og Spánverja nokkurn hluta Marokkó. 2. Frakkar láti öxulríkin fá allan flota sinn og flugher til aðstoðar i baráttunni á móti Bretum. 3. Öxulríkin lofi að gera ekki frekari kröfur um landaafsal á hendur Frökkum og veiti þeim hlutdeild í sköpun hins nýja skipulags í Evrópu. Talið er, að Laval og Boudoin utanríkismálaráðherra Vichy- stjórnarinnar séu fylgjandi slíku samkomulagi, en Petain og Weygand séu því andvígir. Laval er nú í Vichy, en mun hitta Hitler fljótlega aftur. Þegar Hitler hafði lokið við- ræðunni við Laval, hélt hann til Spánar og hittust þeir Franco skammt frá San Se- bastian í gær. Ræddust þeir nokkrum sinnum við um daginn og seint í gærkvöldi var talið, að viðræðum þeirra væri enn ekki lokið. Ribbentrop og Ciano greifi taka þátt í viðræðunum. Talið er, að Hitler hafi lagt fast að Franco að ganga í lið með öxulrikjunum, og jafnvel haft hótanir í frammi. En Franco er talinn mjög tregur til þátttöku í styrjöldinni, þar sem þjóðin hefir enn ekki náð sér eftir borgarastyrjöldina og mikill hluti hennar ber enn haturshug til Þjóðverja og ítala. Auk þess myndi ófriður við Breta tor- veldá mjög hina efnahagslegu endurreisn Spánar. Þannig standa málin nú. Engar opinberar tilkynningar hafa enn verið birtar um þess- ar viðræður, en fujlvíst þykir, að Þjóðverjar leggi mikla á- herzlu á hagkvæm úrslit og reyni þannig að bæta upp þann álitshnekki, sem þeir hafa orð- ið fyrir, sökum þess, að ekkert hefir orðið af innrásinni í haust. Fyrst var talið, að Þjóðverjar vildu fá Frakka til að segja Bretum strið á hendur, en þeir munu fljótlega hafa horfið frá þvi ráði. Hvorki Þjóðverjum eða Vichystjórninni mun hafa þótt ráðlegt að fá Frökkum aftur vopn í hendur, því að það hefði vel getað snúizt gegn þeim sjálfum. Virðast allar fregnir frá Frakklandi benda til þess, að andúð gegn Þjóðverjum og Vichystjórninni, einkum Laval og Boudoin, fari stöðugt vax- andi, en samhugur með Bretum vaxi að sama skapi. Það þykir því ekki ótrúlegt, að sýni Vichy- stjómin Þjóðverjum mikinn undirlægjuhátt, að það geti komið af stað byltingartilraun- um, bæði í Frakklandi og ný- lendunum. AÍSrar fréttir. í London var tilkynnt í gær, að fyrstu þrjá ársfjórðungana hefði útflutningur frá Bretlandi numið 343 millj. sterl. pd., en innflutningur til Bretlands 872 millj. sterl.pd. Er útflutningur- inn 7 millj. sterl.pd. og innflutn- ingurinn 217 millj. sterl.pd. meiri en í fyrra. Bretar segja, að þessar tölur sýni bezt hversu hafnbann Þjóðverja hafi mis- heppnast. Pierlot forsætisráðherra Belg- íu og Spaak utanríkismálaráð- herra komu til London í gær. Eftir ósigurinn' í Belgíu fór belgiska stjórnin fyrst til Frakklands og hélt áfram stjórnarstörfum þaðan, en þeg- ar Frakkland féll, komust ekki nema nokkrir ráðherranna til Englands. Þeim Pierlot og Á víðavangi TVENNSKONAR MÁLFLUTN- INGUR í SAMA TÖLUBLAÐI MORGUNBLAÐSINS. Sjálfstæðisflokkurinn hefir, síðan Jón Þorláksson féll frá, ekki haft opinberlega neina á- kveðna stefnu. Vinnubrögð hans hafa verið þau, að reyna að fela hina raunverulegu stefnu sína fyrir kjósendunum og tala við hverja stétt eins og henni kom bezt. Gott dæmi um þessi vinnubrögð er að finna í Morg- unblaðinu 11. þ. m. Á 5. síðu blaðsins er grein, sem er skrif- uð fyrir framleiðendur. Þar segir: „Viff verffum aff muna þaff, aff skipin í togaraflotanum eru nálega öll gömul og úrelt. Það fé, sem togaraflotinn aflar nú umfram þarfir, verffur því aff geymast og nota síðar til kaupa á nýtízku skipum“. Á 6. síðu blaðsins er svo önnur grein, sem er ætluð neytendum. Þar segir: „Ef við hefðum strax í upphafi Safnaff í sjóff einhverju af þeim stríffsgróða, sem falliff hefir okkur í skaut, og sá sjóffur veriff notaffur til þess aff halda dýrtíffinni niffri, myndi betur horfa fyrir atvinnuvegi okkar í framtíffinni en nú gerir“. Ósam- ræmið liggur í augum uppi. Samkvæmt fyrri greininni á að nota stríðsgróðann til að end- urnýja flotann, en samkvæmt síðari greininni til að halda niðri dýrtíðinni! Það má með sanni segja, að þarna sé meira hugsað um að tala eins og öll- um líki en að hafa ákveðna stefnu. Og hvað segja menn svo um það, að Mbl. skuli prédika það fyrir neytendum, að strax hefði átt að skattleggja striðs- gróðann til að halda niðri dýr- tíðinni, þar sem bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og blaðið sjálft hafa jafnan haldið því fram og gera það enn, að stríðsgróðinn eigi að vera skatt- frjáls! Það mun áreiðanlega leitun á slíkri blaðamennsku annars staðar í landi, sem er byggt af hvítum mönnum. NAZISTISKUR VERKNAÐUR. Sá atburður gerðist hér i fyrrinótt, að gluggi var brotinn í búð Snæbjarnar Jónssonar bóksala og skilinn eftir bréf- lappi, sem á var skrifað: „Föff- urlandssvikarinn mun deyja. Níffingsverk hans mun lifa til varnar bornum o g óbornum íslendingum“. Atburður þessi er af ýmsum settur í samband við grein, sem Snæbjörn skrifaði í enskt blað um innlimun ís- lands í Bretaveldi. Þau skrif eru vitanlega fordæmd af öllum sæmilegum íslendingum, en eigi að síður mun sá verknaður, sem greint er frá hér að ofan, vekja almenna fyrirlitningu. Hann sver sig í ætt við Gyðingaof- sóknir og önnur slik skemmdar- verk, sem eru fordæmd af lýð- ræðisþjóðunum. Þótt ekki haf- ist upp á spellvirkjunum er það samt víst, að þeir muni vera af því sauðahúsi, að ekki mun þeim fjarlægara en Snæb. Jóns- syni, að erlent vald festi hér rætur. Gefur þessi atburður fullkomið tilefni til að reynt sé að fylgjast betur með sliku fólki en gert hefir verið fram að þessu. Spaak tókst ekki að komast fyrr til Englands. Því er nú lýst yf- ir, að belgiska stjórnin muni halda áfram stj órnarstörfum, nýlendurnar fylgi henni að málum og barátta Belgíu gegn Þjóðverjum haldi því áfram. Bandaríkjastjórn hefir ákveð- ið að fyrsta flotabækistöðin, sem Bandaríkin byggja í lönd- um Breta, skuli vera í Ný- fundnalandi og verður vinna við hana hafin þegar í stað. í loftárásum Þjóðverja á Eng- land í septembermánuði fórust 6954 manns, en 10,615 særðust. (Framh. á 4. síðu) A KROSSaÖTIJM Vatnsskarðsvegurinn nýi. — Endurbœtur á vegum í grennd við Reykjavík. Brú á Hólsá. — Úr Jökulfjörðum. — Húsnæðismálin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.