Tíminn - 31.10.1940, Page 1

Tíminn - 31.10.1940, Page 1
24. árg. Reykjavík, ffmmtudagmn 31. okt. 1940 106. blað Togarínn Bragi fórst við árekstur í gær Tíu menn munu hafa farizt ♦ Geir Thorsteinsson útgerðarmanni barst í nótt skeyti frá Englandi þess efnis, að togarinn Bragi hefði í gærmorg- un orðið fyrir árekstri við enska skipið „Duke of York“ á innsiglingunni til Fleetwood og orðið fyrir svo miklum skemmdum, að hann sökk innan lítillar stundar. 1 í skeytinu var þess getið, að aðeins þrír menn af skips- höfninni hefðu bjargazt. Voru það Þórður Sigurðsson 2. stýrimaður, Guðmundur Einarsson 1. vélstjóri og Stefán Olsen kyndari. Skipshöfnin var alls 13. manns. Aðrir skipverjar, sem virðast hafa farizt samkvæmt skeytinu, voru: Ingvar Ágúst Bjarnason, skipstjóri, Valhöll, Reykjavík, fæddur 3/8. 1892. Sigurmann Eiríksson, 1. stýrimaður, Barónsstfg 60, Reykja- vík, fæddur 17/10. 1899. Lárus Guðnason, háseti, Kárastíg 11, Reykjavík, fæddur 16/7. 1895. Elías Loftsson, háseti, Skólavörðustíg, fæddur 29/8. 1907. Sveinbjörn Guðmundsson, háseti, Njálsgötu 50, Reykjavík, fæddur 23/4. 1901. Ingimar Kristinsson, háseti, Hafnarfirði, fæddur 6/3. 1900. Ingimar Sölvason, loftskeytamaður, Njálsgötu 84, Reykja- vík fæddur 20/12. 1910. Þorbjöí'n Björnsson, matsveinn, Laugaveg 20B, Reykjavík, fæddur 11/10 1902. Stefán Einarsson, kyndari, Sólvallagötu 21, Reykjavík, fæddur 13/1. 1911. Ingvar Guðmundsson, 2. vélstjóri, Spítalastíg 5, Reykja- vík, fæddur 26/7. 1898. Flestir, — ef ekki allir, — þessir menn munu hafa verið kvæntir. Bragi var smíðaður í Glasgow 1918 og var 321 rúml. brúttó. Nánari fregnir af slysinu eru enn ekki fyrir hendi. Tilraunaráð landbúnaðarins kvödd til staría Nkipatjón Breta Þad heSír færzt í aukana sein- ustu vikurnar Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri hefir kvatt tilraunaráð landbún- aðarins saman til hins fyrsta fundar í Reykjavík í næstu viku. Hefir Stein- grímur látið Tímanum í té eftirfarandi frásögn um til- raunaráðin og væntanlegan fund þeirra manna, er þau skipa. Tilraunaráð landbúnaðarins voru sett á laggirnar samkvæmt lögum, er samþykkt voru á síð- asta þingi. Þau eru tvö. Á ann- að þeirra að fjalla um viðfangs- efni, er lúta að jarðrækt, og er það skipað Ólafi Jónssyni fram- kvæmdastjóra á Akureyri, Klemens Kr. Kristj ánssyni til- raunastjóra á Sámsstöðum, Pálma Einarssyni ráðunaut, Ás- geir L. Jónssyni ráðunaut og Jakobi Líndal bónda að Lækj- armóti. í hinu tilraunaráðinu, sem fer með búfj árræktarmál, eiga sæti Páll Zóphóníasson ráðunautur, Níels Dungal pró- fessor, Björn Símonar'son kenn- ari á Hólum og Pétur Gunnars- son landbúnaðarkandidat. Tilraunaráðunum eru ætluð þau verkefni að samræma og leggja drög að því tilraunastarfi, sem rekið er í landinu, og hafa tilsjóð með því. Verða ákvarð- anir tilraunaráðanna gerðar í samráði við Búnaðarfélag ís- lands og atvinnudeild háskól- ans. Á þessum fyrsta fundi til- raunaráðanna, er nú stendur fyrir dyrum, munu þau kjósa sér formann, ráðgast um fram- tíðastarfið og marka sér starfs- línu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að tilíaunum, sem orð- ið gætu íslenzkum búnaði að haldi, er næsta skammt á veg komlð, og brostið hefir sam- ræmi í það, sem gert hefir ver- ið í þá átt. Með þessari ráð- stöfun er að því stefnt, að bæta úr þeim ágöllum, og taka til- raunastörf í þágu landbúnað- arins fastari tökum en verið hef- ir. Bíða beggja ráðanna mikil verkefni, sem ekki verða leyst nema á mjög löngum tíma, bæði varðandi ýma þætti jarðræktar- innar og fóðrun, afurðagetu og kynbætur búpeningsins og fleira. Pétur Jónsson bóndl á Egilsstöðum á Völlum skrifar Tímanum: Heyfengur mun hafa orðið í meðallagi hér um slóðir að þessu sinni, en alls ekki þar yfir. í septembermánuði var heyskap- artíð ákaflega erfið, en ágústmánuður var ágætlegá hagstæður til heyöflunar allt fram undir höfuðdag. Kartöflu- uppskera var víðast hvar mjög rýr, og áttu hin miklu næturfrost síðast í ágústmánuði og fyrra hluta september- mánaðar mesta sök á því, hve upp- skeran varð frámunalega lítil. Kart- öflugrasið kolféll í þessum frostum. Kartöfluræktun var hér í mikilli blómgun og á allmörgum bæjum nam uppskera 100 tunnum af kartöflum í fyrrahaust, eða jafnvel á annað hundr- að. Nú í haust mun uppskeran óvíða eða hvergi hafa verið yfir 30 tunnur. Haustveðráttan hefir verið góð. Slátrun hófst hinn 17. september á Reyðarfirði, hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Var það heldur í fyrra lagi. Slátrun er lokið og var alls slátrað 26 þúsund fjár. Hefir aldrei áður verið slátrað þar svo mörgu fé. Þó munu bændur yfirleitt ekki hafa gengið á fjárstofninn, því að víða er mikið sett á af gimbrarlömb- umv, þrátt fyrir vonina um dágott verð fyrir sauðfjárafurðirnar. Þótt ýmsir sjúkdómar hafi herjað fjárstofn bænda, virðist sauðfé þó vera í fjölgun á Fljótsdalshéraði. Dilkar reyndust verr en í fyrrahaust, og nemur sá mun- m- allt að einu kílógrammi á hverjum lambsskrokk tll jafnaðar. Hin síðustu Athugfun á fram- kvæmd mjólkur- laganna Forsætisráðherra kveður mjólk- ursölunefnd og stjórnir mjólk- urbúanna til fundar og felur sérfræðingi aff g-era ítarlega rannsókn Hér í bænum hófst í gær fundur um mjólkurmálið, sem boðað hafði verið til að tilhlut- un ríkisstjórnarinnar. Á fund- inum mættu stjörnir mjólkur- búanna á verðlagssvæðinu og mjólkurverðlagsnefnd, auk for- sætisráðherra og atvinnumála- ráðherra. Tilefni fundarins er að ræða um framkvæmd mjólkurlag- anna og skipulag mjólkursöl- unnar í framtíðinni. Forsætisráðherra lét svo um- mælt á fundinum, að það gilti fyrir hvaða skipulag sem væri, og hversu vel sem það hefði reynst, að jafnan þyrfti að at- huga, hvort ekki stæði eitthvað til bóta og hvort ný viðhorf og nýjar aðstæður gerðu ekki ýmsar breytingar nauðsynlegar, Tilgangur fundarins væri m. a. sá, að athuga mjólkurskipulag- ið frá þessu sjónarmiði. Allmiklar umræður urðu um málið og voru menn ekki á einu máli. Að umræðum loknum var kosin nefnd og á hún að skila áliti á framhaldsfundinum í dag. Jafnframt því að kveðja sam- an þennan fund hefir landbún- aðarráðherra falið Stefáni Björnssyni, sem lokið hefir prófi í mjólkurfræði við landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn og síðan kynnt sér þessi máí í Danmörku, að gera ítarlega rannsókn á framkvæmd mjólk- urskipulagsins og gera tillögur um endurbætur, ef honum finnst þeirra þörf. Stefán kom hingað með Esju frá Petsamo. „Empress of Britain", tíunda stætsta skipi heimsins, var sökkt af þýzkri flugvél síðastl. laugardag. Áhöfn og farþegum var bjargað. ár hafa dilkar yfirleitt reynzt betur á HéraSi en var um skeið. t t t Að undanförnu hafa bátar úr ver- stöðvunum við Faxaflóa gengið til síldveiða, en afli verið tregur. Síldin er fryst til beitu. Jafnframt hefir veiðzt talsvert að ufsa, og hefir það bætt nokkuð, hversu síldaraflinn hefir verið lítill. Hafa fiskimenn selt ufsann til útflutmngs og fengið fyrir hann dágott verð. Um skeið var veður ákaf- lega stillt og hagstætt til sjósóknar, en nú seinustu dagana hefir tíð spillzt nokkuð og brugðið til vindasamari veðráttu. Útlit er þó fyrir, að senn stilli til nýju um veðurfarið, svo að ekki hamli veiðiferðum næstu dægrin. t t t Þessa dagana og hina næstu mun vera venja í flestum héruðum lands- ins að taka hrúta í hús, hafi ekki vetr- arharðindi lagzt svo snemma að og hastarlega, að það sé áður búið af þeim sökum. En vart mun því til að dreifa nú, því að haustveðrátta hefir víðast verið mild og góð. Víða er það títt, að taka hrútana í síðasta lagi á Allra-heilagra-messu, sem er 2. nóvem- ber-mánaðar, þar eð þá má gera ráð fyrir, að fyrstu ærnar fari að ganga, hvað líður. t t t Landhelgigæzla hefir verið með minnsta móti i ár, þar eð sárafá er- lend skip hafa stundað veiðar við strendur landsins, sökum óíriðarins. Skýrslur brezkra hernaðar- yfirvalda sýna, að kaupskipa- tjón Breta og bandamanna þeirra hefir aukizt síðustu vik- urnar. Bretar og bandamenn þeirra missa nú jafnaðarlega mun fleiri skip á viku en raunin var síðarahluta vetrar og fyrri sumarmánuðina. Vikutjónið hefir stundum orðið meira undanfarið en það var fyrstu mánuði styrjaldarinnar, þegar talið var að kafbátahernaður Þjóðverja hefði náð hámarki sínu. í vikunni, sem lauk 20. október, misstu Bretar og bandamenn þeirra meiri skipa- kost en í nokkurri annari viku síðan styrjöldin hófst, að und- antekinni Dunkirkvikunni í júní, þegar brezka herliðið vjar flutt heim frá Flandern. Skipa- tjón Breta og bandamanna þeirra vikuna 14.—20. okt. nam 171 þús. smál., en auk þess var sökkt sex skipum hlutlausra þjóða, og námu þau samt. 27 þús. smálestum. í r'itstjórnargrein í „The Times“ 5. þ. m., var nokkuð vik- ið að þessum málum. Blaðið seg- ir, að^það sé eðlilegt, að skipa- tjón Breta hafi aukizt undan- farið. Uppgjöf franska flotans og þátttaka ítala í styrjöldinni hafi skapað alveg breytt við- horf og orðið þess valdandi, að ekki hafi verið hægt að veita verzlunarflotanum eins mikla herskipavernd og áður. Jafn- framt hafi það stórbætt aðstöðu Þjóðverja, að fá umráð yfir öll- um frönskum höfnum við At- lanzhaf. Þýzkir kafbátar eigi nú miklu skemmra að sækja á helztu siglingaleiðirnar en áður. Blaðið bætir því við, að þess megi fastlega vænta, að Bretum muni takast að auka svo hina hernaðarlegu vernd, sem verzl- unarflotanum sé nauðsynleg, að aftur dragi úr skipatjóninu. Blaðið telur að enn sem fyrr stafi mest hætta af kafbátun- um og verði því að kappkosta að útrýma þeim. Blaðið segir, að brezka flotanum verði stöð- Aðallega hafa tveir vopnaðir vélbátar annazt gæzluna. Á vetrarvertíðinni annaðist varðskipið Ægir gæzlu við Vestmannaeyjar. En í júnímánuði seint vildi það óhapp til að Ægir tók niðri á grynningum á leið milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur og skemmdist mikið. Hefir verið unnið að viðgerð í skipinu í sumar og er henni nýlega lokið. Á næstunni mun Ægir verða tekinn til olíuflutninga, jafnhliða því, að hann sinnir landhelgigæzlu. Þór hefir verið leigður til fiskfiutninga allt frá því að styrjöldin hófst. t r t Að undanfömu hefir farið fram at- kvæðagreiðsla meðal sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði um það, hvort rifta skuli kaupsamningi þeim, sem í gildi er nú. Atkvæði sjómann- anna voru talin í gær. 523 menn greiddu atkvæði alls. Vildu 473 segja upp kaupsamningunum, - 37 að þeir giltu framvegis um sinn, en 13 skiluðu auðum seðlum. Atkvæðagreiðsla þessi hefir staðið yfir i þrjár vikur rösklega. Allmörg verklýðsfélög hafa áður sagt upp gildandi kaupsamningum. Meðal þeirra eru Verkamannafélag Akureyrar, Verkamannafélagið Drífandi í Vest- mannaeyjum, Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, Verklýðsfélag Norðfjarðar, Félag bifvélavirkja í Reykjavík, Verkamannafélagið Dags- brún í Reykjavík og Verkamannafé- lagið Hlíf í Hafnarfirði. ugt vel ágengt í þeim efnum og bendir á því til sönnunar, að á fáum vikum hafi verið sökkt 7 Dýzkum kafbátum og 2 itölsk- um kafbátum. Nokkrum dögum síðar skýrði „The Times“ frá iví, að sökkt hefði verið 22 ít- ölskum kafbátum frá því ítalir sögðu Bretum stríð á hendur. Annars skýrir brezka flotamála- ráðuneytið aldrei frá því jafn- harðan, þegar óvinakafbát er sökkt, til þess að andstæðing- arnir fái ekki upplýsingar, sem geta orðið þeim að gagni. Þegar „The Times“ birti þessa grein, var ekki búið að taka í notkun tundurspillana, sem Bandaríkjamenn seldu Bretum, en þeir eiga fyrst og fremst að vera verzlunarflotanum til að- stoðar. Ameríska blaðið „The Christi- an Science Monitor" skýrði fyr- ir nokkru frá því, að síðan Ev- rópustyrjöldin hófst, hefði 825 skipum verið sökkt og voru or- sakirnar þessar: Kafbátar höfðu sökkt 219 skipum. Tundurdufl höfðu eyðilagt 179 skip. Flugvélar höfðu sökkt 117 skipum. Herskip höfðu sökkt 54 skip- um. Sprengingar, sem voru ann- aðhvort af völdum tundurdufla eða tundurskeytis frá kafbát, höfðu eyðilagt 44 skip. Þýzkar og ítalskar skipshafn- ir höfðu sjálfar sökkt 39 skip- um til þess að þau féllu ekki í hendur Bretum. Meðal þeirra var þýzka skipið „Columbus", sem var 32.500 smálestir. Árekstrar höfðu grandað 29 skipum. Strandvirki höfðu sökkt 5 skipum. Af ótilgreindum orsökum hafa farizt 139 skip, þar af fór- ust 28 við brottflutningana frá Dunkirk. Samkvæmt upplýsingum enska vikublaðsins „Fairplay“ 10. þ. m„ misstu Bretar frá upphafi styrj aldarinnar til 22. sept. síð- astliðinn 444 verzlunarskip, sem námu samtals 1.799 þús. smál., bandamenn þeirra misstu á sama tíma 113 skip, sem námu 511 þús. smál., og hlutlausar þjóðir 266 skip, sem námu 810 þús. smál. Er þetta tjón vitan- lega tilfinnanlegt fyrir Breta, en geta ber þess, að þeir her- tóku á þessum tíma 88 þýzk eða ítölsk skip, sem námu samtals 419 þús. smál. eða sem svaraði nær y4 hluta af skipatjóni þeirra. Það, sem á vantar til að (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. ítalski herinn hefir enn náð litlum árangri í Grikklands- styrjöldinni. Meðfram strönd- inni hefir honum tekizt að kom- ast nokkra km. inn í Grikkland, en annarsstaðar á vígstöðvun- um hefir honum ekki orðið á- gengt. Brezkar fregnir telja, að ítalir hafi ekki verið undir það búnir að hefja stórfelída sókn, þar sem þeir hafi gert sér vonir um, að Grikkir myndu beygja sig fyrir hótunum og gefast upp orustulaust. Sömu fréttir segja, að ítalir sendi nú stöðugt lið til Albaníu. ítalski flugher- inn heldur uppi talsverðum loft- árásum. Brezk flotadeild er komin til Grikklands og hefir komið fyr- ir tvöföldum tundurduflalögn- um meðfram ströndum Grikk- lands, þar sem helzt var von árásar. Brezkar flugsveitir hafa gert árásir á þær flugbækistöðv- ar ítala, sem liggja næst Grikk- landi. (Framh. á 4. síðu) A víðavangi ÁRÓÐUR „FIMMTU HER- DEILDARINNAR“ í MBL. Það hefir verið mikilvægur þáttur í áróðursiðju „fimmtu herdeildarinnar“, að telja fólki í hlutlausum löndum trú um, að það væri brot á hlutleysinu, að láta í ljós viðhorf sitt til styrj- aldaraðilanna. Vitanlega er þetta fjarstæða. Hlutleysið legg- ur engin bönd á skoðanafrelsi eða málfrelsi manna. Þessi á- róður „fimmtu herdeildarinn- ar“ hefir þó viða borið góðan á- angur og orðið til þess að menn hafa orðið andvaralausari og gætt sín ver gegn yfirvofandi hættu. Dæmin frá Danmörku, Tékkoslovakíu og Hollandi eru nærtæk í þessum efnum. Hér á landi hefir „fimmta herdeildin" ekki síður beitt þessum áróðri en annars staðar. Meðal annars hefir hún fengið rúm fyrir þenn- an áróður sinn í Morgunblað- inu. Síðastliðinn þriðjudag er t. d. löng dulnefnisgrein í Mbl., þar sem þessari skoðun er hald- ið fram og eitt dagblaðanna á- fellt fyrir að hafa látið uppi samúð með þeim málstað, sem Bretar berjast fyrix. Tilgang- urinn er alveg ljós. Það á að fá blöðin til að þegja um viðhorf sitt til lýðræðis og einræðis og þannig að ryðja brautina fyrir einræðisstefnuna. Er vissulega sárt til þess að vita, að Morgun- blaðið, sem seinustu vikurnar hefir lýst yfir fylgi sínu við lýð- ræðið, skuli standa opið fyrir slíkri áróðursiðju „fimmtu her- deildarinnar." SAGA VESTUR-fSLENDINGA. v / Fyrsta bindið af sögu Vestur- íslendinga er nú að koma út. Höfundurinn er Þorsteinn Þor- steinsson rithöfundur. Sofonías* Þorkelsson framkvæmdastjóri dvelur hér I vetur og hefir ,lagt fé og vinnu í að koma verki þessu út. Bókaútgáfa Þjóðvina- félagsins og menningarsjóðs hefir beðið alla umboðsmenn sína að safna áskrifendum að þessari útgáfu . Útgáfan er öll hin vandaðasta. Bókin kostar 10 krónur óbundin og 12,50 í bandi. Landar vestra telj a lík- legt að saga landnáms íslend- inga í Vesturheimi eigi að verða fimm bindi. Ef lán er með, ætti því verki að geta orðið lokið á næstu fimm árum. NÝ ÍSLENDINGASAGA. Menntamálráð hefir nú fal- ið þrem sagnfræðingum að rannsaka skilyrðin fyrir útgáfu mikillar íslendingasögu. í þess- ari nefnd eiga sæti Árni Páls- son prófessor, Barði Guðmunds- son skjalavörður og dr. Þorkell Jóhannesson bókavörður. Mundi rit þetta varla geta verið minna en 12 bækur, og koma út á 5—6 árum. Sennilega yrðu höfund- arniT að vera jafnmargir og bindin. Það er beinlínis þjóð- arminnkun, að ekki skuli vera til rituð saga landsins, nema kennslubækur harida börnum. Tæplega er hægt að kalla þá þjóð söguþjóð, sem hirðiT svo lítt um sína eigin sögu. NYTSEMI MBL. Það er margviðurkennt af Tímamönnum, að mótstaða Mbl. gegn góðum málum er oft hin gagnlegasti stuðningur. Ný- verið boðaði Mbl. sókn frá sinni hálfu til að afsaka drykkjuskap í sambandi við námsþrautir. Mun blaðið fyrst og fremst vilja verja þann rótgróna gamla sið, að það sé prýði fyrir mennta- skólanemendur að drekka mik- ið, þegar þeir ljúka stúdents- prófi, til að halda á þann hátt hátíðlega inngöngu sína í stétt lærðra manna. Önnur hátíð, sem blaðinu mun vera kær, eru „rússagildin“, og þá mun Mbl. þykja tilhlýðilegt, að sem flest- ir af hinum ungu mönnum liggi útúr drukknir undir borðum um (Framh. á 4. siðu) A KROSSGÖTITM Af Héraði. — Faxaflóabátarnir. — Hrútar teknir í hús. — Landhelgigæzlan. — Uppsögn kaupsamninga. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.