Tíminn - 15.02.1941, Side 4

Tíminn - 15.02.1941, Side 4
76 TJ mh \N, langardagmn 15. febr. 1941 19. blað tR BÆIVUM Alþingi verður sett í dag. Guðsþjónustunni verður útvarpað frá, dómkirkjunni, en hún verður ekki opin fyrir almenning vegna samkomubannsins. Séra Sigur- björn Einarsson predikar. Allir þing- menn munu nú vera komnir til bæj- arins. Fulltrúaráffsfundur Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Edduhúsinu á þriðju- dagskvöldið klukkan 9. Hvítbláinn nefnist nýútkomlnn bæklingur eftir Jón Emil Guðj ónsson. Fjallar hann lun sögu fánamálsins. Verður hans getið nánar síðar. Kveffaraldurinn, sem er talinn orsök samkomubanns- ins hér í bænum, breiðist mjög hægt út, bæði hér í bænum og úti á landi. Hér hafa skátar boðizt til að aðstoða hjálparvana heimilum, en þeim munu fáar eða engar hjálparbeiðnir hafa borizt. Veikin er svo væg, að telja verð- ur samkomubönn og samgöngubönn vegna hennar, mjög vafasöm. Telja má vist, að hún nái hvort eð er til alls landsins og er sízt betra fyrir sveit- imar að fá hana kannske ekki fyr en vor- eða sumarannir eru hafnar. Loftvarnanefnd hefir ákveðið að hættumerki frá raf- flautum skuli ekki vara lengur en 3 mínútur, og verður síðan þögn, unz merki er gefið um að hættan sé liðin hjá. Sjá nánar í auglýsingu. Vidsjár í Austuráliu (Framh. af 1. síBu.) ar hafa hafnað þessum kröfum, en reynt að þóknast Japönum á öðrum sviðum, t. d. með því að selja þeim olíu. En Japanir virðast ekki lengur gera sig á- nægða með það. Atburðir þessir hafa leitt til þess, að Bretar hafa sent auk- inn flugher og flota til Malaja- skagans. Ástralíustjórn hefir kvatt heim þau herskip, sem voru Bretum til aðstoðar í Mið- jarðarhafi, og gert auknar ráð- stafanir til að hraða fram- kvæmdum í þágu landvarn- anna. í ávarpi til þjóðarinnar, sem ástralska stríðsstjórnin lét birta síðastliðið fimmtudags- kvöld, sagði m. a., að nýr þátt- ur styrjaldarinnar, sem gæti orðið örlagaríkur fyrir Ástralíu, væri að hefjast. Hollenzka nýlendustj órnin hefir unnið mjög ötullega að því að efla varnir nýlendanna og hefir hún nú allfjölmennan her, aðallega innfæddra manna, og talsverðan flota. Bandaríkjastjórn fylgist einn- ig vel með bessum atburðum. „Rök ei stoða hætishót” í Tímanum 11. febr. klifar Þorgrímur Jónsson, Kúludalsá, enn á því, hvílíkt ábyrgðarleysi og óráð það sé að flytja inn út- lendar kartöflur. Það er ber- sýnilega vonlaust verk að elta rangfærslur Þorgríms þessa Því til sönnunar má nefna, að hann gerir sér hægt um hönd og fullyrðir, að lágmarksverff það, sem sett var á kartöflur í haust, hafi verið hámarksverff. Minni rangfærsla og minna skilningsleysi mætti ef til vill gagn gera. Ég læt þessa upplýsingu um málafærslu Þorgríms nægja. Ákvarðanir landbúnaðarráðu- neytisins og viðskiptamálaráðu- neytis ráða sjálfsagt öllu um það, hvort reynt er að flytja inn kartöflur til matar, og til út- sæðis ef að það mætti takast. Meðan önnur fyrirmæli liggja ekki fyrir, mun ég gera það, sem hægt er til þess að nauðsynlegur innflutningur geti átt sér stað. ! Því miður ér búið að nota langt of mikið af íslenzkum kartöfl- um, sem nothæfar voru til út- sæðis, til matar, sökum þess að ekki hefir tekizt að flytja inn nægar matarkartöflur. Tel ég að betra sé að reyna að bjarga því sem hægt er að bjarga, heldur en að grípa til ráðstafana, er hljóta að kippa að miklu leyti fótum undan kartöflurækt landsmanna á komandi sumri og jafnvel lengur. Ég er svo bjartsýnn, að ég telji það engu skipta hvort reynt verður að rækta kartöflur til matar, eftir því sem hægt er, á sumrinu, sem í hönd fer. Árni G. Eylands. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) á afréttum síðustu árin. í haust sáu gangnamenn nokkru melra af rjúpum en áður, í fjöllunum inn með Jökulsá í Lóni. En fjölgun rjúpunnar gengur seint, því að mikið er af refum á þess- um slóðum, þótt eitrað sé fyrir þá á hverju hausti. i t t t Hin svokölluðu hlunnindi, er fylgt hafa mörgum bújörðum ganga nú til þurðar og má þar fyrst telja dúntekju. — Er æðarfuglinn að hverfa af ýmsum stöðum, er áður voru varplönd góð. Selveiði fer minnkandi, einkum útsels- Bókasöfnln í Reykjavík. (Framh. af 2. síðu.) safni, meðan það telur sig ekki hafa ráð á að búa að því safn- inu, sem fyrir er, betur en nú er gert. Ég vildi með þessum línum fyrst og fremst vekja athygli á því, að ríki og höfuðstað ber skylda til að sýna bókasöfnun- um gömlu, Landsbókasafninu og Bæj arbókasafninu, meiri sóma, en nú er gert. Það er hart að ásaka þjóðina, og eigi sízt höfuðstaðarbúa, fyrir lestr- arleti, ef svo mikið sinnuleysi ríkir um að virða lestrar- og sjálfsnámslöngun manna. Má þá og ekki síður minna á bóka- söfnin og lestrarfélögin víðs- vegar um land. Viðurkenning rkisins á starfsemi þeirra og menningargildi, mætti áreiðan- lega aukast frá því, sem nú er — og væri þarfara en ýmislegt annað, sem menningarbarátta er kallað og varið er fé til. Gísli Guðmundsson. Leidréttiug Tíminn hefír fengið upplýs- ingar um, að Samband íslenzkra berklasjúklinga hafi ekki átt og eigi engan fjölritara. Frásögn Tímans um þetta byggðist aðallega á grein, sem nýlega birtist í einu bæjarblað- inu. Hafði blaðið farið eftir eftirfarandi framburði í réttar- höldunum út af dreifibréfinu: „Vitnið Andrés Straumland: Fyrir ári síðan hafði hann und- ir höndum fyrir samband ís- lenzkra berklasjúklinga fjölrit- araáhald, er maður á Akranesi ætlaði að selja sambandinu, en aldrei hafi orðið úr kaupum á. Eggert Þorbjarnarson ætlaði að reyna að gera við fjölritun- aráhaldið og fékk það í hend- ur, og mun það vera í hans vörzlum enn, eftir því sem vitnið bezt veit.“ Er það ljóst af þessu, að Straumland hefir haft þetta á- hald undir höndum sem for- maður félagsskaparins og kom- ið því sem slíkur í vörzlu kom- múnista, með þeim afleiðing- um, sem kunnar eru. Öðrum stjórnarmeðlimum fé- lagsins eða félagsmönnum þess mun hafa verið ókunnugt um Verð sklpa síðustn 40 árln (Framh. af 3. slðu.) skipanna, sem keypt voru árið 1917, hafa verið mjög misjöfn og yfirleitt slæm vegna hins háa verðs, er gefið var fyrir þessi skip. Svo lýkur styrjöldinni í nóv- ember 1918, en afurðaverð helzt samt hátt enn um nokkurt skeið. íslenzkir útgerðarmenn höfðu grætt mikið fé á skipum þeim, er þeir áttu i styrjöld- inni, og virðast almennt hafa á- litið, að allt væri undir því komið, að ná sem fyrst í ný og fleiri skip, því gróðinn myndi vera tryggur áfram. Og þá er það, að ráðizt er í kaup á yfir 20 togurum á allra óheppileg- asta tíma, rétt um leið og hið stórkostlega verðhrun kom á afurðirnar. Eru þetta mestu skipakaup, sem íslendingar hafa nokkru sinni ráðizt i á 1—2 árum, og megi marka áð- urnefnt línurit um verðlag skipa á þessum tíma, þarf eng- an að undra, þótt útkoman af þessum ráðstöfunum yrði slæm, og að stríðsgróðasjóðir lands- manna léttust all skyndilega. Það fór líka svo, að fjöldinn af þeim útgerðarmönnum, sem keyptu þessa togara, fékk ekki staðizt fjárhagslega. En það voru fleiri en íslend- ingar, sem fengu skell af bjart- sýni sinni á þessum árum. Um allan heim hafði verið hið mesta fjör í skipaverzlun og byggingum eftir styrjöldina, og þeir, sem keyptu við hinu háa verði, urðu allir fyrir stórkost- legu tapi. í sambandi við þetta og hliðstæða hluti urðu svo hin- ar mestu byltingar í fjárhags- lífinu, sem sögur fara af, og tugir og jafnvel hundruð banka og lánsstofnana um allan heim, sem lánuðu fé til nefndra fram- kvæmda, urðu gjaldþrota. Mér finnst, að framangreind reynsla sé mjög athyglisverö. Enn er heimsstyrjöld og enn græða íslenzkir útgerðarmenn mikið fé. Skipastóllinn er samt tilfinnanlega niðurníddur, og það verður ekki hægt að bæta úr því meðan styrjöldin stend- ur. Að henni lokinni skapast svo möguleikar á því að endur- byggja og auka flotann. Mörg- um útgerðarmanninum mun finnast, að hin gömlu skip hafi. unnið til endurnýjunar og það án tafar. En kapp er bezt með forsjá, og vér ættum ekki að láta henda oss þá skyssu í ann- að sinn, að ráðast í hinar fjár- frekustu framkvæmdir, svo sem þá að endurnýja mikinn hluta alls skipaflotans og auka hann að miklum mun á hæsta toppi verðbólgu, sem væntanlega skapast eftir þessa styrjöld, eins og hina fyrri. Að lokum vil ég svo segja þetta. Vér íslendingar eigum svo mikið undir sjávarútvegi og siglingum, að það er stórkostleg veila í hagkerfi landsins, að vér skulum ekki sjálfir smíða meira en vér gerum nú a þeim tækjum, sem vér þurfum til þessa atvinnureksturs. Fyrir dyrum stendur mikið uppbygg- ingarstarf, að því er skipastól- inn snertir, og vér eigum því nú þegar að hefja undirbúning þess, að geta sjálfir með eigin vinnuafli framkvæmt meginið af þessari uppbyggingu. Öll byrjun hefir sína erfiðleika. En vér eigum að mæta þeim og velja einmitt þessi tímamót til undirbúnings og byrjunar á ýmsum nýjum framkvæmdum, þar á meðal skipasmíðum í stærri stíl en áður. Guffjón F. Teitsson. TILKYNNING TIL BLINDRAMANNA. Blindravinafélag íslands út- hlutar á þessu ári, samsvæmt heimild stjórnarvalda, 10 við- tækjum að láni til fátækra blindra manna. Umsóknir send- ist félaginu á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt skatta- framtali húsráðanda. Þeir, sem áður hafa sótt um viðtæki, þurfa að endurnýja umsóknir sínar árlega. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Stjórn Blindravinafélags íslands. ttbreiðið Tímaim! Hefir hún gert auknar ráðstaf- anir til að kveðja ameríska þegna heim frá þessum löndum. Athygli hefir það vakið, að nýr japanskur sendiherra, No- mura, er kominn til Bandaríkj- anna. Fyrsta viðtal hans og Hull utanríkismálaráðherra stóð í 4 mínútur og eru það einsdæmi, að fyrsta heimsókn sendiherra til utanríkismála- ráðherra sé jafn stuttaraleg. Mjög er um það rætt, hvort Japanir muni gera alvöru úr þessum ógnunum sínum. Bent er á, að þeir þurfi að hafa mik- inn her í Kína og hafi svo litl- kópaveiði, en sú selategund mun halda sig kring um land á rúmsjó mikinn hluta ársins. Silungsveiði var óvenju- mikil í ám og vötnum árið 1939, en misjafnari síðastliðið sumar. Þó var á nokkrum stöðum góð veiði. ar vörubirgðir, að þeir þoli ekki langa styrjöld. Gizka því ýms- ir á, að þeir séu með þennan bægslagang eftir óskum Þjóð- verja. Þjóðverjar vilji fá Breta til að senda aukinn herstyrk til Austurálfu áður en aðalsennan í Evrópu hefst. Einnig vilji þeir binda bandaríska flotann í Kyrrahafi. pessi fyrirnuguou íjoiritara- kaup eða a. m. k., að þau gætu orðið til styrktar kommúnist- um. Sennilega mun félagið líka hafa meiri þörf fyrir annað en að eignast fjölritara. Annars skal þess getið, að fé- lagsstofnun þessi er ópólitísk og á að vinna að ópólitísku þjóðheillamáli. Meðan það er vilji yfirgnæfandi meira hluta félagsmanna og félagsstjórnar að starfa á þeim grundvelli, má því ekki láta það á neinn hátt spilla fyrir málefnum þess, þótt einstaka menn innan þess gefi tilefni til tortryggni. 246 Röbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins loks upp stuttan stiga. Mustapha var á undan og opnaði hurð. Stúlkurnar voru nú komnar inn í stóra stofu, þar sem þær, þeim til mik- illar undrunar, sáu unga stúlku, sem þær höfðu séð bregða fyrir á skipinu. Doris vissi strax að þetta var Lucy — stúlkan, sem Bob hafði talað um. Cabera lokaði hurðinni á eftir sér. Það bergmálaði óheillavænlega í hús- inu. Dyrnar út til umheimsins og frelsisins voru lokaðar. Allra augu beindust að Cabera. Hann stóð með krosslagða armana og athug- aði áhrifin sem þetta hafði. Á þessu augnabliki leið honum vissulega vel. — Kæru ungfrúr! Loksins er sú stund komin, að við getum hætt öllum ólík- indalátum. Þessari leiksýningu er senn. lokið. Fyrsti þáttur hófst á ráðningar- skrifstofunni í London — annar þáttur gerðist í París og Marseille — ofur- litill aukaþáttur átti sér stað á Miðjarð- arhafinu — og hér erum við til þess að ljúka við síðasta þátt. Það er erfitt að flytja ungar stúlkur nú á dögum, því margar hindranir eru í veginum — og það er líka dýrt — en þér s,kuluð ekki vera leiðar yfir því — peningarnir koma aftur, þetta borgar sig — það borgar sig — er ekki svo, Mustapha? 247 sérstaklega — Jú — áreiðanlega í þetta skipti .... Hafi stúlkurnar verið farið að gruna eitthvað áður, tóku þessi orð Cabera af allan vafa. Þær voru gengnar í gildru, og áttu þaðan engrar sýnilegrar und- ankomu auðið. Stutta stund varð dauðaþögn. Þá var eins og stífla brysti. Allt komst í upp- nám. Stúlkurnar hljóðuðu, grétu og skræktu — rifu í hurðina, börðu vegg- ina, þrifu í Cabera, Mustapha og Bob, jusu yfir þá skömmum og svívirðingum — en ekkert stoðaði. Lucy, sem ein vissi allan sannleikann, sat eins og stirðnuð út við einn vegginn og horfði á aðfarirnar. Bob stillti sig að hlaupa ekki til hennar og faðma hana að sér. Hann varð að láta sem ekkert væri. En honum leið ekki vel, að mega enga hjálp eða huggun veita á þessu ömurlega augnabliki. Að lokum var Cabera nóg boðið. Hann kastaði einni stúlkunni frá sér, steytti hnefana og hrópaði: — Hættið þessum látum! Þegið þið! Ég ætla að segja ykkur nokkuð. Þið megið æpa, hljóða og hifína eins mikið og eins lengi og ykkur langar til. Engin lifandi sál getur heyrt til ykkar — enginn getur hjálpað ykkur, eða kærir sig um að gera það. Það bezta, sem þið getið gert, Vegnajarðariarar verða skrifstofur vorar og verksmiðjur lokaðar frá kl. 2 e. h. mánudaginn 17. þ. m. H.í. ölgerðín Egill Skallagrímsson. 1 dasf haia menn iorgangsrétt að s sömu númerum sem í iyrra. Á morgnn er frjálst að selja þau ððrum Umboðsmenn hafa opið til klukkan 11 í kvöld. Gangið í GEFJUNAR iötum Á síffustu árum hefir íslenzk- um iffnaffi fleygt fram, ekki sízt hefir ullariffnaðurinn aukizt og batnaff og á ullar- verksmiffjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt í þessum framförum. Ullarverksmiðjan vinnur úr íslenzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum til fata á karla og'konur, börn og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- ureyri. Gefjunarföt eru smekkleg, haldgóff og hlý. Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og kaupmönnum. U Gefjunardúkarnir eru nú löngu orffnir landskunnir fyrir gæði. Tilkynnlng Srá ríkísstjórnínni. Brezka herstjórnin hefir tilkynt, að auk gæsluskips- ins við Reykjavík séu nú gæzluskip á eftirfarandi stöðum: Á Eyjafirði: fyrir sunnan Hrísey. Á Seyðisfirði: h.u.b. 1 sjómílu fyrir utan Vestdals- eyri. Á Reyðarfirði: h.u.b. 1 sjómílu suðaustur af Hólma- nesi. Á Hrútafirði: í námunda við Hrútey. Öll skip, sem ætla að sigla inn á einhvern þessara fjarða, verða áður að fá til þess leyfi gæzluskipsins á hverjum stað. Bannað er að sigla inn á þessa firði á tímabilinu frá einni stundu eftir sólarlag til einnar stundar fyrir sólar- upprás. Reykjavík, 14. febr. 1941

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.