Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OQ AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hjt. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, þriðjudagiiin 8. apríl 1941 41. blaft ■bnar hlandi lðl,34§ Vorsókn Þjóðverja liafin Uppdráttur, sem sýnir afstööu landa á Balkanskaganum og við austanvert Miðjaröarhaf. Aðstaða Dana til samninga við Islendinga Ha ifcft Jerusale? ;TUNIS< f ranzeuena. ' stí- —1 i -a 4 Maltá /r***Air*42r .S-BA 0 Mlles ...1 1----1 (2e06):r'::y::<\ý::: •úyvfcVivA ? Alþingi: Ýms þíngmál Brottflutningur fólks úr kaupstöðum. Allsher j arnefnd efri deildar leggur til að gerðar verði nokkr- ar breytingar á frv. ríkisstjórn- arinnar um leigu á skólahús- um og þinghúsum í sveitum, vegna brottflutnings barna úr kaupstöðum. Leggur nefndin til að leigunámsheimildin nái einnig til slíkra húsa í kauptún- um, þar sem ekki sé álitin loftá- rásarhætta, og til alls húsnæðis í sveitum og kauptúnum, sem sé nothæft en ekki notað. Þá nái leigunámsheimildin einnig til farartækja, sem með þarf til að koma börnunum til og frá ákvörðunarstað. Þá gerir nefndin ennfremur ráð fyrir því, að mæður geti fylgt börnunum. Landskipti. Steingrímur Stelnþórsson og Bjarni Ásgeirsson flytja frv. til laga um landskipti (skiptingu jarða). Segir í greinargerðinni, að núgildandi lagaákvæði um þetta mál séu ekki nógu víðtæk og leiði því oft til málaferla, sem hægt væri að fyrirbyggja. Fleiri ágallar séu á þeim og sé það tilgangur frv. að reyna að bæta úr þessu. Frumvörp fram- færslunefndar. Tvö frumvörp frá fram- færslunefnd ríkisins, en hana skipa Jens Hólmgeirsson, for- maður, Kjartan Ólafsson og Sigurður Björnsson frá Veðra- móti, hafa verið lögð fram í þinginu. Annað frv. er um jarðakaup vegna kauptúna og sjávarþorpa, en hitt frv. um landnám ríkisins. Beggja frv. hefir verið ítarlega getið hér í blaðinu. Vegnrinn um Sijjlu- fjarðarskarð. Þingmenn Eyfirðinga og Skag- firðinga og uppbótarþingmenn úr þeim kjördæmum flytja þingsályktun í sameinuðu þingi um að Siglufj arðarskarðs- vegur skuli fullgerður eigi síðar en sumarið 1942. Búið er að gera fjórðung vegarins frá Skarðsdal í Siglufirði að Hraun- um í Fljótum og hefir sá kafl- inn kostað um 200 þús kr. Áætl- að er, að sá hluti vegarins, sem er ógerður, kosti um 600—700 þús. kr. miðað við kauplag í febrúarmánuði síðastliðnum.Um veg þennan heflr oft verið skrif- að hér í blaðið. Dragnótavelðar. Sex þingmenn, Pálmi Hann- esson, Jón Pálmason, Stefán Stefánsson, Skúli Guðmunds- son, Steingrímur Steinþórsson og Gísli Guðmundsson flytja frv. um að dragnótaveiðar skuli bannaðar nema yfir sumarmán- uðina júní, júlí og ágúst. í greinargerðinni segir, að víða út um land, einkum nyrðra, sé óánægja mikil út af þeim bú- sifjum, er dragnótin valdi á fiskafla og veiðarfærum. Þá virðist dragnótin ganga of nærri flatfiskstofninum og sé það eitt nægileg ástæða til auk- innar friðunar. Kolaveiðar. Sjávarútvegsnefnd neðri deild- ar flytur frumvarp um að bann- að sé að veiða og selja kola, (Framh. á 4. síöu.) Niðurstöður aðal- manntals 2. des. síðastliðinn í seinustu Hagtíðindum birtist bráðabirgðayfirlit um aðalmanntalið 2. des. 1940. Samkvæmt því var mann- fjöldinn í landinu 121.348, eða 12.487 fleiri en í síðasta aðalmanntali, sem fór fram 1930. Bráðabirgðayfirlitið fer hér á eftir. Til samanburðar er sett ársmanntalið í árslok 1939 og aðalmanntalið 1930. Kaupstaðir: Reykjavík 38094 38219 28304 HafnarfjörSur ... 3707 3615 3591 ísafjörSur 2863 2788 2533 SiglufjörSur 2883 2975 2022 Akureyri 5542 5103 4198 SeySisfjörSur .... 903 917 936 NeskaupstaSur .. 1097 1100 1118 Vestmannaeyjar . 3579 3442 3393 Samtals 58668 58159 46095 Sýslur: Gullbr.- Kjósars. 5582 5141 5293 BorgarfjarSars. .. 3208 3093 2675 Mýrasýsla 1816 1821 1764 Snæfellsnessýsla . 3467 3409 3536 Dalasýsla 1424 1446 1602 BarSastrandars. . 3019 3066 3119 ísafjarSarsýsla .. 5073 5109 5586 Strandasýsla .... 2092 2082 1833 Húnavatnssýsla .. 3650 3681 3879 SkagafjarSars. .. 3906 3909 4012 EyjafjarSarsýsla . 5309 5350 5176 Þingeyjarsýsla .. 5942 5933 5674 N.-Múlasýsla .... 2608 2727 2766 S.-Múlasýsla .... 4300 4235 4514 A.-Skaftafellss. .. 1141 1132 1127 V.-Skaftafellss. .. 1587 1622 1723 Rangárvallas. ... 3310 3370 3505 Ámessýsla 5246 4979 4982 Samtals 62680 62105 62766 Alls á öllu landinu 121348 120264 108861 Yfirlitið sýnir, að seinustu 10 árin hefir ibúafjöldi landsins aukizt um 12,487 manns eða 11.5%. Er það talsvert minni fjölgun en næsta áratug á und- an, en heldur meiri en á ára- tugunum frá 1900—1930. Öll mannfjölgunln seinustu 10 árin hefir lent í kaupstöðun- um, því í sýslum hefir fólkinu fækkað um 86 manns. Mest hef- ir fækkunin orðið í Dalasýslu, eða um 11%. í Reykjavík og á (Framh. á 4. síöu.) í Lögbirtingablaðinu er birt yfirlit um efnahag Landsbankans, miðað við lok febrúar, janúar og desembermán- aða. Samkvæmt efnahagsyfirlitinu jukust innieignir bankans í bönkum erlendis úr 1,1 miljón króna í 57,9 miljónir síðastliðið ár. í lok febrúar- mánaðar námu þessar innieignir er- lendis orðið 69,8 miljónum króna og höfðu aukizt um 10 miljónir i janúar- mánuði og 2 miljónir í febrúar. Orsök þess, að innieignir jukust ekki jafn ört í febrúar sem næsta mánuði áður, var ákvörðun sú, sem gerð var um yfir- færslu sterlingspunda. Heildarupphæð innlendra víxla og ávísana hefir hald- izt að kalla má óbreytt. Um áramótin 1939—40 námu útistandandi reiknings- lán alls 3,4 miljónum króna, en um síðustu áramótin voru þau aðeins 0,9 milljónir. Innstæðufé í slíkum reikn- ingum jókst hins vegar úr 0,2 milljón- um króna í 1,4 milljónir. Hlaupareikn- ingslán, er nánlu 10,3 milljónum í árs- lok 1939, lækkuðu mjög árið 1940, og voru aðeins 3,3 milljónir króna í árs- lok. Innstæðufé í hlaupareikningum var 10,3 milljónir króna í ársbyrjun, en var orðið 23,9 milljónir í árslok. Sparifé jókst á árinu úr 32,5 milljónum króna Sökum þess að einstaka menn hér á landi hafa álitið, að okk- ur íslendingum beri nú að snúa okkur til dönsku stj órnarinnar og óska eftir endurskoðun á sambandssáttmálanum frá 1918, þrátt fyrir hertöku Danmerkur, eins og hún hefir verið fram- kvæmd, þykir mér hlýða að birta stutta frásögn, um vald Þjóð- verja yfir utanríkismálum Dana, eftir frásögn danska blaðsins „Frit Danmark", sem gefið er út í London. Alveg nýverið hefir auk þess borizt fregn frá London um tvennt, sem sýnir, hve mjög er þrengt að Dönum. Annars vegar eru höfð eftir Stauning þau orð, að hann vonist eftir að þjóðin fái að halda móðurmálinu, og í öðru lagi, að hann hafi að veru- legu leyti viðurkennt þjóðskipu- lag nazista. í fyrstu mun hafa verið minna þrengt að Staun- ing, heldur en sumum öðrum dönskum stjórnmálamönnum sökum vinsælda hans í landinu, en nú er röðin sýnilega komin að honum. Seint í vor sem leið var dr. Munch knúinn til að segja af sér embætti utanríkis- ráðherra, og nazistinn Scaven- ius settur í stað hans. Snemma sparisjóösinnstæður heldur minnkað; nemur það 800 þús. króna. Útlánsupp- hæð hlaupareikninga hefir hækkað um nær 4 milljónir, en hlaupareiknings- innstæður dregizt saman um nær 8,6 milljónir króna. Vixlalán hafa lækkað um 4 milljónir króna. t t t Enn hafa íslenzkir sjómenn bjargað fjölda skipbrotsmanna, er á hrakningi voru í björgunarbát á hafi úti. Á sunnudaginn, er togarinn Gulltoppur var að veiðum vestarlega á Eldeyjar- grunni, komu skipverjar auga á lítil segl til hafs að sjá. Þótti skipverjum sem þar myndu skipbrotsmenn í nauð- um og var hætt að toga og siglt til hafs að skyggnast eftir því, hverju þetta sætti. Kom brátt á daginn, að þama var smábátur, fullur af mönnum. Voru þeir skjótt teknir um borð 1 togarann og að þeim hlynnt sem bezt mátti verða. Alls voru mennirnir 33. Höfðu þeir hrakizt í bátnum i 112 klukku- stundir. Voru þeir staddir 45 sjómllur vestur af Garðskaga, er skipverjar á Gulltoppi fundu þá. Skipbrotsmenn- í júlí gaf hann út einskonar yfirlýsingu um hina nýju stefnu. Þar segir meðal annars; „Hinn stórþýzki sigur hefir vakið bæði undrun og aðdáun og leiðir nú til þess, að í Evrópu hefst ný öld með hagfræðilegri og pólitískri forustu Þýzkalands. Með þessari nýskipan verður Danmörk að hefja gagnkvæma og virka samvinnu við Stór- Þýzkaland, innan þessa skipu- lags.“ Scavenius talar síðan um „al- gera“ og „einlæga“ samvinnu og bætir svo við: „Hin pólitíska þróun síðustu 10 ára og hinir hernaðarlegu atburðir síðustu 10 mánaða hafa lagt grundvöll- inn að yfirstjórnaraðstöðu Þýzkalands.“ Mánuði síðar, 8. ágúst.ritar sendiherra Þjóðverja í Kaup- mannahöfn í blaðið „Berliner Börsen Zeitung“ þessi orð: „Með þessari yfírlýsingu hefir Dan- mörk viðurkennt forráðarétt Þýzkalands í fjárhagslegri og pólitískri endursköpun sinna mála.“ Sú Danmörk, sem hér er lýst, er ekki sama ríkið og íslend- ingar sömdu við 1918. lands og Kanada. Þýzkur kafbátur skaut það í kaf hlnn 1. apríl, 300 sjó- mflur undan Garðskaga. Skipverjar voru alls 79 og komust þeir allir í björg- unarbátana, er voru fjórir. Einn þeirra fórst, er sprenging varð í skipinu, en mennimir úr honum björguðust í bát þenna, er nú kom fram. Var þvl mjög ásett í honum. Sumir mannanna hafa verið fluttir i sjúkrahús hér I Reykja- vík, því að ýmsir þeirra voru illa á sig komnir eftir volkið. — Fiskimenn frá Sandi á Snæfellsnesi fundu í gær björg- unarbát undan Snæfeflsnesl. Voru i honum 32 menn. Komu Sandbúar skip- brotsmönnunum á land á Öndverðar- nesi. Var læknir fenginn frá Ólafsvik tfl þess að hjúkra þeim og búa imi sár manna, er særðir voru. t t t Sú fregn varð heyrum kunn í gær, að stjórn verkamannafélagsins Dagsbrún hefði gert nýja kaupsamninga við brezka setuliðið hér. Breytingarnar, er þessi nýi kaupsamningur hefir í för með sér, eru einkum þær, að framvegis (Franih. á 4. siöu.) SíðastL sunnudags- morgun réðst þýzkur her inn í Jugoslavíu og Grikkland Þjóðverjar hófu vorsókn sína árdegis á sunnudagsmorgun síð- astliðinn. Þýzkur her réðist þá samtímis yfir landamæri Grikk- lands og Júgoslavíu á mörgum stöðum og stórfelld loftárás var gerð á Belgrad, höfuðborg Júgo- slavíu, en hún hafði verið aug- lýst óvíggirt borg. Hernaðaraðgerðum hefir síð- an verið haldið látlaust áfram með þeim hraða og ofsa, sem er einkennandi fyrir Þjóðverja. Fregnirnar um viðureign Júgoslava og Þjóðverja eru mjög óljósar. Víst er, að miklar loft- árásir hafa verið gerðar á Bel- grad og fleiri serbneskar borgir. í Belgrad hefir útvarpsstöðin verið eyðilögð. Þjóðverjar hafa gert innrás í landið frá Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalandi sam- tímis og gerir það varnir Júgo- slava mjög erfiðar. Þjóðverjar sögðust í gærkveldi vera komnir 30—40 km. inn fyrir landamærin á ýmsum stöðum. Þýzk blöð vara þó almenning við að vænta ofmikils hernaðarárangurs fyrst í stað, því að landið sé erfitt til sóknar. í grískum fréttum er látið í ljós, að varnir Júgo- slava. hafi hvergi bilað al- varlega. Frá Júgoslövum sjálf- um berast hins vegar litlar fregnir. Þó er víst, að stjórnin hefir yfirgefið höfuðborgina, án þess að kunnugt sé um ástæð- urnar. Innrás Þjóðverja 1 Grikkland er gerð í Strumadalnum, sem liggur frá Búlgaríu til Grikk- landshafs, skammt fyrir norðan hornið, þar sem landamæri Grikklands, Júgoslavíu og Búl- garíu mætast. Hafa Þjóðverjar teflt fram aragrúa vélaher- sveita, studdum flugvélum.Jafn- framt hafa þeir gert öflugar loftárásir á stöðvar Grikkja og reynt að láta fallhlífarhersveit- ir ná þeim á vald sitt. Seint í gærkveldi tilkynntu Grikkir, að þeir hefðu haldið öllum þeim stöðvum, sem þýðingu hafa og sumsstaðar gert gagnáhlaup með góðum árangri. Margir skriðdrekar hefði verið eyði- lagðir og nokkrar flugvélar skotnar niður. Aðstoð brezka flughersins er mjög rómuð í grískum blöðum. Jafnframt er skýrt frá þvi, að allfjölmennt brezkt lið sé kom- ið til Norður-GrikklandS; Allt bendir til að hugrekki Grikkja sé óbilað. Hermennirn- ir hafa farið til hinna nýju víg- stöðva syngjandi forna stríðs- (Framh. á 4. siðu.) Addís Abeba fallin Höfuðborg Abessiniu, Addis Abeba, féll orustulaust í hendur Breta síðastliðið laugardags- kvöld. ítalski herinn hörfar frá borginni í norðurátt. Mun hann ætla að verjast í Norður-Abes- siniu eins lengi og kostur er, en þar er nú sótt að honum frá öllum hliðum. Getur því ekki orðið um langa vörn að ræða. ítalskt herlið berst enn í hafnarborginni Massawa í Eri- treu. Það var 'Suður-Afríkuherinn, undir stjórn Cunningham her- foringja, sem tók Addis Abeba. Mótstaða ítala virðist hafa ver- ið sáralítil seinustu daga. Cun- ningham, sem hefir stjórnað hinni sigurríku sókn í Somali- landi og Suður-Abessiniu, er bróðir Cunningham flotafor- ingja. A víðavangi HAUSTKOSNINGAR OG LOFTÁRÁSARHÆTTAN. Vísir heldur áfram að heimta haustkosningar. Sýnir það bezt, að málstaðurinn er í lakasta lagi, að blaðið notar það sem röksemd, að menn hafi ekki viljað kosningar á hálfnuðu kjörtímabilinu eða fyrir tveim árum síðan! Munu engir sjá nema gáfnaljósin við Vísi, hvaða sönnun það er fyrir þvl að betra sé að kjósa í haust en vor. Annars er loftárásarhætt- an „aðaltrompið“ nú sem fyr. Þótt raunar sé ógerningur að segja, hvenær sú hætta sé mest eða minnst, virðast meiri líkur benda til þess, að hún aukist, þegar nótt fer að lengja aftur. Báðum stríðsaðilum gefst betur að gera loftárásir í myrkri en dagsbirtu. Þjóðverjar beina vorsókn sinni til Balkanskag- ans og meðan viðureignin þar stendur yfir, munu þeir binda lar megnið af lofther sínum. Sést þetta á því, að dregið hef- ir undanfarið úr loftárásum á Bretland. Orustan um Atlants- hafið mun fyrst hefjast fyrir alvöru, þegar verulegur skrið- ur kemur á vopnaflutningana frá Bandaríkjunum, en blaða- menn virðast yfirleitt sammála um, að það verði ekki fyrr en síðara hluta sumars og í haust. Þess vegna fer því fjarri, að loftárásarhættan hér minnki, er líður á árið, enda getur ís- land þá verið orðinn þýðingar- meiri þáttur í hernaðaraðgerð- um Bandamanna en það er nú. Þess vegna er það með öllu ó- sæmilegt að ætla sér að nota loftárásarhættuna til að knýja fram haustkosningar. Hin raunverulega ástæða getur ekki verið önnur en viðleitni til að spilla kosningaaðstöðu fólksins í dreifbýlinu. ÁVINNINGURINN VTÐ ÞAÐ AÐ HAFA KOSNINGAR. Annars er það meira en vafa- samt, að ala upp þá skoðun, að hætta eigi við kosningar, ef til loftárása kynni að koma. Þá virðist miklu frekar vera á- stæða til að ýta undir kjark manna og framfylgja þeirri reglu, að hvergi verði hopað af hólmi, þó á móti blási. Hins vegar ber að vinna að því, að stjórnmálaflokkarnir sýni þann skilning á alvöru þessara tíma, að kosningabaráttan hafi ekki hinn venjulega blæ óvildar og sundurlyndis. Tillaga Jónasar Tónssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, um að hætt verði hinu þýðingarlitla manna- ati á framboðsfundum, mun bví áreiðanlega finna mikinn hljómgrunn hjá þjóðinni. Það væri þjóðinni auglýsing um mikinn þroska og myndi auka ilit hennar meðal útlendinga, ef hún gæti háð kosningar á hinum alvarlegustu tímum, án bess að það veikti samheldni hennar. Það er vafasamt, hvort hún hefir völ á öðru betra, er getur sannað rétt hennar til sjálfstæðis. LYGASÖGURNAR. Því er ekki að leyna, að loft- árásarhættan hefir skapað tals- verðan skelk hér í bænum. Hið mikla umtal um þetta mál á talsverðan þátt í því, en senni- lega eru þó slúðursögurnar ein helzta orsökin. Það er alveg furðulegt, hvað menn geta feng- ið sig til að ljúga, og alltaí eru einhverjir, sem eru nógu trú- gjarnir til að taka hinar ótrú- legustu skröksögur sem góðan og gildan sannleika. Um sein- ustu helgi munu þessar lyga- sögur hafa náð hámarki sínu. Þá var t. d. sagt, að þýzka út- varpið hefði birt áskorun til Reykvíkinga um að vera ekki í bænum á sunnudagsmorgun, því að gerð yrði stórfelld á- (Framh. á 4. sUSu.) J. J. A. IKIIROSSa-ÖTTTIM: Úr reikningum Landsbankans. — íslenzkir fiskimenn bjarga 65 skipbrots- mönnum. — Nýir kaupsamningar við brezka setuliðið. í 48,1 mflljón. SeSlaveltan tvöfaldaSist I imir voru allir enskir, af 10 þús. smál. næstum, jókst úr 13,6 mflljónum í 25 mflljónir króna. Eftir áramótin hafa vöruflutningaskipi, er sigldi milli Eng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.