Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 1
VIÐHORF HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Afvopnunarmál Bréf til Reagansog Gorbatsjoffs Sex þjóðarleiðtogar leggja til að stórveldin stöðvi allar tilraunir með kjarnorkuvopn. Eittsíðasta stjórnar- verk Olofs Palme. Nóbelsverðlaunahaf- arstyðja afvopnunar- hugmyndirnar með yfirlýsingu Það er mikilvægt að nú hefur verið ákveðið að þctta starf haldi áfram og í brcfi leiðtoganna sex til Rcagans og Gorbatsjoffs eru lagðar fram nýjar hugmyndir í afvopnunarmálum og verður fróðlegt að fylgjast með við- brögðum í Moskvu og Washing- ton“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþjóða- samtaka þingmanna, sem hafa haft frumkvæöi að friðarstarfi á alþjóðlegum vettvangi. 1 gær var birt bréf sex þjóðar- leiðtoga til Reagans Bandaríkja- forseta og Gorbatsjoffs leiðtoga Sovétríkjanna þar sem þeir leggja til að stórveldin stöðvi alllar tilraunir með kjarnorku- vopn fram að næsta leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjoffs. Auk þess bjóðast þeir til að koma á fót óháðu eftirliti með slíku banni. Undirritun þessa bréfs var eitt af síðustu embættisverkum Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Hann undirritaði bréfið föstu- daginn 28. febrúar rétt áður en hann yfirgaf forsætisráðuneytið. Þingmannasamtökin gáfu ný- lega út ritverk þar sem fjallað er um stefnugrundvöll afvopnunarf- rumkvæðis leiðtoganna sex. Rita þeir allir formála að því. í ritinu er auk þess birt stuðningsyfirlýs- ing frá 83 Nóbelsverðlauna- höfum. Þar segir m.a. að brýn nauðsyn sé á því að rjúfa þann vítahring sem einkennt hefur við- ræður stórveldanna um afvopn- un. Sjá nánar um bréf leiðtoganna á bls. 18. Fjölmennt lögregluliö, slökkviliðsmenn og fjöldi áhorfenda kominn að Fokkervélinni sem liggur þvert yfir aðra akrein Suðurgötunnar. Flugóhapp Rann út á Suðurgötu Fokkervélfrá Flugleiðum rann útaf flugbrautinni og yfir á Suðurgötuna hjá Reykjavíkurflugvelli. Vélin missti afl á öðrum hreyfli. Farþegar 41 að tölu og 4ra manna áhöfn sluppu ómeidd. Engin bifreið vará Suðurgötunni við enda brautarinnar Segja má að kraftaverk hafí átt sér stað í gær, þegar Fokker- vél frá Fluglciðum með 41 far- þega missti afl á öðrum hreyfli í flugtaki og hætti við flugtak. Rann vélin fram af flugbrautinni og út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni. Eng- inn sem í vélinni var meiddist, en vélin sjálf er það mikið skemmd að talið er vafasamt hvort borgar sig að gera við hana. Fokker-vélin var á leið til Pat- reksfjarðar. Var vélin nýkomin úr klössun. Að sögn Karls Eiríks- sonar formanns Rannsóknar- nefndar flugslysa er ólíklegt að rannsókn á slysinu ljúki fyrr en eftir nokkra daga. í gær var þó gefin út fréttatilkynning af Karli og Hauki Haukssyni varaflugm- álastjóra þar sem segir að flug- skilyrði hafi verið vel fyrir ofan vallarlágmark. Flugstjórinn hafi heyrt hávaða sem hafi valdið því að hann taldi óvarlegt að halda áfram flugtaki og hætti við. Ástæðan fyrir því að ekki tókst að stöðva vélina áður en hún fór útaf brautinni liggur ekki fyrir enn. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar blaðafulltrúa Flugleiða h.f. myndi það taka marga mánuði að gera við vélina ef það yfirleitt verður talið borga sig. Sagði Sæ- mundur að það gæti jafnvel orðið dýrara að gera við vélina en að fá nýja, en þetta þyrfti frekari rann- sóknar við og væri að auki trygg- ingamál. Fyrir utan það hvað giftusam- lega tókst til með flugvélina og farþega hennar, þá má einnig kraftaverk teljast að engin bifreið var á þeirri akrein Suðurgötunn- ar sem flugvélin stöðvaðist á. Hætt er við að hinar miklu deilur um staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar blossi nú upp að nýju. - S.dór Sjá bls. 7. Bifreiðalœkkunin Frekari lækkun á bflum Stjórnarfrumvarp samþykkt ígœr til að leiðrétta vitleysurnar. Asmundur Stefánsson: Forysta ASÍrœddi við fjármálaráðherra. Verðlagsstofnun gerði athugasemdir hjá bifreiðaumboðum. Hótar að birta nöfn hinna brotlegu V-Pýskaland Fingur saknar manns Vestur-Berlín - Lögreglan í V- Berlín veltir nú vöngum yfir því hvernig standi á því að fíngur af manni féll af himnum ofan á bíl- þak á götu í borginni. Maður nokkur sem iagt hafði bíl sínum í Tegel hverfinu í borg- inni heyrði að eitthvað féll á þak bílsins þegar hann var að stíga út úr honum. Þegar hann sá fingur- inn hélt hann að einhver væri að stríða sér, henti fingrinum á götu- na og gekk burt. Um kvöldið sama dag fékk hann hins vegar bakþanka og hafði samband við lögregluna. Fingurinn var enn á götunni og nú er leitað á spítölum í borginni að eiganda, án árang- urs. Igær var samþykkt stjórnar- frumvarp um frekari lækkun á innflutningsgjöldum á bílum, á Alþingi. Samkvæmt nýja frum- varpinu munu allir bílar lækka um 30%, en sá misbrestur var á reglugerðinni sem gefin var út um lækkun á innflutningsgjöldunum, að dýrustu bílarnir lækkuðu mun meira en þeir ódýru. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði við Þjóðviljann í gær, að forysta ASÍ hefði rætt við fjár- málaráðherra þegar þetta varð ljóst og beðið um leiðréttingu á þessu, sem nú hefur gengið eftir. Þá hafði komið í ljós er Verð- lagsstofnun athugaði álagningu á bifreiðum eftir tollalækkunina, að hún hafði í sumum tilfellum nækkað þannig að lækkunin skilaði sér ekki til neytenda. Nú hafa umboðin lofað að kippa þessu í liðinn, enda hefur Verð- lagsstofnun hótað að birta nöfn þeirra sem ekki verða við þessum tilmælum. í gær var gerð könnun á verði fjögurra bifreiðategunda og sá Verðlagsstofnun um könnunina, en ASI hafði óskað eftir henni. Daihatsu Charade kostaði 401 þúsund kr. fyrir lækkun en kostar nú 280 þúsund, Volkswagen Golf kostaði fyrir lækkun 585 þúsund en kostar nú 403 þúsund. Nissan Cherry kostaði 510 þúsund en kostar nú 355 þúsund. Mazda 323 kostaði 490 þúsund fyrir lækkun en kostar nú 341 þúsund. - Sáf - IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.