Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Pepsi-deild karla ÍBV – Breiðablik .................................. 2:0 KR – Leiknir R .................................... 1:0 Valur – ÍA ............................................. 4:2 Fjölnir – FH ......................................... 1:3 Staðan: FH 10 7 2 1 23:10 23 KR 10 6 2 2 16:10 20 Breiðablik 10 5 4 1 16:8 19 Valur 10 5 3 2 20:13 18 Fjölnir 10 5 2 3 15:12 17 Fylkir 10 3 4 3 11:12 13 Stjarnan 9 3 3 3 10:11 12 Víkingur R. 10 2 3 5 13:17 9 Leiknir R. 10 2 3 5 11:15 9 ÍA 10 2 3 5 10:16 9 ÍBV 10 2 2 6 10:19 8 Keflavík 9 1 1 7 9:21 4 Markahæstir: Patrick Pedersen, Val ..............................8 Þórir Guðjónsson, Fjölni ........................ 5 Steven Lennon, FH ................................ 5 Atli Guðnason, FH .................................. 5 1. deild karla Þór – Grótta......................................... 0:1 Magnús Andri Sigurðsson 63. Þróttur R. – Fjarðabyggð .................. 2:1 Hlynur Hauksson 16., Bjarni Mark Ant- onsson 24. (sjálfsmark) – Brynjar Jón- asson 88. Víkingur Ó. – Grindavík..................... 2:0 Alfreð Már Hjaltalín 6., Ingólfur Sig- urðsson 90. BÍ/Bolungarvík – Fram...................... 1:2 David Cruz 67. – Magnús Már Lúðvíks- son 54. (víti), Ingiberg Ólafur Jónsson 84. HK – KA ............................................... 3:2 Guðmundur Atli Steinþórsson 42., 90., Aron Þórður Albertsson 90. – Elfar Árni Aðalsteinsson 22., 48. (víti). Staðan: Þróttur R. 8 7 0 1 19:4 21 Víkingur Ó. 8 6 1 1 10:4 19 Fjarðabyggð 8 5 0 3 12:6 15 Þór 8 5 0 3 16:14 15 KA 8 4 2 2 15:11 14 Haukar 8 4 0 4 10:9 12 Fram 8 3 1 4 15:14 10 Grindavík 8 3 1 4 9:9 10 HK 8 3 0 5 9:14 9 Selfoss 8 2 2 4 7:9 8 Grótta 8 1 1 6 2:16 4 BÍ/Bolungarvík 8 1 0 7 6:20 3 2. deild karla ÍR – Leiknir F...................................... 2:1 Jón Gísli Ström 9., 83.– Julio Rodriguez 43. Ægir – Dalvík/Reynir......................... 3:4 Kristján Vilhjálmsson 10., Uchenna Onyeador 31., Kristján Hermann Þor- kelsson 90. – Eggert Þór Steinþórsson 1., Aksentije Milisic 19., Pétur Heiðar Kristjánsson 21., Steinar Logi Þórðarson 42. Huginn – KF ........................................ 1:0 Fernando Revilla 5. Staðan: ÍR 8 7 1 0 18:3 22 Huginn 8 6 1 1 14:7 19 Leiknir F. 8 5 2 1 21:9 17 Afturelding 8 3 3 2 14:9 12 KV 8 3 2 3 16:15 11 Sindri 8 3 1 4 11:13 10 Njarðvík 8 3 1 4 7:15 10 Höttur 8 3 0 5 7:12 9 KF 8 2 2 4 10:8 8 Ægir 8 2 1 5 11:16 7 Tindastóll 8 2 0 6 7:16 6 Dalvík/Reynir 8 1 2 5 11:24 5 3. deild karla Álftanes – Völsungur ........................... 2:1 Reynir S. – Einherji ............................ 3:2 Staðan: Magni 8 7 1 0 20:5 22 Kári 7 4 1 2 19:9 13 Reynir S. 7 4 1 2 17:12 13 KFS 6 4 0 2 10:9 12 Einherji 7 3 2 2 15:15 11 KFR 6 3 1 2 8:8 10 Völsungur 7 2 1 4 14:16 7 Berserkir 8 2 0 6 8:20 6 Álftanes 7 1 1 5 8:12 4 Víðir 7 0 2 5 4:17 2 4. deild karla A Árborg – Léttir .................................... 3:1 Staðan: ÍH 13, Árborg 13, Hamar 9, Léttir 9, Stokkseyri 6, Máni 3, Kóngarnir 0. 4. deild karla C Hörður Í. – Stál-úlfur .......................... 2:2 Staðan: Þróttur Vogum 10, Skínandi 8, KFG 8, Hörður 7, Örninn 7, Stál-úlfur 4. Ís- björninn 0. Bandaríkin Real Salt Lake – Columbus Crew ..... 2:2  Kristinn Steindórsson kom inná á 67. mínútu í liði Columbus Crew. Kína Jiangsu Sainty – Shanghai SIPG ...... 1:4  Sölvi Geir Ottesen lék allan tímann fyrir Jiangsu og skoraði markið en Viðar Örn Kjartansson lék allan seinni hálfleik. KNATTSPYRNA Það verða Portúgalar og Sví- ar sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á EM 21 árs og yngri sem fram fer í Tékklandi. Portúgalar niður- lægðu Þjóðverja í fyrri undan- úrslitaleiknum en lokatölur urðu 5:0, þar sem liðsmenn Portúgals fóru á kostum. Portúgalar gerðu út um leik- inn í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 3:0. Svíar lögðu svo Dani, 4:1, í seinni undanúrslitaleiknum en Svíarnir gerðu út um leikinn með því að skora tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Íslands- vinurinn Alexander Scholz lék allan tímann í vörn Dana, sem minnkuðu muninn í 2:1 um miðj- an seinni hálfleik. gummih@mbl.is Portúgalar og Sví- ar leika til úrslita Alexander Scholz „Þetta er besta mark mitt á ferlinum,“ sagði Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson, leik- maður norska úrvalsdeildarliðs- ins Start, eftir 3:1 sigur liðsins gegn Aalesund í norsku úrvals- deildinni. Matthías skoraði fyrsta markið með glæsilegri hjólhestaspyrnu og ekki í fyrsta skipti sem framherjinn knái leikur þann leik. Þetta var sjötta mark Matthíasar í tólf deildarleikjum með Start en hann lék allan tímann, sem og fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson. Aron Elís Þrándarson skoraði mark Aalesund og opnaði þar með markareikning sinn í norsku úrvalsdeild- inni. Aron lék allan tímann en Daníel Leó Grét- arsson síðustu 35 mínúturnar. gummih@mbl.is Matthías með frá- bær tilþrif Matthías Vilhjálmsson Derlis Gonzalez, sem skoraði úr tveimur vítaspyrnum þegar Paragvæjar slógu Brasilíu- menn út í S-Ameríkukeppninni í knattspyrnu, mátti sjá á eftir miklum fjölskylduvini yfir móð- una miklu þegar hann fagnaði sigri Paragvæa. Hinn 44 ára gamli Irrazabal Manuel, sem Gonzalez kallaði frænda sinn, lést úr hjartaslagi þegar hann fagnaði sigri Paragvæa heima fyrir. „Af hverju í dag, frændi? Þú yfirgafst mig eftir hjartaáfall því ég gaf þér svo mikla hamingju og gleði. Ég trúi þessu ekki,“ skrifaði Gonzalez á twitter-síðu sína. Gonzalez jafnaði metin fyrir Paragvæja úr vítaspyrnu og þeir höfðu síðan bet- ur í vítaspyrnukeppni. gummih@mbl.is Markaskorarinn missti fjölskylduvin Derlis Gonzalez Á KR-VELLI Hjörvar Ólafsson sport@mbl.is KR tók á móti Leikni í tíundu um- ferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu á Alvogen-vellinum í gær- kvöldi. Lokatölur í leiknum urðu 1:0 fyrir KR í leik þar sem sigurinn hefði getað dottið beggja megin og afar lítið skildi liðin að. Uppspil KR-liðsins var hægt í leiknum og lítil hreyfing á leik- mönnum liðsins, þá sér lagi í fyrri hálfleik. KR-ingar voru skömminni skárri í seinni hálfleik og náðu að kreista fram sigur í leiknum. KR- ingar söknuðu tilfinnanlega fram- lags frá fremstu leikmönnum liðsins í leiknum. Þá sérstaklega Jacobs Schoops sem var einungis skugginn af sjálfum sér í leiknum. Það munar um minna fyrir KR-liðið að ná ekki að koma Schoop inn í leikinin, en hann hefur verið potturinn og pann- an í sóknarleik KR í sumar. Jacob Schoop bjargaði þó eigin skinni með því að leggja upp sig- urmark leiksins sem Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði með ágætis skoti. Leiknismenn vörðust hins vegar á skipulagðan hátt og voru svo afar skeinuhættir í skyndisóknum sínum. Leikmenn Leiknis voru klókir í því að finna svæði bakvið bakverði KR- liðsins þegar þeir voru komnir hátt á völlinn og hefðu Leiknismenn hæglega getað skorað í einni af skyndisóknum sínum í leiknum. Leiknismenn voru þar að auki hættulegir í föstum leikatriðum og óheppnir að nýta ekki eitt af sínum vel heppnuðu föstu leikatriðum. Atli Arnarsson átti frábæran leik inni á miðsvæðinu hjá Leiknis- mönnum. Atli braut niður ófáar sóknir KR í leiknum og var þar að auki upphafsmaður að fjölmörgum skyndisóknum Leiknisliðsins. Þá var Kristján Páll Jónsson ansi skeinuhættur á hægri vængnum. Kristján Páll komst í nokkur fín færi og hann hefði getað gert betur í þeim færum. Leikskipulag Leikismanna gekk næstum því upp og þeir voru grát- lega nærri því að tryggja sér stigin þrjú í leiknum og jafntefli hefði ver- ið sanngjörn niðurstaða í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því hvað er sanngjarnt í fótbolta og KR- ingar hirtu þau stig sem í boði voru. Leiknismenn eru með tapinu í kvöld komnir í bullandi botnbaráttu og næsti leikur liðsins gegn Keflavík er ansi mikilvægur upp á fram- haldið. Það er skarð fyrir skildi hjá Leikni að Eyjólfur Tómasson verður í leikbanni í þeim leik, en liðið end- urheimtir aftur á móti Ólaf Hrannar Kristjánsson sem hefur verið iðinn við kolann hjá Leikni í sumar. Þorsteinn bjargaði KR  Varamaðurinn tryggði KR-ingum sigurinn gegn nýliðum Leiknis á KR-vellinum  KR-ingar komnir upp í annað sætið í Pepsi-deildinni  Leiknir í fallbaráttu Morgunblaðið/Árni Sæberg Atgangur Mikill atgangur í vítateig Leiknismanna á KR-vellinunm í gærkvöld þar sem Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis kýlir boltann frá. KR-völlur, Pepsi-deild karla, 10. um- ferð, sunnudaginn 28. júní 2015. Skilyrði: Frábært fótboltaveður. Nokkuð hlýtt, stillt og örlítill úði. Skot: KR 6 (3) – Leiknir 4 (0). Horn: KR 5 – Leiknir 1. KR: (4-3-3) Mark: Stefán Logi Magnússon. Vörn: Gonzalo Balbi, Rasmus Christiansen, Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnar Þór Gunn- arsson. Miðja: Jónas Guðni Sæv- arsson, Pálmi Rafn Pálmason, Ja- cob Schoop. Sókn: Almarr Ormarsson (Þorsteinn Már Ragn- arsson 59), Sören Frederiksen (Kristinn J. Magnússon 81), Óskar Örn Hauksson. Leiknir R.: (4-3-3) Mark: Eyjólfur Tómasson. Vörn: Eiríkur Ingi Magn- ússon, Halldór K. Halldórsson, Ótt- ar Bjarni Guðmundsson, Charley Fomen. Miðja: Fannar Þór Arn- arsson (Brynjar Hlöðversson 64), Atli Arnarson (Amath Diedhiou 85), Sindri Björnsson. Sókn: Kristján Páll Jónsson, Kolbeinn Kárason (Elvar Páll Sigurðsson 57), Hilmar Árni Halldórsson. Dómari: Valdimar Pálsson – 8. Áhorfendur: 1.522. KR – Leiknir R. 1:0 1:0 Þorsteinn Már Ragn-arsson 74. með ágætis skoti eftir fyrirgjöf Jacobs Schoops úr aukaspyrnu utan af kanti. Eyj- ólfur Tómasson, markvörður Leiknis, hefði átt að gera betur. I Gul spjöld:Fannar Þór (Leikni) 23. (brot), Christiansen (KR) 25. I Rauð spjöld: Eyjólfur(Leikni) 90. (brot). Engin. M Rasmus Christiansen (KR) Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Atli Arnarsson (Leikni) Kristján Páll Jónsson (Leikni)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.