Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 1

Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 1
MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 ÍÞRÓTTIR Fótbolti Englendingar í undanúrslit á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. England hafði betur gegn gestgjöfunum í Kanada. Heimsmeistararnir mörðu lið Ástrala 8 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Gullið Spjótkastarinn Helgi Sveinsson bætti heimsmetið um tæpa þrjá metra í sínum flokki og stefnir á gullið í Rio de Janeiro á næsta ári. FRJÁLSAR Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Spjótkastarinn Helgi Sveinsson hef- ur náð mögnuðum árangri í grein- inni á yfirstandandi keppnistímabili. Helgi bætti heimsmetið í maímánuði í sínum flokki (F42) þegar hann kastaði spjótinu 54,62 metra og um helgina stórbætti hann þann árang- ur þegar hann náði kasti upp á 57,36 metra á kastmóti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það er hressileg bæting upp á tæpa þrjá metra. „Þegar bætingin kemur er hún stundum hressileg í spjótinu,“ sagði Helgi þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Aðalmarkmiðið í Ríó Helgi er heims- og Evrópumeist- ari í spjótkasti en stærsta verkefni hans á þessu ári er titilvörn á HM í frjálsum fatlaðra í Doha í Katar í október. Aðalmarkmiðið er hins veg- ar að vinna gull á Paralympics í Rio de Janeiro 2016. „Það er langtímamarkmiðið og það stærsta af þeim öllum. Ég er bú- inn að fara á eitt svoleiðis mót og þá var ég bara stjarfur og vissi ekkert hvað ég var að gera. Í Ríó mæti ég og sýni þeim hvernig á að gera þetta,“ sagði Helgi, sem er ófeiminn við að gefa það út að hann stefni á gullið. Til þess að ná því markmiði hefur Helgi minnkað starfshlutfall sitt hjá Össuri úr 100% í 50%. Auk þess segist hann íhuga að fara í hreina atvinnumennsku. „Ég er búinn að minnka vinnuna niður í 50% á þessu tímabili til þess að geta sinnt þessu eins og ég vil gera. Ég sinni íþróttinni þá 150% í staðinn fyrir að vera 100% og 100% í hvoru tveggja. Árangurinn er að skila sér í þeim málum,“ sagði Helgi. „Það er spurning um að fara alla leið á næsta ári og vera bara í íþróttinni og vona að styrktaraðilarnir opni augun. Ég hef velt því fyrir mér að taka eitt atvinnumannatímabil og æfa tvisvar á dag með það eina markmið að ná í þetta gull,“ sagði Helgi. „Snilld að fá slíka áskorun“ „Ég hitti á það á þessu móti. Það var mjög ánægjulegt. Þetta hefur legið vel fyrir mér á þessu tímabili,“ sagði Helgi um árangurinn um helgina en hann er einföld afleiðing endalausra æfinga. „Það er bara gamla sagan. Því meira sem þú æfir, því betri verðurðu. Ég er búinn að liggja yfir þessu,“ sagði Helgi. Hann segir einnig innkomu sína í æfingahóp bestu spjótkastara lands- ins, sem Einar Vilhjálmsson, for- maður Frjálsíþróttasambands Ís- lands og Íslandsmethafi í spjótkasti, stýrir, eiga stóran hluta í góðum ár- angri sínum. „Það er algjör snilld að fá slíka áskorun. Maður verður bara betri og betri ef maður æfir með þeim sem eru ófatlaðir. Þeir kasta lengra en ég og ég er ekkert sáttur við það. Ég vil ná þeim,“ sagði Helgi. Íhugar atvinnumennsku  Spjótkastarinn Helgi Sveinsson stórbætti eigið heimsmet á kastmóti í Kapla- krika  Stefnir á að fara í 100% atvinnumennsku til þess að ná gullinu í Ríó Grískir og spænskir fjöl- miðlar greindu frá því í gær að lands- liðsmaðurinn Al- freð Finnbogason væri á leið til gríska liðsins PAOK sem láns- maður í eitt ár, en Alfreð er á mála hjá spænska liðinu Real Sociedad. Hann kom við sögu í 23 leikjum liðsins á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 2 mörk en mátti sætta sig við að sitja mikið á bekknum. Daninn Frank Arnesen er yfir- maður knattspyrnumála hjá PAOK, sem endaði í þriðja sæti í grísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spænska blaðið AS segir að PAOK muni greiða sem svarar 138 millj- ónum króna fyrir lánssamninginn og það muni fá forkaupsrétt á leik- manninum. gummih@mbl.is PAOK vill fá Alfreð að láni Alfreð Finnbogason Kvennalandsliðið Íslands í knattspyrnu skipað leik- mönnum 17 ára og yngri lauk þátttöku sinni í úr- slitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöld með 2:0 tapi gegn sterku liði Spánverja á Kópavogs- vellinum. Íslensku stelpurnar, undir stjórn Úlfars Hinriks- sonar, töpuðu þar með öllum leikjum sínum í keppn- inni en áður höfðu þær beðið ósigur gegn Þjóðverjum, 5:0, og gegn Englendingum, 3:1. Spánverjar, sem unnu A-riðilinn, höfðu tögl og hagldir nær allan tímann en íslenska liðið barðist vel og reyndi eftir fremsta megni að veita spænska liðinu keppni. Bæði mörk Spánverjanna komu með skalla. Það fyrra skoraði fyrirliðinn Patricia Guijarro á 17. mínútu og það síðara skoraði Andrea Sierra á 63. mín- útu. Spánn mætir Frökkum í undanúrslitunum og í hinni viðureigninni eigast við Þýskaland og Sviss. Þýsku stelpurnar tryggðu sér annað sæti með því að bursta Englendinga, 5:0, en Svisslendingar báru sigur úr být- um í A-riðlinum með því að leggja Frakka að velli, 2:1. gummih@mbl.is Þriðja tapið hjá stelpunum  Ísland lá fyrir Spáni, 2:0 Morgunblaðið/Eva Björk Barátta Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við leikmann Spánverja. Margt bendir til þess að landsliðs- markvörðurinn Hannes Þór Hall- dórsson sé á leið til hollenska úr- valsdeildarliðsins Nijmegen og verði þar með liðsfélagi Krist- jáns Gauta Emils- sonar. Norska B- deildarliðið Sandnes Ulf hafnaði fyrsta tilboði frá Nijmegen í Hannes en Hollendingarnir hafa gert annað tilboð og vonast forráðamenn Sand- nes eftir ná samkomulagi um kaupin á næstu dögum. Þá hefur Sandnes einnig borist tilboð frá tyrkneska liðinu Karabükspor í Hannes en Nijmegen þykir vera líklegra til að verða næsti viðkomustaður Hann- esar. gummih@mbl.is Hannes til Nijmegen? Hannes Þór Halldórsson  Ríkharður Jónsson skoraði öll fjög- ur mörk íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu þegar það sigraði Svía, 4:3, í vináttulandsleik á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951.  Ríkharður fæddist 1929 og lék lengst með ÍA, en einnig með Fram á fyrstu árunum. Hann var spilandi þjálf- ari ÍA frá 1951, varð sex sinnum Ís- landsmeistari með liðinu og varð sjálf- ur sjö sinnum markahæsti leikmaður Íslandsmótsins. Hann þjálfaði ÍA og landslið Íslands eftir að hann hætti að spila. Ríkharður lék 33 landsleiki 1947 til 1965 og skoraði 17 mörk sem var lengi markamet, og er enn 2.-3. markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.