Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 FÓTBOLTI Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is „Þetta var mjög dramatískur leikur svo ekki sé fastar að orðið kveðið,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrirliði Valskvenna í Pepsi-deild kvenna, eftir svakalegan 3:2 sigur á ÍBV á laugardaginn þar sem sigurmark Vesnu Smiljkovic kom á þriðju mín- útu uppbótartíma en ÍBV komst tvisvar yfir í leiknum. „Það var allt brjálað, Vesna hljóp beint í fangið á Óla þjálfara. Það er gaman að vakna eftir svona daga,“ sagði Mist hress á því við Morgun- blaðið í gær og hún vonar að nú sé Valsliðið komið í gang. „Vonandi. Við fórum rosalega vel af stað og fengum síðan nokkra skelli í röð. Þetta var svona svolítið „do or die“-leikur fyrir okkur um það hvað við ætlum að gera í sum- ar. Vonandi erum við komnar á skrið núna aftur,“ sagði Mist en lið- ið er 5. sæti með 12 stig.Valsliðið vann fyrstu þrjá leikina í deildinni örugglega en tapaði síðan þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni, Sel- fossi og Breiðabliki með markatöl- una 1:13. „Við spiluðum ekki vel í þessum tveimur leikjum á undan Blika- leiknum. Við lögðum þess vegna mikla áherslu á að halda boltanum og spila á milli okkar í Blika- leiknum. Það var svo bara eins og allir hefðu gleymt því að dekka í hornum. Spilamennskan var þannig séð fín, en þrjú mörk úr hornum og skyndisóknir á okkur þegar við er- um að reyna að pressa gerði ger- samlega út af við okkur. 6:0 var virkilega vont,“ sagði Mist sem finnst Pepsi-deildin vera athygl- isverðari í ár heldur en oft áður. „Deildin er svolítið skrýtin í ár. Það eru að koma stór úrslit sem hafa ekki verið áberandi undanfarin ár. Það var talað um að það væri já- kvætt að þessum stóru úrslitum væri að fækka, en að sama skapi eru allir að vinna alla. Ég held að deildin hafi sjaldan verið eins opin og í ár. Pepsi-deildinni í ár verður ekki lokið um mitt mót,“ sagði Mist. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Mist Edvardsdóttir í harðri baráttu við markaskorarann Kristínu Ernu Sigurlásdóttur á laugardaginn var. „Vonandi erum við komnar á skrið“  Valskonur unnu afar dýrmætan sigur á ÍBV HM KVENNA Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Seinni umferð 8-liða úrslita HM kvenna í knattspyrnu fór fram í Kanada í fyrrinótt. Japanir mættu Ástralíu og gestgjafar Kanada tóku á móti enska kvennalandsliðinu. Japan, sem á heimsmeistaratitil að verja, mætti Ástralíu í borginni Edmonton og áströlsku stelpurnar töpuðu 1:0. Mana Iwabuchi var hetja Japan þegar hún náði frá- kastinu eftir að skot Azusa Iwas- himizu var varið og skoraði af stuttu færi á 87. mínútu. Þetta var fimmti sigur Japan með eins marks forystu í röð. Þrátt fyrir að sig- urinn hafi verið naumur voru heimsmeistarar Japan betri aðilinn í leiknum og hefðu getað náð for- ystu mun fyrr þegar Shinobu Ohno komst í gott marktækifæri en skaut yfir markið. Ástralir voru ekki eins líklegir til sigurs í fyrrinótt, þrátt fyrir óvæntan sigur á Brasilíu í 16-liða úrslitum, og voru oft á afturfót- unum í leiknum við Japan. Ástralía fékk þó eitt marktækifæri þegar boltinn féll fyrir varnarmanninn Samantha Kerr en slakt skot henn- ar var varið auðveldlega. Þriðju undanúrslit Englands Gríðarlegur þungi hvílir á ensku karla- og kvennalandsliðunum í knattspyrnu í hverjum einasta landsleik vegna mikilla væntinga ensku þjóðarinnar og fjölmiðlanna. England hefur aðeins tvisvar leikið til undanúrslita á HM. Karlalands- liðið fékk þann heiður árin 1966 og 1990. Árið 1966 varð England heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið en árið 1990 tapaði England fyrir Þýskalandi í vítaspyrnu- keppni. Þegar enska kvennalandsliðið mætti gestgjöfum Kanada í borg- inni Vancouver í 8-liða úrslitunum í fyrrinótt barðist kvennalandsliðið fyrir því að vera metið jafnmikils og ofangreindu karlalandsliðin tvö. England átti draumabyrjun og komst í 2:0 forystu með mörkum á 11. og 14. mínútu. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið þegar hún hirti boltann af Lauren Sesselmann frá Kanada og skoraði með lágu skoti framhjá Erin McLeod. Taylor er eini leikmaðurinn í enska hópn- um sem spilar utan Englands en hún leikur með Portland Thorns í Bandaríkjunum. Kanadíska liðið hafði ekki enn jafnað sig þegar England fékk aukaspyrnu á hættu- legum stað sem Fara Williams tók. Williams sendi boltann á bakvörð- inn Lucy Bronze, sem spilar fyrir Manchester City, sem skallaði bolt- ann í þverslána og inn yfir McLeod í markinu. Mörk ensku stúlknanna voru gegn gangi leiksins en kanadíska landsliðið var kærulaust og fékk nánast á sig þriðja markið af þeirri sök en Katie Chapman átti skalla í þverslána. Christine Sinclair, fyr- irliði kanadíska landsliðsins og samherji Taylor hjá Portland Thorns, minnkaði muninn fyrir Kanada á 42. mínutu eftir slæm mistök Karen Bardsley, markvarð- ar Englands. Karen, sem hefur ekki átt gott mót, tókst ekki að grípa fast skot Ashley Lawrence og Sinclair fylgdi á eftir og skoraði. Staðan var því 2:1 í hálfleik. Hart var barist í seinni hálfleik en Eng- land varðist vel og hélt forystunni út leikinn og tryggði sér leið í und- anúrslit í fyrsta sinn í sögu enska kvennalandsliðsins. Stórveldin mætast England mætir heimsmeist- urunum frá Japan í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. Liðin mætt- ust í riðlakeppninni á HM 2011 í leik sem England vann 2:0. Í hin- um undanúrslitaleiknum mætast stórveldin Bandaríkin og Þýska- land. Bandaríkin unnu Kína 1:0 og keppa í undanúrslitum HM í sjö- unda skiptið í röð en Þýskaland, sem hefur leikið vel á mótinu í ár, sló Frakkland út í vítaspyrnu- keppni í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir eru úr leik  Enska kvennalandsliðið keppir í undanúrslitunum í fyrsta sinn  Japan vann með einu marki í fimmta skiptið í röð  Þýskaland og Bandaríkin komin áfram AFP Mark Lucy Bronze fagnar öðru marki Englands í 2:1 sigrinum á Kanada í Vancouver í fyrrinótt. Enska kvenna- landsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. Í stað þess að ungir íþrótta- menn kaupi sér nýjan bíl eða hús þegar þeir brjótast fram á sjónarsviðið legg ég til að þeir eyði Twitter og Facebook og stofni nýtt til að byrja ferilinn með hreinan skjöld. Unglingar ættu kannski að prófa að fara á þessar síður sínar og renna yfir efnið frá því þegar síðan var stofnuð. Þar gætu nokkrir gull- molar leynst, færslur um pólit- ískar skoðanir á frumstigi og sögur frá síðustu ferð út í búð. Nýjasta æðið virðist vera að grandskoða Twitter-síður ungra íþróttamanna í von um að finna einhverjar safaríkar færslur. Nýj- asta fórnarlamb eigin heimsku er Larry Nance, sem var valinn af Los Angeles Lakers í nýliða- vali NBA síðastliðinn fimmtu- dag. Skömmu eftir að hann var valinn fannst fjögurra ára gam- alt tíst þar sem hann kallaði liðsfélaga sinn Kobe Bryant, einn besta leikmann Los Angel- es Lakers frá upphafi, nauðgara, en eins og margir vita var Bryant kærður fyrir nauðgun ár- ið 2003 en kæran var síðan felld niður. Larry er ekki eina fórnar- lambið þó svo að hans tilvik sé mögulega verst; til eru ófáar færslur yngri leikmanna NBA- deildarinnar frá þeim tíma þegar þeir voru óbreyttir nemendur þar sem þeir senda framtíðar- mótherjum sínum heldur kalda strauma. Það kæmi mér ekki á óvart ef helmingur deildarinnar hefði einhvern tímann kallað Le- Bron James aumingja í tísti. En þótt maður hafi hreinan Twitter-skjöld er maður ekki laus við hættur samskiptamiðla og snjallsíma því ef frægur íþróttamaður sést reykja eða drekka á almannafæri getur hann verið fullviss um að það sé komið myndband af því á netið. Það virðist þó ekki stöðva suma. BAKVÖRÐUR Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Hlauparinn Aníta Hinriks- dóttir varð í öðru sæti í 800 metra hlaupi á Bauhaus Junioren Gala unglingamótinu í Mannheim í Þýskalandi í gær. Aníta hljóp á tímanum 2:02:57 mín. Aníta bætti eigið Íslandsmet á sama móti árið 2013 þegar hún hljóp vegalengdina á 2:00:49. Aníta átti besta tímann af þeim keppendum sem tóku þátt í hlaup- inu í Mannheim í dag, en þess ber að geta að hún hefur glímt við togn- un í læri undanfarið og hefur ekki getað æft af fullum krafti síðustu vikur í aðdraganda mótsins. Aníta leiddi hlaupið lungann úr hlaupinu en Belginn Rene Eykens fór fram úr henni við marklínuna og varð 2/100 úr sekúndu á undan henni. Aníta stefnir á að taka þátt í HM fullorðinna sem fram fer í Pek- ing í ágúst en til þess þarf hún að hlaupa undir 2:01:00. Aníta hefur aðeins einu sinni hlaupið undir 2:01:00, en það var þegar hún setti Íslandsmet í fyrrnefndu hlaupi í Manheim. sport@mbl.is Aníta varð önnur í Mannheim Aníta Hinriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.