Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Þróttur hefur tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu en áttundu umferð deildarinnar lauk á laugardaginn. Þetta var ekki góð umferð fyrir norðanliðin Þór og KA því þau töpuðu bæði fyrir liðum sem voru í miklum vandræðum og ljóst er að frammistaða KA-manna hingað til er undir væntingum en flestir spáðu því að þeir færu rakleiðis upp í Pepsi- deildina. Hroðaleg mistök Þróttur lagði nýliða Fjarðabyggð- ar, 2:1, í leik sem markvörður Fjarðabyggðar Kile Kennedy gleym- ir seint eða aldrei. Hann gerði sig sekan um herfileg mistök þegar Þróttarar komust í 2:0. Samherji hans, Bjarni Mark Antonsson, sendi boltann aftur til markvarðar síns af löngu færi. Kennedy hugðist stöðva boltann með fætinum en ekki vildi betur til en að boltann fór undir fót hans og lak í netið. Þróttarar réðu al- gjörlega ferðinni í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik snerist dæmið við og Fjarðabyggð hefði með smá heppni getað jafnað metin. HK, sem hafði tapaði fimm leikjum í röð og öllum leikjum sínum í Kórn- um, vann dramatískan sigur á KA, 3:2, þar sem HK-ingar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. Sigurmarkið skoraði Aron Þórður Albertsson, ný- kominn inná sem varamaður, en and- artaki áður hafði Guðmundur Atli Steinþórsson jafnað fyrir HK með sínu öðru marki. Elfar Árni Að- alsteinsson skoraði bæði mörk KA, sem er í 5. sætinu. Grótta fagnaði sínum fyrsta sigri og hann kom heldur betur á óvart því þeir lögðu Þórsara fyrir norðan, 1:0. Magnús Andri Sigurðsson skoraði markið eftir klukkutímaleik. Víkingur í Ólafsvík hélt sig- urgöngu sinni áfram á heimavelli en liðið lagði Grindavík, 2:0, og er tveim- ur stigum á eftir Þrótti í öðru sæti deildarinnar. Alfreð Már Hjaltalín og Ingólfur Sigurðsson skoruðu mörk Ólsara sem hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í leikjunum átta. Þá fögnuðu Framarar sínum öðr- um sigri í röð þegar þeir höfðu betur gegn BÍ/Bolungarvík á Ísafirði, 2:1. Ingiberg Ólafur Jónsson skoraði sig- urmark Framara á 84. mínútu leiks- ins. gummih@mbl.is Dramatískt hjá HK  HK skoraði tvö mörk í uppbótartíma og lagði KA  Skrautlegt sjálfsmark reyndist sigurmark Þróttara Morgunblaðið/Eva Björk Barátta Viðar Þór Sigurðsson úr Fjarðabyggð í baráttu við Þróttarana Odd Björnsson og Vilhjálm Pálmason í Laugardal þar sem Þróttur hafði betur. Á HLÍÐARENDA Jóhann Ólafsson Johann@mbl.is Valur sigraði ÍA 4:2 í 10. umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda og Valur ætlar því að halda sér í baráttu efstu liða í sumar en Skagamenn halda áfram að harka í neðri hluta deildarinnar. Eins og lokatölur leiks- ins gefa til kynna var leikurinn ákaf- lega opinn og skemmtilegur. Virtist á köflum sem gestirnir hefðu engan áhuga á því að verjast, slíkt var plássið sem Valur fékk á köflum. Yf- irburðir heimamanna í fyrri hálfleik voru töluverðir og staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 3:1, heimamönnum í vil. Gestirnir hresst- ust í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 3:2 um miðjan hálfleikinn. Valsmenn hristu hausinn og nöguðu neglurnar, „það er týpískt fyrir Val að missa þennan leik niður.“ Áhyggj- ur þeirra voru óþarfar því Kristinn Ingi Halldórsson gulltryggði sigur Vals með marki átta mínútum fyrir leikslok og 4:2 sigur þeirra í höfn. Kristinn og Pedersen góðir Valur getur spilað frábæran fót- bolta og fremstu leikmenn liðsins eru stöðugt ógnandi, þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Ped- ersen. Kristinn lagði upp tvö mörk í kvöld með gullfallegum sendingum og Pedersen skoraði tvö mörk. Kristinn var ánægður í leikslok þeg- ar hann ræddi við blaðmann. „Ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt og sigurinn var gríð- arlega mikilvægur.“ Hann fór fögr- um orðum um Pedersen. „Það er auðvitað frábært að spila með hon- um. Við erum góðir vinir og fílum að spila saman.“ Varnarleikur liðsins var ósann- færandi á köflum en það slapp hjá þeim í gær. Ef Valur vængjum þönd- um heldur áfram á þessari braut verður liðið í baráttu um titilinn fram í lok móts. Eina spurningin er hvort liðið nái að spila jafn vel í öðrum leikjum og það gerði í kvöld. ÍA getur spilað mun betur en liðið gerði Framan af leit út fyrir að Vals- menn gætu skorað í hvert skipti sem þeir fengu boltann, því varnarleikur Skagamanna var ekki merkilegur. Þeir tóku sig þó á og náðu að gera leikinn spennandi í síðari hálfleik, sem leit út fyrir að vera ómögulegt í þeim fyrri. Flestir leikmenn liðsins geta gert betur en Jón Vilhelm sýndi lipra takta á sínum gamla heimavelli en aðrir þurfa að hysja upp um sig buxurnar. Það voru ekki bara varnarmenn liðsins sem áttu slæman dag en fæstir Skagamenn virtust nenna að verjast, allavega í fyrri hálfleik. Marko Andelkovic þarf að gefa meira af sér en hann er með frá- bæran vinstri fót, getur skotið og sent á við þá bestu en virðist stund- um ekki nenna að berjast eða leggja sig fram. Besti leikmaður ÍA í síð- asta leik, Ásgeir Marteinsson, sást varla á löngum köflum og ljóst er að Skagamenn verða að ná stöðugleika ef þeir vilja sleppa við fallbaráttu í sumar. Valur á skriði  Frábær sóknarleikur Vals  Skagamenn þurfa að stoppa í götin  Pedersen heldur áfram að hrella markverðina Morgunblaðið/Árni Sæberg Markheppinn Daninn Patrick Pedersen sækir að marki Skagamanna en hann skoraði tvö af mörkum Vals í gær. Vodafonevöllur, Pepsi-deild karla, 10. umferð, sunnudaginn 28. júní 2015. Skilyrði: Skýjað og 14 gráðu hiti. Völlurinn fallegur. Skot: Valur 13 (6) – ÍA 11 (7). Horn: Valur 2 – ÍA 2. Valur: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Baldvin Sturluson (Iain Williamson 73), Thomas Christen- sen, Orri S. Ómarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja: Haukur Páll Sig- urðsson, Andri Fannar Stefánsson, Kristinn Freyr Sigurðsson. Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson (Haukur Á. Hilmarsson 84), Patrick Pedersen, Einar Karl Ingvarsson (Tómas Óli Garðarsson 66). ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jónsson. Vörn: Þórður Þ. Þórðarson, Arnór S. Guðmundsson, Darren Lough. Miðja: Jón Vilhelm Ákason (Eggert Kári Karlsson 87), Ingimar Elí Hlyns- son (Albert Hafsteinsson 69), Marko Andelkovic, Ólafur Valur Valdimars- son (Hallur Flosason 46). Sókn: Ás- geir Marteinsson, Arsenij Buinickij. Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 5. Áhorfendur: 1.123. Valur – ÍA 4:2 1:0 Andri Fannar Stefánsson21. fylgdi eftir þegar Páll Gísli varði skot Pedersen og skoraði. 2:0 Patrick Pedersen 31. skor-aði eftir stungusendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Sólaði Pál Gísla og renndi boltanum í markið. 2:1 Jón Vilhelm Ákason 37. fékkboltann einn á fjærstöng eftir sendingu Ásgeirs Marteinssonar og skoraði. 3:1 Patrick Pedersen 41. náðifrákasti eftir skot Andra Fannars og skoraði. 3:2 Arsenij Buinickij 65. fékkboltann vinstra megin í teig Valsmanna og skoraði af öryggi. 4:2 Kristinn Ingi Halldórsson82. fékk frábæra sendingu frá Kristni Frey og lagði boltann framhjá Páli Gísla í netið. I Gul spjöld:Einar Karl (Val) 53. (brot), Jón Vilhelm (ÍA) 58. (brot), Kristinn Freyr (Val) 67. (brot), Christensen (Val) 67. (brot), Pedersen (Val) 88. (leikaraskapur). I Rauð spjöld: Engin. MM Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Patrick Pedersen (Val) M Sigurður Orri Ómarsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Bjarni Ólafur Eiríksson (Val) Kristinn Ingi Halldórsson (Val) Jón Vilhelm Ákason (ÍA) Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.