Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í GRAFARVOGI Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is FH varð í gærkvöldi fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni á heimavelli í sumar. Liðið þurfti samt að hafa virkilega fyrir hlutunum gegn væng- brotnu liði Fjölnismanna en lokatöl- ur í bráðfjörugum leik urðu 3:1. FH var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Fjölnismenn voru heppnir að ná inn í hálfleik með jafna stöðu, 1:1. Með Pétur Viðarsson á miðjunni í gær í fjarveru Bjarna Þórs Viðarssonar gerði liðið hlutina á einfaldan hátt. Eitthvað sem vant- aði í leik liðsins gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Heimir Guðjónsson stendur því frammi fyrir áhuga- verðu vali næst þegar hann púslar saman sínu liði gegn SJK í Finnlandi í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag. Pétur þræddi boltann á Atla Guðnason á 17. mínútu en Atla brást bogalistin. Hann var svo aftur á ferðinni í fyrsta marki FH-inga þegar hann sendi knöttinn aftur á Atla sem renndi honum á Þórarin sem kom FH á bragðið. Fjölnismenn komu af miklum krafti út í síðari hálfleik og fengu urmul marktækifæra sem þeir náðu ekki að nýta sér. Aron Sigurðarson átti skot í slá og Bergsveinn Ólafs- son, fyrirliði þeirra, skallaði framhjá í góðu færi. „Við fengum færi til þess að kom- ast yfir og mómentið var með okkur en þegar menn nýta ekki sénsana gegn jafn sterku liði og FH þá fá menn það í bakið,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, sem átti annars góðan leik í hjarta varn- arinnar hjá Grafarvogspiltum. Það eru margir sem hafa talað um „allt í lagi“-spilamennsku FH-inga hingað til í sumar en þeir hafa að minnsta kosti þriggja stiga forskot á KR á toppi deildarinnar! Stór skörð hafa verið höggvin í lið Fjölnismanna. Emil Pálsson er far- inn aftur í FH, miðvörðurinn Daniel Ivanovski er farinn til Svíþjóðar og svo vantaði hinn skæða Þóri Guð- jónsson í framlínu liðsins í gær þar sem hann var í banni. Samt sem áður áttu Fjölnismenn urmul marktæki- færa gegn toppliði deildarinnar sem sýnir hvað í þetta lið er spunnið. Það er engin tilviljun að liðið hefur verið í efri hluta deildarinnar í sumar. Nú hafa Fjölnismenn hins vegar tapað tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti í sumar. Fjölnismenn fóru í mikla og langa lægð í fyrra og unnu ekki leik frá 8. maí til 27. júlí. Hvað gera strákarnir hans Ágústs Gylfasonar núna? Morgunblaðið/Eva Björk Hættuspark Kassim Doumbia með fótinn ansi hátt á lofti í baráttu gegn Mark Charles Magee á Fjölnisvellinum í gær. FH í þriggja stiga forskot  FH varð í gær fyrst liða til að vinna Fjölni á heimavelli í sumar  Skörð höggvin í Fjölnisliðið sem hafði þrátt fyrir það í fullu tré við Hafnfirðinga Fjölnisvöllur, Pepsi-deild karla, 10. umferð, sunnudaginn 28. júní 2015. Skilyrði: Frábærar knattspyrnu- aðstæður. Völlur grænn og sléttur. Skot: Fjölnir 9 (8) – FH 12 (3). Horn: Fjölnir 6 – FH 3. Fjölnir: (4-3-3) Mark: Þórður Inga- son. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Bergsveinn Ólafsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Viðar Ari Jónsson. Miðja: Ólafur Páll Snorrason (Anton Freyr Ársælsson 86), Guðmundur K. Guðmundsson, Gunnar Már Guð- mundsson. Sókn: Ragnar Leósson (Ægir Jarl Jónasson 82), Mark Magee (Birnir Snær Ingason 82), Aron Sigurðarson. FH: (4-4-2) Mark: Róbert Örn Óskarsson. Vörn: Jón R. Jónsson (Jérémy Sewry 68), Guðmann Þór- isson, Kassim Doumbia, Böðvar Böðvarsson. Miðja: Brynjar Á. Guð- mundsson, Pétur Viðarsson, Davíð Viðarsson, Þórarinn I. Valdimarsson. Sókn: Atli Guðnason (Kristján Flóki Finnbogason 84), Steven Lennon. Dómari: Eiler Rasmussen – 7. Áhorfendur: 1.204. Fjölnir – FH 1:3 Pressuliðið hafði betur gegn landsliðinu í KPMG-bikarnum í golfi sem fram fór á laugardag- inn við frábærar aðstæður í Graf- arholti. Pressu- liðið, sem er úr- valslið atvinnu- og áhugamanna, vann með 6 ½ vinning gegn 4 ½. vinningi landsliðsins en keppnis- fyrirkomulagið var í anda Ryder- bikarsins fræga þar sem leikin er holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fóru fram, þar sem tveir eru saman í liði og leika saman einum bolta til skiptis og fimm tvímenningsleikir þar sem tveir kylfingar mætast. Allir bestu kylfingar landsins voru því á meðal keppenda á mótinu sem var afar sterkt þar sem atvinnu- menn á borð við Valdísi Þóru Jóns- dóttur og Birgi Leif Hafþórsson tóku þátt. Mótið var einnig hugsað sem undirbúningur fyrir landslið kvenna og karla sem munu ásamt U18 ára landsliði karla keppa á Evrópumóti landsliða í byrjun júlí- mánaðar. „Það var stutt í tárin“ Mótið í ár var til styrktar sumar- og vetrarbúðum fatlaðra í Reykja- dal. Kylfingar söfnuðu peningum með því að fá fugla en alls komu 79 slíkir í hús sem skilaði einni milljón króna. „Við erum alveg himinlifandi. Þetta er kærkomin gjöf til okkar og kemur til með að nýtast starfinu af- skaplega vel. Þetta var flott mót og vel að þessu staðið. Það var ótrú- lega gaman að fá að taka þátt í þessu öllu saman,“ sagði Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þetta er búið að vera algjört æv- intýri. Þetta voru flottir fagmenn í golfinu, ungt fólk sem lagði sitt af mörkum til að gefa í þágu Reykja- dals. Það var stutt í tárin þegar við tókum við þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta,“ sagði Margrét. peturhreins@mbl.is Milljón safn- aðist í KPMG- bikarnum Birgir Leifur Hafþórsson 0:1 Þórarinn Ingi Valdimarsson 37. skoraði afstuttu færi í teignum eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. 1:1 Guðmundur Karl Guðmundsson 40. tók skotfyrir utan teig í gegnum þvöguna og í netið. 1:2 Jérémy Serwy 76. skoraði nánast af marklínueftir góðan undirbúning frá Þórarni Inga. 1:3 Atli Guðnason 83. fékk sendingu frá StevenLennon og tók hnitmiðað skot rétt utan teigs innanfótar hægra megin í markið. I Gul spjöld:Ólafur Páll (Fjölni) 43. (brot), Ragnar (Fjölni) 47. (brot), Pétur (FH) 39. (brot), Böðvar (FH) 83. (brot). I Rauð spjöldEngin. M Róbert Örn Óskarsson (FH) Pétur Viðarsson (FH) Davíð Þór Viðarsson (FH) Böðvar Böðvarsson (FH) Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Bergsveinn Ólafsson (Fjölni) Aron Sigurðarson (Fjölni) Guðmundur K. Guðmundss. (Fjölni) Ólafur Páll Snorrason (Fjölni) KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik – Þór/KA..... 18 Fylkisvöllur: Fylkir – Afturelding...... 19.15 Jáverkvöllur: Selfoss – KR.................. 19.15 Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Stjarnan ............. 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.