Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 240. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísrael: V antrauststillagan á stjórnina var felld Yitzhak Shamir, forsæt- isráöherra Israels (til vinstri á myndinni) sést hér skála við Yigal Coh- en-Orgad, hinn nýja fjármálaráðherra lands- ins, eftir að sá síðar- nefndi hafði svarið emb- ættiseið. Jenísalem, 19. október AP. RÍKISSTJÓRN ísraels, sem verið hefur við völd í aöeins 9 daga, tókst í dag að fella fyrstu vantrauststillöguna, sem fram er borin á hana á þjóðþinginu. I umræðunum um tillöguna lýsti Yigal Cohen-Orgad fjármálaráðherra þeirri staðhæfingu stjórnarandstöðunnar sem „fásinnu", að ísrael stæði frammi fyrir „fjárhagslegu hruni" Vantrauststillagan var felld með 61 atkvæði gegn 54 og er þessi nýja ríkisstjórn ísraels undir for- sæti Yitzhak Shamir nú talin miklu öruggari í sessi en áður, eft- ir að hafa sigrazt á fyrstu alvar- legu erfiðleikum sínum. Óvíst var um framtíð hennar eftir kreppu þá í peninga- og gjaldeyrismálum, sem upp kom fyrir skömmu og hafði í för með sér, að verðbréfa- markaðurinn í landinu var lokað- ur í tvær vikur. f ræðu sinni hét Cohen-Orgad því að draga úr opinberum út- gjöldum en auka atvinnuöryggi með því að efla útflutning og minnka verðbólguna í landinu, sem nálgast nú 160 %. Walesa er „gagn- byltingarsinni“ Berlín, 19. október. AP. NEUES Deutschland, málgagn aust- ur-þýzka kommúnistaflokksins, gagn- rýndi pólska verkalýðsleiðtogann og friðarverðlaunahafann Lech Walesa harðlega í dag og kallaði hann „gagn- byltingarsinnaðan óróasegg", sem hefði látið það eitt af sér leiða að stofna til innanlandsdeilna í Póllandi. Blaðið fjallaði um Walesa í leið- ara og átaldi þar mjög, að honum skuli hafa verið veitt friðarverðlaun Nóbels. Þá gagnrýndi blaðið enn- fremur harðlega, að stjórnvöld í Bonn skuli hafa sent Walesa heilla- óskaskeyti í tilefni verðlaunaveit- ingarinnar. Mynd þessi sýnir útlitsteikningu á nýrri freigátu, sem brezka varnar- málaráðuneytið hyggst taka í notkun bráðlega og er ætlað að granda kafbátum. A þetta skip að verða höfuðvopn Breta í framtíðinni í barátt- unni við hugsanlega óvinakafbáta við Bretlandseyjar. Nóbelsverðlaunin í eðlis- og efnafræði: Bandaríkjamenn hlutskarpastir Stokkhólmi, 19. október. AP. BANDARÍSKA efnafræðingnum Henry Taube voru í dag veitt Nób- elsverðlaunin í efnafræði að þessu sinni, fyrir uppgötvanir hans varð- andi „flutning rafeinda í efnum, einkum í málmum". Nóbelsverö- laununum í eðlisfræði var einnig út- hlutað í dag og hlutu þau tveir Bandaríkjamenn, Subrahmanyan Chandrasekhar, sem er prófessor við háskólann í Chicago og William A. Fowler, sem er prófessor við tækni- Beittu byssustingjum gegn konum og börnum Mestu ógnaraðgerðir Rússa í Afganistan Islamabad, 19. október AP. SOVÉZKIR hermenn tóku af Iffi 126 afganska þorpsbúa og beittu byssustingjum gegn bæði konum og börnum í árás á tvö þorp rétt utan við borgina Kandahar í suð- austurhluta Afganistans í síðustu viku. Skýrði Habidullah Karzai, sem var fulltrúi Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum 1972, frá þessu í dag og hafði fréttina eftir afgönskum flóttamönnum, er þeir komu til borgarinnar Queta í Vestur-Pakistan, þar sem Karzai býr nú. Þetta eru einhverjar mestu ógnarfréttir, sem nokkru sinni hafa borizt frá Afganistan, síðan styrjöldin hófst þar fyrir fimm ár- um. Ógnaratburðir þessir áttu sér stað sl. fimmtudag í þorpunum Mishkizai og Kolchabad í hefnd- araðgerðum Sovétmanna á óbreytta borgara vegna árásar skæruliða daginn áður á sovézka herflutningalest, þar sem sjö skriðdrekar voru eyðilagðir. „Mér var skýrt svo frá, að sov- ézku hermennirnir hefðu komið fótgangandi daginn eftir og safnað fólkinu saman í hópa. Síðan skutu þeir karlmennina en beittu byssustingjum á konur og börn. I einni fjölskyldu voru 18 manns drepnir. Á eftir jöfnuðu Sovétmenn þorpin við jörðu," sagði Karzai og bætti við: „Fjöldi þeirra, sem drepnir voru, hefði orðið miklu meiri, ef marg- ir af íbúum þorpanna hefðu ekki náð að flýja, áður en sovézki her- inn kom á vettvang og um- kringdi svæðið." Önnur þorp á þessu svæði hafa síðan orðið fyrir miklum loftárásum . sov- ézkra herflugvéla. háskólann í Kaliforníu. Voru verð- launin veitt fyrir framlag þessara manna í stjarneðlisfræði. Chandrasekhar er indverskur að uppruna, en gerðist bandarísk- ur rikisborgari 1953. Hann átti 73 ára afmæli í dag, en Fowler er 72 ára að aldri. í forsendum sænsku vísindaakademíunnar sagði m.a. að vegna uppgötvana þessara tveggja manna væri nú unnt að gera sér grein fyrir því, hvernig stjörnur yrðu til úti í himingeimn- um, þróun þeirra og endalokum. Henry Taube er prófessor við Stanford-háskóla. Hann er 67 ára að aldri og fæddur í Kanada. í forsendunum fyrir verðlaunaveit- ingunni til hans kemst sænska vísindaakademían svo að orði, að hann sé „einn fremsti vísindamað- ur nútímans á sviði ólífrænnar efnafræði og nefna megi 18 tilfelli, þar sem Taube hafi verið fyrstur með mikilvægar uppgötvanir. Undanfarinn áratug hefur það komið æ betur í ljós, að uppgötv- anir Taubes má hagnýta á öðrum sviðum, ekki hvað sízt í lífefna- fræði“. Verðlaunahafarnir munu taka við verðlaunum sínum, sem nema 1,5 millj. sænskra kr. (um 190.000 dollarar), á Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi 10. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.