Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 27 Lengst til hægri er Árni Jóhannsson, Teigi, með verðlaunahrúta sína Hyl og Ás, sem urðu í fyrsta og þriðja sæti, þá kemur Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum með Dverg, sem varð í öðru sæti og lengst til vinstri er Ólafur Bjarnason, Stóru-Hildisey með Voða, sem varð efstur af kollóttum hrútum. MorgunblaðiS/Ottó Eyfjftrð. Hrútasýning í Rangárvallasýslu HvoLsvclli, 11. október. HÉRAÐSSÝNING ó hrútum í Rangárvallasýslu var haldin 2. október 1983 að Teigi í Fljótshlíð. Sýndir voru 29 hrútar. 10 hrútar hlutu heiðursverðlaun, 8 hrútar hlutu 1. verðlaun A, 11 hrútar hlutu 1. verðlaun B. Besti hrúturinn var dæmdur Hylur Árna Jóhannssonar, Teigi, Fljótshlíð, með 88,5 stig. Annar besti hrúturinn var dæmdur Dvergur Guðlaugs Jónssonar, Voðmúlastöðum, Austur-Landeyjum, með 82,5 stig. Þriðji besti hrúturinn var dæmdur Ás sem Árni í Teigi átti einnig, en hann hlaut 82,5 stig. Bestur af kollóttum hrútum var dæmdur Voði ólafs Bjarna- sonar, Stóru-Hildisey, Austur- Landeyjum. Ottó. Athugasemd frá Gabriel Lara í VIÐTALI við mig í Morgunblaðinu 18. október sl., er gefið í skyn að ég hafi sagt að í Nicaragua sé ekki lýð- ræði, og það tengt því að ég teldi að slík þróun muni ekki verða í El Salvador. Ég legg áherslu á það, að núver- andi ríkisstjórn Nicaragua er fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn sem verið hefur í Nicaragua í hálfa öld, kom í kjölfar hálfrar aldar einræðisstjórnar Somoza, sem Bandaríkin héldu uppi. Á 6 mánuðum tókst hinni nýju stjórn í Nicaragua að virkja 180 þúsund ungra manna og kvenna til þátttöku í baráttunni gegn ólæsinu. Meðan Somoza var við völd voru aðeins 48% íbúanna læs- ir, í dag, aðeins þremur árum eftir fa.ll Somoza geta 88% íbúanna bæði lesið og skrifað. Nicaragua er ekki einræðisríki nú. í núverandi ríkisstjórn er fé- lagi í íhaldsflokknum, og verka- lýðsmálaráðherrann er úr Frjáls- Afmæliskveðja: Magnús Jochums- son rennismiður lynda flokknum. I ríkisráðinu eru fulltrúar frá öllum verkalýðsfé- lögum, frá ðllum flokkum og póli- tískum straumum, m.a. frá Ihalds- flokknum. Þetta ríkisráð gegnir að miklu leyti svipuðu hlutverki og alþingi hér. Ríkisstjórn Nicaragua hefur boðað til kosninga árið 1985, og kosningastjórn hefur verið sett á laggirnar. Reagan segist vera að vernda og þróa lýðræði í Mið-Ameríku. En ég spyr ykkur, hvers vegna er Reagan þá að reyna að steypa af stóli einu lýðræðislegu stjórninni sem verið hefur í Nicaragua í hálfa öld. Hvers vegna stendur ríkisstjórn Reagans í því að vopna og þjálfa 10 þúsund gagnbylt- ingarmenn til að reyna að kné- setja ríkisstjórn, sem virkilega hefur gert mikla hluti í þjónustu þjóðar sinnar. 19. október 1983, Gabriel Lara. í gær, 19. október, varð Magnús Jochumsson, rennismiður í Hvera- gerði, sjötugur. Á þessum merkisdegi í lífi hans sendum við honum hugheilar árnaðaróskir, jafnframt því, sem við minnumst hinna góðu stunda á liðnum árum. Þykir okkur og nú tækifæri til að senda honum hér nokkra afmæl- iskveðju, ekki sízt af því að Magn- ús er ekki einn þeirra, sem tíðför- ult gera sér á síður dagblaða eða í aðra fjölmiðla. Magnús Jochumsson fæddist í Reykjavík 19. október 1913. For- eldrar hans voru merkishjónin Diljá Tómasdóttir frá Arnarholti á Kjalarnesi og Jochum Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi. Standa þannig að Magnúsi styrkir stofnar góðra ætta. Jochum Þórðarson var bróðir Björns Þórðarsonar, lög- manns í Reykjavík, sem var þekkt- ur öðlingur og valdist m.a. til þess að vera forsætisráðherra þjóðar- innar á stundu lýðveldisstofnun- arinnar. Móðir þeirra bræðra var Ástríður, systir þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, og sú, sem Matthías kvað svo oft hafa lesið yfir ljóð sín og gefið sér oft góð ráð í kveðskapnum. Jochum fórst þegar Magnús var enn á barnsaldri. Stóð Diljá því ein uppi með stóran hóp sjö barna, en stóð öll áföll af sér með miklum dugn- aði, skörungsskap og glaðværu skaplyndi, sem minnkaði erfið- leikana, en stækkaði hana sjálfa um leið. Síðar giftist Diljá Sigurði Jónssyni, sem einnig var skip- stjóri, en ættaður frá Bakka á Seltjarnarnesi, og bjuggu þau við Öldugötuna í Reykjavík í farsælu hjónabandi langa tíð. Magnús Jochumsson hefur alla ævi verið mjög starfsglaður mað- ur. Fljótt kom í ljós, að hann var einkar laghentur og varð því úr, að hann nam rennismíði í vél- smiðjunni Hamri 1929—33. Hefur rennibekkurinn orðið sem hljóð- færi í höndum hans, þar sem hann hefur látið frá sér fara bæði fín- smíði ýmis konar og svo veiga- mestu burðaröxla í virkjanir og stórvirkar vélar. Fyrst vann Magnús í Hamri í 7‘A ár, en víða lagt gjörva hönd á verk. Réðst hann til starfa m.a. við hinar miklu virkjunarframkvæmdir, sem átt hafa sér stað á landinu á síðustu áratugum. Var hann m.a. verkstjóri á járnsmíðaverkstæð- inu í virkjuninni f Efra-Sogi í tvö ár og síðar hjá írafossvirkjun, og síðar þegar framkvæmdirnar hóf- ust við Búrfell 1966 starfaði hann ,upplausntil abyrgóar A RETTRI LEIÐ Kópavogsbúar Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Sjálf- stæðishúsinu, Hamraborg 1, fimmtudaginn 20. október, kl. 20.30. Matthías Bjarnason, heilbrigðis-, trygginga- og samgönguráð- herra ræðir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokks- ins í kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim verktakafyrirtækjum, er þar stóðu að verki, svo sem Fosskrafti og ístaki, og þá m.a. sem verkstjóri. Þá var hann og verkstjóri hjá fyrirtækinu Efra- Fall í 5 ár við hafnargerð í Þor- lákshöfn. Síðan 1972 hefur hann starfað hjá íslenzkum Aðalverk- tökum. Við rennibekkinn hefur Magnúsi aldrei leiðzt og virðist una sér þar jafnprúður og þegar hann hóf störf fyrir meira en hálfri öld. Ekki virðist hann held- ur nú vera farinn að sýna á sér neitt fararsnið. Hann heldur góðri heilsu og verkin leika í höndum hans, svo hvers vegna væri þá nokkur ástæða til að kveðja, þar sem svo létt er að una glaður við sitt. Magnús Jochumsson hefur um margt verið gæfumaður í lífinu. 5 ágúst 1944 kvæntist hann Júlíu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarfaðardal. Hafa þau eignazt 6 mannvænleg börn: Guðrúnu Þóru, f. 1943, Sigrúnu, f. 1945, Jochum, f. 1949, Valgerði f. 1954, Jón Júlíus, f. 1956, d. 1973, og Sigurð, f. 1957. Júlía er falleg kona, gædd kjarki, rausn og höfðingslund. Hún hefur og frábæra söngrödd, og hefur mikið sinnt söng, m.a. í kórum, fyrst á Akureyri og síðar í Hvera- gerði. Mætir hverjum þeim, er ber að garði, hress andi og gestrisni á heimili hennar í Hveragerði. Hafa þar ávallt staðið opnar dyr, og börnunum og barnabörnunum, sem nú eru orðin 16, ásamt einu barnabarnabarni, þótti gott að koma til Júlíu til skemmri eða lengri dvalar. Þótt Magnús hafi alla ævi unnið við verkleg störf, fór ekki fram hjá neinum, sem honum kynnist, að hann er maður einkar vel máli farinn, svo að stundum er eins og rithöfundur mæli þar af munni fram. Hefur Magnús og alla tíð verið mikill bókamaður, og frí- stundum sínum hefur hann eink- um varið til lestrar. Er hann því fjölfróður og skemmtilegur í við- ræðu. Þá hefur og prúðmannleg framkoma unnið honum virðingu og hylli allra þeirra, sem hann hefur umgengizt. Hefur hann m.a. annars af þeirri ástæðu valizt til trúnaðarstarfa í stéttarfélagi sinnar iðnar, þótt aldrei hafi hann viljað taka þátt í pólitískum flokkadráttum. Við sem svo lengi höfum þekkt Magnús, berum því nú fram þá ósk, að hann megi enn um mörg ókomin ár njóta starfskrafta sinna við rennibekkinn og þess friðar og sæmdar, sem gefast má þeim á efstu árum, sem gott ævistarf eiga að baki. Vinir fyrir norðan OMRON OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verð frá kr. 13.500. $ »!s2J£Í& % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 ami 20560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.