Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 21 Tvistlir. Morgunblaðið/Diðrik Jónsson. METHAFI Hvannatúni f Andakfl, 16. október. TVISTUR er methafi. Nafnnúmer hans er 81026. Hann fæddist 1. nóv. 1981 og var felldur sl. sumar. í tæpa 4 mánuði var tekið sæði úr honum á Nautastöð Búnaðarfélags íslands og gaf hann meira sæði á þessum tíma en nokkurt annað naut hér á landi. Allt sæði á stöðinni er djúp- helmingi meiri „afköst“ en hjá fryst og geymt við um 196° frost. meðalnauti á þessum aldri. Tvistur reyndist fylla 7400 strá á Móðir Tvists er Alvíð 98 á Læk þessum tíma, sem eru 435 strá á í Hraungerðishreppi, sem var í 2. viku. í hverju strái eru 35 millj. sæti á landbúnaðarsýningunni á sæðisfrumur, en eitt strá er Selfossi um árið og hlaut „mjólk- skammtur tií tæknifrjóvgunar á urfötuna", farandgrip fyrir einni kú. Samtals er því eftir- bestu kúna á nautgripasýningu í tekjan á notkunartímanum heimasveit sinni 1975. 259.000.000.000 frumur, meira en DJ Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra: Varar við alvarlegri búseturöskun í landinu — Sigurður Hannesson endurkjörinn formaður Akureyri, 13. október. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins I Norður- landskjördæmi eystra var haldinn á Dalvík 9. þessa mánaðar. Aðalmál fundarins, auk venju- legra aðalfundarstarfa, voru at- vinnumál, og hafði Gunnar Ragn- ars, bæjarfulltrúi á Akureyri, framsögu um þau efni. Kom fram í máli hans, að stórátak þyrfti að gera til að skapa ný atvinnutæki- færi, m.a. þyrfti að skapa 1700 ný störf á svæðinu fram til ársins 1995, en það svarar til þess fjölda starfsmanna sem nú eru hjá verk- smiðjum SÍS, Útgerðarfélagi Ak- ureyringa og Akureyrarbæ, þann- ig að ljóst er að þarna er um stórt verkefni að ræða, eigi ekki illa að fara. Lárus Jónsson, alþingismað- ur, flutti ræðu um stjórnmála- viðhorfið og urðu miklar umræður um ræður beggja frummælenda. í skýrslu formanns kom fram, að flokksstarfið í kjördæminu er gott og hefur flokksbundnu fólki fjölgað veruleg á árinu, eru nú 1.142 flokksbundnir. Eitt nýtt sjálfstæðisfélag var stofnað á ár- inu, Sjálfstæðisfélag Hríseyinga. Sigurður Hannesson, Akureyri, var endurkjörinn formaður kjör- dæmisráðs og með honum í stjórn voru kosin: Höskuldur Sigur- geirsson, Húsavík, Sigurður Björnsson, Ólafsfirði, Sverrir Leósson, Akureyri, og Svanhildur Björgvinsdóttir, Dalvík. í vara- stjórn voru kjörin: Guðfinna Thorlacius, Akureyri, Þorsteinn Aðalsteinsson, Dalvík, Tryggvi Pálsson, Akureyri, Helgi Ólafsson, Raufarhöfn og Skírnir Jónsson, Skarði, Fnjóskadal. — Kosningu í flokksráð hlutu: Jóhann Kr. Jóns- son, Húsavík, Ásgeir Ásgeirsson, Ólafsfirði, Björn Jósef Arnviðar- son, Akureyri, Gunnar Ragnars, Akureyri, Sverrir Leósson, Akur- eyri, og Valdimar Kjartansson, Hauganesi. f fundarlok var lögð fram eftir- farandi tillaga um atvinnumál og var hún samþykkt samhljóða: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í N. eystra, haldinn á Dalvik 9. október 1983, telur brýna nauðsyn á að nú þegar verði hafist handa um öfluga at- vinnuuppbyggingu í kjördæminu. Aðalfundur kjördæmisráðs vill i þessu sambandi benda á þá alvar- legu þróun að fólksfjölgun hefur orðið mun minni á svæðinu að undanförnu en landsmeðaltal. Slíkt leiðir til alvarlegrar búsetu- röskunar í landinu, sem verður að vinna gegn. Sýnilegt er að ný atvinnutæki- færi verða að skapast í iðnaði og þjónustugreinum og verður að skapa þau atvinnutækifæri með tvennu móti, þ.e. með bættri rekstrarafkomu fyrirtækja og uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Aðalfundur kjördæmisráðs vill benda á það sjónarmið sjálfstæð- isstefnunnar að rekstri fyrirtækja sé best borgið í höndum einstakl- inga og samtaka þeirra. Aðalfundur kjördæmisráðs fagnar þeirri ákvörðun iðnaðar- ráðherra að Eyjafjarðarsvæðið skuli hafa forgang í sambandi við athuganir og framkvæmdir á sviði nýiðnaðar í landinu. Aðalfundur kjördæmisráðs skorar á stjórnvöld að móta nú þegar ákveðna atvinnumálastefnu sem miðist við það að fjölga arð- bærum atvinnutækifærum og að tryggja stöðugleika í byggðamál- um.“ GBerg fHwgmiftbifcifr MetsöluUad á hverjum degi! Haustferð um Suðurland Feröaskrifstofa Guðmundar Jónassonar efnir til helgarferöar um Suöurland meö gistingu aö Hótel Mosfelli, Hellu. Ferðatilhögun: Föstudagur 14. október: Brottför frá Borgartúni 34 kl. 20.00. Laugardagur 15. október: Ekiö um Fljótshlíö og suöurströndina til Víkur í Mýrdal. Veislumatur aö Hellu um kvöldiö. Sunnudagur 16. október: Ekiö aö Sigöldu, Þórisvatni, Hrauneyjarfossi, Háafossi og um Þjórsárdal og sveitir Árnessýslu til Reykjavíkur. Hver verður leynigesturinn í laugardagsveislunni? Kunnugur leiðsögumaður annast fararstjórn Verö í tveggja manna herbergi kr. 2.800,- á mann Verð í eins manns herbergi kr. 3.100,- á mann Innifaliö í verði auk ferða, gistingar og fararstjórnar, er kvöldkaffi á föstudagskvöld, morgunveröur og kvöldveisla á laugardag og morgunveröur ásamt hádegisnesti á sunnudag. Einstaklingar og hópar fagniö vetri viö veisluborð aö Hellu FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34 SÍMI 83222 HLJÐMBÆR HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 LITASJÓNVÖRP 20” Á G JAFVERÐI FRÁ KR.25545- með „Linytron Plus“ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. Llmitrnn+plus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.