Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 48
Tölvupappír IMI FORMPRENT Hverlisgotu 78, siniar 25960 25566 tfrgitttMitfrife Bítlaæöið * FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Engin undanrenna flutt að norðan? NÚ EK ÚTLIT fyrir að ekki þurfi að koma til jafn stórfelldra mjólkurflutninga á milli landshluta í vetur og á horfðist fyrr í haust, og jafnvel talið að engin þörf verði fyrir mjólkurflutninga frá Norður- til Suðurlands umfram venju í vetur. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði að ástæða þessa væri sú að mjólkurfram- leiðslan á Suðurlandi væri meiri en búist hefði verið við, mögulegt væri að framleiða meira af kálfafóðri á Blönduósi en talið var og minni eft- irspurn virtist ætla að verða eftir kálfafóðri í vetur vegna minni ásetnings kálfa. Eins og sagt var frá hér í blaðinu í sumar var þá talið að flytja þyrfti 1,5 milljón lítra af undanrennu frá Norður- landi til Suðurlands til framleiðslu undanrennudufts. Ein tilraunaferð mun hafa verið farin en síðan ekki söguna meir. Bjarna Herjólfs- syni lagt vegna rekstrarörðugleika „EINS OG málum er háttað í dag sjáum við ekki aðra leið færa, en að leggja skipinu um óákveðinn tíma, eða þar til aðstæður breytast," .sagöi Kristinn lialldórsson, útgerðarstjóri togarans Bjama Herjólfssonar, sem gerður hefur verið út frá Stokkseyri og landað afla þar og á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. Aukakostnaöur við Blöndu: Vegir utan virkjunar 88,7 millj. AIJKAKOSTNAÐUR við Blöndu er orðinn 237 milljónir króna, eins og Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra skýrði frá á fundi í Hafnarfirði í síðustu viku. Er þar miðað við júníverðiag 1983 og nemur þessi kostnaður 7,9% af virkjunarkostnaöi, sem er talinn verða 3.018 millj. kr. á sama verðlagi. Stærsti liður aukakostnaðar- ins er vegna vega utan virkjun- ar eða 88,7 millj. kr. Aðrir liðir aukakostnaðarins eru 69,9 millj. kr. til upp- græðslu, heiðavegir og brýr 39,9 millj. kr., raflína 10,7 millj. kr., girðingar 9,7 millj., Eiðsstaðir 9,1 miilj., samning- ar o.fl. 5 millj. kr. og gangna- mannaskálar 4 millj. kr. Sam- tals er þetta 237 millj. kr. Þar fyrir utan er ekki lagt mat á veiðimál, annan kostnað, vatnsréttindi o.fl. þar sem for- sendur eru sagðar skorta. Benzín hækkar BENZÍN hækkar í dag úr 22,50 krónum í 22,90 krónur lítrinn. Að sögn Georgs ólafssonar, verðlagsstjóra, er hér um að ræða 31 eyris hækkun vegna hækkunar á benzíngjaldi, sem er ákveðin með reglugerð frá fjármálaráðu- neytinu, en síðan kemur til 9 aura hækkun vegna söluskattsáhrifa. Benzínhækkunin að þessu sinni rennur því beint í ríkissjóð. „Rekstrarskilyrði útgerðarinnar eru með þeim hætti í dag, að óger- legt er að halda þessum rekstri áfram. Það hefur lítið sem ekkert veiðst að undanförnu og því var þessi ákvörðun tekin," sagði Krist- inn ennfremur. Kristinn Halldórsson sagði að- spurður, að öllum undirmönnum skipsins hefði verið sagt upp starfi nú þegar, en yfirmenn þess eru hins vegar með þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Það er ógerlegt á þessari stundu að segja til um það hvenær skipið verður sent á veiðar, en til þess að svo verði, þurfa aðstæður í málefn- um útgerðarinnar að breytast verulega," sagði Kristinn Halldórs- son. Kristinn Halldórsson, útgerðar- stjóri Bjarna Herjólfssonar, sagði loks að tiltölulega lítil breyting yrði á atvinnu í frystihúsunum, þar sem bátarnir hefðu aflað ágætlega að undanförnu og það munaði til þess að gera lítið um þann litla afla, sem Bjarni Herjólfsson hefði komið með á land. Morgunblaöiö/ Snorri Snorrason Akureyrarhöfn að hausti. Athafnasvæði Slippstöðvarinnar er í baksýn. Slippstöðin á Akureyrí: Lagt til að 150 starfs- mönnum verði sagt upp SAMKVÆMT upplýsingum sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar hefur Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri, lagt til við stjórn stöðvarinnar, að heimilað verði að segja upp um 150 starfsmönnum fyrirtækisins og tækju upp- sagnir þessar gildi um áramót. Astæða þessa mun vera síminnkandi umsvif stöðvarinnar, sérstaklega í nýsmíðum, sem fram á þetta ár hafa numið um 60% af afköstum stöðvarinnar, en nema nú aðeins um 20%. Að undanförnu hafa staðið yfir samningavið- ræður við stjórn Útgerðarfélags Akureyringa um að Slippstöðin taki að sér smíði á togara fyrir félagið. Ekki hefur fengist nein niðurstaða í þeim málum enn sem komið er og lítur ekki út fyrir að svo verði á næstunni, að áliti stjórnenda Slipp- stöðvarinnar. Því er nú gripið til þess ráðs að leita heimildar til fækkunar á starfsmönnum. Atvinnuástand á Akureyri hefur verið viðun- andi að undanförnu ef frá er talið að frystihús UA hefur ekki fengið nægan afla til þess að halda uppi dagvinnu, eins og fram kemur á öðrum stað í blað- inu. Hætt er við að verði af fyrirhuguðum sam- drætti hjá Slippstöðinni, kunni það að draga al- varlegan dilk á eftir sér, þar sem í kringum skipa- smíðaiðnaðinn er ýmis atvinnustarfsemi sem verð- ur einnig fyrir samdrætti, dragist skipasmíðar saman. Bæjarráð Akureyrar mun hafa fundað með full- trúum Slippstöðvarinnar um þessi mál í dag, en ekki hefur tekist að afla upplýsinga um hvað þar fór fram. Morgunblaðinu tókst seint í gærkvöldi að ná tali af Gunnari Ragnars og sagðist hann ekki vilja á þessu stigi málsins, ræða málefni stöðvarinnar við fjölmiðla. Hann ætti eftir að ræða við starfsfólk sitt, en síðar mætti vænta nánari frétta. GBerg. Áburðarverksmiðjan: Nýja sýniverksmiðjan óstarfhæf vegna bilunar BILUN VARÐ í nýju sýruverksmiðj- unni í Áburðarverksmiðju rfkisins á þriðjudag, en bilunin varð í kjölfar þess að straumur fór af verksmiðj- unni. Orsök þess að rafmagn fór af var sú að vegna norðanroks hlóðst selta á einangrara og hann sprakk. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en franskir sérfræðingar koma til landsins í kvöld, fimmtudagskvöld, og munu þeir athuga skemmdir, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá Hjálmari Finnssyni, framkvæmdastjóra Áburðarverk- smiðjunnar í gærkveldi. Gert var við rafmagnsbilunina, en í kjölfar bilunarinnar varð bilun í sýruverksmiðjunni. Einnig varð bilun í vetnisverksmiðju, þegar ein sella af tíu sem rafgreina vatn bil- aði, en hún var þá tekin úr sam- bandi. Sýruverksmiðjan sem bilaði er ný, en hún var tekin í notkun um mitt sumar og gengið ágætlega fram að þessu, að sögn Hjálmars. Nú vinna starfsmenn Aburðar- verksmiðjunnar að því að koma gömlu sýruverksmiðjunni í gang, en hún hefur ekki verið í notkun síðan í sumar. Gamla verksmiðjan er ekki eins afkastamikil og hin nýja og sagði Hjálmar að reiknað hefði verið með 50% framleiðslu- aukningu með tilkomu nýju verk- smiðjunnar og sú aukning yrði ekki fyrr en nýja verksmiðjan kæmist í gagnið aftur. Ekki er vitað hve langan tíma tekur að gera við verksmiðjuna, þar sem ekki er vit- að hversu mikil bilunin er. Verksmiðjan er enn í ábyrgð varðandi hönnun og tæki og ekki sagði Hjálmar að hægt væri að segja til um aðrar tryggingar fyrr en nánari athugun hefði farið fram. Aðspurður sagðist Hjálmar telja að sýruverksmiðjan myndi kosta ný í dag upp undir 8 milljónir Bandaríkjadala, eða nálægt 200 milljónum króna. 228 krónur fyrir tapað ábyrgðarbréf BÆTUR fyrir ábyrgöarbréf, sem tapast í pósti, eru nú 228 krónur, samkvæmt upplýsingum er blaða- maður Morgunblaðsins fékk hjá Rafni Júlíussyni póstmálafulltrúa hjá Pósti og síma. Tapist böggull í pósti, sagði Rafn vera greiddar bætur að upphæð 1138 krónur, en engar bætur fást fyrir almennt bréf, sem ekki kemur fram. Verðbréf svonefnd, sem Rafn sagði vera það sama og áður nefndist peningabréf, og er greitt sérstaklega fyrir, eru bætt að fullu, tapist þau. — Verð- bréfapóst sagði Rafn hins vegar að mestu vera úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.