Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bókari Aöalbókara vantar nú þegar á sýsluskrifstof- una á Blönduósi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Hafið samband viö sýsluskrifstofuna og fáiö frekari uppl. Hægt er að útvega hús- næði. Sýslumaður Húnavatnssýslu. Vélvirki óskar eftir starfi Hefur sérmenntun í viögerö og meðferð loft- verkfæra. Einnig vanur viðgerðum á þunga- vinnuvélum o.fl. Tilboð óskast send augl.deild Mbl. fyrir 1. nóv. merkt: „V — 23“. Laghentur Okkur vantar traustan og ábyggilegan mann til að setja bindingar á skíöi, gera viö skíöi og yfirfara skotvopn og veiðiáhöld. Þetta starf krefst mikillar vandvirkni og aðgæslu. Hér er um að ræða framtíðarstarf fyrir réttan mann. Uppl. gefur verslunarstjóri á staðnum á mánudag og þriðjudag kl. 5—6, ekki í síma. Sportval, Laugavegi 116. Snyrtivöruverslun óskar eftir starfskrafti. Vinnutími 1—6, einnig tímavinna fyrir hendi. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: „Rösk — 0107“, fyrir 28.10. Verkamenn Óskum eftir verkamönnum í byggingarvinnu. Framtíðarvinna fyrir vana menn. Uppl. í síma 11385 og 26609. Þrídrangur hf. Jökull hf. Raufarhöfn óskar eftir vönu starfsfólki í pökkun og snyrt- ingu. Fyrirtækið býður upp á mjög góðar verbúöir og eldunaraöstöðu fyrir aðkomu- fólk. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á land um tíma. Uppl. í síma 51204 á skrifstofutíma. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI St. Jósefsspítalinn Landakoti Hjúkrunarfræöingar óskast til eftirtalinna starfa nú þegar eftir samkomulagi: Skurödeild: staöa hjúkrunarfræöings meö sérmenntun, hlutastarf kemur til greina. Staða hjúkrunarfræöings, sérmenntun ekki skilyröi. Gjörgæsla: Stöður hjúkrunarfræðinga í fullt starf, hlutastarf og fastar næturvaktir. Umsóknir ásamt uppl. um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari uppl. í síma 19600 kl. 11 —12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavik, 20. okt. 1983. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Áreiðanlegur afgreiðslumaður óskast Framtíðarstarf. Skrifleg umsókn sendist til afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 25. október nk. merkt: „Af- greiðslumaður — 1901“. Landsvirkjun óskar eftir aö ráða hjúkrunarfræðing til starfa á Þjórsár- og Tungnaársvæöinu, frá 1.—30. nóvember nk. með aðsetri á Sultartanga. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur störfum á slysadeild. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Landsvirkjunar í síma 86400. Efnaverkfræðingur - efnaverkfræðingur Málningarverksmiðja Slippfélagsins óskar eftir aö ráða starfskraft á rannsóknarstofu. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf- um óskast sendar til Slippfélagsins, Reykja- vík, pósthólf 408, 121 Reykjavík, fyrir 1. nóv. næstkomandi merktar: „Efnaverkfræðingur — efnaverkfræðingur“. Lausar stöður Hf. Eimskipafélag íslands vill ráöa menn til starfa í eftirtaldar stöður: Á járnsmíöaverkstæði Vélvirkja / plötusmið / rafsuöumann. — verkefni járnsmíðaverkstæöisins eru m.a.: viðhald skipa, tækja, s.s. lyftara, dráttar- vagna o.fl. og viðhald fasteigna. — nýsmíði í tengslum viö viðhald. Leitaö er eftir starfsmanni með sveinspróf í einhverri ofantalinna greina. Á rafmagnsverkstæði. Rafvirki/rafvélavirki. — Verkefni rafmagnsverkstæðisins eru m.a.: — fyrirbyggjandi viðhald og viögeröir á raf- magnslyfturum, rafbúnaði bifreiða og tækja og frystigámum. — Viðhald og nýlagnir á fasteignum félags- ins. — Leitað er eftir starfsmanni með sveinspróf í rafvirkjun eða rafvélavirkjun, sem jafnframt hefur reynslu í viðgerðum á rafeindabúnaði. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- haldi félagsins, Pósthússtræti 2. Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra Eimskips, Pósthússtræti 2, fyrir 29. október, sem veitir nánari upplýsingar. Starfsmannahald — simi 27100. EIMSKIP * Vélfræðingur Vélstjóri meö öll réttindi óskar eftir starfi. Tilboð merkt: „Ábyggilegur — 702“, sendist Morgunblaðinu. Byggingaverk- fræðingur óskar eftir atvinnu fljótlega, helst á Suður- nesjum. 4ra ára starfsreynsla við hin ýmsu verkfræöistörf. Hlutastarf kemur vel til greina. Tilboð merkt: „B — 25“ sendist augl.deild Mbl. Viðskiptafræðingur Liölega þrítugur viðskiptafræöingur óskar eftir áhugaverðu starfi. Hef starfsreynslu m.a. á sviði stjórnunar, áætlanagerðar og fjármálastjórnar. Get losnað nú þegar. Lysthafendur sendi upplýsingar á augl.deild Mbl. fyrir 28. október nk. merkt: „Viðskipta- fræöingur — 26“. Ritari Búnaöarfélag íslands óskar aö ráöa ritara í starf hálfan daginn. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir sendist Búnaðarfélagi íslands, Bændahöllinni, 127 Reykjavík. Búnaðarfélag íslands. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn YFIRLÆKNIR óskast við krabbameinslækn- ingadeild Landspítalans. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- anna fyrir 15. desember nk. á sérstökum um- sóknareyðublöðum fyrir lækna. Nánari upp- lýsingar veitir forstjóri. STARFSMAÐUR við heilalínurit (heilaritari) óskast viö taugalífeðlisfræöideild nú þegar. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar veitir deildarstjóri heilarits í síma 29000 milli kl. 10—12 f.h. næstu daga. Geðdeildir ríkisspítala HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þegar eða eftir samkomulagi við deild XIII að Flóka- götu 29. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. Reykjavík, 23. október 1983. Trésmiðir og verkamenn Fjóra trésmiði, helst samhentan vinnuflokk, vantar strax í mótauppslátt. Einnig verka- menn. Upplýsingar í dag i símum 79971, 74435 og 72812, á mánudag í síma 83612. Atvinna óskast Málarasveinar Vantar tvo röska málara. Góð vinna. Upplýs- ingar í síma 74281. Vanur vörubílstjóri óskar eftir atvinnu nú þegar, margt kemur til greina. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir mánaða- mót merkt: „Röskur — 0704“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.