Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 23 Sigurður Hjálmarsson í Skálafelli við sýnishorn af rafmagnstoflum þeim sem fyrirtckið framleiðir. Guðjón, framkvcmdastjóri Prjóna- stofunnar Kötlu, við sýnishorn af framleiðslu prjónastofunnar. fé félagsins og eru hluthafar þess nú 10. Skálafell hf. er blikksmiðja og tekur þess vegna að sér hvers kyns blikksmíði svo og sérsmíði á raf- magnstöflum. Hrafnatindur Hrafnatindur hf. var stofnað í júlf 1980 og hóf starfsemi sína í eigin húsi, 162 fm að stærð. Framleiðsla er eingöngu Tel- master-rafofnar, sem fer sífellt vaxandi og stefnir í 1400 ofna á þessu ári. Verið er að huga að meiri fjöl- breytni í ofnaframleiðslu og sam- fara því er verið að stækka hús- næðið um 108 fm. Starfsmenn eru 2. Einar Sverrisson, Kaldrananesi, verk- takafyrirtæki Fyrirtækið framleiðir rafhitun- arkatla og allar algengar raf- magnslagnir. Rafhitunarkatlarnir eru framleiddir í ýmsum stærðum, en ketillinn á sýningunni er II Kw að stærð, eða venjuleg stærð íbúð- arhúss. Sláturhúsið í Vík Sláturhúsið var stofnað 1971, en þar er um að ræða sláturhús og frystihús. Sláturgerð er starfrækt fjóra mánuði ársins og eru þá nokkrir starfsmenn en mestur fjöldi starfsmanna er í sláturtíð- inni og starfa þá um 40 manns við slátrun á 10.000 kindum og einnig Sýnishorn af fundarborðum Trésmiðju 3K. Prjónastofan Katla Prjónastofan Katla framleiðir prjónavörur til útflutnings. Um 25 manns vinna að staðaldri á saumastofunni, en aðalframleiðsl- an eru peysur og jakkar. Mest er flutt út til Rússlands, en einnig til Evrópulanda og Bandaríkjanna. Þá er nokkuð framleitt fyrir sölu innanlands, eða um 10% af fram- leiðslunni. Prjónastofan Katla framleiðir 60—70 tegundir af fatnaði á ári, en flíkurnar skipta alls hundruð þúsunda. nokkru af nautgripum og hross- um. Sláturhúsið er í tengslum við Matkaup hf. í Reykjavík en það fyrirtæki sér um smakkið sem gestum sýningarinnar gefst kost- ur á, slátur og sviðasulta og mjólkursopi og mysa. Þá er þess að geta að litskyggn- ur frá Vík í Mýrdal eru sýndar í sérstökum sýningarkassa, en ferðamannastraumurinn hefur mjög aukizt í Vík undanfarin ár og unnið er að uppbyggingu að- stöðu og þjónustu við ferðamenn. V\ús9a9na v'\ö i \eQ9Íu,r, •(. Vest- Sjá nánar í tímaritinu Hús og híbýli tt'a°r«sh' Ko«aV,K' Ke"aV'K„l °°U* m VtaV'af"'®'. htKóPaVOQ •SÍJSS*^ ®e'rt"\’*P^K'aV'K eq\ a88, <&»*«*** , BERBER- teppi „Þegar velja þurfti gólfteppi á nýju íbúöina skoöuöum viö teppaúrvaliö í flestum verzl- unum á Reykjavíkursvæðinu.. BERBER-teppin frá Teppa- landi heilluöu okkur strax, svo valið var auövelt. Þau eru falleg, hlýleg og látlaus og ótrúlega ódýr. Þá var þjónusta Teppalands frábær.“ BERBER-Xeppin úr alull eða ullarblondu skynsamlegustu teppakaupin í dag Góöir greiðsluskilmálar Verö frá aöeins 389 kr. per fm. Tepprlrno Grensásvegi 13, Reykjavik, simi 83577 — 83430. Tryggvabraut 20, Akureyri, sími 96-25055. Ekki er greinarhöfundi kunnugt um það hvenær þau hjón hófu að safna myndum, en það mun þó vera langt síðan. Myndasafnið ber það með sér, að framan af hafi ekki verið um að ræða skipulagða söfnun, en síðar hafi hún orðið að ástríðu og metnaði svo sem oft vill verða í líkum titvikum. í safninu eru ýmsar perlur eftir marga okkar nafntoguðustu meistara af eldri og yngri kynslóð en líka all- nokkuð af verkum óþroskaðri ger- enda á þessu flókna en heillandi sviði. Úm leið saknar maður margra ágætra málara, en það verður væntanlega hlutverk hand- hafa gjafarinnar að bæta hér úr eftir bestu getu í framtíðinni. Að sjálfsögðu eru flestar slíkar gjafir háðar þessum annamörkum þegar ekki er um hámenntað fagfólk að ræða, en gjöfin er jafn mikil fyrir því. Uppsetning sýningarinnar er nokkuð handahófskennd, sem ger- ir það að verkum að skoðendur eru lengur að átta sig á gæðum safns- ins en skyldi. Hefði gjarnan mátt raða myndunum upp eftir aldri í réttri tímaröð og láta þjóðkunna málara njóta verðleika sinna í stað þess að hengja þá upp tvist og bast. Þessi tilhögun gerir að verk- um að næsta útilokað er að njóta til fulls margra verkanna, einkum fyrir þá, sem eru vanir öðrum vinnubrögðum og hnitmiðaðri. Sum verkanna koma manni þægilega á óvart svo sem mynd Jóns Stefánssonar „Blóm í potti“, sem mun vera mjög gömul og eftir því verðmæt. Þá er myndin „Ung stúlka“ eftir Jón Engilberts, sem er máluð fyrir árið 1930 til vitnis um þá miklu hæfileika er sá maður hafði í höndunum ásamt djúpum myndrænum kenndum. Þá er hin gamla mynd Kristjáns Davíóssonar „Börn að leik í fjöruborði" mettuð magnaðri sköpunar- og. leikgleði höfundarins með lit og pentskúf. Hér eru og ágæt verk eftir Ásgrím, Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Jón Þorleifsson, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Jóhannes Jóhannesson, Svein Þórarinsson, Einar Baldvinsson, Ág- úst Petersen, Valtý Pétursson, Sverri Haraldsson, Kjartan Guð- jónsson, Jóhann Briem, Sigurð Sig- urðsson, Veturliða Gunnarsson, Benedikt Gunnarsson, Eirík Smith, Jóhannes Geir, Snorra Arinbjarnar, — svo og nokkrir þjóðkunnir lista- menn séu upp taldir til að gefa til kynna umfang safnsins. Að öllu samanlögðu er hér um stórmerka gjöf að ræða er mjög mikla þýðingu hefur fyrir bæjar- félagið ef rétt verður á málum haldið. Gefendunum, þeim Ingi- björgu Sigurjónsdóttur og Sverri Magnússyni er hún til ómælds sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.