Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 39 um atvinnuhorfurnar í vetur Kristján Ásgeirsson, Húsavík: Fer að styttast í byltinguna... „ÞAÐ er alveg greinilegt að fólk býr við vissan ótta um þróun launamála. Dýrtíðin æðir áfram og verðbólgunni er þrýst niður með kjara- skerðingum eingöngu — að minnsta kosti hefur ekkert annað komið í Ijós ennþá. Efnahagsaðgerðirnar virðast ekki ætla að ná til fleiri þátta í þjóðlífinu, svo þær leysa í raun og veru engan vanda,“ sagði Kristján Ás- geirsson, varaformaður verkalýðsfélags Húsavíkur, í samtali við blm, Morgun- blaðsins á þingi Verka- mannasambandsins í Eyjum nýverið. Kristján sagði að vegna þess hve „höggið var stórt“ hefði fólk almennt ekki gert sér grein fyrir því hver stað- an í launa- og kjaramálum væri. „Það tekur lengri tíma að virkja fólk til baráttu vegna þess hve launamis- munurinn í landinu er mik- ill,“ sagði hann. „Kjaraskerð- ingin nær til fólks á svo mis- jafnlega löngum tíma. Fyrst- ir verða varir við hana þeir lægstlaunuðu og svo unga fólkið í fjárfestingunum, síð- an kemur það koll af kolli, allt eftir því hvar fólk stend- ur í launastiganum." Hann sagði slæmt hljóð í verkafólki á Húsavík: „Það er greinilegur ótti við að að- gerðir ríkisstjórnarinnar leiði af sér atvinnuleysi. Stór hluti fólksins þolir ekkert, eins og hefur komið fram á þinginu. Það einkennir þingið og þá ekki síður þær ein- stæðu aðstæður að vera með þinghald undir lögum. Menn hafa ekki samningslegan rétt — það setur sinn svip á þetta JJVerðbólgunni þrýst niður með kjara- skerðingum eingönguJJ þing Verkamannasambands- ins.“ — Nú heyrist manni greini- lega hér að fólk sé afar tregt til að sýna hörku og fara jafnvel út í aðgerðir...? „Já. Fólk var náttúrlega sammála um að eitthvað þurfti að gera. En það var ekki öllum ljóst hvernig stað- ið yrði að málum þegar bráðabirgðalögin voru gefin út í vor. Meginforsendan fyrir þögn verkalýðshreyf- ingarinnar tel ég að sé launa- mismunurinn. Hann leiðir af sér að viðbrigðin verða ekki á sama tíma hjá öllum. Þorri fólks hugsar bara um að vinna og gefur sér ekki tíma til að huga að raunverulegum kjörum sínum og stöðu." — Hvað heldurðu að sé langt þangað til það gerist? „Ja, það líður að því að þetta springur. Kreppan fer að koma fram gagnvart ein- staklingum, sveitarfélögum og öllu öðru. Nú er t.d. sjáv- arútvegurinn að stöðvast." — Hvað er þá, að þínu mati, hægt að gera til að tryggja stöðu fólks? „Það sem við þurfum fyrst og fremst á að halda er sam- staða um að bæta stöðu þeirra, sem verst eru settir. Þá verður samtakamátturinn meiri. En þar komum við aft- ur að aðalvandanum: Launa- misréttið í landinu ræður að- stöðu fólks til að ganga til aðgerða. Launastefna ríkis- stjórnarinnar getur ekki gengið til lengdar með þess- um launamismun. Á endan- um segir fólk stopp — og þá fer að styttast í byltinguna." JJTengsl al- mennra félaga við forystuna lítilW Ég held aö það geti ekki verið langt í að þolinmæðina þrjóti." — Hvað um skipulag og upp- byggingu Verkamannasambands- ins? Nú sýnist ljóst, að engar meiriháttar breytingar verða gerðar á forystunni... „Jú, mér þykir ljóst að yngra fólkið hér sé að taka sig á. Það er fjöldi fólks á þinginu, sem vill yngja upp í forystunni til að geta haft meiri áhrif og komið að sín- um málum. Staðreyndin er sú, að tengsl almennra félaga í verka- lýðsfélögunum við forystu hreyf- ingarinnar eru lítil. Það heyrist ekki mikið frá þeim fyrir sunnan. Það gæti vel verið okkur sjálfum að kenna, við erum vafalaust ekki nógu ötul við að kynna mál frá heildarsamtökunum og stóru sam- böndunum." — Eru margir félagar í Baldri virkir? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég held að það sé eins með Baldur og fjölmörg önnur félög, að það er mjög takmarkaður hópur sem sækir fundi og tjáir sig. Það er eins og fólk vilji heldur láta taka ákvarðanir fyrir sig — og geta svo rifist úti í horni. Hjá okkur er það náttúrlega til hábor- innar skammar hve fáir mæta á almenna félagsfundi — það er allt niður í 17—18 manns. Svo mæta miklu fleiri þegar stór mál eru á dagskrá, nýir samningar og slíkt — mætingin verður góð þegar það fer að snerta fólkið beint og af- komu þess,“ sagði Þorsteinn Tóm- asson. Texti: Ómar Valdímarsson. Myndir: Sígurgeir. Ragna Bergmann, Reykjavík: Hvað gerir fólk sem hefur engu að tapa? „MÉR þótti þetta heldur rislágt þing,“ sagði Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. „Kjaramálaályktunina var ég ekki ánægð með, fannst ekki tekin nógu hörð af- staða. Á þessum tímum veitir ekki af að taka á þeim málum. Við vorum öll sammála um kjarna málsíns," sagði Ragna, „sem er sá að það þarf að verða breyting á launakjörum án þess að það fari upp allan launastigann. En við eigum ekki hægt um vik. Enn vantar okkur viðmiðum í stað vísitöl- unnar, svo dæmi sé nefnt. Því viljum við fá krónutöluhækk- un fyrir þá, sem eru á um ell- efu þúsund króna mánaðar- launum." — Hvaða fólk hefur þau laun? „Það er tímavinnufólkið. Ég get nefnt þér konurnar á Kirkjusandi í Reykjavik, hjá Barðanum í Kópavogi, starfs- stúlkur í mötuneytum, afgreiðslustúlkur í verslun- um, fólk í ræstingum; þetta fólk er ekki á neinum bónus, fær engan kaupauka. Þetta fólk er til, þótt öðru sé stund- um haldið fram. Og þessar konur eiga enga aðra mögu- leika." — En er ekki möguleiki á að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar verði á endan- um til hagsbóta fyrir alla? „Ekki þær efnahagsaðgerð- ir, sem miðast eingöngu við að lækka launin. Svigrúm fólks verður stöðugt minna — það á rétt fyrir mat sínum. Þjónustan fer að dragast saman og er reyndar þegar byrjuð að dragast saman. Þá minnkar atvinna í þjónustu- greinunum. Atvinnuástand í Reykjavík er að vísu gott eins og er. En nú er verið að tala um að láta togarana sigla — hvert fara þær þá, þessar konur sem ég var að nefna? Þær verða fyrstar til að missa vinnuna, enda er byrj- að á að fækka kaffikonum og fólki í ræstingum þegar á að spara. Á spítölunum og í þvottahúsum er ástandið mjög alvarlegt, ekki síst ef verktakar úti í bæ fara að taka að sér þá þjónustu. Því er svo sem haldið fram, að fólki við þau störf muni ekki fækka, en ég á eftir að sjá það. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á. Nei, ástandið er slæmt og á eftir að versna." Ragna Bergmann sagðist horfa mjög uggandi til ára- mótanna. „Hvernig heldurðu að ástandið verði, þegar unga M Tímavinnu- fólkið er verst sett M fólkið, sem er að reyna að koma þaki yfir höfuð sér, fer að halda jól?“ sagði hún. „Peningarnir eru farnir að minnka og raunar sá maður það strax í mars síðastlið- num, að það er farið að harð- na á dalnum. Fólk er orðið mjög aðþrengt, en það er hrætt við aðgerðir og verk- föll. Við Guðmundur J. urðum mjög áþreifanlega vör við það þegar við heimsóttum frysti- húsin nýlega. En ég vil kasta fram einni spurningu: Þegar fólk á ekki lengur krónu í buddunni og hefur engu að tapa lengur — hvað gerir það þá?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.