Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Vfk í Mýrdal í Reykjavíkurheimsókn: Skaftfelli ngalota á Kjarvalsstöðum Átta iðnfyrirtæki í Vík í Mýrdal bjóða Reykvíkingum, nágrönnum þeirra og öðrum gestum í höfuðborg- inni að kynnast þeirri framleiðslu í iðnaði sem Vík í Mýrdal leggur þjóð- arbúinu til, en ótrúlega fjölbreytt framleiðsla á sér stað í plássi sem telur um 360 íbúa. Það hittist skemmtilega á að sýning aðilanna úr Vík í Mýrdal er í öðrum gangsal Kjarvalsstaða, við hliðina á Kjar- valssalnum þar sem nú hefur verið opnuð ný sýning nýlega. Það má því segja að í sýningarsölum austurhluta Kjarvalsstaða sé nú Skaftfellingadú- ett, því meistari Kjarval var Skaft- fellingur fram í fingurgóma. Alls vinna um 60 manns að staðaldri við framleiðslu á þeim vörum sem sýnd- ar eru á iðnkynningu Víkur í Mýr- dal, en sá fjöldi fer þó á annað hundraðið hjá umræddum fyrirtækj- um þegar mest er að gera. Iðnkynn- ingin á Kjarvalsstöðum er m.a. sér- stæð að því leyti að aldrei fyrr hefur landsbyggðarpláss heimsótt höfuð- borgarsvæðið á þennan hátt og kynnt framleiðslu sína og það er þakkar vert hve stjórn Kjarvalsstaöa tók hugmyndinni vel, en Þórunn Sig- ríður Þorgrímsdóttir leikraynda- teiknari sá um uppsetningu sýn- ingarinnar. snemma á árinu 1980 og tók til starfa í apríl sama ár. Fyrirtækið framleiðir eingöngu sokka og er nú orðið stærsta sokkaverksmiðja landsins, búið nýjum og fullkomnum vélum og með mikla breidd í framleiðslunni. Prjónaðir eru allt frá þynnstu nylonsokkum upp í þykka ullar- sokka úr íslenzkri ull. Fram að þessu hefur eingöngu verið framleitt fyrir innanlands- markað, en einmitt nú er verið að prjóna í fyrstu pöntunina á er- lendan markað. Vík f Mýrdal. Páll Jónsson í Víkurvögnum við sýnishorn af framleiðslunni, en fjær er stór sturtuvagn. Einar Sverrisson við rafhitunarketil þann sem hann hefur hannað og smíðað. Þórir Kjartansson, forstjóri Víkurprjóns, við hluta af þeim tegundum sem þessi stærsta sokkaverksmiðja framleiðir, en þar er um að ræða milli 30 og 40 gerðir sokka. Árni Oddsteinsson í Hrafnatindum við rafmagnsofnana sem fyrirtæki hans framleiðir. Trésmiðja 3K Vík f Mýrdal Árið 1950 hóf Kaupfélag Vest- ur-Skaftfellinga rekstur Tré- smiðju KS í Vík og hefur hún starfað óslitið síðan. Rekstur tré- smiðjunnar fyrstu árin var al- menn trésmíðavinna eins og hún gerðist í þá daga. Frá árinu 1972 hefur trésmiðjan verið rekin í samstarfi við tvær aðrar trésmiðj- ur á Suðurlandi, undir nafninu 3K-samvinnutrésmiðjurnar Sel- fossi — Vík — Hvolsvelli. Skipta þær með sér verkefnum, þannig að í Vík eru framleiddar innihurðir og skrifstofustólar af ýmsum gerðum. Á Hvolsvelli eru framleidd bólstruð húsgögn og á Selfossi eldhúsinnréttingar, fata- skápar og skrifborð. Samvinnutré- smiðjurnar hafa sameiginlega sölubúð í Reykjavík, sem er 3K Húsgögn og innréttingar, Suður- landsbraut 18. í trésmiðju KS í Vík vinna að jafnaði 7—8 manns. Framleiddar eru 1000—1200 innihurðir á ári og 500—700 stólar, og er þessi fram- leiðsla seld um allt land. Víkurprjón Víkurprjón hf. var stofnað Standa vonir til að þar séu í augsýn miklir vaxtamöguleikar. Með hinum nýju og fullkomnu vél- um og fyrsta flokks hráefni er til- tölulega auðvelt að framleiða vandaða vöru, enda er allt kapp lagt á það. Helzti dreifingaraðili á sokkun- um frá Víkurprjóni er heildverzl- unin Kristjánsson hf., Ingólfs- stræti 12, Reykjavík. Víkurvagnar hf. Víkurvagnar hf. hófu smíði á sturtuvögnum árið 1977. Áður var fyrirtækið rekið sem bílaverk- stæði undir nafninu Bíla- og bú- vélaverkstæðið, en verkefnin voru farin að minnka eins og víðar gerðist á bílaverkstæðum. Starfs- menn voru þá þrfr og hafa verið að síðan. Sturtuvagnar voru fluttir inn erlendis frá að langmestu leyti áð- ur en farið var að smíða þá í Vík, en síðan hefur það lagst niður að mestu enda markaðurinn litill og ekki til skiptanna. Smíðaðir hafa verið 40—50 vagnar á ári. Sturtuvagnarnir hafa aðallega verið smíðaðir i þremur stærðum, 4,5, -7 og 10 tonn, auk þess sem smíðaðar hafa verið grindur fyrir heyflutninga og gerðar aðrar breytingr að óskum kaupenda. Einnig hafa ver- ið smíðaðar kerrur fyrir jeppa og fólksbíla, auk þess hestaflutninga- vagnar, bátavagnar og snjósleða- vagnar. Hjólabúnaður hefur verið flutt- ur inn frá Bretlandi, sölu og dreif- ingu hefur Vélaborg hf. annast að mestu leyti. Skálafell hf. Skálafell hf. var stofnað 8. janú- ar 1982 af 5 einstaklingum í Vík í Mýrdal. Tilgangur með stofnun félagsins var að sérhæfa sig í smíði á ESK rafmagnstöflum. ESK er skamm- stöfun á Einar Sverrisson, Kaldr- ananesi, en hann hefur hannað og framleitt þessar töflur um árabil. Á aðalfundi Skálafells hf. 4. júní 1983 var samþykkt að auka hluta- Vegleg málverkagjöf Myndlist Bragi Ásgeirsson Á undanförnum árum hefur það mjög færst í vöxt, að fólk ánafni eigum sínum til viðgangs menn- ingar í heimabyggðum sínum. Við höfum hér til vitnis mörg höfð- ingleg dæmi og er hér óþarfi að nefna einhver sérstök því að upp- talningin yrði löng og gjafirnar af margvíslegum toga. En eitt er gulltryggt og það er, að gjafirnar hækka ris byggðarlaganna og eða stofnananna er þeirra eiga að njóta ásamt því að halda nafni viðkomandi á lofti um langa fram- tíð. Menningin, sú er að listum við- kemur, hefur lengi mætt afgangi hérlendis og þá einkum í dreifbýl- inu. Má vísa til þess, að stórhuga einstaklingar standa á bak við öll myndlistarsöfn er ég þekki til utan Reykjavíkur, svo sem í Borg- arnesi, Húsavík, Selfossi og Siglu- firði. Allt eru þetta merkilega vönduð söfn og ómetanleg til list- kynningar jafnt heimamönnum sem menntuðum erlendum gestum er hljóta að undrast framtakið. Nú hefur enn ein gjöf bæst við, sem er myndverkagjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar, lyfsala í Hafnarfirði. Var hún afhent á 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaup- staðar í júní sl. sumar ásamt bókasafni góðu og fasteigninni að Strandgötu 34, þar sem Apótekið hefur verið til húsa um langan aldur. Hér má vera komið kímið að Myndlistarsafni Hafnarfjarð- ar, en því fylgdi gjöfinni, að henni skyldi varið til stofnunar og starf- rækslu lista- og menningarmið- stöðvar, er bæri heitið Hafnarborg. í því tilefni hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar efnt til sýningar myndverkanna í Háholti, Dals- hrauni 9, Hafnarfirði, hinum veg- lega sýningarsal er listhöfðinginn Þorvaldur Guðmundsson stendur að. Á sýningunni eru 131 verk eftir 70 íslenzka listamenn, lífs og liðna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.