Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Formannskosning á iandsfundi: Frambjóðendur svara Morgunblaðið hefur snúið sér til þeirra þriggja þingmanna, sem nú þegar hafa tilkynnt framboð sitt til formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um og lagt fyrir þá nokkrar spumingar í því skyni að kynna viðhorf þeirra til nokkurra þátta, sem varða embætti formanns Sjálfstæðis- flokksins. Fara spumingar þessar og svör þingmannanna hér á eftir: Birgir ísl. Gunnarsson • — Hvaða kröfur telur þú, að formennska í SjálfsUeðisflokknum geri helzt til þess sem henni gegnir? • — Hann þarf að hafa þekkingu á stjórnmálum, bæði á málefnum, svo og á innviðum Alþingis, stjórnkerfisins og flokksins. Stjórnmálareynsla er honum nauðsynleg. Hann þarf að hafa forystu um stefnumótun, svo og um framkvæmd stefnunnar og vera öflugur málsvari út á við. Hann þarf að hafa sterka þræði inn í hina ólíku flokkshópa, vera mannasættir og geta laðað fólk til samstarfs. Hann þarf að hafa þrek til að fylgja fram málstað sínum og flokksins. • — Hvaða þáttur í náms-, starfs- og stjórnmálaferli þínum hefur að þínum dómi bezt undirbúið þig til að taka við forystuhlutverki í Sjálfstæð- isflokknum? • — Ég nefni fyrst erindrekstur á skólaárum, þar sem ég ferðaðist víða um landið á vegum Sjálfstæð- isflokksins, kynntist högum og störfum fólks um land allt og stofnaði til vináttu við fjölda góðra manna. Forysta í samtökum ungra sjálfstæðismanna var ómet- anleg reynsla, svo og þátttaka f flokksstarfi á nánast öllum svið- um þess. Störf sem borgarfulltrúi í Reykjavík í 20 ár og borgarstjóri í sex ár voru harður og góður skóli. Síðast vil ég nefna þá ómet- anlegu lífsreynslu að hafa unnið stóra sigra í stjórnmálum, einnig þurft að taka ósigri. Slíkt dýpkar skilning á eðli og vanda stjórn- málanna. • — Á undanförnum árum hafa harðar deilur staðið í Sjálfstæðis- Nú heldur tölvuvæðingin innreið sína í hljómtækn- ina. Akai 84 hljómtækja- línan er stórkostleg. flokknum. Telur þú, að þeim sé lok- ið, eða má búast við því, að þær haldi áfram í einhverri mynd? • — Sjálfstæðisflokkurinn er lif- andi afl ólíkra þjóðfélagshópa, sem oft munu hafa mismunandi viðhorf til manna og málefna. Það sem sameinar eri grundvallar- hugsjónir flokksmanna. Til að mismunandi sjónarmið verði ekki að ófriðarbáli, svo að til tjóns verði, ríður á miklu að forystan hafi traust hinna mismunandi hópa og laði þá til samstarfs, en sundri ekki. Ég mun leggja höfuð- áherzlu á að halda hinum ýmsu hópum saman innan Sjálfstæðis- flokksins, svo að flokkurinn geti áfram verið brióstvörn borgara- legs lýðræðis á íslandi. • — Hver á stefna íslendinga að vera í utanríkis- og öryggismálum? • — Markmið okkar utanríkis- stefnu er að sjálfsögðu að vernda sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Það gerum við bezt með því að halda áfram í Atlantshafsbanda- laginu, varnarbandalagi vest- rænna þjóða, og tryggja varnir landsins með samstarfi við Banda- ríkin og aðrar bandalagsþjóðir eins og verið hefur. • — Munt þú beita þér fyrir ein- hverjum breytingum í flokksstarfi og stefnumörkun Sjálfstæðisflokks- ins, verðir þú kjörinn formaður og ef svo er, þá hverjum? • — Sjálfstæðisflokkurinn hlýt- ur að endurmeta störf sín og stefnu á hverjum tfma í ljósi sí- breytilegra viðhorfa. Ég mun beita mér fyrir nútímalegri vinnu- brögðum, ekki sízt í samskiptum við almenning. Á dagskrá hjá mér eru ekki grundvallarbreytingar á stefnu flokksins. Það sem ég legg höfuðáherzlu á er að Sjálfstæðis- flokkurinn verði víðsýnn og frjáls- lyndur flokkur, en ekki þröngur og íhaldssamur. I þeim anda mun ég vinna að stefnumörkun flokksins. • — Gefur þú kost á þér sem vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, náir þú ekki kjöri sera formaður? • — Ég keppi eftir sæti for- manns og þurfi ég að svara spurn- ingunni, mun ég gera það á fund- inum. Þorsteinn Pálsson • — Hvaða kröfur telur þú, að formennska í Sjálfstæðisflokknum geri helzt til þess sem henni gegnir? • — Fengi ég ráðið veganesti mér til handa í þessu starfi, kysi ég stefnufestu, áræði, auðnu til þess að leiða saman hópa ólíkra hagsmuna og þekkingu á þeim málefnum þjóðarbúskaparins, sem mest reynir á í stjórnmála- baráttunni. í þessu sambandi verða menn þó að gera sér grein fyrir því, að það er ekki til upp- skrift að formanni Sjálfstæðis- flokksins. Það eru engir algildir eiginleikar, sem unnt er að gera kröfur til. Það fer eftir mönnum, hvaða kostir nýtast best og það getur breyst frá einum tíma til annars. • — Hvaða þáttur í náms-, starfs- og stjórnmálaferli þínum hefur að þínum dómi bezt undirbúið þig til að taka við forystuhlutverki í Sjálfstæð- isflokknum? • — í raun og veru hygg ég, að sérhver þáttur í lífshlaupi manns sé jafn mikilvægur. Ég geri í þessu sambandi ekki upp á milli starfa að félagsmálum stúdenta, stjórn- málaskrifa í Morgunblaðinu, rit- stjóraára á Vísi og afskipta af margvíslegum málefnum vinnu- markaðarins. Það eru tímar mik- illa breytinga í Sjálfstæðisflokkn- um og þjóðlífinu. Einmitt við slík- ar aðstæður dugar það ef til vill best að hafa ekki i einu og öllu farið troðnar slóðir að því marki sem nú er að stefnt. • — Á undanförnum árum hafa harðar deilur staðið í Sjálfstæðis- flokknum. Telur þú, að þeim sé lok- ið, eða má búast við því, að þær haldi áfram í einhverri mynd? • — Þeim er lokið. Það hefur glöggt komið fram í undirbúningi fyrir landsfundinn, að það er al- mennur vilji fólksins í Sjálfstæð- isflokknum að láta þessa innbyrð- is erfiðleika heyra sögunni til. Undanfarnar vikur hafa starfað með mér menn úr fylkingum inn- an flokksins, sem áður stóðu gráar fyrir járnum. Þetta hefur sann- fært mig um, að nýtt skeið er i vændum. í stórum stjórnmála- flokki verður hreyfiaflið ævinlega til í störfum um margt ólíkra hópa. Það á ekkert skylt við klofn- ing. Miklu fremur má segja, að það sé sjálft líf flokksins. • — Hver á stefna íslendinga að vera í utanríkis- og öryggismálum? • — Sjálfstæðisfiokkurinn hefur öðrum fremur mótað afstöðu ís- lendinga í utanríkismálum. Hún á hér eftir sem hingað til að byggj- ast á samstöðu og samstarfi við lýðræðisþjóðirnar. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu er mikil- vægasti þátturinn í þeirri stefnu. f öryggismálum hefur varnarsam- starfið við Bandaríkin haft mesta þýðingu. Því á að halda áfram. Varðandi þær umræður, sem nú fara fram um friðarviðleitni í heiminum, verðum við að hafa hugfast að friður verður ekki greindur frá frelsi og mannrétt- indum. íslendingar eiga því ekki að stíga einhliða skref, er veikt gætu hagsmuni og stöðu frjálsra friðelskandi þjóða, sem veitt hafa hluta mannkynsins mannréttindi. • — Munt þú beita þér fyrir ein- hverjum breytingum ( flokksstarfi og stefnumörkun Sjálfstæðisflokks- ins, verðir þú kjörinn formaður og ef svo er, þá hverjum? • — Allt starf flokksins hlýtur að mótast af forystu hans á hverj- um tíma. Breytingar eru því eðli- legur fylgifiskur umskipta í flokksforystunni. I innra starfi flokksins hefur smám saman verið unnið að umbótum, bæði að því er varðar rekstur og málefnalegt starf. I því efni má ekki koma til stöðvunar. Þar verður nýsköpun að eiga sér stað eftir því sem að- stæður krefja hverju sinni. Um- fram allt þarf að treysta tengsl flokksforystunnar, þingflokksins og miðstjórnarinnar við fólkið í flokknum. Ég boða enga breytingu á grundvallarhugmyndum Sjálf- stæðisflokksins. Þar er byggt á traustum grunni, sem tengt hefur saman stéttir og byggðir. Á hinn bóginn blasa við ný verkefni í ís- lensku þjóðlífi, þar sem ný tækni er orðin mikil. Nýir tímar kalla á ný viðhorf. I efnalegum og menn- ingarlegum efnum skiptir höfuð- máli, að við tökumst á við ný verk- efni í atvinnumálum af einurð á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf 1 öllum málflutningi að sýna festu og ábyrgð. Hann á að standa vörð um frelsi, öryggi og menningu þjóðar- innar. • — Gefur þú kost á þér sem vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, náir þú ekki kjöri sem formaður? • — Þessi kosning er um for- mann Sjálfstæðisflokksins. Það verður aðeins einn maður valinn til þess starfs. Mikilvægt er að góð samstaða náist að loknu þessu kjöri. Að öðru leyti hefur spurn- ingin ekki raunhæft gildi fyrr en að loknu kjöri formanns. Friðrik Sophusson • — Hvaða kröfur telur þú, að formennska í Sjálfstæðisflokknum geri helzt til þess sem henni gegnir? • — Formaður Sjálfstæðisflokks- ins þarf að hafa til að bera ár- vekni, sveigjanleika og festu, ef honum á að takast að leiða flokk- inn, halda honum saman og afla honum fylgis. Þegar ég var fyrst kjörinn í miðstjórn flokksins var Bjarni Benediktsson formaður hans. Hann lýsti því eitt sinn í ræðu hverjir eiginleikar forystumanna ættu að vera. Aðrir hafa ekki orðað það betur, og ég er sammála honum í öllum atriðum. Hann sagði meðal annars: „Stjórnmála- maðurinn verður m.a. að þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif atburðir með þeim muni hafa á hag hennar. Svo verður hann að þekkja sjálfan sig, mann- legt eðli, veilur þess og styrk- leika... Ekki er nóg að gera sér grein fyrir möguleikum og hafa skyn á að velja þann rétta. Til viðbótar veröur að hafa kjark til að standa með því, sem maður tel- ur rétt, og þora að framkvæma það, hvað sem tautar." • — Hvaða þáttur í náms-, starfs- og stjórnmálaferli þínum hefur að þínum dómi bezt undirbúið þig til að taka við forystuhlutverki í Sjálfstæð- isflokknum? • — Ég lít svo á, að forystuhlut- verk í flokknum sé ekki bundið við formannsembættið. Miðstjórnar- menn, þingmenn, formenn lands- samtaka, kjördæmisráða og sjálf- stæðisfélaga eru allir í forystu- hlutverki i Sjálfstæðisflokknum. Hvað varðar undirbúning undir flokksformennsku aftur á móti, þá tel ég leiðtogastarf meðal ungra sjálfstæðismanna í fjögur ár og varaformennsku um tveggja ára Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar: Tekjur fámennra safnaða duga ekki fyrir upphitun og viðhaldi kirkjuhúsa Kirkjuþingi íslensku þjóðkirkj- unnar var fram haldiö sl. Töstudag. Þá kom fram tillaga um að annað prestsembættið í Vestmannaeyjum verði lagt niður sem slíkt, en verði hinsvegar nýtt sem embætti far- prests í þjónustu kirkjunnar frá og með næstu áraraótum. Vestmann- eyingar hafa samþykkt þá ráðstöf- un að prestur þeirra verði einn, enda samgönguerfiðleikar og ein- angrun ekki lengur forsenda þess að tveir prestar séu þar, eins og segir í greinargerð frá aðalfundi safnaðarins þar. Margir aðilar, bæði kirkju- legir og innan heilbrigðisgeir- ans, hafa bent á hina nauðsyn þess að ráðinn verði sjúkra- hússprestur í Reykjavík. Það embætti er til samkvæmt lögum, en ekki hafa verið veitt til þess tilskilin fjárframlög Kirkjuþing samþykkti, enn einu sinni, tilmæli til kirkju- málaráðherra um að prestur verði ráðinn í þessa þjónustu. Á sama tíma fagnaði þingið því að íslenskur prestur hefur verið ráðinn til bráðabirgða til þjón- ustu við íslenska sjúklinga í London. Treysti þingið að stjórn- völd haldi því mikilvæga starfi áfram. Sóknargjöld voru einnig til umræðu á föstudag, en hið opin- bera ákveður sóknargjöld til safnaðanna. Kom fram að það hefur lengi verið vandamál fá- mennra safnaða að tekjur þeirra duga ekki fyrir upphitun og viðhaldi kirkjuhúss eða eðli- legum kostnaði af safnaðar- starfi. Samþykkti kirkjuþing að könnun færi fram á fjárhags- stöðu og fjárþörf einstakra kirkna, sérstaklega þeirra kirkna sem að lögum hafa svo bága aðstöðu að það lamar safn- aðarstarfið. Nokkrar umræður hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu um beygingu orðsins „Jesús" á ís- lensku. Mál þetta var rætt á föstudag, en frá því árið 1972 hefur beyging þess verið prentuð í sálmabók, biblíu og handbók kirkjunnar, þannig að nefnifall er Jesús, en aukaföllin Jesú. Þótti eðlilegra að einfalda beyg- ingar og fella að íslenskum nöfn- um. Á kirkjuþinginu kom fram tillaga um að horfið verði aftur að aldargamalli hefð, sem sé í ávarpsfalli Jesú, þolfalli Jesúm, en í öðrum föllum Jesú. Sagði flutningamaður að eðlilegt sé að nafn Jesú hafi aðra beygingu en önnur mannanöfn vegna sér- stöðu hans. Næsta ár eru 400 ár liðin frá því að Guðbrandsbiblia var prentuð á Hólum. Hefur því ver- ið lýst yfir að árið 1984 verði ár Biblíunnar hérlendis. Hvetur kirkjuþing til þess að unnið sé að útbreiðslu biblíunnar á afmælis- árinu og notkun hennar aukin með því annars að stofna um- ræðu- og leshópa um efni Biblí- unnar. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! 2ttúT0ttnI»Inbií>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.