Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 + Útför móöur okkar og tengdamóöur, MARGRÉTARBJARNADÓTTUR, Hverfisgötu 37, Hafnarfiröi, veröur gerö frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn 25. október kl. 1.30. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Kristín Ingvarsdóttír, Árni Ingvarsson, Gunnar Ingvarsson, Halldór Jóhannsson, Ólafur Á. örnólfsson, Geröa Garóarsdóttir, Ragna Pélsdóttir. t Eiginmaöur minn, stjúpfaöir, faöir, tengdafaöir og afi, SKÚLI BJARKAN, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnl þriöjudaginn 25. október kl. 15.00. Sigriöur Þorsteinsdóttir Bjarkan, Margrét Konréösdóttir, Brynjólfur Bjarkan, Böövar Bjarkan, Hrólfur Bjarkan og fjölskyldur. + Móöir okkar og tengdamóöir, INGVELOUR ÓLAFSDÓTTIR, sem andaöist í Landspítalanum 16. október, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 24. október kl. 13.30. Kristín Kjartansdóttir, Ragnar Kjartansson, Katrín Guómundsdóttir. + Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON, bakarameistari, Vesturgötu 52, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnl, þriöjudaglnn 25. okt. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag van- geflnna. Þuríöur Þórarinsdóttir. Móöir okkar, + INGUNN S. TÓMASDÓTTIR, Hátúni 8, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. október kl. 1.30 eftir hádegi. Ragnar Guömundsson, Margrét G. Guömundsdóttir, Inga Dóra Guömundsdóttir, Guölaug Guömundsdóttir og fjölskyldur. + Okkar innilegustu þakkir færum viö öllum þeim mörgu er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför okkar elskulegu litlu dóttur, HELGU PÁLSDÓTTUR, Guö blessi ykkur öll. Edda Birna Kristjénsdóttir Kjartansson, Péll Kéri Pélsson, löunn Björnsdóttir, Helga Viggósdóttir, Kristjén G. Kjartansson, Péll Jónsson og frændsystkini. + innilegar þakkir til allra þeirra er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, EYJÓLFS SNÆBJÖRNSSONAR, Grundarbraut 20, Ólafsvík. Halla Eyjólfsdóttir, Höröur Sigurvinsson, Guömunda Eyjólfsdóttir, Jón Ríkharösson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færi ég öllum sem vottuöu mér samúö og vinarhug viö andlát og útför ÞORGEIRS MAGNÚSSONAR, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirói, sérstakar þakkir færi ég Jósef Ólafssyni lækni og hjúkrunarfólki á St. Jósepspitala í Hafnarfiröi. Steinunn Eiríksdóttir. Minning: Stefán Ól. Stefáns son stöðvarstjóri Fornvinur minn og frændi, Stef- án ólafur Stefánsson, stöðvar- stjóri Pósts og síma á Sauðár- króki, andaðist í sjúkrahúsinu þar í bæ 16. ágúst sl. Fréttin um and- lát hans kom mér að vissu leyti óvænt, þrátt fyrir að mér var vel ljóst að hann hafði allt frá sl. ára- mótum átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða. í júlí sl. var ég staddur nokkra daga á heimili þeirra hjóna. Kjarkur ólafs þá, þrek hans og æðruleysi villtu um fyrir mér og þegar ég kvaddi hann, þá var ég í vissu um, að enn væri langt til kveðjustundarinnar. Óíafur var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju þann 25. ágúst sl. að viðstöddu fjölmenni. Vinur hans og fyrrverandi sóknarprest- ur, séra Þórir Stephensen, jarð- söng. Atvikin höguðu því svo, að ég gat ekki fylgt frænda mínum hinsta áfangann og þótti mér það sárt. Af þeirri ástæðu hefi ég nú ritað þessi kveðjuorð — þessi síð- búnu þakkarorð. Nú er margs að minnast og ég átti ólafi margt að þakka. Við vorum á likum aldri og samrýndir vinir i sextíu ár. ólafur Stefánsson fæddist á Ak- ureyri föstudaginn 3. mars 1916, foreldrar hans voru Stefán ólafur Sigurðsson kaupmaður og ræðis- maður þar, f. á Páfastöðum í Skagafirði 29. júlí 1870, d. í Siglu- firði 19. janúar 1941 og kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofi í Vopnafirði, f. 24. júní 1874, d. í Siglufirði 29. nóvember 1969. Móðurforeldrar Ólafs (hann not- aði jafnan síðara nafn sitt og gjöri ég það einnig í þessari grein) voru séra Jón Jónsson prófastur að Mosfelli í Grímsnesi og síðan að Hofi í Vopnafirði og kona hans Þuríður Kjartansdóttur frá Ytri- skógum. Börn þeirra urðu ellefu, en aðeins sex þeirra náðu fullorð- insaldri — einn sonur og fimm dætur og var Jóhanna Sigríður þeirra yngst. Föðurforeldrar Ólafs voru Sigurður Jónsson bóndi á Páfastöðum og síðar á Kjartans- stöðum í Skagafirði og kona hans Elísabet Aradóttir frá Ingveld- arstöðum á Reykiaströnd. Æskuheimili Ólafs á Akureyri, Hafnarstræti 29, er eftirminnilegt öllum þeim er þangað komu. Á jarðhæð hússins var verslunin, sem var all umfangsmikil á tíma- bili. Á annarri og þriðju hæð var íbúð Stefáns kaupmanns og fjöl- skyldu — fagurlega búin húsgögn- um. Útsýnið frá þessu húsi, sér- lega 3ju hæðinni — yfir Pollinn — á sólbjörtum sumardögum var óviðjafnanlegt. Á þessum Polli undi Ólafur sér afar vel, sérstak- lega eftir að eldri bróðir hans eignaðist á fermingardegi sínum — norska skektu. Á þessari skektu skemmtu sér allir vel — þeir sem um borð komust, því aðsóknin var mikil. Ólafur ólst upp í fjölmennum systkinahópi á glaðværu og gest- risnu heimili foreldranna. Hann var yngstur systkinanna og naut þess og galt, eins og títt er um yngsta barn á barnmörgum heim- ilum. Bræður átti hann þrjá, Jón, fyrrverandi forstjóri Sfldarút- vegsnefndár í Siglufirði, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur Hall- grímssonar læknis, þau búa f Reykjavík. Marinó Kjartan, fyrr- verandi kaupmaður, hann kvænt- ist Steinunni Sigurðardóttur Þor- steinssonar. Marinó andaðist 19. desember 1968. Agnar, fyrrver- andi símritari, sem kvæntur var Guðrúnu Guðjónsdóttur Sæ- mundssonar byggingameistara í Reykjavík. Hún andaðist 12. janú- ar 1957. Agnar býr nú í Reykjavík. Systur ólafs eru Þuríður (Lulla) Meyer, búsett f Bergen. Fyrri maður hennar var Ragnar Gabri- elsson, síldarkaupmaður. Þau skildu. Síðari maður Lullu var Harald Meyer, yfirmaður í norska sjóhernum. Hann er látinn. Sig- ríður Elísabet Ragnars, búsett í Reykjavík. Hennar maður var Eg- ill Ragnars, lengst af útgerðar- maður og sfldarsaltandi í Siglu- firði. Hann andaðist 27. mars 1977. Ólafur Stefánsson fór í Verslun- arskólann haustið 1935 og lauk prófi þaðan 1938. Fluttist hann þá til Siglufjarðar og hóf störf sem fulltrúi við pósthúsið. Foreldrar hans höfðu þá nokkru fyrr flust þangað, enda flest börn þeirra búsett þar. ólafur gegndi full- trúastarfinu til ársins 1958, að hann var skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Þvf starfi gegndi hann til dauðadags. Hann starfaði því við þessa stofn- un í 45 ár. Það var mikill fengur fyrir mig þegar frændfólk mitt flutti frá Akureyri til Siglufjarðar, en þó var mér það sérstakt ánægjuefni þegar ólafur frændi minn bættist í hópinn. Ég kom fyrst til Akureyrar 1925 og bjó þá á heimili foreldra Ólafs nokkra daga, þá bundumst við ólafur þeim vináttuböndum sem aldrei rofnuðu. Við áttum samleið f Siglufirði í 20 ár. Á þessum tutt- ugu árum breyttist oft þessi fá- menni kaupstaður á sumrin i heimsborg. Við sem þar bjuggum höfðum þá nánari kynni af er- lendu fólki en aðrir landar okkar. Athafnasemi einkenndi staðinn, dugnaður og glaðværð setti svip á bæinn. Við ólafur fluttum um líkt leyti frá Siglufirði með fjölskyldur okkar, en meðan við báðir bjugg- um þar hittumst við oft og áttum fjölmörg sameiginleg áhugamál, það var helst í kringum Alþingis- kosningar að fundum fækkaði um stund. Eftir andlát Stefáns Sigurðs- sonar og allt til þess dags að ólaf- ur kvæntist, héldu þau mæðginin heimili saman, lengst af f Túngötu 41 í Siglufirði. Hjá þeim ólst upp við mikið ástríki systurdóttir Ólafs, Hanna Gabrfelsson, sem gift er Ingólfi Helgasyni forstjóra. Þau búa í Garðabæ. Frá þessu heimili í Túngötunni eigum við hjónin margar góðar minningar sem seint gleymast. Ólafur Stefánsson kvæntist 14. september 1950 eftirlifandi konu sinni, Ölmu Björnsdóttur. Hún er dóttir Björns Björnssonar, fyrr- verandi skipstjóra og yfirfisk- matsmanns, og konu hans, önnu Friðleifsdóttur Jóhannssonar út- gerðarmanns á Dalvfk og sfðar Siglufirði. Hjónaband þeirra var farsælt og hamingjurfkt enda bæði mannkosta manneskjur. Heimili þeirra í Siglufirði og á Sauðárkróki einkenndist af gest- risni og góðvild. Hjá þeim var allt- af opið hús fyrir ættingja og vini. Þegar þau hjón fluttu til Sauð- árkróks hlóðust á ólaf ýmis fé- lagsmálastörf, en þeim hafði hann einnig gegnt í Siglufirði auk kennslu við Gagnfræðaskólann. Hann var kjörinn formaður Tón- listarfélags Skagafjarðar og gegn- di því starfi á annan áratug. Þá var hann í stjórn Tónlistarskólans á Sauðárkróki í allmörg ár. For- + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför GUÐNÝJAR HELGADÓTTUR frá Ytri-Ásum. Börn, lengdabörn og barnabörn. maður stjórnar Sparisjóðs Sauð- árkróks var hann um tíma og þá jafnframt formaður stjórnar Menningarsjóðs sparisjóðsins, sem styrkt hefur fjölmörg þörf málefni á Sauðárkróki og í Skaga- firði. Auk framangreindra starfa sat Ólafur í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og síðar er hann hætti í stjórninni var hann kjör- inn endurskoðandi reikninga sjúkrahússins. Þá var hann kjör- inn í skólanefnd barnaskólans á Sauðárkróki og síðar endurskoð- andi reikninga Sauðárkrókskaup- staðar. Þegar ég rifja hér upp afskipti ólafs af félagsmálum og stjórn- sýslu á Sauðárkróki, minnist ég þess að eitt sinn ræddi ég um þessi störf ólafs við vin hans og sam- starfsmann, hann sagði efnislega þetta: öll þessi störf tók ólafur að sér fyrir þrábeiðni vina sinna, sem lögðu fast að honum, því þeir þekktu hæfni hans og reglusemi í öllum störfum. Mér þótti vænt um þessi orð. Þrátt fyrir að ólafur þurfti á sínum Sauðárkróksárum f mörg horn að líta, var hann þó fyrst og fremst stöðvarstjóri Pósts og síma. Hag þeirrar stofnunar bar hann mjög fyrir brjósti. Gætnari og heiðarlegri stöðvarstjóra tel ég að hafi verið vandfundinn. Alma og Ólafur, sem í 33 ár bjuggu í farsælu hjónabandi, eign- uðust þrjú börn, öll búsett í Reykjavík. Elst er Anna Birna, röntgentæknir, gift Sigurði Helgasyni bókaverði, þau eiga tvö börn, Ólaf og ölmu. Eldri sonur- inn er Stefán Ólafur, sem stundað hefur nám í fiskeldi í Skotlandi og Noregi, en yngri sonurinn er Jó- hann, rafvirki, nemandi f Tækni- skóla íslands, unnusta hans er Elísabet Kemp frá Efri Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu. Ég minntist á það f upphafi þessara kveðjuorða, að eg hefði við andlát Ólafs Stefánssonar margs að minnast og margt að þakka, ekki bara honum heldur einnig Ölmu konu hans. Þau ár, sem ég var í framboði til Alþingiskosn- inga í Norðurlandskjördæmi vestra, gisti ég oft Sauðárkrók og þá jafnan hjá þeim hjónum. Hvergi var betra að vera og hvfla sig en á þessu heimili eftir átaka- fundi og vökur. Fyrir alla þá gestrisni og góðvild, sem ég hefi notið á heimili póstmeistarahjón- anna, er hér með þakkað og undir þær þakkir taka konan mfn, börn okkar og tengdabörn, þvf heimili þeirra hjóna var jafnan opið okkur öllum. Þegar faðir ólafs, Stefán Sig- urðsson, var jarðsettur í Siglufirði í janúar 1941, var farið með eftir- farandi kveðjuljóð f minningu hans: „Ástvinirnir sáran sakna, að sjá þig hverfa út á hafið. Minningar um vininn vakna veit ég þær fær enginn grafið þú gekkst til sóma sérhvert skrefið samtíðar á vegi förnum. Betri arf fær enginn gefið, andaður, sínum góðu bornum." Sama má segja um ólaf son hans, hann „gekk til sóma sér- hvert skrefið — samtíðar á vegi förnum”. Blessuð sé minning hans. Jón Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.