Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 18
ai 18 umnaur;y v;u MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum Víglundur Þorsteinsson: Mála- miðlun um að hafa enga stefinu „Þessi niðurstaða er mála- miðiun um það að hafa enga stefhu í rauninni og það er óbreytt sem við höfum sagt, að sá skattur sem er hagkvæmast- ur neytendum er almennur und- anþágulítill virðisaukaskattur, þar sem millifærslur eru í lág- marki,“ sagði Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, aðspurð- ur um ákvarðanir ríkisstjórnar- innar varðandi virðisaukaskatt- inn. „Með slíkuin skatti, jafnvel þó menn vilji halda einhveijum land- búnaðamiðurfærslum, væri hægt að vera með 20-22% virðisauka- skatt, sem gæfi sömu tekjur og núverandi söluskattskerfi og það myndi lækka matarreikning heim- ilana og væntanlega lækka fram- færsluvísitöluna einnig. Þessi út- færsla sem málamiðlunin varð um lækkar „heilögu kyrnar" í land- búnaðinum vegna viðbóta á niður- greiðslur, en aðrar matvörur munu væntanlega hækka í verði ásamt með öðru verðlagi vegna kerfis- breytingarinnar," sagði Víglundur ennfremur. Hann sagði að flest annað virt- ist skipta meira máli en skynsemi og raunsæi í þessu sambandí. Vilhjálmur Egilsson: Skynsam- legra að fiækka und- anþágnnum „Það liggur fyrir að það hefði verið skynsamlegra að fara enn- þá neðar með skattprósentuna og fækka undanþágunum," sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdasýóri Verzlunarráðs Is- lands aðspurður um álit á niður- stöðu ríkisstjórnarinnar hvað varðar virðisaukaskattinn og aðrar aðgerðir ríkissijórnarinn- ar. Hann sagði að það væri mjög mikilvægt að þannig yrði gengið frá málum að verðlag lækkaði í raun og veru og það sem skipti mestu máli í sambandi við það væri að greiðslufrestur í tolli yrði heimilaður. Að öðrum kosti myndi verðlag hækka um áramót um 1-2% varlega áætlað. Ef greiðslu- frestur yrði ekki veittur væri mik- il hætta á að kerfisbreytingin sem slík fengi neikvæðan stimpil á sig í augum almennings og að virðis- aukaskattinum yrði kennt um allt það sem aflaga kynni að fara í byrjun næsta árs. „Þess vegna myndi ég telja það stór pólitísk og efnahagsleg mistök ef það á að keyra á virðisaukaskattinn með slíkum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að aðgerðir ríkis- stjómarinnar sýndu að hún hefði gefist upp á að hala inn tekjur á kerfisbreytingunni sérstaklega. Tekjur ríkisins miðað við 24,5% virðisaukaskatt gæfu tveimur mill- jörðum minna en áætlað hafði ver- ið miðað við 26% skattinn og þár væri ríkið að gefa eftir af þeirri skattahækkun sem það ætlaði að ná út ur kerfisbreytingunni. Ríkið hefði ætlað sér að hafa eitthvað á þriðja milljarð í tekjur vegna kerf- isbreytingarinnar, auk innheimtu- batans og því að halda niður- greiðslum óbreyttum í krónutölu, Stjórnvöld bættu sér þetta upp með 2% hækkun tekjuskattsins og með skatti á orkufyrirtæki og bíla, sem myndi hækka verðlag á öðrum sviðum. Bílakostnaður hlyti að hækka og verðlag orku hlyti að þurfa að hækka, þar sem verðlagn- ing orkunnar hefði alltaf verið miðuð ákveðnar greiðsluforsendur. Ef forsendurnar ættu að vera óbreyttur og skatturinn samt að skila 250 milljónum króna í ríkis- sjóð myndi þetta virka nákvæm- lega eins og nýr orkuskattur og hlyti að leiðatil hærra orkuverðs. Vilhjálmur sagði tekjuskatts- hækkunin minnkaði ráðstöfunar- tekjur fólks, en tekjur ríkissjóðs af skattinum myndu aukast um 13,5% við þessa hækkun. Þá myndu skattgreiðslur einstaklinga hækka að meðaltali um 7% og gera mætti ráð fyrir að skatt- greiðslur vísitölufjölskyldunnar hækkuðu um tvö til þrjú þúsund krónur í hveijum mánuði. Akveðið hefði verið að verja 1.400 milljón- um til hækkunar persónuafsláttar og barnabóta, sem jafngilti að líkindum því að persónuafsláttur hækkaði um 600 krónur á mánuði og bæturnar með hveiju bami um 500 krónur á mánuði. Þorsteinn Pálsson: Verður að stöðva þessa árás á heimilin „ÞAÐ verður að stöðva þessa árás á heimilin í landinu. Þetta er ein- hver ósvífnasta ákvörðun sem lengi hefur verið tekin í skattamál- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, þegar leitað var álits hans á ákvörðun ríkisstjómarinnar um að hækka tekjuskatt um 2%. „Það er verið að stórhækka tekjuskattinn, aðeins einu ári eftir gífurlega hækkun sem þessi ríkis- stjórn hóf feril sinn með. Þessi ákvörðun er tekin þegar fyrir ligg- ur að kaupmáttur hefur rýrnað um 14% á þessu ári. Þeir sem taka slíka ákvörðun geta ekki haft skilning á þeim aðstæðum sem fólk býr við,“‘sagði Þorsteinn. „Tekjuskatturinn er viðkvæm- asti skattur sem lagður er á. Það var gerð grundvallarbreyting á skattkerfinu 1987 í þeim tilgangi að einfalda það og lækka tekju- skattinn. Nú er verið að bijóta öll meginmarkmiðin með kerfísbreyt- ingunni á bak aftur. Það undrar mig að Alþýðuflokk- urinn skuli taka ábyrgð á þessari árás á launafólkið í landinu. Á sama tíma er verið að taka ákvörð- un um að hækka virðisaukaskatt- inn úr 22% í 24,5%, þó Ríkisútvarp; ið kalli það lækkun á skatti. I núverandi söluskattskerfi er sölu- skatturinn endurgreiddur að fullu á brýnustu lífsnauðsynjum en eftir þessa verulegu hækkun á virðis- aukaskattinum á ekki að endur- greiða hann nema að hluta á brýn- ustu lífsnauðsynjum. Þar að auki er enn allt í óvissu um áframhald þess máls því að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir lýsta því yfir að enn sé verið að skoða mismunandi feiðir um að gjörbreyta útfærslunni eftir fáeina mánuði og þær hug- myndir ganga hver í sína áttina. Ringulreiðin er því enn jafn mikil eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem fyrir. Loksins þegar ríkisstjórnarliðið sameinast, þá er það til óhæfu- verka,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Matthías Á. Mathiesen: Fjarvera utanríkis- ráðherra þótti eðlileg „ÞAÐ þótti öllum eðlileg fjar- vera utanríkisráðherra Islands undir slikum kringumstæðum," sagði Matthías Á. Mathiesen al- þingismaður, sem sótti samegin- legan fund EFTA þingmanna og utanríkisnefiidar þingmanna Evrópubandalagsins. Fundinn sat auk Matthíasar Jón Sæ- mundur Siguijónsson alþingis- maður en Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra komst ekki til fundarins vegna umræðu um vantraust á ríkisstjórnina. í stað utanríkisráðherra flutti Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, greinar- gerð ráðherra. Áð sögn Matthíasar er fundur sem þessi haldinn einu sinni til tvisvar á ári og er þá fjall- að um þau mál, sem eru eða hafa verið efst á baugi í samskiptum EFTA og EB. Meðal þess sem þessi fundur fjallaði um voru grein- argerðir formanns ráðherranefnd- ar EFTA og utanríkisviskiparáð- herra framkvæmdastjómar Evr- ópubandalagsins, sem Jón Baldvin Hannibalsson og Andriessen af hálfu framkvæmdastjórnar EB áttu að gera grein fyrir. „Það þótti öllum eðlileg fjarvera íslenska utanríkisráðherrans undir þeim kringumstæðum, sem gerð var grein fyrir af sendiherra ís- lands, Einari Benedikssyni, það er vantraust og umræður um það á Alþingi," sagði Matthías. „Niður- stöður samningaviðræðnanna voru kynntar en málefni einstakra EFTA ríkja voru ekki þama til umræðu. Skipst var á skoðunum um stöðu mála og væntanlegt framhald viðræðnanna. Kom skýrt fram áhugi þingmanna beggja samtaka fyrir sameginlegu efna- hagssvæði í Evrópu." Jón Baldvin Hannibalsson: Alþýðu- flokkur- inn hefur lækkað tekjuskatt JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alýðuflokksins segir að það hafi verið stefiia Alþýðu- flokksins að lækka tekjuskatt og flokkurinn hafi lækkað tekju- skatt verulega með skattkerfis- breytingunni í Qármálaráðherr- atíð hans. Formaður Alþýðu- flokksins sagði þetta þegar Morgunblaðið spurði hann hvort stefnubreyting hefði orðið hjá Alþýðuflokknum þegar ákvörð- un var tekin í ríkisstjórn í fyrra- dag að frumkvæði Alþýðuflokks- ins um að hækka lilut ríkisins í staðgreiðslu um 2%., úr 30,8% í 32,8%. „Alþýðuflokkurinn lækkaði verulega tekjuskatt, með skatt- kerfisbreytingunni í fjármálaráð- herratíð minni. Hitt er svo annað mál að að við samþykktum það nú síðast, við afgreiðslu fjárlaga að taka tekjuskattkerfið ti! heilda- rendurskoðunar með það að mark- miði að auka áhrif þess sem jöfn- unartækis á tekjuskiptingu og þessi 2% hækkun þjónar þeim til- gangi," sagði Jón Baldvin. son. Fjórða bindi Sögu Islands komið út • _ Morgunblaðið/KAX Nokkrir aðstandendur útgáfu Qórða bindis Sögu íslands ásamt höf- undum efhis. í fremri röð talið frá vinstri eru Hörður Ágústsson, Jakob Benediktsson og Sigurður Líndal. í aftari röð talið frá vinstri eru Sigurjón Steingrímsson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Ingi Sigurðs- FJÓRÐA bindi Sögu íslands, sem samin er að tilhlutan Þjóðátíð- arnefndar 1974, er komin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Þar er aðallega rakin saga 14. aldar, sem Björn Þorsteinsson, aðal- höfundur bókarinnar, kallar norsku öldina. Ellefu ár eru liðin síðan þriðja bindi Sögu Islands kom út, en að sögn Sigurðar Líndal rit- sfjóra verksins er áætlað að fimmta og sjötta bindi komi út á næsta ári. Fjórða bindi Sögu Islands hefst á yfirliti um sögu Evrópu á síðmiðöld- um, sem ætlað er að vera baksvið íslandssögunnar. í sögu norsku ald- arinnar er greint frá ytri högum landsmanna og atvinnuvegum, land- búnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verslun og siglingum. Einnig er sagt frá daglegu lífi og störfum fólks, matar- æði þess, skemmtunum, klæðnaði og ferðalögum. I lok kaflans er vik- ið að stjórnmálum, rakin stjórn- málasaga Norðurlanda og lýst ver- aldlegri valdstjórn á íslandi. Bókinni lýkur með sérstökum kafla um húsa- gerð og híbýlahætti. Fjöldi mynda og uppdrátta er í bókinni lesmálinu til frekari skýringar, og einnig eru þar ítarlegar ritaskrár, sem ætlað er að auðvelda lesendum að afla sér frekari fróðleiks. Björn Þorsteinsson prófessor og Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræð- ingur eru höfundar kaflans um norsku öldina, en Birni, sem lést árið 1986, tókst ekki að ljúka honum sakir heilsubrests. Sigurður Líndal prófessor hefur samið nokkra við- auka við þennan kafla. Ingi Sigurðs- son dósent er höfundur kaflans um sögu Evrópu á síðmiðöldum, og Hörður Ágústsson listmálari er höf- undur kaflans um húsagerð á síðmiðöldum. Að sögn Sigurðar Líndal hefur saga síðmiðalda prðið nokkuð útund- an í sagnaritun íslendinga, þar sem undirstöðurannsóknir skortir á flest- um sviðum og því sé fátt við að styðj- ast. Þetta meðal annars hafi valdið töfum á útgáfu þessa bindis Sögu íslands, og einnig bæri texti verksins þess nokkur merki, þar sem það væri hvorttveggja í senn yfirlit og vísir að frumkönnun. Islensku bókmenntaverðlaunin: Liðlega 50 bækur til- nefndar til verðlauna Á afinælishátíð Félags íslenskra bókaútgefenda þann 5. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða tiu bækur þykja athyglisverðustu bækur ársins af rúmlega fimmtíu bókum sem tilnefhdar hafa verið til íslensku bókmenntaverðlaunanna sem forseti íslands veitir í fyrsta sinn í byrjun næsta árs. Úr þessum tiu bókum verður verðlaunabókin valin af fimm manna dómnefiid og almenningi, sem þarf að senda atkvæðaseðil sinn til Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir 10. janúar næstkomandi. Verðlaunin eru ein milljón króna. Félag íslenskra bókaútgefenda ákvað í tilefni aldarafmælis félagsins á þessu ári að efna til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Öllum sem gefa út bækur var gefinn kostur á að tilnefna bækur til verðlaunanna og voru greiddar 30.000 krónur í verðlaunasjóðinn með hverri bók sem tilnefnd var. Alls bárust rúm- lega fimmtíu tilnefningar og að sögn Björns Gíslasonar framkvæmda- stjóra félagsins er þar að finna, skáldsögur, ljóðabækur, orðabækur. ævisögur og fleira. Til dæmis Rit- safn Jónasar Hallgrímssonar, en þá er það skýringarnar og fræðileg umfjöllun um verkið sem þar er ver- ið að dæma um, að sögn Björns. Inngreitt verðlaunafé er því liðlega 1,5 milljónir króna. Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum um nöfn þeirra bóka, sem voru tilnefndar, en fékk þau ekki á þeírri forsendu, að nöfnin væru trúnaðarmál og yrði aðeins sagt frá titlum þeirra tíu bóka sem valdar verða úr. Tíu manna dómnefnd var valin til að velja tíu athyglisverðustu bækur ársins. Dómnefndina skipa fulltrúar frá Rithöfundasambandi íslands, Hagþenki, Alþýðusambandi íslands, Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Sjó- mannasambandi íslands, Búnaðarfé- lagi íslands, Vinnuveitendasam- bandi íslands, embætti forseta ís- lands og Félagi íslenskra bókaútgef- enda. Ein þessara tíu bóka hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin og verður hún valin af almenningi og fimm manna dómnefnd sem fulltrúar frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi íslands; ASI, BSRB og embætti forseta Islands skipa. Mun vægi almennra atkvæða vera 2 á móti 5 atkvæðum dóm- nefndarmanna. Aðspurður um það hvort dóm- nefndarmenn kæmust yfir að lesa allar bækurnar sem tilnefndar voru sagði Björn að dómnefndarmenn ættu það sameiginlegt að vera mikl- ir lestrarhestar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.