Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 7
,r: . M01,tG;UMi]^DID LPtlfmVWmiPW', Tónlistareftii: 7 Slys á Litla-Hrauni: Hæstirétt- ur hafnaði Geisladiskar yfir þriðjimgiir sölunnar Hlutdeild af heildarsölu tvöfaldast ft*á fyrra ári HLUTDEILD geisladiska af heildarsölu tónlistarefiiis hefiir vaxið úr um 18% í fyrra í rúmlega 35% á þessu ári, samkvæmt upplýsing- um frá Steinum hf. og Skífunni. Hlutur hinnar hefðbundnu plast- plötu hefúr að sama skapi minnkað, en snældan virðist halda sínu. Um helmingur þeirra titla, sem gefhir eru út hér á landi, eru fáan- legir jafht á geisladiskum sem á plasti. Jónatan Garðarsson hjá Stein- um hf. segir að þótt geisladiskur- inn hafi sótt á að undanförnu, muni hann ekki ryðja plötunni eða snældunni úr vegi. „Mér sýnist að þróunin verði sú, að áfram verði til þessi þrjú form,“ segir hann. Hann segir að aukin sala geisla- diska skýrist meðal annars af því, að algengt sé að þegar fólk end- urnýjar hljómtæki sín, kaupi það heilar samstæður sem innihalda geislaspilara og að verðmunur fari minnkandi á geisladiskum og öðr- um formum. Ævar Sigurgeirsson hjá Skífunni segir að einkum yngra fólk kaupi geisladiska. Þótt hlut- fallið sé að jafnaði um 35%, þá lækki það fyrir jólin, þá komi all- margir að kaupa plötur sem eiga aðeins eldri tæki og kaupa jafnvel ekki nema einu sinni á ári. Hins vegar segir hann hlutfallið fara yfir 60% í skamman tima á vorin þegar fermingarbörn koma og kaupa uppáhaldstónlistina sína í nýfengin tæki. Hljómplötusala hefur vaxið undanfarin ár og segir Jónatan Garðarsson að það sé einkum að þakka hlutfallslega lægra verði en áður. Hann áætlar að heildarsala hljómplatna á landinu sé á bilinu 250 til 350 þúsund eintök á ári, eða að jafnaði eitt til eitt og hálft á mann. Geisladiskar kosta nú al- mennt um 1.800 krónur, erlend plastplata um 1.200 og innlend um 1.400 krónur og snældur kosta sama og plastplöturnar. Þ.ÞORGRfMSSON&CO [3000000, gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 13 milljóna bótakröfii HÆSTIRÉTTUR hefúr kveðið upp dóm í máli, sem fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni höfðaði gegn dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Fanginn krafðist 13 milljóna krðna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni, en Hæstiréttur staðfesti dóm und- irréttar og hafnaði kröfúnni. Málavextir voru þeir, að fanginn var að störfum í steypuskála vinnu- hælisins í apríl 1977. Þegar hlé varð á vinnu klifraði hann upp kaðal, sem hékk úr bita í loftinu. Festan í kaðl- inum gaf sig og hann féll niður á steinsteypt gólf skálans. Hann slas- aðist mikið, er m.a. algerlega lamað- ur í ganglimum og gætir verulegrar lömunar í handleggjum og höndum og er örorka hans metin 100%. í dómi Hæstaréttar segir, að slys- ið hafi orðið í leik er hlé varð á vinnu fanga og hafi leikurinn ekki verið í neinum tengslum við þau störf, sem föngunum voru falin. Ekki verði ta- lið að kaðall sá eða annar búnaður, sem kom við sögu, hafi haft í sér fólgna sérstaka hættu við störf fang- anna. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að slysið væri vávæn afleiðing þess að fangavörður skrapp frá, enda fangaverðir nærri og ekki varð fyrir séð að fangarnir gætu farið sér að voða. Ekki yrði því talið að ríkis- sjóður bæri hlutlæga ábyrgð á tjóni áfrýjanda. Málskostnaður fyrir Hæstarétti var felldur niður. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Hrafn Bragason, Þór Viihjálmsson og Gunnar M. Guðmundsson, settur hæstaréttardómari. Alþjóða alnæm- isdagurinn er helgaður al- næmi og æsku ÞEMA alþjóða alnæmisdagsins að þessu sinni, var alnæmi og æska, en Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur ákveðið að framvegis skuli 1. desember vera helgaður álnæmi. I frétt frá Landsnefnd um al- næmisvarnir segir, að hér á landi hafi verið sent bréf til allra grunn- og framhaldsskóla landsins, þar sem dagurinn er kynntur og eru allir skólar hvattir til að taka upp umræður um alnæmi í tilefni dags- ins._ Útbúið hefur verið veggspjald um alnæmi og sett í strætisvagna Reykjavíkur, sent á heilsugæslu- stöðvar landsins, félagsmálastofn: anir, félgasmiðstöðvar og víðar. í tengslum við veggspjaldið var út- búinn einblöðungur með sömu mynd og á veggspjaldinu auk upp- lýsingatexta á bakhlið sem dreift hefur verið. Þá var útbúið barm- merki með áletruninni „Með hjartað á réttum stað - og öryggið í lagi.“ SKLfTL'VOGI 16 SÍMI 687700 fyrir 6 manns kr. 6.224,- fi”"' Ljóskastarar kr. 3.343,- Peugeot juðari/pússivél kr. 4.894,- Brauðrist kr. 2.965,- Holz-her hleðsluborvél kr. 16.079,- í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfi og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. I Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. i Fondusett Jólatilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.