Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsipgastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Stýrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Vantraust og utanríkismál Umræður um vantraust á ríkisstjórnina tóku sér- kennilega stefnu í fyrrakvöld þegar Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, og sum- ir aðrir talsmenn stjórnarflokk- anna héldu því fram, að tillagan um vantraustið hefði komið fram á tíma, sem væri óheppi- legur fyrir utanríkishagsmuni okkar íslendinga. Utanríkis- ráðherra gerði mikið veður út af því, að hann hefði orðið að boða forföll á fundum, sem hann átti að mæta á vegna formennsku sinnar í EFTA- ráðinu. Þess eru fjölmörg dæmi, a.m.k. í lýðræðisríkjum, að stjórnmálamenn verði að breyta áformum sínum um fundahöld erlendis eða opin- berar heimsóknir vegna aðkall- andi vanda heima fyrir. Þetta skilja stjórnmálamenn í öðrum löndum mæta vel og gera auð- vitað engar athugasemdir við. Þess vegna er upphlaup ut- anríkisráðherra og annarra talsmanna stjórnarflokkanna af þessum sökum furðulegt og óskiljanlegt og raunar dálítið barnalegt. Hvort sem ráðherrum líkar betur eða ver hljóta þeir að taka tillögu, sem lögð er fram á Alþingi um vantraust á ríkis- stjórn, alvarlega. Þess vegna var það rétt ákvörðun hjá ut- anríkisráðherra að fresta utan- för sinni og standa fyrir máli sínu á því þingi, sem hann sækir ráðherraumboð sitt til. Það var á hinn bóginn óþarfi að hafa uppi harmagrát frammi fyrir alþjóð af þessum sökum. Andrúm í stjórnmálabarátt- unni hér hefur verið eitraðra frá stjórnarslitunum í fyrra en verið hefur í áratugi. Þetta er áhyggjuefni. En hitt er ekki við hæfi að fjalla um látna stjórn- málaleiðtoga með þeim hætti, sem gert var í vantraustsum- ræðunum í fyrrakvöld. íslandi hefur verið stjórnað með samsteypustjómum í ára- tugi. Slikar ríkisstjórnir byggj- ast á sæmilega góðu persónu- legu samkomulagi milli for- ingja stjórnmálaflokka. Ef þeir menn, sem um skeið hafa talað af mestri heift hver í annars garð, géta ekki sett niður per- sónulegar deilur sínar em þeir ekki færir um að taka á sig þá ábyrgð, sem landstjórninni fylgir. Nýjar skatta- hækkanir egar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp var skattprósentan lækkuð töluvert til þess að ekki yrði um raun- hækkun tekjuskatta að ræða. Þegar skattar voru greiddir eftir á var augljóst, að verð- bólgan minnkaði skattbyrðina töluvert. Núverandi ríkisstjórn hefur á einu ári hækkað staðgreiðslu skatta um fjögur prósentustig. Hún er komin vel á veg með að fara með staðgreiðsluhlut- fallið upp í það sama og var þegar skattar voru greiddir eft- ir á. Með ýmsum öðrum ráð- stöfunum hefur ríkisstjórnin hækkað tekjuskattana töluvert til viðbótar. Skattahlutfallið er að verða svo hátt að búast má við, að viðleitni fólks til að svíkja undan skatti verði ríkari en verið hefur um skeið. Samhliða þessum miklu skattahækkunum á einu ári hefur ríkisstjórnin framkvæmt mikla kjaraskerðingu að öðru lejrti. Sú kjaraskerðing var að hluta til óhjákvæmileg vegna aðstæðna í þjóðarbúsH.apnum. En að öðru leyti er þessi kjara- skerðing til komin vegha þess, að ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark til þess að takast á við það verkefni, að skera niður ríkisútgjöld. Of mikil umsvif ríkisins eru ein af meginástæðum þess vanda í efnahagsmálum, sem þjóðin glímir nú við. Þær gífur- legu skattahækkanir, sem þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, hefðu ekki þurft að koma til ef ríkisstjórnin hefði haft dug í sér til þess að hreinsa til í því búi, sem hún ber ábyrgð á, með sama hætti og hún hef- ur gert kröfu til að einstakling- ar og atvinnufyrirtæki geri á sínum vettvangi og þessir aðil- ar hafa gert. Jón Baldvin féll á prófinu eftir Þorstein Pálsson Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórnina fór eins og vænta mátti. Það vakti þó nokkra athygli að ýmsir þingmenn stjórnarflokk- anna þurftu að gera grein fyrir at- kvæði sínu með iðrandi stefi. Ástæðan fyrir því að tiilaga um vantraust var flutt nú á einmitt rætur að rekja til þess að þingmenn stjórnarflokkanna hafa að undan- förnu verið að þvo hendur sínar með því að gera ágreining við ríkisstjórn- ina og lýsa andstöðu við ýmsa meg- in þætti í stefnu hennar. Utanríkisráðherra á plani með Asgeiri Hannesi Ég hafði orðið var við að ýmsir töldu að hér fylgdi hugur máli. Ástæða var því til þess að láta það koma í ljós við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þar kemur hin raunverulega afstaða fram og eftir þessa atkvæða- greiðslu þýðir lítið fyrir stjórnar- þingmenn að reyna að ganga í augu kjósenda með því að þvo hendur sínar af ríkisstjórninni. En óneitanlega vakti það athygli hversu margir þingmenn stjórnar- flokkanna þurftu að afsaka frammi fyrir alþjóð hvernig þeir greiddu at- kvæði. Sannanlega bar það ekki vott um trausta innviði. Reyndar má segja að það hafi varpað Ijósi á þann hringlandahátt sem einkennir stjórnarfarið um þessar mundir. Ríkisstjórnin keypti sér þingmeiri- hluta, svo sem frægt varð, síðastlið- ið sumar. En ekki hefur það haft áhrif til að bæta stjórnarfarið. Upp- lausnin er sannanlega meiri en áður og útlitið framundan svartara. Tölur um fallandi kaupmátt langt umfram rýrnun þjóðartekna eru skýrasta dæmið þar um. Úrræðaleysi stjórnarinnar kemur m.a. fram í því að stjómarflokkarnir þurfa nú á kostnað skattborgaranna að efna til funda og auglýsingaher- ferðar í þeim tilgangi að leita eftir hugmyndum um atvinnumálastefnu. Fyrir utan það smekkleysi að nota peninga skattborgaranna í almenna flokksstarfsemi lýsir þetta tiltæki því mæta vel hversu áttavillt ríkis- stjórnin er. Uppistaðan og ívafið í öllum varn- arræðum talsmanna stjórnarflokk- anna í vantraustsumræðunni voru persónulegar og oft hatursfullar ár- ásir á formann Sjálfstæðisflokksins. Og mesta athygli mína vakti að for- maður Alþýðuflokksins skyldi í þeim efnum vera á sama plani og Ásgeir Hannes Eiríksson. Varnarræður af þessu tagi lýsa aðeins veikum mál- stað. Raunvextir sjávar- útvegs hækka Það kemur nú æ betur í ljós að krafa Sjálfstæðisflokksins í fyrrver- andi ríkisstjórn um raungengisbreyt- ingu var bæði rétt og nauðsynleg á þeim tíma. Vandi atvinnuveganna stafar fyrst og fremst af því að raun- gengisbreytingin kom heilu ári of seint. Og auðvitað er ástæða til að rifja það upp að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra tók haustið 1988 pólitíslca hagsmuni Alþýðu- flokksins fram yfir hagsmuni sjávar- útvegsins. Núverandi ríkisstjórn byijaði á því að koma upp millifærslu og styrkja- kerfi og beina í gegnum það erlend- um lánum inn í sjávarútveginn. Þrátt fyrir raungengisbreytinguna sem kom ári of seint er lítil von til þess að sjávarútvegurinn geti staðið und- ir greiðslubyrði af þessum lánum þegar þau fara að falla. Það á að vera verk næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda. Eiginíjárstaða sjávarútvegsins hefur ekkert batnað á þessu ári en rekstrarskilyrði fryst- ingar eru auðvitað betri eftir raun- gengisbreytingu síðustu vikna. Athyglisvert er að í nýrri greinar- gerð Seðlabankans kemur fram að raunvextir á láhum sjávarútvegs miðað við innlent verðlag hafa hækkað frá árinu 1988 úr 10,8% í 13,3% á þessu ári. En í þessari greinagerð segir einnig að jafnvægi á lánsfjármarkaði og heldur lægri almenna raunvexti á innlendum lán- um en fyrr megi fyrst og fremst rekja til vaxtastefnunnar árið 1988. En bankinn telur engar líkur á lækk- un raunvaxta á næstunni. Islandsmet í söfiiun erlendra skulda Fyrir liggja tölulegar upplýsingar um að núverandi ríkisstjórn er að setja íslandsmet í söfnun erlendra skulda. Hún stefnir að því að erlend- ar skuldir verði á næsta ári komnar yfir 53% af landsframleiðslu og að Islendingar verða að taka fimmtu hveija krónu af útflutningstekjum sínum í endurgreiðslur á erlendum lánum. Auðvitað hefur hin mikla kaup- máttarrýrnun dregið úr innflutningi og gert vöruskiptajöfnuðinn hag- stæðari en áður. En heildarstaða íslands gagnvart útlöndum kemur fram í viðskiptajöfnuðinum. Og hann er enn sem fyrr óhagstæður og eng- ar horfur á marktækum brejdingum á því sviði á næstunni. Hálf skattendurgreiðsla í stað fiillrar Að undanförnu hefur getuleysi ríkisstjórnarinnar komið mæta vel fram í ráðleysi og deilum stjórnar- flokkanna um framkvæmd á lögum um virðisaukaskatt frá 1988 en þau eiga að taka gildi nú um áramótin. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri undanfarnar vikur og ríkisstjómin og einstakir stjórnar- flokkar hafa skipt um skoðun á málinu því sem næst daglega. Þetta er óviðunandi framkoma gagnvart fyrirtækjum og skattgreiðendum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 t-r+-r Þorsteinn Pálsson „Á milli Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðis- flokksins er enginn ágreiningur að því er varðar stefiiumörkun um áframhaldahdi formlegar samninga- viðræður á þessu sviði.“ sem eiga að undirbúa sig undir eina mestu kerfisbreytingu í skattamál- um sem ákveðin hefur verið. Nýjasta útgáfan af ákvörðunum ríkisstjórnarinnar felur í sér að hækka á söluskattinn upp í 24,5% og jafnframt á að stórhækka tekju- skattinn. Alþýðuflokkurinn varð í annað sinn að leggja niður rófuna varðandi kröfuna um frestun á gildi- stöku virðisaukaskattsins. Og kröf- um verkalýðsfélaganna um tvö þrep ■—í—;—1—i—.■ ; ;■,■)<—r-TT—rf í virðisaukaskatti er með öllu hafn- að. En til þess að róa þingmenn Framsóknarflokksins og rugla al- menning í ríminu á að heíja þegar endurskoðun á grundvallaratriðum þessa nýja skattkerfis með það í liuga að halda reglunni í eitt þrep í dag og tvö á morgun. I núverandi söluskattskerfi er söluskatturinn endurgreiddur að fullu á brýnustu lífsnauðsynjar eins og kjöt og mjólk. En í nýja virðis- aukaskattskerfinu er ætlun núver- andi ríkisstjórnar að endurgreiða virðisaukaskattinn aðeins að hluta á þessar brýnustu lífsnauðsynjar. Kyrrsetning utan- ríkisráðherra Deilurnar innan ríkisstjórnarinnar um virðisaukaskattsmálið hafa verið svo alvarlegar að utanríkisráðherra varð að fresta för sinni á fundi er- lendis. Hann hefur þó lagst svo lágt að kenna stjómarandstöðunni og þá einkanlega Sjálfstæðisflokknum um að hann komst ekki á þessa fundi. Ekki er nú stórmennskubragur á afsökunum af þessu tagi. Ríkisstjóm sem státar af 37 atkvæða þingmeiri- hluta getur ekki með nokkru móti komið ábyrgð á vandræðagangi sínum yfír á stjórnarandstöðuna. Um hvað er samstaða? Deilurnar um samninga íslands við Evrópubandalagið hafa eðlilega sett svip sinn á umræður síðustu viku og komu skýrt fram í umræðun- um um vantraust á ríkisstjórnina. En engum vafa er undirorpið að þessir samningar era einhveijir þeir mikilvægustu sem íslendingar hafa tekið þátt í um langan tíma. Mikil og góð undirbúningsvinna hefur verið lögð með könnunarvið- ræðum síðustu mánuði að formleg- um samningaviðræðum Fríverslun- arsamtakanna og Evrópubandalags- ins sem hefjast á næsta ári. En þær miða að því að þjóðir Fríverslunar- i—rrn-----------------------;----- samtakanna geti lagað sig að ákvörðunum ríkja Evrópubandalags- ins um innri markað, fijáls viðskipti og óhindrað fjármagnsstreymi. Á milli Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins er enginn ágreining- ur að því er varðar stefnumörkun um áframhaldandi formlegar samn- ingaviðræður á þessu sviði. Einstak- ir þingmenn Framsóknar hafa hins vegar gert víðtæka fyrirvara og for- maður Alþýðubandalagsins hefur lesið upp á Alþingi yfirlýsingu þess efnis að Alþýðubandalagið geti ekki fallist á að formlegar samningavið- ræður verði hafnar án frekari um- ræðna í ríkisstjórn. Ágreiningurinn Ágreiningurinn snýst um það að sjálfstæðismenn og aðrir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja að stefnumörkun af íslands hálfu sé ákveðm með þingsályktun með svip- uðum hætti og finnska ríkisstjórnin lagði fyrir finnska þjóðþingið. Það er að okkar áliti eðlileg þing- ræðiskrafa þegar móta þarf stefnu um þátttöku í svo víðtæku alþjóðlegu efnahagssamstarfi. Þetta er ekki síst nauðsynlegt vegna þess að ágreiningur um grundvallaratriði EFTA-EB sam- starfsins er svo augljós á milli ein- stakra stjórnarflokka en efnisleg samstaða er á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Þetta er ekki spurning um stöðuumboð utanríkis- ráðherra heldur krafa um stefnu- mótun á þingræðisgrundvelli, sem utanríkisráðherra hafði áður viður- kennt. Hitt meginatriðið sem valdið hefur ágreiningi er krafa samtaka sjávar- útvegsins sem stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa stutt, að teknar verði upp formlegar tvíhliða viðræður til þess að tryggja hindrunarlausan aðgang sjávarafurða að mörkuðum Evrópubandalagsins. Allir viður- kenna að vonlitið er að krafan um friverslun með físk á vettvangi EB- EFTA viðræðnanna nái fram að ganga. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta að þessum sérstöku islensku hagsmunum í formlegum tvíhliða viðræðum. En því hafa stjórnar- flokkamir hafnað og ástæðan fyrir því virðist vera þvergirðingsháttur einn, ef glámskyggni ræður þá ekki ferðinni. Utanríkisráðherra rauf samstöðuna Utanrikisráðherra gat auðveld- lega leitað eftir samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Reyndar verður að líta svo á að það sé skylda hans í máli sem þessu. En í því efni brást honum algjörlega bogalistin. Flest bendir til þess að hann hafi lagt meir upp úr setu Alþýðubandalags- ins í ríkisstjóm en að ná breiðu sam- starfi þeirra flokka sem um langan aldur hafa staðið samán að veiga- mestu ákvörðunum sem teknar hafa verið í utanríkismálum. Utanríkis- ráðherra vissi að ég var tilbúinn til samninga en hann kaus að ijúfa samstöðu lýðræðisflokkanna af ótta við Alþýðubandalagið. Við sjálfstæðismenn höfum lengi varað við því að það kynni að skaða hagsmuni íslands ef Alþýðubanda- lagið og þröngsýnustu öflin í Fram- sóknarflokknum yrðu látin hafa of mikil áhrif á stefnumörkun af ís- lands hálfu. • Ef utanríkisráðherra telur að staða Islands hafi veikst í þessum samningaviðræðum, getur hann ekki kennt neinum öðrum um en meirihluta Alþingis og ríkisstjórn- arliðinu sjálfu. Það er bamalegt að skella þeirri skuld á kröfu sjálfstæð- ismanna um þingræðisleg vinnu- brögð og eðlilegt samráð ríkisstjórn- ar við utanríkisnefnd. Höíundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Leiðtogar risaveldanna funda á tímamótum í Evrópusögnnni eftirÁsgeir Sverrisson FUNDUR þeirra Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins, og George Bush Bandaríkjaforseta sem hefst í dag undan strönd Möltu verður að líkindum sögulegur fyrir margra hluta sakir þótt ekki verði þar gengið frá mikilvægum sáttmálum milli austurs og vesturs. Fundurinn er haldinn á mestu umbrotatímum í sögu Evr- ópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem að líkindum eiga eftir að gjörbreyta stöðu risaveldanna í álfiinni. Bush forseti mun leita eft- ir tryggingum af hálfii Sovétmanna fyrir því að Brezhnev-kenningunni um réttmæti hernaðaríhlutunar í sósíalískum ríkjum hafi endanlega verið vísað út í ystu myrkur en Gorbatsjov mun á hinn bóginn freista þess að koma á stóraukinni efnahagssamvinnu austurs og vesturs, sem sérfræðingar telja algjört skilyrði fyrir því að unnt verði að hefja Sovétríkin úr hópi þróunarríkja. Gorbatsjov mun vafalítið einnig freista þess að knýja fram frekari tilslakanir af hálfú Bandaríkjamanna á George Bush, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, hittir Míkhaíl S. Gorbatsjov í fyrsta skipti. Myndin var tekin í Moskvu í marsmán- uði árið 1985 er Bush var viðstaddur útför Konstantíns Tsjernenkos og ræddi við hinn nýja leiðtoga sovéskra kommúnista. Ronald Reagan og Míkhaíl S. Gorbatsjov eítir að viðræðum þeirra lauk í Reykjavík í október árið 1986. Þessi mynd lýsir ágætlega við- brögðum margra eftir að ljóst varð að leiðtogunum hafði mistekist að ná samkomulagi um fækkun langdrægra gjöreyðingarvopna. Væntingarnar voru miklar og vonbrigðin eftir því. En sagan hefur sýnt að Reykjavíkurfundurinn markaði þáttaskil í samskiptum aust- urs og vesturs auk þess sem leiðtogunum tókst að leggja grunninn að fyrsta afsvopnunarsáttmála kjarnorkualdar. vettvangi afvopnunarmala. Það hefur vakið furðu margra að leiðtogarnir skuli hafa afráðið að ræðast við á tveimur herskipum undan strönd Möltu í dag og á morg- un. Hugmyndin kvað vera komin frá James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er sagður hafa sérstaka ánægju af frumlegum fund- arstöðum en minna má á að Baker hitti hinn sovéska starfsbróður sinn að máli í bjálkakofa í Wyoming-ríki í september. Hugmyndin er vísast einnig sú að leggja áherslu á að fundurinn sé óformlegur en ákveðið hefur verið að þeir Bush og Gorbatsj- ov eigi formlegar viðræður í Banda- ríkjunum næsta vor. Óvæntur firndur Það kom mjög á óvart er skýrt var frá því að leiðtogarnir hygðust ræðast við í desember. Bush forseti hafði þráfaldlega ítrekað að ástæðu- laust væri að þeir hittust fyrr en tryggt væri að slíkur fundur gæti skilað raunverulegum árangri. Hafði forsetinn verið gagnrýndur í heima- landi sínu sökum þessa og stjóm- málaskýrendur margir hverjir full- yrtu að ríkisstjóm hans hefði ekki mótað skýra stefnu gagnvart Sov- étríkjum Gorbatsjovs og ríkjum Austur-Evrópu. Ekki verður samt séð að Bush hafi látið undan þrýst- ingnum, tímasetningin virðist þvert á móti hafa verið öldungis laukrétt. Minna ber nú á þessari gagnrýni en áður en mörgum þótti aðstoð sú sem forsetinn bauð Ungveijum og Pól- veijum heldur snautleg þótt Banda- ríkjaþing hafi nú bætt þar nokkuð úr. Stjórnmálaskýrendur og sér- fræðingar sem greinarhöfundur ræddi við í Bandaríkjunum fyrir for- setakosningarnar á síðasta ári voru flestir á einu máli um að Bush hefði ekki skýra og sjálfstæða stefnu. Helsta markmið hans yrði að við- halda stefnu forvera síns Ronalds Reagans líkt og komið hefur á dag- inn. Á hinn bóginn blasir nú við ný og krefjandi staða í bandarískum utanríkismálum. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig ríkisstjórn Bush tekur á þeim málum og víst er að forveri hans stóð aldrei á ferli sínum frammi fyrir svo stóru og mikilvægu verkefni. Bush virðist hafa afráðið að fara að öllu með gát og þótt sú stefna sé tæpast líkleg til vinsælda er hún vafalaust skyn- samleg á tímum breytinga og óvissu. Reykj avíkurfundurinn Möltu-fundurinn hefur vakið upp endurminningar um leiðtogafundinn sögulega í Reykjavík árið 1986. Fundarstaðurinn þykir álíka frum- legur en mestu skiptir þó að flestir helstu ráðamenn ríkja Atlantshafs- bandalagsins fylltust óhug er í ljós kom að Reagan forseti hafði sýnt mikið gáleysi í viðræðum sínum við Gorbatsjov og ljáð máls á því að stroka einn mikilvægasta lið fæling- arkenningarinnar út í einu vetfangi án þess að hafa samráð við banda- menn sína. Óhugurinn situr enn í mörgum en það er raunar athyglis- vert að úti í hinum stóra heimi minn- ast menn einkum Reykjavíkurfund- arins sökum þessa en líta framhjá því að grunnurinn að Washington- sáttmálanum sögulega um útrým- ingu meðal- og skammdrægra kjarn- orkueldflauga var einmitt lagður á fundunum í Höfða auk þess sem í ljós kom að Sovétmenn voru tilbúnir til að slaka verulega á kröfum sínum til að tryggja bætt samskipti við Vesturlönd. Greinilegt er á yfirlýs- ingum Bush að hann veit vel af því að leiðtogar NATO-ríkjanna fylgjast grannt með gangi mála. Brezhnev-kenningin Að öllu jöfnu hefðu afvopnunar- mál að líkindum borið hæst í viðræð- um þessara tveggja valdamestu manna heims. En skyndileg afhjúp- un á gjaldþroti kommúnismans og upplausnin í Austur-Evrópu hefur vitanlega raskað dagskránni. Ný Evrópa blasir við leiðtogunum báð- um og færa má rök að því að hlut- verk og ítök risveldanna beggja í álfunni muni fara ört dvínandi. Talsmenn Sovétstjórnarinnar hafa þráfaldlega lýst yfir því að Brezhnev-kenningunni svonefndu hafi vérið hafnað. Kenningin sú kveður á um að Sovétríkjunum sé heimilt að beita hervaldi í Austur- Evrópu sé kommúnismanum ógnað og það var í krafti hennar sem sov- éskir skriðdrekar bundu enda á umbótastefnu Alexanders Dubceks í Tékkóslóvakíu árið 1968. Helsta verkefni Bandaríkjaforseta á Möltu- fundinum verður það að fá fram skýra og afdráttarlausa yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar um að hún hygg- ist ekki hafa afskipti af innanríkis- málum nágrannaríkjanna. Yrði það vissulega söguleg stund ef leiðtogi kommúnista lýsti yfir þessu á fundi með forseta Bandaríkjanna. Raunsæi í stað íhlutunar Gorbatsjov er vissulega raunsæis- maður. Hann hefur, fyrstur Sovét- leiðtoga, gert sér ljóst að ráðamenn á Vesturlöndum hafa engin áform uppi um að ráðast inn í Sovétríkin. Þetta kann að hljóma einkennilega en staðreyndin er sú að innrásir Napóleons 1812 og Þjóðveija á árum síðari heimsstyijaldarinnar hafa allt til þessa mótað utanríkisstefnu Sov- étríkjanna. Hann gerir sér ennfrem- ur ljóst að ætli Sovétmenn að skipa sér í hóp þróaðra og siðaðra ríkja verður að draga stórlega úr lygileg- um útgjöldum ríkisins á sviði varn- ar- og öryggismála. Við Gorbatsjov blasir sú staðreynd að Sovétríkin eru í raun aðeins stórveldi á hernaðar- sviðinu og hrun kommúnismans í Austur-Evrópu hefur í för með sér að hernaðarhlutverki Sovétmanna í álfunni er í raun lokið. Vitaskuld þurfa ríki Austur-Evrópu ævinlega að taka mið af nágrannahum vold- uga í stefnumótun sinni . En engu að síður koma þau til með að geta fylgt sjálfstæðri raunsæisstefnu líkt og t.a.m. Finnar hafa gert með góð- um árangri. Gorbatsjov hefur náð -vStórkostlegum árangri á sviði ut- anríkismála en það er yfir allan vafa hafið að hann er valtur í sessi á heimavígstöðvunum. Þróunin í Eystrasaltsríkjunum, sem krefjast nú sjálfstæðis, í Armeníu, Azerbajdzhan, Georgíu og fleiri lýð- veldum ræður að líkindum úrslitum fyrir Gorbatsjov. Þróuninni í Aust- ur-Evrópu verður á hinn bóginn ekki snúið við, alltjent blasir við að afleið- ingarnar yrðu óskaplegar reyndi arf- taki Gorbatsjovs að innleiða stalínískt þjóðskipulag í ríkjum þess- um á ný. Mikilvægi íslands Um áhrif þessara breytinga á sviði öryggis- og varnarmála mætti hafa langt mál. Tvennt virðist þó ljóst. Vera herliðs Bandaríkjanna í Vest- ur-Evrópu mun glata mikilvægi sínu og það virðist aðeins spurning um tíma hvenær stór hluti þess verður kallaður heim auk þess sem nú standa yfir í Vínarborg tímamótavið- ræður 23 ríkja um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í álfunni. Á hinn bóginn verður aldrei mikilvæg- ara en áður að tryggja að unnt verði að koma birgðum og herliði sjóleið- ina frá Bandaríkjunum til Evrópu skapist óvissuástand. Þetta hefur aftur á móti tvennt í för með sér. í fyrsta lagi mun mikilvægi íslands fyrir hinar sameiginlegu vamir vest- rænna ríkja aukast stórlega. Gildir það raunar einnig á afvopnunartím- um því viðurkennt er að eftirlits- þátturinn sé mikilvægasti liður sér- hvers afvopnunarsáttmála. í annan stað mun sú skoðun njóta vaxandi fylgis innan NATO að ótímabært sé að hefja viðræður við Sovétmenn um afvopnun á og í höfunum en svo sem kunnugt er hafa ráðmenn hér á landi og í Noregi hvatt til þess að gengið verði til slíkra viðræðna. Öryggi og efiiahagur Sú staðreynd að Gorbatsjov er umhugað um að bæta hag alþýðu manna í Sovétríkjunum er einnig mikil nýbreytni þar eystra því þar hefur almenningur einfaldlega aldrei skipt máli fyrr en nú. Gorbatsjov hefur hins vegar einnig gert sér ljóst að Sovétríkjunum verður ekki til lengdar haldið saman í krafti her- valds. Bættur hagur þegnanna er frumskilyrði fyrir því að tryggja við- gang Sovétríkjanna. Því er hugsan- legt að Gorbatsjov kynni stórbrotnar áætlanir um efnahagssamvinnu austurs og vesturs og telja má líklegt að þær huginyndir fái góðar við- tökur á Vesturlöndum. Að þessu leyti fara liagsmunir Gorbatsjovs og öryggishagsmunir NATO-ríkjanna saman. Umbótastefna Gorbatsjovs á efnahagssviðinu hefur einfaldlega brugðist, þjóðfélagið er staðnað og við blasir áframhaldandi skortur og örbirgð. Það er að sönnu furðulegt að leiðtogi Sovétríkjanna skuli þurfa að reiða sig á stuðning Vesturlanda en án hans á hann enga von. Mann- inum sem breytt hefur heiminum hefur enn ekki tekist að uppræta illgresið sen fengið Ijefur að spretta óhamið i ríki hans. Afvopnun og geimvarnir Vissulega er hugsanlegt að Möltu-fundurinn skili raunveruleg- um árangri á sviði afvopnunarmála auk þess sem líklegt er að svæðis- bundin ágreiningsefni, ekki síst ástandið í Mið-Ameríku, verði tekin til mun rækilegri skoðunar en á fundum þeirra Reagans og Gor- batsjovs. George Bush hefur hins vegar boðað að hann hyggist ekki ganga til beinna viðræðna á vett- vangi afvopnunarmála enda mun vel miða í viðræðum samninganefnda bæði í Vínarborg og Genf. Það vakti mikla athygli er Sovétmenn lýstu yfir því að þeir gætu fallist á veruleg- ar tilslakanir í deilu risaveldanna um geimvarnaráætlun Bandaríkja- stjórnar, sem ásamt fleiri tæknileg- um atriðum, hefur komið í veg fyrir sáttmála um helmingsfækkun lang- drægra gjöreyðingarvopna. Þegar yfirlýsingar Sovétmanna eru hins vegar skoðaðar vandlega verður ekki betur séð en að ummæli þeirra hafi verið gróflega oftúlkuð þannig að staðan í þessum viðræðum er nokkuð óljós. Gorbatsjov kynnir hugsanlega nýjar tillögur um afvopnun í höfun- um og takmarkanir flotaumsvifa en líklegt er að þær falli í grýttan jarð- veg ekki síst þar sem öflugar flota- varnir og eftirlit með umsvifum Sov- étmanna er lykilatriði í varnarvið- búnaði ríkja Átlantshafsbandalags- ins eins og nefnt Var hér að framan. Möltu-fundurinn kann hins vegar að verða sögulegur þótt tímamóta- samningar verði ekki undirritaðir. Aldrei áður frá því á Jalta-ráðstefn- unni hafa leiðtogar leiðtogar risa- veldanna staðið frammi fyrir jafn- stórkostlegu tækifæri til að breyta gangi heimsmála. Nái þeir Bush og Gorbatsjov markmiðum sínum mun það þýða endalok kalda stríðsins og skiptingar austurs og vesturs og marka upphaf nýrrar Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.