Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 43
íaaaqri MORGUNBLAÐIÐ mtió-1 iiu • ' OTTO,H/ IPnUI I Ifl LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 43 KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Laugardagur kl.14:25 48, LEIKVIKA- 2. des. 1989 Leikur 5 Derby________- Charlton Leikur 6 Everton - Coventry Leikur 7 Luton________- Tottenham Leikur 8 Man. City - Liverpool Leikur 9 Millwall____- Southampton Leikur 10 Norwich - Sheff. Wed. Leikur 11 Leeds - Newcastle Leikur 12 Sunderland - Swindon Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Þrefaldur potturH Leikur 2 Aston Villa Nott. For. Leikur 3 Chelsea - Wimbledon Leikur 4 C. Palace - Q.P.R. Guðmundur Beckenbauer Mm FOLK ■ GUÐMUNDUR Baldursson, knattspyrnumaður, sem var með Val í sumar og leikur nú á Möltu, ristarbrotnaði á dögunum og verður frá keppni í nokkrar vikur. ■ LARUS Gúðnnindsson, knatt- spyrnumaður úr Val, hefur ákveðið að taka ekki tilboði gríska félagsins Iraklis ■ HALLDÓRI Áskelssyni, fél- aga Lárusar hjá Val sl. sumar, var einnig boðið til Grikklands, en hefur ekki áhuga á því. ■ FRAMARAR töpuðu sínu fyrsta stigi í 2. deildarkeppninni í handbolta er þeir fengu Þórsara frá Akureyri í heimsókn í Laugar- dalshöll. Leiknum lauk með jafn- tefli, 20:20. í síðari leik kvöldsins sigruðu Selfyssingar lið Ármanns, 25:21. _ I HSÍ hefur ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni skólabarna í Gottwaldov, Bratislava og Prag um ísland. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir bestu ritgerðirnar. Þetta er iiður í að tryggja íslenska lands- liðinu stuðning - þegar það leikur í áðurnefndum borgum í heims- meistarakeppninni í Tékkósló- vakíu. ■ TÉKKNESKIR íþróttafrétta- menn óskuðu eftir því við Jón Hjal- talín Magnússon, formann HSI, á dögunum að hann aðstoðaði tékk- neska unglinga við að eignast bréfavini á Islandi. Þeir sem áhuga hafa á því að skrifast á við ungl- inga í Tékkóslóvakíu geta haft samband við skrifstofu HSÍ í Reykjavík og gefið upp nafn sitt, heimilisfang, aldur og helstu áhugamál. HSÍ mun síðan koma nöfnum þeirra á framfæri við sam- tök íþróttafréttamanna-í Tékkósló- vakíu. ■ FRANZ Beckenbauer hefur ákveðið að hætta sem Iandsliðs- þjálfari Vestur-Þýskalands í knattspymu eftir Heimsmeistara- keppnina á Italíu næsta sumar. Berti Vogts, þjálfari U-21 liðsins, tekur þá við stjórninni og verður ráðinn til fjögurra ára. Þetta var tilkynnt í gær. Morgunblaöið/H. Rudel Frá undirskrift samningsins í Vestur-Þýskalandi í gær. Frá vinstri: Bjarni Jóhannsson þjálfari Tindastóls, Ásgeir Sigurvinsson leikmaður Stuttgart, Eyjólfur Sverrisson og Stefán Logi Haraldsson, formaður knattspymudeildar Tindastóls. Eyjólfur skrifaði undir Samdi til eins og hálfs árs við VfB Stuttgart EYJÓLFUR Sverrisson, knatt- spyrnumaður frá Sauðárkróki, skrifaði í gær undir samning við v-þýska félagið VfB Stutt- gart. Samningurinngildir frá 1. janúar næstkomandi til 30. júní1991. m Eg væri ekki að gera samning nema ég héldi að ég ætti ein- hveija möguleika hérna,“ sagði Eyjólfur, sem sagðist að sjálfsögðu stefna að því að komast í aðalliðið þó svo hann yrði með varaliðinu í upphafi. Eyjólfur kemur heim í dag en fer svo. aftur utan í janúar og byijar þá á því að fara í tveggja vikna æfingaferð með liðinu til Kosta Ríka. „Keppnin bytjar svo aftur í lok febrúar," sagði Eyjólfur. Hann hefur sem kunnugt er leikið með körfuboltaliði Tindastóls, en sagðist nú hættur því, þegar samn- ingurinn er í höfn. Ekki málefnaágreiningur en spuming um áherslur Eggert og Gylfi vonast eftir samstöðu að loknum kosningum Á ÁRSÞINGI Knattspyrnusam- bands íslands, sem fram fer á Hótel Loftleiðum um helgina, ber hæst kjör formanns. Ellert B. Schram, sem hefur verið formaður undanfarin 16 ár, gefur ekki kost á sér, en tveir eru íframboði; Gylfi Þórðar- son, varaformaður KSÍ, og Eg- gert Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Vals í Reykjavík. Báðir sögðu við Morgunblaðið í gíer að þeir vonuðust til að menn stæðu allir saman sem einn að loknu kjöri. Ekki virðist vera um málefnaágreining að ræða, en frek- ar spuming um áherslur. Málefnin mikilvægust „Ég vona að þingið verði mál- efnalegt frekar en persónulegt, að menn ræði frekar um máleftii en menn. Það hefur legið í loftinu að ráða framkvæmdastjóra og verði ég kjörinn verður það fyrsta verk- efnið að ráða mann með menntun og reynslu í viðskiptum og fjármál- um, sem fær fullt umboð stjómar til að skipuleggja skrifstofuna og starfsemina. Ég vil halda úti fimm landsliðum og það liggur fyrir að ráða lands- liðsþjálfara a-liðsins, en það þarf helst að gerast áður en dregið verð- ur í riðla Evrópukeppninnar. Eins og alltaf mótast fjárhagsáætlunin mikið af því hveijir móthetjamir verða, en eftir dráttinn verðúr hægt að gera fjárhagsáætlun til ársloka 1991,“ sagði Gylfi. Enginn loforðalisti Eggert sagði að hann væri ekki með neinn loforðalista. „Þetta er ekki pólítískt framboð og ég vona að menn standi saman eftir þetta, en auðvitað legg ég áherslu á nokk- ur atriði umfram önnur. Ég vil að skrifstofan verði endurskipulögð með nýjum framkvæmdastjóra. Ég vil sjá samskiptin efld við félögin með því að fá starfandi menn í fé- lögunum í nefndir KSÍ ásamt stjórnarmönnum. í þriðja lagi vil ég gera fjögurra til fímm ára áætl- un fyrir öll landslið KSÍ. Það hef ég hug á að koma á ráðgjafanefnd, sem íþrótta- og sveitafélög geta leitað til varðandi uppbyggingu og hönnun mannvirkja og aðbúnað á knattspymuvöllum. í framhaldi af því mætti hugsa sér að veita sér- staka viðurkenningu þar sem vel hefur tekist til.“ Breytingar á stjóm Stjóm KSÍ skipa 13 menn, þar af níu menn í framkvæmdastjórn. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn og fjórir menn ganga úr stjórninni á hveiju ári. Fyrir liggur að Gunnar Sigurðsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs og talið er að Stefán Garðarsson geri það ekki heldur, en auk þeirra eiga Gylfi Þórðarson og Helgi Þorvalds- Eggert Magnússon son að ganga úr stjórn. Heimildir Morgunblaðsins herma að Guð- mundur Pétursson, KR, Jón Gunn- laugsson, Akranesi, og Snorri Finn- laugsson, Dalvík, gefi kost á sér í stjómina, þannig að þar stefnir einnig í kosningu. Um30tillögur 149 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu og fyrir því liggja um 30 tillögur. Viðkvæmasta málið verður væntanlega varðandi 3. deildar keppnina, en fyrir liggur tillaga um að færa keppnina í fyrra horf og leika í tveimur riðlum. Gylfi Þórðarson Ellert heiðursformaður? A~ KSÍ-þinginu verður lögð fram tillaga um að heimilt verði að kjósa heiðursformann sambandsins. Fastlega má gera ráð fyrir að hún verði samþykkt og að Ellert B. Schram, núverandi formaður, verði fyrsti heiðursformaður KSÍ. Eins og blaðið hefur greint frá hef- ur Ellert verið tilnefndur í stjóm Knattspymusambands Evrópu, UEFA, en því fylgir það skilyrði að hann gegni einhveiju hlutverki hjá KSÍ. KNATTSPYRNA / KSI-ÞING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.