Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 19 Orrustuskipin urðu Þjóð- verjum gagnslítil í stríðinu - segir Burkard von Mullenheim-Rechberg barón sem var undirforingi í fallbyssuturni á Bismarck Bismarck sem var rúm 50.000 tonn að stærð og með allt að 32 sm þykka brynvörn á skipssíðunum. Stærstu fallbyssurnar höfðu 38 sm hlaupvídd og drógu liðlega 36 km. VORIÐ 1941 var voldugasta orrustuskipi Þjóðverja, Bismarck, sökkt vestur af Frakklandi skömmu eftir að það hafði ráðið niðurlögnm H.M.S. Hoods, stærsta orrustuskips Breta, suðvest- ur af íslandi. Bresk herskip og flugvélar ieituðu Bismarck á höfunum suður og vestur af íslandi dögum saman áður en úr- slit réðust í þessu bióðuga einvígi milli flota rílqanna. Hér á landi er staddur Burkard von Miillenheim-Rechberg barón, æðsti foringinn úr hópi 105 manna sem komust af þegar Bi- smarck hneig helsært í hafið með um 2.000 manns innanborðs. Hann flytur fyrirlestur um skipið í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, í dag, laugardag, kl. 15 en baróninn hefúr ritað bókina Orrustuskipið Bismarck sem nú er komin út í íslenskri þýðingu. Aðspurður um gagnið sem stríðsrekstur Þjóðverja hafði af orrustuskipunum segir Miillen- heim-Rechberg það hafa verið lítið í reynd; smíði þeirra hafi verið sérstakt keppikefli Raeders flotaforingja, yfirmanns flotans. Hann hafi í þessum efnum fylgt stefnu Tirpitz er skipulagði flota- veldi þýska keisardæmisins fyrir heimsstyijöldina fyrri. Múllenheim-Rechberg segir Bjarna heitinn Benediktsson for- sætisráðherra hafa sagt sér að drunurnar frá orrustunni milli Bismarcks og Hoods hafi heyrst alla léið til Reykjavíkur. Nokkr- um dögum eftir áfallið tókst Morgunblaðiö/Emilía Burkard von Mullenheim-Rech- berg barón Bretum að ráða niðurlögum Bi- smarcks en leiðangur skipsins hefur löngum þótt afar dra- matískur og m.a. verið kvik- myndaður. Fyrir skömmu tókst bandarískum vísindamönnum að nota fjarstýrð köfunartæki til að ná myndum af flakinu þar sem það liggur á réttum kili á meira en 4.000 m dýpi. „Báðir aðilargerðu mistök sem eru augljós eftir á,“ segir barón- inn. „Ekki hafði verið gert ráð fyrir að Bismarck tæki olíu í Björgvin á útleiðinni þar sem ekki var gert ráð fyrir að þurfa að sigla norðan við ísland. Þetta reyndist afdrifaríkt síðar þegar eldsneytisskortur olli erfiðleikum á örlagastundu. Af einhveijum ástæðum hélt Lútjens flotafor- ingi, æðsti maður leiðangursins, að Bretar vissu allan tímann hvar skipið var og gætti því ekki fjar- skiptaleyndar. í reynd „týndu“ Bretar því um hríð. Spurt hefur verið hvers vegna stýri skipsins, sem Bretum tókst að eyðileggja, var ekki einfald- lega sprengt í tætlur og skipinu síðan stýrt með skrúfunum. Þetta var vandiega íhugað eins og ótelj- andi aðrar lausnir en var talið of hættulegt, hefði getað sökkt skipinu.“ Skipveijar voru flestir um tíu árum yngri en Múllenheim- Rechberg, um tvítugt. Hann seg- ist í rauninni ekki hafa þekkt persónulega nema fáa úr áhöfn- inni þar sem fyrsti og eini leið- angur Bismarck stóð aðeins í níu daga og flestir vom bundnir megnið af tímanum á vaktstöðv- um sínum. Hafiiarg örður: Sjálfstæð- isflokkurinn með prófkjör um helgina Sjálfstæðisflokkurinn verður með prófkjör í Hafiiarfirði um þessa helgi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar á næsta ári. Kjörstaður er Sjálfstæðishúsið á Strandgötu 29 í Hafnarfirði og hægt verður að kjósa frá klukk- an 10-19 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. I fi-amboði eru 28 manns. Kosningarétt hafa allir, sem eru 18 ára eða eldri og eiga lögheimili í Hafii- arfirði, svo og flokksbundnir sjálfstæðismenn, sem eru 16 ára eða eldri og eiga lögheimili í Hafiiarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn var með prófkjör í Hafnarfirði fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar árið 1978 en uppstillingu fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar árin 1982 og 1986. Þessi eru í framboði í prófkjör- inu um helgina: Jóhann G. Berg- þórsson forstjóri, Hafsteinn Þórð- arson verksmiðjustjóri, Jóhann Guðmundsson verkstjóri, Valgerð- ur Sigurðardóttir fiskverkandi, Guðjón Tómasson ráðgjafi, Valur Blomsterberg atvinnurekandi, Hulda G. Sigurðardóttir yfirkenn- ari, Oddur Helgi Oddsson hús- asmíðameistari, Sigurður Þorvarð- arson byggingafræðingur, Magn- ús Jón Kjartansson hljómlistar- maður, Tryggvi Þór Jónsson raf- verktaki, Hermann Þórðarson flugumferðarstjóri, Rannveig Sig- urðardóttir verslunarmaður, Krist- inn A. Jóhannesson markaðsstjóri, Ellert Borgar Þorvaldsson skóla- stjóri, Ása María Valdimarsdóttir deildarstjóri, Mjöll Flosadóttir við- skiptafræðingur, Erlingur Kristj- ánsson rafeindavirki, Birna Katrín Ragnarsdóttir húsgagnabólstrari, Sigurður Þ. Ragnarsson háskóla- nemi, Hjördís Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hjálmar Ingimundar- son húsasmíðameistari, Þorgils Óttar Mathiesen viðskiptafræðing- ur, Trausti Hólm Jónasson raf- virki, Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir húsmóðir, Magnús Gunnars- son fulltrúi, Stefania S. Víglunds- dóttir húsmóðir og Ásdís G. Konr- áðs verkstjóri. Seljum allra síðustu bílana af Suzuki Swift árgerð 1989, á einstöku verði og kjórum. lán til allt að 30 mánaða og þú byrjar að greiða á næsta ári. VERÐ SÉRTILBOÐ SUZUKISWIFTGA-1000, 3dyra, 5gíra 624.000,- 563.000,- SUZUKISWIFT GL-1000, 3 dyra, 5 gíra 666.000,- 605.000,- SUZUKISWIFTGL-1000, 3dyra, sjálfskiptur 729.000,- 669.000,- SUZUKISWIFT GL-1000, 5 dyra, 5 gíra 699.000,- 639.000,- Suzuki Swift traustur og sparneytinn bíll. $ SUZUKI —-------------- SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTÍÐAR" FAXAFENI 10 ■ SÍMI 689622 OG 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.