Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 34
^l 34 MQRGUNBIAPIÐ LAUGARDAGUR, 2. DESEMBER 1989' Agúst Pétursson, Isafírði — Minning Ágúst Pétursson var 85 ára að aldri er hann lést í sjúkrahúsi Isa- fjarðar þann 27. nóvember sl. Ég kynntist Ágústi í gegnum fóstur- dóttur hans og frænku, frú Petrínu Georgsdóttur, en hún og maðurinn minn eru systkinabörn. Ágúst heitinn var mikill fram- kvæmda- og atorkumaður. Hann var með á sínum tíma bæði físk- verkun og sláturhús á ísafirði, einn- ig rak hann verslun um nokkurra ára skeið. Hann var strangheiðar- legur í peningamálum, fijór í hugs- un og barðist drengilega fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. En stjórn- un peningamála á hans uppgangs- tímum gekk ekki aðallega út á það að lána þeim sem leituðust við að standa í skilum með lán sín. Ágúst var atvinnurekandi og átti sinn þátt í að skapa það þjóðfélag sem við búum við í dag. Það gerði hann með endalausri vinnu og forsjálni. Þessi stórhuga og hjartagóði maður bar endalausa umhyggju fyrir sínum ásamt eiginko.nu sinni Kristínu heitinni Ásgeirsdóttur, en hún studdi mann sinn af alhug í öllu hans striti og hjálpsemi við fjöl- skylduna. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Elísabetu, en þær mæðgur eru báðar látnar. Tvö systkinabörn Ágústar vor alin upp í skjóli þeirra hjóna, þau Petrína Georgsdóttir og Jens Ragn- arsson. Jens flutti til Reykjavíkur og starfaði -þar sem . leigubílstjóri um árabil. Hann kvæntist ágætri konu, frú Sigurbjörgu Kristjáns- dóttur og eignuðust þau sjö börn, en Sigurbjörg lifir mann sinn. Peta giftist traustum og góðum manni, Salomon Sigurðssyni sjómanni, og stundar hann einnig fiskverkun. Þau eignuðust tvo syni, Ágúst Sig- urð og Ásgeir Jónas. Fyrsta barna- barn þeirra ber nafn fóstra hennar og afa síns og heitir hann Ágúst Salomon. Hann er sonur Ágústar Sigurðar og Sigrúnar Sigurðardótt- ur. Ágúst á einnig annan son og tvær dætur. Ásgeir Jónas er giftur frú Katrínu Jónsdóttur og eiga þau hjón þijá syni. Ágúst heitinn var einstök bama- gæla, þolinmóður og yfirlætislaus í umgengni við börnin. Enda voru þau stóra gleðin í lífi hans og elsk- uðu hann og virtu. Það sem snart mig í kynnum mínum við Ágúst og fjölskyldu hans var sú einstaka hjálpsemi og kær- leiksþel sem þau báru hvert til ann- ars í blíðu og stríðu. Síðasta ferð Ágústar til Reykjavíkur var í sumar er hann var lagður inn á Landakotsspítala og heimsóttum við Úlfar hann þangað. Ég gleymi ekki þeirri heim- sókn. Hún verkaði á mig eins og himneskt regn. Þarna iá hann í rúmi sínu bæði blindur og með skerta heyrn, en þó glaður og æðru- laus. Bænirnar og versin sem hann var að fara með og lofgjörðin til Guðs og Jesú Krist gáfu okkur bæði frið og blessun í návist hans. Einnig var hann svo þakklátur og ánægður með veru sína á Landa- koti er hann sagði: „Mikið er gott að vera hér.“ Og síðan fyigdi hann setningunni eftir og sagði: „Og fólk- ið er svo gott við mig.“ I Opinberunarbók Jóhannesar 14:13 segir: „Og ég heyrði rödd af himni er sagði: „Rita þú: Sælir eru þeir sem i Drottni deyja upp frá þessu: Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“ Elsku Peta og Lúlla, synir ykk- ar, fjölskylda og Bagga, ekkja Jens, og fjölskylda, við Úlfar vottum ykk- ur innilega samúð! En vonin um hvíldina er sú huggun sem af Guði er gefin. Frú Ásdís Erlingsdóttir Ágúst Pétursson, fyrrv. kaup- maður, ísafirði, andaðist á Sjúkra- húsi ísafjarðar, 26. nóvember sl., og verður útför hans gerð frá ísa- fjarðarkapellu í dag. Ágúst Pétursson fæddist 19. júlí 1904 að Kúvíkum í Reykjafirði á Ströndum. Foreldrar hans voru Pét- ur Ólafsson og Sigrún Guðmunds- dóttir, bæði ættuð úr Árneshreppi. Faðir hans var tvíkvæntur og var Ágúst barn síðari konu hans. Systk- inin voru mörg og eru þau nú öll fallin frá nema tvö; hálfbróðir, Guð- mundur, sem lengi bjó á Flateyri og Isafirði, en býr nú í Reykjavík, háaldraður, og alsystir hans Lára, sem býr í Reykjavík. Ágúst jfluttist 18 ára úr Stranda- sýslu til ísafjarðar og þar átti hann heima óslitið síðan. Hann fór ungur að vinna, eins og börn þess tíma gerðu, bæði til sjós og lands, en síðar gerðist hann fisksali og fisk- verkandi og stundaði þá atvinnu í mörg ár. Um tíma rak hann slátur- hús á Isafirði, en árið 1949 stofn- setti hann sína eigin verslun og rak hana til ársins 1972. Kona hans var Kristín Ásgeirs- dóttir, en hún lést á árinu 1975. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Elísabetu, sem lést fyrir tveimur árum, en hún bjó með föður sínum til dauðadags og var honum stoð og stytta og var fráfall hennar Ágústi mikið áfall. Ágúst ól upp tvö börn, systurdóttur sína, Petrínu Georgsdóttur, 'sem gift er Salómon Sigurðssyni, skipstjóra á ísafirði, og bróðurson sinn, Jens Ragnars- son, sem kvæntur var Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, en þau voru búsett í Reykjavík. Jens lést á sl. ári. Þess- um börnum gekk hann í föðurstað og bar mikla umhyggju fyrir þeim alla tíð. Ágúst Pétursson var einstakt lip- urmenni og góðmenni sem vildi öll- um gott gera og stundum meira en hægt var. Hann lenti því oft í erfið- Ieikum í áhættusömum rekstri, en þegar litið er yfir farinn veg er mér óhætt að fullyrða að allir þeir sem áttu skipti við hann báru honum góða sögu, enda var hann einstakur gæðadrengur sem ávallt var gott að eiga samskipti við. Ágúst var þrautseigur og eljusamur maður, sívinnandi og gerði ekki háar kröfur sér til handa. Starf hans og um- hyggjan fyrir skylduliði sínu var honum allt. Ævi Ágústar Péturssonar var ekki alltaf dans á rósum. Hann hefur lokið löngu lífsstarfi og mætti oft miklum mótbyr í lífi sínu, en þó hafa stærstu áföllin verið missir ástvinanna, eiginkonu, einkadóttur og fóstursonar og nú lifir Petrína ein eftir. Á seinni árum hafði Ágúst hægt um sig, enda orðinn heilsulít- ill eftir langan vinnudag. Ég þekkti Ágúst Pétursson frá unglingsánim mínum og átti við hann mörg samskipti á liðnum ára- tugum. Hann var sérstaklega góð- viljaður og elskulegur maður og það má lengi leita að manni sem hefur reynst fólki sínu jafn vel og hann gerði. Það má segja að hann hafi borið skyldfólk sitt á höndum sér og allt viljað fýrir það gera, enda varð ég þess oft var að fólk hans var honum þakklátt og þótti inni- lega vænt um hann. Petrína sér nú á bak fósturföður og einstökum vini allt frá því að hún var lítil stúlka. Hún kunni að meta umhyggju hans og er honum innilega þakklát. Á fyrstu áratugum þessarar ald- ar flutti mjög margt fólk úr Árnes- hreppi á Ströndum til ísafjarðar og nágrennis, en í byijun þessarar ald- ar var ísafjörður annar stærsti kaupstaður landsins. Þar þótti gott að vera og þar voru framfarir meiri og örari en víðast hvar annars stað- ar. Því var það ekki óeðlilegt að fólk úr harðbýlum héruðum, þar sem vetrarþyngsli voru mikil og oft erfitt að bjarga sér, leitaði til stað- ar þar sem uppgangur var mikill. Margir íbúar Árneshrepps, sem til ísafjarðar fluttu, sýndu að í þeim bjó mikil þrautseigja og dugnaður og margt af þessu fólki setti svip á bæinn um margra áratuga skeið og urðu áhrifamiklir borgarar á ísafirði. Ágúst Pétursson og fólk hans var meðal hinna mörgu íbúa Ámeshrepps sem settu svip á bæj- arlífíð og eftir var tekið. Ég þekkti Ágúst Pétursson mjög vel og við áttum mörg skipti sam- an, en á síðari árum sá ég hann mjög sjaldan eins og oft vill verða. Ég minnist hans sem góðs drengs og góðs vinar um leið og ég þakka áratuga samfylgd hans og óska honum góðrar heimferðar og að Guðsblessun fylgi honum á nýjum vegum. Matthías Bjarnason í dag verður til moldar borinn Ágúst Pétursson fyrrum kaup- maður á Isafírði, en hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði 26. þ.m. Ágúst Gunnar, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykja- fírði á Ströndum 19. júlí 1904 og var því 85 ára er hann lést. Foreldr- ar hans vom þau Pétur Ólason og kona hans, Sigrún Guðmundsdóttir. Ágúst flutti til ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var 17 ára gamall. Athafnasemi var hon- um í blóð borin, því allt frá þeim tíma stundaði Ágúst margvíslegan atvinnurekstur, fyrst við smábáta- útgerð og fiskvérkun og síðar ýms- an annan rekstur, þar á meðal versl- un, sláturhús og svínabú. Verslunarrekstur hóf hann árið 1949 og stundaði allt til ársins 1972 er hann hætti öllumafskiptum að rekstri vegna heilsubrests. Eftir lát föður síns árið 1933, tók Ágúst við umsjá heimilis móður sinnar í Sundstræti 15. Þar bjó einnig Guðbjörg systir hans með dóttur sína, Petrínu Georgsdóttur, og faðir minn, Jens Ragnarsson, bróðursonur Ágústar sem alin var upp hjá ömmu sinni. Ágúst gekk börnunum ungu þá þegar í föður- stað og reyndist þeim alla tíð sem besti faðir. Þrátt fyrir að hann hafi síðar stofnað sitt eigið heimili með _ konu sinni, Kristínu Ásgeirsdóttur, hélst umhyggja hans og umsjá heimilisins í Sundstræti 15 óbreytt. Þau Kristín og Ágúst áttu eina dóttur, Guðrúnu Elísabetu, fædda 15. janúar 1940. Heimili þeirra var frá árinu 1947 í Aðalstræti 25. Samgangur þessara tveggja heimila og ijölskyldubragurinn sem Ágúst stjórnaái, var ávallt þannig að sem um eitt heimili væri að ræða. Þann- ig voru þau þijú, faðir minn og uppeldissystur hans tvær, alla tíð mjög náin, sem bestu systkini. Nú þegar við kveðjum Ágúst, eða frænda eins og við kölluðum hann ávallt, stendur frænka mín, Petrína, ein eftir úr þessari kjarnafjölskyldu. Kristín, kona Ágústar, lést árið 1975. Guðrún Elísabet, eða Gunna Beta eins og hún var ávallt kölluð, lést fyrir tveimur árum aðeins 47 ára gömul. Þá lést faðir minn einn- ig langt fyrir aldur fram, á síðast- liðnu ári. Þessi tími hefur verið frænda þungbær, ofaná veikindi sín mátti hann sjá á eftir dóttur sinni í blóma lífsins, en hún var honum einstök stoð í þeim veikindum sem hafa hrjáð hann hin síðari ár. Á þessari stundu leitar hugurinn til æskuáranna, er ég var þeirrar gæfu aðnjótandj, að dvelja hjá föð- urfólki mínu á Isafirði sumarlangt, ár eftir ár. Sá sjóður minninga sem ég á frá þeim tíma er stór og teng- ist náið þeim umsvifum sem frændi hafði með_ höndum. Á þeim árum var lífið á Isafirði frumlegt og róm- Guðrún H. Magnús- dóttir - Minning Fædd 9. nóvember 1905 Dáin 21. nóvember 1989 Guðrún móðir okkar fæddist á Staðarhóli, Höfnum. Elst þriggja systkina, Þóru og Guðmundar. Bæði eru látin fyrir allmörgum. ánim. Foreldrar þeirra voru Magn- Ús Waage Pálsson hreppstjóri og Krístín Jósefsdóttir ljósmóðir, til heimilis á Staðarhóli í Höfnum. Bjuggu þau á einum þriðja jarðar- innar Kirkjuvogs. Ung misstu þau föður sinn, en Guðmundur bróðir Kristínar fluttist norðan úr Vestur- Húnavatnssýslu á Staðarhól og gerðist bjargvættur heimilisins, það hélst alla tíð meðan þau systkinin lifðu. Árið 1925 giftist Guðrán móðir okkar Þórði Guðmundssyni sjó- manni frá Ragnheiðarstöðum, Höfnum. Hófu þau búskap, fyrst á Staðarhóli og voru þar 4-5 ár, síðan byggðu þau lítið en snoturt timbur- hús. Húsið nefndu þau Höfn. Þetta litla hús var ekki yfirhlaðið hús- gögnum, eða munaði. Þar var t.d. ekki rafmagn og hitalögn frekar en annars staðar á þeim tíma. En þar var ánægja og lítið þurfti til að gleðjast yfir. Meðan foreldrar okkar bjuggu í Höfnum, gerðu þau út trillu í félagi við ömmu okkar, Kristínu. Var aðallega róið á þá hefðbundinni vetrarvertíð. Aflinn saltaður og verkaður. Mamma lét sig ekki muna um með hússtörfun- um að fara í aðgerð, þegar þurfa þótti og var þar hamhleypa við störf eins og víðar. Það lenti að mestu í hennar hlut að vaska fiskinn og þurrka á reit, því pabbi þurfti að leita annarra fanga til að sjá heimil- inu farborða. Við eldri börnin reynd- um líka að hjálpa til eins og getan leyfði. Árið 1946 urðu breytingar á bú- háttum foreldra okkar því þau fluttu til Keflavíkur. Byggðu þar hús í félagi við tengdason sinn, Halldór Jóhannsson. Húsið nefndu þau Höfn eins og í Höfnum. Já, breytingin var meiri en margur gerir sér Ijóst. Nú þurfti ekki leng- ur að setja steinolíu á lampa til að hafa ljós, tina þang og sprek í eld- inn svo hægt væri að sjóða mat eða hita vatn á flöskur og stinga í sokk til að velgja rúmið. Þetta er bara smá sýnishorn af breyttum lífsstíl. Mamma naut tilsagnar móður sinnar við að sníða og sauma föt. En það hafði amma Kristín lært ásamt og með ljósmæðranámi. Þess sá líka stað því marga fallega flíkina saumaði hún á okkur börnin sín, svo og barnabörn og marga, marga fleiri. Fyrir þetta og margt annað þökkum við nú með bljúgum huga. Ekki verður fram hjá því gengið þegar mömmu er minnst, að geta þess hve eldheitur sjálf- stæðismaður hún var. Hennar lífsviðhorf var að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Hveijum manni bæri að haga svo orðum og gjörðum að aðrir hlytu ekki skaða af. Hjálp skyldi þeim veitt, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar fötlunar standa höllum fæti. Þetta lífsmunstur innsiglaði hún með greiðvikni og hjálpsemi sem getan leyfði. Við leiðarlok er okkur efst í huga þakklæti til hjúkrunarfólks Keflavíkurspítala fyrir þá frábæru umönnun, sem móðir okkar naut þann tíma er hún dvaldi þar. Sér- stakar þakkir flytjum við Guggu og Jóa, þeirra börnum og hinum Vesturbæjarsystrunum, Ráðu og Möggu. Þeirra hlýja, vinsemd og umhyggja var móður okkar dýr- mæt. Þakklæti til móður okkar fyr- ir umhyggju fyrir okkur og okkar. Þakklæti til pabba fyrir þá hugarró sem hann hefur sýnt nú sem fyrr. Guð létti honum leiðina og gefí móður okkar sinn himneska frið. Börn Guðrúnar og Þórðar: Magnús, Guðmundur Emil, Auður og Guðmundur Kristinn. Ég vil í örfáum orðum minnast ömmu minnar, Guðrúnar H. Magn- úsdóttur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Margar góðar minningar vakna á slíkri stund og söknuðurinn er sár, en vitneskjan um að hvíldin er henni kærkomin er okkar huggun. Það var gott að koma til ömmu og afa á þeirra hlýlega heimili þar sem alltaf var tekið vel á móti manni. Auk þess að rækja húsmóður- starfíð af mikilli alúð hafði hún sér- staka unun og ánægju af að sauma og pijóna á barnabörnin og eru ófá- ar þær stundir sem hún fómaði þeim til heilla. Amma var heilsteypt og ósérhlífin í gegnum lífíð og samkvæm sjálfri sér í einu og öllu. Oft er við sátum á spjalli rifjaði hún upp ætt sína og sagði sögur af bernsku sinni og upp- vexti og var eftirtektarvert hvílíka virðingu hún bar fyrir foreldrum sínum og ættmennum. Ég bið algóðan Guð að taka hana í sinn faðm er hún nú hverfur til æðri heima. Guðrún Þóra Halldórsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR kennara, Akranesi. Pálina Þorsteinsdóttir, Ormar Þór Guðmundsson, Kristfn Valtýsdóttir, Gerður Birna Guðmundsdóttir, Daníel Guðnason, Björn Þorsteinn Guðmundsson, Þórunn Bragadóttir, Ásgeir Rafn Guðmundsson, Fríða Ragnarsdóttir, Atli Freyr Guðmundsson, Halína Bogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.