Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 9
m Þriðjudagur 16. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 rrrj. rurzx Hil sg fk ina p &ur “TT: g:t: Ritstjóri: Frímann Helgason Meistaramótið í frjálsum íþróttum: Björgvin skorti sextiu stig til að fá Rómarreisu Meistaramóti íslands lauk um helgina inn á Laugardalsvelli. Keppt var í tugþraut, 1000 m hlaupi og 4x800 metra iboðhlaupi. Einnig í 1500 m hindrunarhlaupi ■u'nglinga, sem raunar var eftir- legugrein frá Unglingameistara- mótinu á Akureyri í síðasta mán- uði. Úrslitin í mótinu voru þessi: 4x800 nietrá boðhlaup: KR 4.50,8 ÍR (drengjasv.) 5.05,6 10000 m hlaup; Kristl. Guðbjörnss. KR 33.39,4 Hafsteinn Sveinsson KR 35.44,4 Reynir Þorsteinsson KR 37.49,4 1500 m hindrunarhiaup '(Unglingameistaramótið): Agnar Leví KR 4.50.8 P.riðrik Friðriksson ÍR 5.05,6 Tugþraut: B.iörgvin Hólm fR 6440 st. Valbjörn Þorláksson ÍR 5997 st. Karl Hólm ÍR 4670 st. Brynjar Jensson ÍR 4210 st. Björgvin tókst því ekki að ná Iámarkskröfu Olympíunefndar til -j þátttöku á OL í Róm. Til þess vantaði 60 stig. í gær rann frest- urinn til að tilkynna keppendur til framkvæmdanefndar Ol- ympíuleikanna út, og þá voru nöfn væntanlegra keppenda send út. Bjiirgvin mun því ekki fá annað tækifæri. Valbjörn háði lengi vel harða baráttu við Björgvin, en hann lauk ekki 1500 metra hlaupinu og fékk því ekkert stig fyrir þá grein. Afrek þeirra félaganna eru annars þessi: Valbj. Björgv. 100 m 10.9 11.1 langstökk 6.48 6.64 kúluvarp 11.04 13.07 hástökk 1.74 ' 1.64 ÍBK vann B-36 með 6 gegn 3 Færeyska liðið B-36, sem er hér í boði íþróttabandalags Keflavíkur, Iék sinn fyrsta leik s.l. föstudag á móti ÍBK og sigr- aði ÍBK með 6:3. Frásögn af leiknúm verður að bíða næsta blaðs. íslandsmót 1. deildar: Keflavík vann Fram cg er Keflvíkingar komu mönnum sannarlega á óvart með verðskuld- Uðum sigri sínum yfir toppliði I. deildar, Fram. sem hefur forust- una í deildinni. Fyrri hálfleikur jafn Fyrri hálfleikur var heldur jafn, en mjög slaklega leikinn af böggja hálfu, en hroðvirkni og ónákvæmni var með eindæmum. Einkum voru það Framararnir, 6em ollu vonbrigðum með þess- um leik, en þeir hal'a sýnt. prýðis- leiki oft í sumar. Sannleikurinn er sá að Keflvíkingar sigruðu fyrst og fremst á því hve íljót- ir þe:r voru á boltann. 1 fyrri hálfleik áttu bæði lið nokkuð góð færi, sem ekki nýtt- ust. Grétar, er hann sýndi of tnikla eigingirni með því að skjóta úr lokaðri stöðu á ská yfir markið, i stað þess að geíu út þar sem markið var opið. Vinstri innherji Keflvíkinga fttti einnig góðar tilraunir er ífann skallaði að marki Fram, en knötturinn fór í bæði skiptin út fyrir endamörk. Á 23. mínútu skall hurð nærri hælum. Guðjón skaut að markinu. en markvörð- úrinn stóð of íramarlega, en bolt- inn lenti á þverslánni og út fyr- ir endamörk. Á 30. mínútu komst Framhald á 10. síðu Enginn dómari og ieiknum var frestað! Leik Þróttar og Hafnarfjarð- ar, sem er einn Ieiknr Bikar- keppninnar, varð að fresta vcgna dómaraleysis! Hefur dómaranefnd KSÍ orðið illa á í messunni og liætt við að Bikarkeppnin missi marks endurtaki slíkir atburðir sig. Albert Guðmundsson ætlaði að leika með Ilafnfirðingum leik þennan. Áhorfendur voru búnir að borga sig inn, en fengu ekki endurgreitt er leiknum var frest- að! 400 m 53.8 52.8 110 m grind. 16.2 15.0 kringla 33.47 39.77 stöng 4.30 3.40 spjót 57.97 58.16 1500 m hætti 4.47,4 — bip — Þingeyingar sigruðu 2:1 Fyrsti leikur svæðakeppni UM FÍ í knattspyrnu fór fram 16. f.m. og kepptu þá Skagíirðingar og S-Þingeyingar. Þingeyingar sigr- uðu 2:1. Næst keppa Stranda- menn og A-Húnvetningar. Hvernig tekst Vilhjálmi upp í kvöld? í kvöld er keppni Olympíu- dagsins á Laugardalsvellinum. Keppt er í ýmsum íþröttagrein- um, m.a. leika handknattleik hið sigursæta kvennalandslið og b- landslið, einnig er leikið í knatt- spyrnu. f frjálsum íþróttum er m.a. keppt í þrístökki, svo npkk- uð sé nefnt, en þar má búast við að sjá stökk á heimsmæli- kva.rða, því Vilhjálmur Einars- son mun verða meðal þátttak- enda. Keppnin hefst kl. 8. Á föstudag var olympíski ehl- urinn kveiktur á ný á staðnunx Olympia í suður Grikklandi og fara hlauparar — og skip með hann, kyndilinn, til Rómar. Sam- kvæmt venju var eldurinn kveiktur með sólargeislum. — Myndin sýnir fyrsta hlauparann leggja af stað með kyndilinn frá Olympía, fyrsta hluta hinnar löngu leiðar til Rómar. Á myndinni til hægri er Jósef Sclimidt, pólski íþróttamaðurinn sem fyrstur varð til að stökkva yfir 17 metra í þrístökki. Það er bróðir hans Edward, kunnur hlaupari, sem er að óska lionum til hamingju eftir að liann hafði sett nýtt heimsmet, 17,03 metra. Bikarkeppni KSÍ: Ak'rcnes vann stéran sigur yfir œfingalitlum Yíkingum Á Akranesi áttust við lið Vík- ings og b-lið heimamanna. Ak- urnesingar unnu stóran sigur yfir heldur æfingalitlu liði Víkings. í hálfleik stóðu leikar 2:0 Akranesi i vil, en leiknum lauk með sigri Akraness 6:0. Er um 15 mínútur voru til leiksloka stóð leikar 3:0 fyrir ÍA, en síð- ustu 15 mínúturnar skoruðu þeir 3 mörk. Víkingsvörnin var allg'óð, en átti þó í vök að verjast vegna þess hve innherjarnir fylgdu illa aftur. Akranes framllnan var hættuleg með hinn gamalkunna ,,Donna“ sem bezta mann. Dómari var Ríkarður Jónsron og dæmdi mjög vsl. Með leik þessum virðist sum- arstarfi meistaraflokks Víkings vera lokið. Á 6 mánuðum hafa þeir fengið 7 leiki. þ.e. 4 í Reykjp.víkurmótinu, 2 í íslands- móti II. deildar og 1 í Bikar- keppninni. Allir hljóta að sjá að slíkt og þvílíkt má ekki endur- taka sig. K.S.Í. verður að endur- skoða reslurnar um riðlaskipt- ingu í íslandsmótiuu. en sam- kvæmt þeim á að skipta i 2 riðla séu þátttakendur 7 eða fleiri. ísafjörður vann Val (B) 3:1 í öðrum leik Bikarkeppninnar vann ísafjörður Val (B) í írem- ur lélegum leik á laugardag. Leikið var á Melavellinum. Urslitin 3:1 eru sanngjörn eft- ir atvikum. ísfirðingar léku á köflum allgóða knattspyrnu. eink- um í síðari hálfleik, en lið Vals var ekki að sama skapi. Mörkin: Björn Helgason, nú í stöðu miðherja, skdraði fyrsta markið úr hornspvrnu frá hægri, skallaði að markinu, þar sem bakvörður reyndi án árangurs að bjarga. í síðari hálfleik skor- aði ísafjörður mjög glæsilegt mark á 22. m'nútu, og var þar að verki h. útherjinn með skot frá vítateigshorninu' gjörsamlega óverjandi. Aðeins einni mín. síð- ar var knötturinn enn í neti Vals, nú eftir vítaspyrnu. or dómarin:i Ólafur Hannesson, KR. dæmdi á Valsmarkvörðinn vegna bragðs. Það var Björn Helgason, sern skoraði örugglega úr spyrnunni. Valur skoraði sitt mark á 32. mínútu og var þar að verki v. innherii Vals, Eragi Bjarnason, sem fékk knöttion í óvaldaðri stöðu. oe skaut í gegnum kl'of markvarðar. Leikurinn var allur heldur lé- leeur og leiðinlegur á að horfa. Miöa fáir leikmenn sýndu nokkra knattsu.vrnú, sem talandi er um. Af ísfirðingunum, sem sýnilega voru betri aðilinn i þessum leik, voru þeir Björn og Albert góðir, og eru reyndar einu menn liðs- ins sem búa vfir sæmilegri knatt- leikni, hinir eru flestir langí frá að vera ..meistaraflokksmenn á tæknisviðinu“. Markvörðurinn, Einar Valur var og mjög góður sem í fvrri leik'um sínum. Valsliðið var heldur laust í sér enda sýnilega tínt til sitt úr hvorri áttinni. — bip — Reynir vaan ÍFK Révnír, Sandgerði og íþróttaféiag Keflavikurflugvallar kepptu í Bikarkeppninni um helgina og vann Reynir með 4 mörkum gegn 1. Leikurinn fór fram á grasveli-. inum í Njarðvík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.