Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. ágúst 1960 Hef drýgt allar syndir IÞROTTIR Framhald af 9. síðu mjog. Framhald af 7. síðu. færið, en gekk fremur illa að draga. Hann var alltaf nkemmtilegur. — Og svo seg- ir Þórður mér frá gletting- um Þórbergs og Jóhanns postulinsauga ■— en það vai utan dagskrá.r. Marga góða söguna sagði Þórbergur, heldur Þórður áfram. Hann varð oft uppi- okroppa með mat. Og einu isinni í drift þegar við vorum að fara í koju og Þórbergur var matarlaus sagði hann: :Nú skal ég segja ykkur g'óðá sögu ef þið látið mig :fá kaffi. Hann fékk kaffið. iÞá sagði hann: Enginn segir fiögu hungraður. Þá fékk hann kringlur. Að loknu kaff- ínu sagði hann: Nú sofna ég vel, sæll og sáttur við guð og ■ nenn, sneri sér til veggjar og það togaðist ekki útúr honum orð. Menn urðu að sofna sögulausir það kvöld. Þannig var aldrei hægt að reikna hann út. En marga góða sög- una sagði hann. Og orti líka. — Var ekki vont að vera "kokkur á skútunum? — Það var verið að nota •anglinga sem kokka, og þeir voru alls ekki færir um að fást við þessa stóru uppháu potta. —- Eg hef aldrei fengið eins góða soðningu og á skútunum. — Hreinlæt;ð? — O-o, það var ekki oft þvegið. Það var helzt að hellt værj sjó yfir Iþkarsgólfíð. Eantarnir (leirkrukkur ■— kaffiilátin) voru ekki þvegnir alla vertíðina, og gott ef imenn gerðu það þá. Eg held þeir hafi tekið þá á veturna :með skít undanfarandi ver- tíða. — Hvernig vai' með ljós? — Það voru leðurblöku- luktir á skútunum. Væri tunglskin var það látið nægja uppi. I lúkarnum voru lamp- ar, bundnir svo þeir köstuð- ust ekki of mikið, en í káet- unni var jafnvægislampi. — Hvað var úthaldið langt? — Skúturnar voru tryggð- ar frá 1. marz til 20. sept- ember. — Hvað tók við þsgar ver- tíðinni lauk? — Maður þreif skúturnar — það var ekki þrifalegt verk. Við fengum 1.50 krónur fyrir það á dag. Þegar maður var búinn að þrífa skúturn- ar var svo ekkert að gera hér milli vertiða. — Hvernig var kaupið í þá daga? — Eg var eitt sinn vor- maður á Melshúsum á Sel- tjarnarnesi. Þar hafði ég eina krónu á dag, fæði, húsnæði og aðhlynningu — og skó fékk ég þegar uppslitnir voru þeir sem ég var með. í Þor- iákshöfn var garður til að verja túnið sjógangi. Eitt sinn brotnaði hann og Jón bóndi fékk skipshöfnina sem ég var með til að gera við hann fyrir sig.. Við vorum tæpa sjö klukkutíma, og hann borgaði hverjum 70 aura fyr- ír, eða 10 aura á klst. — Við tókum það út í beinakexi .... Já, við feng- um heilmikla hrúgu. — Hvernig var afkoman í þínu ungdæmi? — Þá voru það taldir betri bændur sem voru nokkurn- veginn byrg:r með mat og hey fyrir fólk og fénað fram til vorsins. Víða mun hafa verið knappt um mat þegar kom fram undir vorið, eink- um ef ekki fiskaðist á Eyrar- bakka því þangað var sóttur fiskur. Þegar Englendingar hættu að kaupa fé á fæti mátti heita að enginn markaður væri fyrir sauðfé. Eg veit ekki hvernig menn hafa farið að því til að geta tekið nokkuð út, þegar ulilin var aðalinnleggið. Árið 1912 minnir mig að dýrasta dilkakjöt kostaði 25 aura, það lægra var á 18 aura. Þá var dagskaupið þrjár krónur á dag fyrir tiu stunda vinnu. Eftirvinna var yfirleitt ekki greic’il hærra verði, en hún var, vestur á fjörðum, borg- uð í peningum, en önnur vinna i innskrift. — Og þegar þú hættir á skútunum ? -— Þá flæktist ég vestur í Bolungavik. Var þar tvær vertíðir og eitt sumar, annars á sumrin norður á Sauðár- króki. Fór svo til Súganda- fjarðar. Það var belra að vera í Súgandafirði, þar losnaði maður við bátasetninguna, varð að taka bátana upp í Bolungavík. Á Súgandafirði var hægt að láta þá liggja. Það voru mikil vandræði á Súgandafirði eftir fyrra stríð- ið, það var fiskilaust um tíma. Var þá með ’ Sigurði Hallbjarnarsyni er var með einn af þessum „stóru bát- um“ er þá voru kallaðir; þeir voru 20—30 tonn. Við vorum í Sandgerði fram undir páska, en þá fórum við vestur undir Jökul og lögðum upp fyrir vestan. Það voru aldrei lagð- ar lóðir þá fyrir vestan nema frá þvi í nóvember og fram til hátíða. Eftir það var farið suður. — Og síðan hefurðu verið isjómaður á Súgandafirði? — Eg var sjómaður fram til fimmtugs en fór þá í land, annars hef ég unnið alla al- genga vinnu á sjó og landi. Eg var lengi bræðslumaður í landi og fékk fyrsta flokks lýsi ...... Já, galdurinn var ekki annar en meira hrein- læti. Eg þvoði lifrina alltaf ef það var í henni rauðáta. Iþróttafélagið kom upp gufubaði og seinustu árin hef ég verið ‘baðvörður hjá því. Já, ég tek móti mönnum hvort heldur þeir koma beina leið af sjónum eða úr steypu- vinnu. i — Þér hefur líkað vel við Súgfirðinga? Já, ég hef aldrei kynnzt nema ágætisfólki um dagana. — Er þetta fjölmenn byggð? — íbúar í hreppnum munu vera um 400, flest’r á Súg- andafirði. Jarðirnar eru alltaf að fara í eyði. Á móti Suður- eyri er aðeins ein jörð byggð á ströndinni — og þar býr einn maður. Langt utar er svo vitavarðarbústaður. — Er mlkil útgerð? — Bátarnir munu vera sex — og þrír fiskkaupendur. Einu siuni voru fiskkaupand- ur fjórir þótt bátarnir væru ekki nema sex. Þórður er beinvaxinn, grannur og léttur í hreyfing- um. Eg gizkaði á að hann væri um sextugt, en spyr þó hvenær hann sé fæddur. — Eg er fæddur í Núps- túni 1. marz 1876, svarar hann (hann verður því 85 ára í vetur). — Ilvernig hefurðu farið að því að halda þér svona ungum ? ■— Eg hef aldrei lifað neinu meinlætalífi; drýgt allar synd- ir, drukkið brennivín, drasl- að, —- og unnið töluvert um dagana. En ég hef alltaf ver- ið léttlyndur og fremur kát- ur. Eg hef alltaf haft svolítið gaman að mönnum sem hafa skorið sig úr á einhvern hátt; það er alltaf nóg af hvers- dagsmönnum. — Og hvernig leizt þér nú á æskustöðvarnar eystra? — Það var allt breytt á æskustöðvunum. Sá aðeins eitt hús sem er uppistandandi frá því foreldrar mínir bjuggu þar. Það er eitt sem mér þyk- ir verst, ég veit ekki hvort fólkið er nokkuð ánægðara nú, þrátt íyrir breytingarnar. Já, það hefur allt 'breytzt. — Það er aðeins fjallið sem þeir geta ekki breytt. — Hvað sögðu þeir um „viðreisnina" austur þar? —■ Átti tal við fremur fáa, en- allir bölvuðu þeir „við- reisninni" svokölluðu. Fyrir- vestan kvarta allir um dýr- tíð. Það er aðeins einn og einn krati sem umlar að ann- að hafi ekki verið hægt, — við höfum lifað svo um efni fram! Engir aðrir trúa slíku bulli, né þiví að það sé verið að reisa við landið með geng- islækkun, ■ og efnahag almerin- ings með stórkostlegri dýrtíð til að gera almenningi lífið óbærilegt! Það er háðung að nefna slíkt „viðreisn". Eina ráðið til að bæta hag almenn- ings er að framleiða meira, en ekki hitt að lækka gengið og auka dýrtíðina. Og nú er Þórður kominn vestur, og vafalaust byrjaður að baka Súgfirðinga í gufu- baðinu. Lítið timbur- Ms Lítið timburhús í Kópa- vogi er til sölu og flutn- ings. Skipti á trillubát koma til greina. Unplýsingar í síma 2-31-83 eftir hádegi. Skúli miðherji inn íyrir en skaut framhjá Géir og út fyrir. Mínútu síðar átti v. útherji Fram mjög gott skot rétt yíir þverslána. Geir bjargaði Frarn írá marki, er Hólmbert komst í allgott færi. Á 39. minútu fékk Páll gott færi er boltinn fór yfir Rúnar, en Páll hélt boltanum ekki og missti til Geirs. Mark skorað er 15 sekúndur voru eftir Keflvíkingar voru heppnir er þeir skoruðu mark sitt, aðeins 15 sekúndur voru þá til leikhlés. Það var Hólmbert v. innherji Keflvíkinga, sem skaut frá víta- teig; Geir hugðist verja og var á leið í hægra hornið en þá rakst boltinn i Guðjón Jónss. og breitti stefnu í vinstra hornið án þess að Geir hefði minnstu mögu- leika á að ná til hans. Kefivíkingar ágvvngari I síðari hálfleik í síðari hálfleik var oft leikið allvel og á það mest við um Keflvíkinga, sem áttu meginpart- inn af hálfleiknum. Fyrsta raun- hæfa tilraunin til að skora var á 15. mínútu ex Guðmundur Guð- mundsson framvörður skaut föstu skoti yfir. Annað var er Skúli komst einn upp, eftir að hafa hirt boltann frá Rúnari. Guðjón Jónsson stöðvaði Skúla með því að setja bragð fyrir hann rétt utan. við vítateiginn. Tvö mörk á 2 mínútum Upp úr aukaspyrnunni náðu Keflvíkingar að skora. Það var vinstri innherjinn sem skoraði með skalla, 2:0 fyrir Keflavík. Mjög laglega gert! 3:0 fyrir Kefiavík var skorað á 24. mínútu. Það var Hólmbert, sem lék sig inn í vítateiginn og skoraði algjörlega óverjandi með góðu skoti neðst í markhornið. Á 30. mínútu átti Hólmbert gott skot í þverslá. Fram sækir á með tveim mörkum í röð Á 37. mínútu skorar Frarn loks mark. Það var Grétar sem skor- aði eftir að Guðmundur Óskars- son lék sig upp að endamörkum •Jg gaf fyrir. Enn skoruðu Framarar á 41. mínútu og var þar að verki Björn Árnason, er hann fékk góðan bolta frá Baldri og lék á Heimi mark- vörð og skaut á tómt markið. Við þetta mark var spenna leiksins á hámarki, en síðari hálfleikurinn var skemmtilegur og spennandi. Margir bjuggust við jöfnum Fram. enda höfðu þeir sótt sig ÍBK skorar úr óbcinni aukaspyrnu Síðasta markið var skorað er aðeins 2 minútur voru til leiks- loka. Keflvíkingum var dæmd óbein aukaspyrna innan vítateigs. Úr spyrnunni var gefið á Högna Gunnlaugsson, sem skaut við- stöðulaust í gegn um varnarvegg Fram og inn, 4:2. Keflvíkingar úr fallhættu? Eftir sigur sinn yíir Fram er að öllum líkindum óhætt að reikna með Keflavík í I. deild næsta sumar, Akure.vringum í II. deild, þvi varla krækja Akur- eyringar í nema í mesta lagi 2 stig í þeim tveim leikjum sem eftir eru, en Keflavík aftur á móti getur vel unnið Val í leik sínum á heimavelli á sunnudag- inn kemur. Keflavikurliðið hefur undan- anfarið sýnt vaxandi leikni. og er það eflaust mikið Albert Guð- mundssyni að þakka, en hann hefur veitt Keflvíkingum tilsögn að undanförnu. I Keflavíkurliðinu að þessu sinni voru beztir þeir Skúli, sem nú lék miðherja, og Páll Jóns- son á v. kanti. Báðir harðir og fljótir á boltann. Hög'ni kemur einnig til í framvarðarstöðuxxni, en í þeirri stöðu hefur hann ekki leikið í meistaraflokki áður. Fram átti að þessu sinni sinn versta leik i ár; liðið var gjör- samlega ' lamið niður af hinum mikla hraða Keflvíkinganna. Framararnir áttu naumast bolta' í einvígi við Keflavík og voru að öllu leyti mun seinni en Keflv'kingarnir. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson. Þrótti. Akranes - Akureyri 7:1 Erin tapaði Akureyri og nú heldur hressilega, eða 1:7 fyrir Akurnesingum, og þó voru 2 mörk dæmd af Akurnesingum vegna rangstöðu. Leikurinn var að sögn ágæt- lega leikinn af beggja hálfu, en sókn Akurnesinga mun hættu- legri. enda skoruðu þeir sjö mörk en Akureyringar aðeins eitt, svo sem f.yrr segir. Sanngjörn úrslit hefðu þó verið 3-—4:1 Akurnes- ingum í vil. í hálfleik stóðu leik- ar 4:0. en síðari hálfleik lauk með 3:1. Dómari var Einar Hjartarson úr Val. Olympíudagurínn Lauqardalsvelli 16. ágúst 1960 — klukkan 19.45. Knattspyrna: Úrslit: Islandsmeistaramót II. flokkur. !£—VALIIR Koiuið cg sjáið olympíuíarana reyua við meiin. OLYMPÍUNEFNDIN Handknattleikur: Stúlkurnar, sem unnu Svia í Norðurlandamótinu leika gegn úrvali. Frjálsar íþróttir: Hlaup: 100 m, 400 m, 1500 m, grindahlaup: 110 m, 400 m. kúluvarp, þrístökk, há- stökk, stangarstökk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.