Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1960, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagnr 16. ágúst 1960 Þriðjudagur 16. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 23£*£*SŒKsI?!«3 llMÓÐVIUINN ; Útgefandl: Samemingarflokkur alþýöu — Sóslalistaflokkurlnn. — RitstJ^ar: Magnús K.iartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson. BIb- uröur Guömundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson. Jón ; BJarnasor.. — Auglýslngastjórl: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn. « afgreiÖ8Ía auglýslngar, prentsmiÖJa: Skólavöröustlg 19. — Síml 1 17-500 (5 línur). - Áakriftarverö kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. 1 PrentsmlÖJa ÞJóðviljans. Ólánsmeim cra tztt tnt ua J>að þarf ekki að koma neinum á óvart þótt ráðamenn stjórnarflokkanna vilji semja við Breta um landhelgina; það hefur alltaf verið stefna þeirra. Þegar átökin urðu um landhelgis- málið í tíð vinstristjórnarinnar vorið 1958 og Lúðvík Jósepsson hafði gengið frá reglugerðinni um 12 mílna landhelgi, lýstu bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn yfir því að þeir vildu fresta framkvæmdum og taka upp samninga við Breta áður en stærð landhelginn- ar yrði ákveðin. Sem betur fór var málið þá ekki í þeirra höndum, og Alþýðubandalaginu tókst að tryggja það að reglugerðin um stækkun landhelginnar úr fjórum mílum 1 tólf hlaut laga- gildi- En ráðamenn þessara tveggja flokka létu sér ekki segjast við þau málalok, heldur héldu þeir áfram að beita sér fyrir samningum; eftir að Bretar hófu vopnað ofbeldi haustið 1958 fluttu forustumenn Sjálfstæðisflokksins meira að segja enn formlega tillögu um að samningar skyldu teknir upp innan Atlanzhafsbandalagsins. Og alla tíð síðan hefur leynt og Ijóst verið klifað á þessari stefnu. l|/|eð þessari afstöðu hafa ráðamenn Alþýðu- A flokksins og Sjálfstæðisflokksins unnið ís- lenzku þjóðinni mikið tjón og leitt yfir hana alvarlegar hættur. Það fór sízt af öllu fram hjá Bretum að þeir voru andvígir reglugerðinni um 12 mílna landhelgi, og Bretar fylgdust vand- lega með því hvernig Alþýðublaðið og Morgun- blaðið hegðuðu sér allt sumarið 1958, þegar þau blöð bergmáluðu allar árásir Breta á íslendinga en áttu ekki eitt einasta orð til varnar íslenzk- um málstað. Það er engum efa bundið að ákvörð- un Breta um vopnaða árás á Islendinga var bein afleiðing af þeim veilum sem þeir fundu meðal íslendinga sjálfra. Bretar vissu frá ufphafi að veiðar undir herskipavernd voru skrípaleikur einn, þeir gerðu sér ljóst að herskipavernd yrði bæði mjög kostnaðarsöm og vinsæl á alþjóðavett- vangi; eina ástœðan til þess að þeir afréðu samt að beita ofbeldi var vitneskjan um það að ís- lenzkir valdamenn vœru sjálfum sér ósamþykkir. Ef allir flokkar landsins og forustumenn þeirra hefðu staðið saman sem ein heild og lýst yfir því að aldrei yrði samið við nokkurn um land- helgi íslands og hvergi hvjkað frá rétti þjóðar- innar, hvað sem í skærist, benda allar líkur til þess að brezk stjórnarvöld hefðu gefist upp þeg- ar sumarið 1958 og þá þegar hefði unnizt fullur Wfi sigur, viðurkenndur af öllum. Ráðamenn núver- cjg andi stjórnarflokka bera þannig hina alvarleg- ustu cbyrgð á árás Breta:þeir hafa átt hinn rík- asta þatt í því að kalla yfir þjóðina þær hættur sem þeir reyna nú sjálfir að mikla sem óskapleg- ££ ast. El.'i »-*-* M Dáðamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- 1 ins hafa reynzt hættulegir ólánsmenn í land- helgismálinu. Þó er óþjóðholl iðja þeirra allt til Bg þessa smámunir einir hjá því sem verður, ef cEr þeir bogna að fullu löngu eftir að sigur er uHI unninn og skerða rétt þjóðarinnar á nýjan leik. — m. i eáíi&jíSÍjípsaS ÞórSur Stefónsson segir frá verbúSarvist i Þorlákshöfn, skútulifi oJL Gamall sunnlendingur af Vestfjörðum var nýlega á ferð, hafði verið að yfirlíta æskustöðvarnar austanf jalls. Þórður heitir hann, Stefáns- son, Þórðarsonar í Steins- holti. Kominn er liann af Öl- afi Árnasvni, syni Árna prests á Holti undir Eyja- fjpjlum, en kcna Árna klerks var systir Jóns Espólíns. Móðir Þórðar af Bolholtsætt. Þetta verður að nægja ætt- fróðum lesendum. Til frek- ari giöggvunar má geta þess að Þórður er föðurbróðir Brynjólfs Bjarnasonar fyrrv. ráðherra. Þórður er fæddur að Núpstúni í Hrunamannahreppi. Faðir hans dó þegar hann var 18 ára og gerð'st Þórður þá í 3 ár vinnumaður hjá systir sinni og mági sínum í Núps- túni. Þá kveðst hann hafa farið til sjós, fyrst tvær ver- tíðir á Eyrarbakka, svo aðrar tvær í Þorlákshöfn. — Var mikil útgerð í Þor- lákshöfn þegar þú varst þar, Þcrður? — Já, það voru ein níu áraskip í Norðurvörmni, man ekki hvað þau voru mörg í Suðurvörinni. — Voru þetta stórir bátar? — Já, þetta voru allt upp í tíræðinga. Allir bátar nema einn voru bikaðir úr hrátjöru, en eitt skip málað, og það var kvartað yfir því hve það væri þungt í sjó. — Hvenær hófst vertíðin? — Við fórum alltaf úteftir laugardaginn síðastan í þorra til þess að geta bryjað að róa á mánudaginn .... Nei, það heyrðist aldrei nein ótrú á þvi að byrja verk á mánu- degi. Sumir fóru fyrr en við. — Hvernig voru verbúðirn- ar? inni. Þá var hverjum manfii fengið 1 kg áf kaffibaunum, Ví> kg. kaffibæti og 1 kíló kandís og skyldi það endast út vertíðina. Brauð fékk mað- ur eftir þörfum. ' — Var þá aldrei soðinn fiskur? — Nei, þó við værum að draga fisk aila vertíðina feng- um við aldrei nýjan fisk. — Var ekki bú:ð þarna í Þorlákshöf n ? — Jú, það var mikill bóndi þar, Jón Árnason, hann átti — Öfluðuð þið vel? -— Já, og í Þ r'ákshöfn voru áiltaf tekin köst, þ. e. farnar þrjár sjóferðir á dag þegar vel af’aðist, það var stutt að fara í fiskinn. Þrí- róið var þó aðeins framan af vertið meða’i ekki var farið að fara vestur i sjó. . — Vinnudagurinn hefur þá getað orðið langur? — Það var birtan sem sagði til um vmnudaginn. Við vorum 12 á sjónum og fjórir í landi til að beita, og það að um s’.ys þaraa þessar ver- tíðir sem ég réri. Þeir voru furðu slyngir á veðrið og sjó- inn, karlarnir. Formaðurinn sem ég var hjá var ágætis- karl, þótt hann þætti dálít'ð hrjúfur, og liarðhe1 víti dug- legur. Hann hét Jón í Norð- urkoti. — Hvert fór svo fiskurinn? — Leof- lliiverzlun á Ej'r- arbakka tók fiskinn. Já verð- ið hefur víst verið lágt. Þeir skömmtuðu það. Og §vo var oftast vöruþurrð í verzlun- — Veggirnir voru hlaðnir úr grjóti og mold, svo var moldargólf og moldarþak. — Kaldar? — Já, þær voru bæði kald- ar og lekar, en það var aldrei borinn eldur í verbúðirnar. Inn i bálkinn sem menn sváfu á — hann var líka úr mold og grjóti — var hlaðið skot og inni í því voru lóðir geymdar. Það var oft beitt gotu og beitt inni í búðinni — svo það hefði ekki verið mjög gott að hafa eld inni í búðun- um. Skinnklæði sín höfðu menn á stoð við höfðalagið. — Var aldrei hitaður mat- ur ? — Nei, mat hafði maður að heiman og geymdi kæfu og smjör í skrínunni fyrir ofan sig í bálkinum. Brauð fengum við frá Eyrarbakka. Þau voru svo meistaralega bökuð að ég er viss um að þau væru óskemmd enn! segir Þórður og hlær við. Nei, það var aldrei hitaður matur, aðeins kaffi. Það var gert í smiðju. Það voru þrjár skipshafnir um hverja smiðju. Þær voru hafðar þarna að- eins til að hita kaffið. Hver maður fékk tvo kúta af kol- um til kaffihitunar á vertíð- mörg hundruð fjár og fjölda kúa. Einnig voru þarna fjög- ur kot, en hjáleigubændurnir höfðu enga kú. — Fenguð þið þá ekki mjólk fyrst þarna voru marg- ar kýr? — Mjólk! — heldurðu að það hafi verið til peningar þá til að kaupa mjólk! — Hvar voru fötin ykkar þvegin ? — Fötunum komum við fyrir til þvotta. Það var brunnur í túninu, en vatnið í honum var salt; það var flóð og fjara í honum. — Heilsufarið ?, — Gott. Já, þá hafði mað- ur heilsu þó maður væri ekki að þvo sér á hverjum degi -— og þá sjaldan það var, var það helzt sjóvetthngurinn sem maður snyrti sig með. Eg man ekki eftir að mér yrði misdægurt þarna. — Höfðuð þið nokkra bók? — Já, það voru sungnir passíusálmar -á hverju kvöldi, og ætli það hafi ekki verið Péturshugvekjur sem lesið var í. Bókasafn var þarna í Þorlákshöfn, hvort hreppur- inn eða sýslan átti það man ég ekki, en hver maður lagði eitthvað af mörkum til ,þess. var reynt að gera að fiskin- um á kvöldin eftir að komið var í land. Fiskurinn var salt- aður í byrgi. Sömu fiskarnir voru alltaf hafðir efst, þá fengust ekki yfirbre’ðslur. Það voru mestu vandræði að geyma saltið, því engin geymsla var til fyrir það. — Lentirðu aldrei í hrakn- ingum ? — Nei, ég hef aldrei Jent í neinum hrakningi. Man ekki eftir að hafa heyrt taí- inni þegar kom fram um lok- in, einkanlega ef það dróst með skipakomur. — Og þegar þiú hættir að rca? — Þá fór ég norður í Þingeyjarsýslu. Var þar kaupamaður tvö sumur, og einn vetur. Þe:r borguðu betra kaup fyrir norðan. Eg fékk 14 krónur á öðrum bæn- um en 15 á hinum. Það var hæsta kaup sem þá var greitt. Eg setti upp 12 krón- ur — það var hæsta kaup sem greitt var fyrir sunnan. — Var ekki lítið um pen- inga í þá daga? -—- Jú, það mátti heita að þetta væri í fyrsta skipti að ég sá peninga. — Hvernig líkaði þér fyr- ir norðan? — Mér fannst þeir komnir töluvert lengra fyrir norðan en ég átti að venjast að sunn- an. Á aldamótum man ég ekki eftir stórum hlöðum nema á tveim bæjum fyrir austan. Fyrir norðan voru víðast hvar komnar hlöður. Þeir voru mjög þurrkvandir. Það myndi oft hafa verið h'rt fyrir sunnan sem þeir kölluðu votaband. Þá var ekki eldavél nema á tveim bæjum i Hreppunum, en fyrir norðan voru alstaðar eldavél- a-r. — Hvað tókstu þér fyrir hendur þegar þú fórst úr Þingeyjarsýslum ? — Eg fór suður aftur, og fór á skútu. — Varstu lengi á skútum, og var þetta ekki hundalíf? — Eg mun hafa verið átta vertíðir á skúfum. Lífið, og jæja, ég er ekki viss um að menn gerðu sér gott af þvi lífi nú sem þá var lifað. Eg hætti á skútunum vegna lapp- anna, þoldi það ekki vegna þeirra. Annars voru gamlir menn á skútunum. Eg man eftir að einn formaðurinn skipaði þeim alltaf að vera niðri í vondum veðrum á sigl- ingum. sagði að það væri nóg af ungum mönnum til að ann- ast siglinguna. Eg var með góðum for- mönnum. Hef aldrei verið með formanni sem vann eins mikið á skútunum sjálfur og Kristinn Magnússon gerði. Hann stóð allar vaktir við færið, hann var í lireingern- ingum með okkur og fór í snjóferðir. — Snjóferðir? — Já, við höfðum svolítinn ískassa. Hann var beitu- geymslan. Og svo vorum við að snapa snjó til að geyma beituna í. Það var helzt uppi í fjöllum norður á Ströndum að við fengum snjó á sumrin. Hann var borinn í pokum á bakinu til skips. Það var sóðaleg vinna. Seinast var ég Þórður Stefánsson með Jcni Ólafssyni, síðar bankastjóra. Færasti for- maðurinn sem ég var hjá var Magnús' Magnússon sk:p- stjóri á Ragnheiði. Mér datt hann í hug þegar EgiII rauði fórst við Grænuhlíð. Það var einu sinni í síðasta túr á skútunni að við vorum norð- ur i Reykjafjarðarál þegar brast á með norðanhríð. Magnús lét. setja upp seglin og bað okkur vera handfljóta að gera að fislr'num, en það var töluverður fiskur á dekk- inu. Við þurftum að beita töluverðu til að ná út og norður og vestur fyrir Horn. Magnús fór strax að stýrinu og vék ekki frá því alla nótt- ina. Við sáum hvergi land frá því við lögðum af stað, aðeins hríð, en svo vissum við ekki fyrr en við vorum komnir í smásævi, og Magn- iis skipaði að varpa út alck- erum. Svo bað hann vakt- mennina að hafa færi úti um nóttina og fylgjast með því ef grynnkaði. Þegar birti um morguninn sáum við að við láum urdir Grænuhlíð. Þetta rataði hann þótt ekki sæist útúr augunum. Og sigl- ingatækin þá voru helzt logg — sem varð að taka inn til að lesa af því. Magnús var kennari við stýrimannaskól- ann, en tók skipið alltaf á páskum. — Varstu með fleiri kunn- um mönnum á skútunum ? — Já, tvær vertíðir var ég með Þórbergi Þórðarsyni. — Var hann ekki óttalegur skítbrasari? — Hann var háseti aðra vertíðina, og hann var ekki verri kokkur en hver annar. Hann var ómiíisandi maður á skipinu, hann var svo skemmtilegur. — Gat hann nokkuð fisk- að ? — Já, hann stundaði vel Framnald á 10 síðu. ll)lllllllllll!lll1IlllllllllllllllllllllIllIIllllllllllllllllllllllIlllllllllil|||||||l!l<|||||||||||ll||||lllil|l||||ii|||||||i||||l||lil||i|(|lllIIIIllIllllHllllIllIIUIIIIIUil!Uillll!IIIIHIIlllilllll!lllllilIlli:ill!ili;illlllil^illlUlllllllll(lllllllllIlllllllllIlllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllIllllllllllllIHIIIIlIllllllllllIlllllllIllllllllIllllllllllllHimiI1!linill! TÍMI ÁTAKANNA KEMUR OG BARATTUMALIN ERU AUQLJÓS Nú er svo komið „viðreisn- inni“ að flestar nauðsynja- vörur hafa hækkað um þriðj- ung og nokkrar vörutegundir drjúgum meir, á meðan kaup- gjald stendur í stað. Og verð- ur ekki dregin dul á þá stað- reynd. Þar segja verðlags- skýrslur beran sannleika. 1 því góðæri sem nú er til lands og sjávar, á þeim velti- tímum, sem verið hafa, hrynja tekjur verkafólks- í botnlausan hyl verðhækkana þrát.t fyrir að næg vinna hefir verið og það er unnið. En samhliða vex auður og chófs- eyðslubragur í húsum auð- manna. Og í leyni hirzlum þeirra heima og erlendis hlað- ast auðæfin upp. Auðmennirnir ráða, og þeir ráða í umboði fátækra manna, það er dekksti skugainn. Dýrtíðin heldur sína blóð- göngu. Eyðslulán var tekið erlendis og því er .eytt með hraða. Meðal annars með töku þess láns, sem verður að greiða, er stefnt að eyðilegg- ingu okkar beztu markaða. Og markvisst er stefnt að atvinnuleysi, með furðuleg- ustu vaxtahækkunum, með stöðvun fjárfestingar og með kaupgetuleysi almennings, sem mebkir samdrátt í iðn- aði og verzlun. Allir vita og viðurkenna, að íslenzkar vinnuhendur af- kasta miklu starfi. Sjómenn hlýfast hvergi við og aflinn berst á land og verkafólk í landi tekur á móti aflanum, svo hann r.ýtist og verði að góðri vöru. Það er unnið langa vinnudaga og oft nótt með degi. Hvíldartíminn er styttur og helgidagar verða að vinnudcgum. Allt til þess að aflinu nýtist og verði að góðri gjaldeyrisvöru. Við sem þekkjum þessa langvirnudaga, þegar auk þess oft vei’ður að vinna af kappi, þekkjum þreytuna og það slit, sem hún veldur, vit- um að öfugþróun er í lífi ok'k- ar þegar aðeins er gengið í vinnuna og þaðan í ofstuttan. svefninn Það veit hver sem reyir að mikla sjálfsfórn þarf til að standa langtímum of- þreyttur að verki, og bera svo í vitund sinni skuggann af vaxandi dýrtíð sem sverf- ur launin án afláts, það er offórn. Sigg vinnunnar krepp- ir lófann, sigg óstjórnar kreppir hugann. En íslenzkir valdránsmenn og arðsjúgendur, en það er hirð ríkisstjórnarinnar, hafa komið ár sinni svo fyrir borð að kaupgjald lækkar daglega með síhækkuðu vöruverði og verkamenn eru þvingaðir til að lengja og lengja vinnu- daginn, til að fyrra heimili sín örbirgð. Það krefst orðið ofþrælk- unar að vinna fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, og verka- menn fjarlægjast sína dýru ávinninga. Átta stunda vinnudagurinn, er að vísu það sem dagvinnu- kaup er miðað við, en vinna þar fram yfir er greidd með 50 og 100% álagi, en það lifir engin fjclskylda á kaupi átta stunda vinnudags. Orlofið okkar sem á að vera hvíld frá yinnu og nú eru 18 dagar eða 6% af kaupi, hefur misst gleðina úr tilgangi s'inum, þegar fleiri og fleiri verkamenn neyðast til að leita, sér vinnu orlofs- dagana, til þess þannig að mæta dýrtíð og tilbúnum þrengingum viðreisnarsérfræð- inganna. Eix með fækkandi hvíldar- dögum verkamamia þrengir . að hag ok'kar þjóðax’menn- ingar. Þannig er ástandið, þjóð- artekjur á sl. ári mestar sem þær hafa verið, en fátækt verkamanna eykst. Og at- hyglisvert er að einmitt nú þegar valdhafarnir hreykja sér hæst í gullstólunum und- ir smásjá gjótandi auðvalds- augna, þá telja atvinnurek- endur að nú sé færi að vega að réttindamálum verkafólks. Lög um slysa- og veikinda- daga verkamanna eru þeim mikill þyrnir í augum. Þeir hafa hamazt að þeim lögum og vilja þau feig. Þeir ráð- ast að vinnulöggjöfinni og heimta þar breytingar sem höggvi sem mest ihelgasta rétt verklýðssamtakanna. Og þeir horfa gráðugum augum á atvinnuleysistryggingasjóð- ina, sem eru kkýlaus eign verkamanna og heimta þar meirihlutaaðstöðu. Viði’eisn auðvaldsins er í fullum gangi. En mælirinn er brátt full- ur, fjöldi alþýðufólks sem veitti viðreisnarherrunum umboð, er nú að vakna til vitundar um þeirra aðferð. Dýrtíðin segir til sín, meun vita að spyrna verður gegn c.fugþróuninni og það að sam- tök fólksins ein eru þess megnug að rétta við hlut a.l- þýðunnar í landinu, og að hver verkamanður og kona sem styður íhaldsöflin, veikir sín eigin samtök. Baráttan, sem við höfum háð, heldur áfram, tími átakanna kemur og baráttumálin eru augljós: Átta stunda vinnudagur með fullmn Dunum, en það merk- ir að lifað sé af átta stunda virnuxdegi, lVað því mennxng- arlífi, sem íslenzk framleiðsla og þjóðartekju og auður geta veitt. Það verður okkar mikla baráttumál og síðan stytting vinnudagsins, sem vakandi tækniþróun með aukinni framleiðslu ber í skauti sínu. Það er kominn tími til að verkafólk, virði að fullu sinn eigin manndóm, til jafns við þá sem menningarlífi lifa bezt með okkar þjóð í allri lífsaf- komu, í klæðaburði, í húsa- kynnum, í tryggingum og í þeim lvstisemdum sem þióð- lifið hefur bezt að bióða. Við vitum af gcfugri tónlist, af fjölþættrí list handa og anda og af dýrum bókmenntum, en hvers virði yrði kaup o'kkar ef við ættum að njóta þess- ara lystisemda. Kaun sem verr og verr mætir brýnustu lífsnauðsynjum. Það er niðurlægjandi fyrir verkafólk að hoi’fa til ört lækkandi tekna æ ofan í æ og vinna þó, lengja vinnudaginn og hamast við framleiðslu- störf og skyld hagnýt verk- efri og s.iá svo. það sem öll- um er ljóst, hvílíku eyðslu- lífi fjcldi fólks lifir og hví- lík stórglæfra fjárpólitík er relriu í skjóli illa fengins ve'tíauðs. Það er skylda verkafólks og verklýðssamtaka að byggja nú öll sin ráð og á- kvarðanir á traustum grunni. Rétta sinn hlut, rétta hann vegna þess sem af okkur hefur þegar verið tekið og með ihliðsión af l’fi okkar í framtíðinni í okkar auðuga landi. Trj’ggxi Emilsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.