Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 35 ÉG hef fengið gott og skemmtilegt bréf frá Ingvari Gíslasyni, fyrrv. menntamála- ráðherra, og fer það hér á eftir óstytt: „Kæri Gísli! Ég er staddur „á Mývatni“, eins og nú er sagt. Slík stað- arávísun kemur „okkur 19. ald- ar mönnum“ spánskt fyrir sjónir, en komum engum vörn- um við. Þetta er jafnvel verra en þeg- ar sagt er Grund í Eyjafjarð- arsveit, Kálfsskinn í Dalvíkur- byggð, Viðey í Reykjavík, Laxnes í Mosfellsbæ eða Hali í Hornafirði. En hvað sem þessu líður, er Mývatnssveit alltaf inspírer- andi. Þar verður hver aulinn að skáldi. Hringfari frændi minn, með- reiðarsveinn minn í norðurför, raulaði í eyra mér þetta stef, öldungis upp úr þurru: Kominn til himna er Hensi, þótt happasjó færi ekki á lensi. Sem auðna er körg hann ók fyrir björg á afskráðum Mercedes-Benzi.“ Mér þótti vænt um að fá þetta bréf og ekki síst að mega (með eftirgangsmunum) segja frá því hvað hið ágæta limruskáld, Hringfari, heitir í þjóðskránni. Full ástæða og mjög tímabært að andæfa þeim kauðahætti um staðarvísbendingar sem sam- eining sveitarfélaga virðist hafa þrengt upp að okkur.  Aukafallsliðir (framhald). III. Í eignarfalli. Er nú ekki eins feitan gölt að flá og síðast og sömuleiðis verra að finna beinar samsvaranir í latínu. Ekki vantar þó genitífa þar en þeir eru ekki eins algengir og ablatífarnir í aukafallslið. a) Tímaeignarfall, sjá tíma- þolf. og tímaþáguf. Nú mjög sjaldgæft, svo óyggjandi sé: Þetta gerðist þrítugasta þessa mánaðar. Þarna mætti segja að eignarfallið stýrðist af töluorð- inu og væri þá sambærilegt við gen. partitivus í latínu: Caesar ibi multum temporis in castris manebat. En í fornu máli höfum við skýr dæmi um tímaeignar- fall: Komið einir tveir, komið annars dags. (Völundarkviða; ærið gömul.) b) Staðareignarfall (gen. loci). Bæði þessa heims og ann- ars. Og Þrymskviða: Mætti hann Þór miðra garða, þ.e. í miðjum görðunum. Livia longum aevum Romae vixit. (Livia lifði langa ævi í Róm.) c) Eðliseignarfall (gen. quali- tatis). Þetta er þriggja hæða hús. Hann var maður mikillar visku. Vir... magni animi, magnae inter Gallos aucto- riate. (Maður mikils hugar og mikils áhrifavalds meðal Galla.) Já, og í Guðmundar sögu góða eftir Arngrím Brandsson segir um Ísland að þar sé enginn skógur „utan björk og þó lítils vaxtar“. d) Tillitseignarfall, sjá II. g. Vegurinn er illur yfirferðar. Glámur var vondur viðskiptis. e) Frjáls nafngift: Við verð- um að hefjast handa. Fór hann þangað þess erindis að biðja konungi liðveislu: Konungi er þarna þægindafall (dat. com- modi). Er þá um sinn lokið við auka- fallsliði.  Framhald bréfs í síðasta þætti. Vitleysur: friðarviðræðanir; fá leið á; karlmenn lifa styttra en konur; ójafnrétti; hugsanaháttur; til neytendans Nykrað: hefur komið í dagsins ljós; víða liggur pottur brotinn Ensk áhrif: Til að byrja með (= í fyrsta lagi); hefði getað sparað mikinn fjölda mannslífa, meðan (While): stelpur lærðu að prjóna meðan strákar lærðu að lesa NB; (sjá líka undir klauf- skap), þú (notað sem óákv. fn.) Smekksatriði: sumurin (oft fallegra en sumrin) Stafsetning: „annarra“ oft ekki rétt staf- sett; „að sumu leyti“ sömuleið- is. Setningafræðileg atriði: Það eru ... sem; „sem“ látið vísa til heilla setninga (getur valdið misskilningi): Ísrael svarar þessum hryðjuverkum með sprengjuárásum og enn hertari öryggiskröfum sem bitnar á ...; þannig hugsar fólk enn; sem sést best á ... Klaufaskapur: Með betri og fjölmennari menntun kvenna ...; kynin eru ólík í nokkra staði en svo eru þau mjög lík í alla aðra staði; gyðingar voru í undanhaldi í mörgum löndum; voru ólík hvað útlit varðaði; sem ekki allir eru jafnsáttir með; beittu fyrir sér sögulegum rökum; uppeldi stráka og stelpna er öðruvísi; fólk fær það sem því vanhagar um og meira til; eru vandamál að stækka; brotnar niður í mola; sumir kunna að stilla sér í hóf; halda rangt á spilunum; að koma upp sjóð; gekk nokkuð þýðlega fyrir sig; líta hýru auga á; það er búið að sanna það að; vanþróuðulöndin þar sem kon- ur jafnt sem karlar hafa ekki náð sama þjóðfélagsstigi og í ...; mikil efnahagsleg þróun hefur átt sér stað; guð gæddi konum og körlum þeim eiginleika að geta gætt nýtt líf í heiminn; hlutverk fjölskyldunnar hefur rýrnað; fjöldi nýrra verslana eykst með hverju ári (= versl- unum fjölgar); með spjótið út um öxl; málum er svo farið nú til dags; þurfa að sýna að þær eru verðugar starfinu; hefur hreint ekki tíma fyrir hvort annað; ráða kvenmenn í hátt- settar stöður, konur er fallnar til prjónaskaps; svar við þessari vangaveltu; nú á dögum hefur margt breyst; allt byggir á ná- kvæmni (betra: byggist); fyrir ekki meira en fimm árum; en fremur en venjulega var ekkert í sjónvarpinu; réttindi hafa skánað; kjör kvenna taka að bætast; en ágætti lífsgæða eru ekki umdeilanleg, orðið sjálft felur í sér gæði; um aldir alda (= um aldir), hvort þú sért maður eða kona á vinnumark- aðinum skiptir það ekki höfuð- máli ólíkt því sem áður var, jafnt hjá körlum sem öðrum; lífsgæðakapphlaupið er að valda okkur meiri skaða; að lok- um er varan keypt af neytanda; frá öræfum alda.  Vilfríður vestan kvað: Ljótur var Leópold kútur, lét um jól eins og tvævetur hrútur og fór móti vonum að fáta í konum jafnvel fyrr en hann kæmist í mútur. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.134. þáttur HEFUR þú komið í Tónlistarskóla? Hefur þú séð ljómann í litlu andlitunum þegar lag- línu er náð? Úr flaut- unni, fiðlunni og hvaða hljóðfæri sem viðkomandi hefur val- ið sér. Hefur þú komið í Tónlistarskóla? Lítill nemandi strýkur strengi. Hægt og var- lega í fyrstu, síðan vex honum ásmegin og áður en við er litið heyrist fallegt lag frá þýðum strengjum. Djúpir tónar sellósins hljóma úr innstu stofunni. Píanó- nemandinn spilar trillurnar sínar, dillandi tónar harm- onikunnar, mildir gít- arstrengir, ómar þverflautunnar. Og í stóru stofu flauta for- skólanemar allt hvað af tekur. Þessi hljóm- kviða er spiluð á hverjum degi og æv- inlega jafn fjölbreytt og skemmtileg. Kjarni málsins Dag hvern vinnast sigrar stórir og smáir eins og gengur í líf- inu. Stundum gengur allt upp, stundum þokast um hænufet. En áfram er haldið því að sá eða sú sem er í tónlistarnámi veit að æfingin skapar meistarann. Og það sem er ekki minna virði góður og vel menntaður kennari. Þar er- um við komin að kjarna málsins. Var ekki tónlistin kölluð göfugust allra lista? Ekki eru ýkja mörg ár síðan það voru sérstök forréttindi að fá að læra á hljóðfæri og í aug- um svo alltof margra fjarlægur draumur. Síðar varð draumurinn að veru- leika hjá fjölda barna og ung- menna. Víðsvegar um landið risu upp tónlistarskólar. Enn er þó langt í land að öll börn hafi sömu tækifæri til tónlistariðkunar. Við vorum að minnsta kosti komin á byrjunarreit. En hvað svo? Til hvers að læra tónlist? Börn í tónlistarskólum læra öðr- um fremur sjálfsaga, nákvæm vinnubrögð og síðast en ekki síst þegar til lengri tíma er litið, tillits- semi. Fyrir utan það sem mestu máli skiptir þ.e. tónlistina sjálfa. Sá sem spilar í hóp þroskar með sér næmi og skilning, hver sá sem síðar tekur þátt í félagslegu starfi. Já, hvar sem viðkomandi haslar sér völl í framtíðinni býr hann að þessum grunni. Fyrr en varir er litla fiðlustelp- an orðin stór, píanóstrákurinn tán- ingur. Allir krakkarnir í skólanum farnir að velja sér verkefni í sam- ræmi við aldur og getu. Ef til vill langar einhvern að verða tónlistar- kennari. Því fátt er meira gefandi þegar vel gengur. Engir kennarar, engin kennsla Já, vonandi verður ekkert lát á vinnu í íslenskum tónlistarskólum, vonandi veitum við fleirum kost á námi. En föllum ekki í þá gryfju á borga kennurum svo lág laun að þeir gefist upp. Engir kennarar, engin kennsla, engir skólar. Lát- um það ekki henda okkur að hrekja tónlistarkennara frá vinnu vegna lélegra kjara. Látum ekki nægja að taka í höndina á þeim eftir vel heppnaða jóla- og vor- tónleika, það er svo létt í vasa. Vonandi verður tónlistarkennsla aldrei aftur svo fjarlægur draumur að við eygjum ekki von um að hann rætist. Hefur þú komið í Tónlistarskóla? Sigríður Gunnlaugsdóttir Tónlist Látum það ekki henda okkur, segir Sigríður Gunnlaugsdóttir, að hrekja tónlistar- kennara frá vinnu vegna lélegra kjara. Látum ekki nægja að taka í höndina á þeim. Höfundur er ritari í tónlistarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.