Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Há- kon, Vædderen og Örn fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tarnvík fór í gær. Rán kom í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Fimm- tud. 8. nóv. opið frá kl 19.30–22. Spiluð fé- lagsvist, kaffi á könn- unni. Bólstaðarhlíð 43. Vetr- arfagnaður verður fimmtud. 8. nóv. Skrán- ing fyrir miðvikudaginn 7. nóvember, s. 568- 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 13.30. Kóræfing- ar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. í s. 5868014 kl. 13– 16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Ganga kl. 10, rúta frá Miðbæ kl. 9.50. Kór- söngur í Víðistaðakirkju kl. 17. Tveir blandaðir kórar eldri borgara syngja saman og sitt í hvoru lagi. Gleðigjafar frá Höfn í Hornafirði, stjórnandi, Guðlaug Hestnes og Gaflarakór- inn í Hafnarfirði, stjórn- andi Guðrún Ásbjörns- dóttir. Ókeypis aðgangur. Allir vel- komnir. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Dansleikur verður miðvikud. 7. nóv. kl. 19.30. Hljómsveitin „Í góðum gír“ leikur fyrir dansi. Allir vel- komnir. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Basar og kaffisala verður í dag laugardag og morgun sunnudag, Opið frá kl. 13–17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Sunnud: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla fellur nið- ur. Þriðjud: Skák kl. 13 síðasti skráningardagur fyrir haustmótið. Alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla fellur nið- ur. Bridsnámskeið kl. 19.30. Söngvaka kl. 20.45, Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 8. nóv., panta þarf tíma. Heilsa og hamingja, laugard. 10. nóv. í Ás- garði hefst kl. 13.30. Strindberg-hópurinn býður Félagi eldri borg- ara afslátt á miðum á sýningu á Dauðadans- inum á Litla sviði Borg- arleikhússins laugar- d.10. nóv. kl. 20. Skráning á skrifstofu FEB. Frá: Skákdeild FEB. Haustmót deild- arinnar hefst þriðjud. 13. nóv. kl. 13 í Ásgarði. Teflt í tveim flokkum, a og b. Umhugsunartími er 25 mínútur á skákina. Veitt verða þrenn verð- laun í hvorum flokki fyr- ir þrjú efstu sætin. Síð- asti skráningardagur í mótið er þriðjud. 6. nóv. kl. 13–16.30 í Ásgarði . Félagsstarf aldraðra, Gaðabæ. Vetrarfagn- aður í Holtsbúð 8. nóv- ember. Full bókað. Borgarleikhúsið 15. nóv. kl. 20 Miðapantanir sem fyrst í síma 820-8571 eftir hádegi. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.15. Stundaskrá í hópastarfi er auglýst á töflu í kjall- aranum í Kirkjuhvoli og á www.fag.is Gerðuberg, Sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug á vegum ÍTR á mánudögum og fimmtudögum kl. 19.30, umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteins- dóttir. Myndlistarsýn- ing Valgarðs Jörgensen er opin laugardag og sunnudag kl. 13–16, listamaðurinn á staðn- um. Mánudaginn 5. nóv. kl. 13.30–14.30 banka- þjónusta. Vesturgata 7. Flóa- markaður verður hald- inn fimmtudaginn 8, nóvember og föstudag- inn 9, nóvember frá kl,13–16. Gott með kaffinu, allir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 14 fé- lagsfundur. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Dagdvöl, Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1, haust- og jólabasarinn verður laugard. 3. nóv. og hefst kl. 14, kaffisala til styrktar dagdvölinni. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Fundur verður þriðjudaginn 6. nóv- ember kl. 20.30 í Kirkjubæ, Fundarefni: jólafundurinn. Kvenfélag Háteigs- sóknar, fundur verður þriðjudaginn 6. nóv. kl. 20. í safnaðarheimilinu. Spilað verðu bingó, gestir velkomnir. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Kvenfélag Langholts- sóknar Árlegur köku- basar og happdrætti verður í safnaðarheim- ilinu í dag og hefst klukkan 14. Meðal vinn- inga er heimagert jóla- skraut. Tertur á boð- stólum. Ágóði rennur í gluggasjóð kirkjunnar. Félag breiðfirskra kvenna, fundur verður mánud. 5. nóv kl. 20. Konur eru beðnar um að mæta vel og efla félagið. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora- kerfi AA-samtakanna. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudagsfund- urinn verður á morgun, sunnudag. Fundurinn hefst kl. 10 og verður í Félagsheimili LR í Brautarholti 30. Kvenfélag Laug- arnessóknar, fundur verður á morgun 5. nóv. kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árlegur kaffisölu- og kirkjudag- ur verður sunnud. 4. nóv. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14, kaffihlaðborð í Húnabúð frá kl. 14.30. Kynnt verður gæðahandverk frá Húnaþingi. Allir vel- komnir. Eldri borgarar. Félög eldri borgara í Hafn- arfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessa- staðahreppi, fundur með eldri borgurum í dag kl. 14, í Safn- aðarheimilinu Kirkju- hvoli, Garðabæ, fjallað verður um málefni eldri borgara. Þingmenn kjördæmisins mæta ásamt formönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins. Í dag er laugardagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sælir eruð þér, þá er menn hata yð- ur, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins. (Lúk. 6, 22.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 tilkynnir, 8 trébúts, 6 ræfils, 10 ráðsnjöll, 11 efa, 13 smákorn, 15 raups,18 starfið, 21 af- kvæmi, 22 fýll, 23 hetja, 24 ríkisarfi. LÓÐRÉTT: 2 laun, 3 samansaumaði, 4 tileinka, 5 syndajátn- ing, 6 greinilegur, 7 spil, 12 op, 14 væn, 15 hremma, 16 fjáður, 17 húð, 18 ástundar, 19 land, 20 nákomin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ágrip, 4 björn, 7 teppa, 8 lyddu, 9 rós, 11 nána, 13 arðs, 14 lúann, 15 sess, 17 nögl, 20 sag, 22 öxull, 23 aflar, 24 geðug, 25 tuggu. Lóðrétt: 1 áttan, 2 ræpan, 3 púar, 4 bóls, 5 öldur, 6 nauts, 10 óraga, 12 als, 13 ann, 15 svöng, 16 skurð, 18 öfl- ug, 19 lærðu, 20 slag, 21 galt. K r o s s g á t a Þýskar konur á Íslandi FYRIR vísindalega könn- un þarf ég að komast í sam- band við þýskar konur sem hafa verið búsettar á Ís- landi í lengri tíma. Konurnar þurfa að vera reiðubúnar að koma í viðtal og segja frá lífshlaupi sínu. Viðtölin verða nafnlaus og verður farið með þau sem trúnaðarmál. Könnunin er hluti af doktorsverkefni við háskólann í Tübingen í Þýskalandi. Þær sem hefðu áhuga á að taka þátt í þess- ari könnun hafi samband við Eva-Maria Klumpp í síma: 0049 712 1434215 eða í tölvupósti: akfa@gmx.de. Eva-Maria verður stödd í Reykjavík til 7. nóvember. Für eine wissenschaft- liche Studie suche ich deutsche Frauen, die schon längere Zeit in Island leb- en. Sie sollten die Bereit- schaft haben im persönlich- en Interview über ihre Lebensplanung zu erzähl- en. Die Interviews werden vertraulich behandelt und bleiben anonym. Diese Studie soll im Rahmen ein- er Doktorarbeit an der Universität Tübingen, Deutschland eingereicht werden. Fragen? Inter- esse? Rufen Sie mich an! Eva-Maria Klumpp, bis 7.11.01 bin ich in Reykja- vik: Tel.: 0049 17121 07367, nachmittags. Tel. in Deutschland: 0049 7121 434215. e-mail: akfa@gmx.de. Ófróðir um örorku Í MBL. í dag, 25. október, á bls. 41 er grein eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprest. Þar fjallar hann um húsnæðisvanda öryrkja, þ.e.a.s. fyrrver- andi fanga og fíkniefna- neytenda. Er nema von að öryrkjar fái lágar bætur, ef þjóðfélagið allt er meira og minna þeirrar trúar, eins og séra Jakob Ágúst virðist vera, að örorka sé bara sjálfskaparvíti? Stafi bara af afbrotum og eða ofneyslu vímuefna? Mér er enn í fersku minni að hafa hlustað á þingmanninn Pétur Blön- dal tala í sjónvarpi í fyrra um ofdrykkju öryrkja – og aldraðra reyndar líka. Hafa þessir menn aldrei heyrt talað um alvarleg slys? Aldrei heyrt talað um al- varlega sjúkdóma eða með- fædda örorku? Halda þessir menn að fólk verði öryrkjar af leti, kæruleysi eða almennri ómennsku? Vissulega þurfa þeir hjálp sem sitja fastir í feni sjálfskaparvítis en fyrir alla muni gerið ykkur grein fyrir því að allflestir ör- yrkjar eru öryrkjar annað- hvort vegna meðfæddra veikinda, veikinda síðar á ævinni eða alvarlegra slysa. Blandið örorku ekki saman við afbrot, of- drykkju og fíkniefnaneyslu. Nógu þröngt er nú „alvöru- öryrkjum“ skorinn stakkur í lífeyrisgreiðslum þótt ekki sé verið að gera því skóna að fyrst og síðast sé þeirra eigin ræfildómi um að kenna. Örorkulífeyrir í dag er undir lágmarksframfærslu – og er það furða að svo sé þegar málsmetandi menn í þjóðfélaginu eru svona skammarlega ófróðir um raunverulegar ástæður ör- orku allflestra. Guðrún Jóhannsdóttir, 75% öryrki eftir tvö bílslys. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur svosem ekkifarið varhluta af þeim hraða sem einkennir allt og alla á þessum síðustu og verstu tímum og geta venjulegir dagar auðveldlega breyst í samfellt spretthlaup þar sem aðal- keppinauturinn er klukkan. Eftir morgunverkin þar sem ekki gefst tími til að borða morgunmat er ungviðinu dröslað í leikskólann í ein- um grænum hvelli og þaðan er þeyst til vinnu. Reyndar er tekið heldur djúpt í árinni að tala um að þeysast í morgunumferðinni sem er að mati Víkverja ein versta byrjun sem hugsast getur á hvaða degi sem er. Enda bera streitufull andlit á bak við bílrúður það með sér að við enda vegferðarinnar bíði stimpilklukkan sem tikkar eins og óð væri á meðan bílaröðin bifast ekki hænufet. Eftir dúk og disk þegar komið er til vinnu er tekið til hendinni þar sem nýjasta og besta tæknin er látin „létta undir“ með starfsmanninum. Í raun þýðir þetta í flestum tilfellum það að starfsmaðurinn þarf að af- kasta meiru. Víkverja er sérstaklega minnis- stætt að fyrir nokkrum árum tóku flugfélög að auglýsa að nú gætu far- þegar verið nettengdir í háloftunum og þannig „nýtt“ tímann. Mikill léttir hlýtur þetta að hafa verið fyrir allt bisnessfólkið sem nú var svo heppið að hafa möguleikann á að vinna hörðum höndum í staðinn fyrir að böggla sér ofan í flugsætið og lesa góða bók eða dorma yfir flugtímarit- inu. Enda alger sóun á góðu vinnu- afli, já, jafnvel vanvirðing við tímann, að láta þetta fólk hvíla sig á meðan það væri á lofti. x x x VÍKVERJI er einn af þeim semfinnst aldrei nægur tími til að gera allt það sem þarf að gera í vinnunni yfir daginn og grípur hvaða tækninýjung sem er fegins hendi ef hún skyldi verða til þess að auka af- köst hans. Í prívatlífinu eru líka ótal hlutir sem þarf að koma í verk bara til að sinna grundvallarþörfum fjöl- skyldunnar. Eitt af þessu er að fara í verslanir. Víkverji freistast stundum til að fara í Kringluna í hádeginu til að flýta fyrir enda stutt að skreppa úr vinnunni og margar búðir þar sam- ankomnar á einum stað. Þetta þykir Víkverja þægileg lausn að mörgu leyti en eitt er það sem getur fengið blóðþrýsting Víkverja til að rjúka upp úr öllu valdi í þessum ferðum hans. Það er þegar hann er staddur t.d. fyrir miðri efri hæð Kringlunnar og þarf að komast í verslunina sem er beint undir á hæðinni fyrir neðan. Eftir að rúllustigi, sem var staðsett- ur fyrir miðju byggingarinnar var fjarlægður, þýðir þetta heljarinnar gönguferð um ranghala verslunar- miðstöðvarinnar áður en viðkomandi kaupmaður getur notið viðskipta hans. Þetta pirrar Víkverja og honum finnst þetta með endemum léleg þjónusta. Hann er líka sannfærður um að þetta stuðli að því að fólk sæki síður í Kringluna þar sem heimsókn þangað útheimtir gönguferðir sem hvaða íþróttamaður myndi þreytast af. Menn geta þá rétt ímyndað sér hvernig fótafúin manneskja upplifir þessar ferðir. Víkverja finnst að húsráðendur í Kringlunni ættu að hafa þetta á bak við eyrað nú á tímum harðnandi sam- keppni. MYNDIN er af málverki eftir danska mál- arann Knud Agger (1895- 1973) og er að öllum líkindum hér á landi nú. Hún er líklega máluð í Kaup- mannahöfn um 1916 og er af danskri stúlku sem síðar flutti til Íslands og bjó þar. Nú er sonur málarans , Ib Agger, að skrásetja verk föður síns og hefur þess vegna áhuga á að komast í sam- band við eigendur mynd- arinnar. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við: Ib Agger, Højensvej 94, Egense, 5700 Svendborg. Sími: 622 09902 Hvar er myndin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.