Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S jávarútvegsráðherra mælti í gærmorgun fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða, að því er varðar krókaaflamarksbáta. „Við upphaf þessa fiskveiðiárs, sem hófst 1. september 2001, komu til framkvæmda ákvæði laga nr. 1/ 1999 um nýja skipan veiða króka- báta. Eru nú í gildi tvö kerfi um veið- ar krókabáta, annars vegar króka- aflamarkskerfi og hins vegar sóknarkerfi með framseljanlegum sóknardögum. Þegar liggur fyrir að tæplega 600 bátar verða í krókaafla- markskerfinu en rúmlega 200 í því síðarnefnda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu, en í því er lagt til að hlutur krókaaflamarksbáta verði aukinn nokkuð í ýsu, steinbít og ufsa og þeim verði jafnframt úthlutað aflahlutdeild í keilu, löngu og karfa. Þá er lagt til að krókaaflamarks- bátum, sem voru á föstu þorskaflahá- marki, verði gefinn kostur á veiði- leyfi með dagatakmörkunum. Þá verði heimilað að skipt sé á króka- aflamarki og almennu aflamarki, enda sé um jöfn skipti að ræða þann- ig að ekki verði um breytingu á heild- arþorskígildistonnum að ræða innan hvors kerfis. Ennfremur verði ráðherra heimilt að úthluta allt að 1.000 lestum af ýsu og 1.000 lestum af steinbít til báta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem eru verulega háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Í frumvarpinu er ennfremur lagt til að breytt verði ákvæði 5. gr. um gerðir veiðileyfa og kveðið verði skýrt á um að sömu reglur gildi að jafnaði um krókaaflahlutdeild og krókaaflamark og gilda um aflahlut- deild og aflamark. Loks er lagt til að heimilt verði að koma með afla að landi sem reiknast ekki til aflamarks veiðiskips, enda renni andvirði þess afla til Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Er lagt til að sú heimild gildi til loka ársins 2002 og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð í ljósi reynslunnar. „Slíkt misrétti ógnar grundvelli kerfisins“ Ráðherra sagði, er hann mælti fyrir frumvarpinu, að við umfjöllun um skipan veiða krókabáta verði ekki horft framhjá þeirri gífurlegu aukningu sem orðið hefði á veiðum þeirra, einkum þó þorskaflahá- marksbáta í þeim tegundum sem þeir hafi getað stundað frjálsar veið- ar á. „Hafa veiðar þeirra frá fiskveiði- árinu 1996/1997 til fiskveiðiársins 2000/2001 aukist frá því að vera 4,45% af heildarafla ýsu upp í 25,5% og aukningin úr steinbít hefur verið úr 21,96% í 54,1% steinbítsafla á sama tíma,“ sagði hann. Sagði hann að þegar þorskaflahámarkskerfinu var komið á 1995, hafi ekki verið talin ástæða til að takmarka veiðar slíkra báta í öðrum tegundum, þar sem ríf- lega 80% af afla þeirra hefði verið þorskur. Þetta hefði hins vegar gjör- breyst á seinni árum og veiðar á ýsu og steinbít orðið sífellt stærri hluti heildarafla slíkra báta. „Frjálsar veiðar eins flokks skipa, sem óhjákvæmilega ganga á afla- heimildir annarra skipa, ganga ekki til lengdar. Slíkt misrétti ógnar grundvelli kerfisins og auk þess er mjög vafasamt að slíkt standist jafn- réttiskröfur stjórnarskrárinnar,“ sagði ráðherra ennfremur. Svanfríður Jónasdóttir (S) sagði það fagnaðarefni að sjávarútvegs- ráðherra væri nú loks kominn í hóp þeirra sem flutt hefðu um það tillög- ur á undanförnum árum að umbuna ætti sjómönnum fyrir að koma með allan afla að landi, fremur en að refsa þeim eins og hefði verið tilhneiging- in. Benti hún hins vegar á í andsvari að með frumvarpinu væri verið að reyna að ná utan um smábátahópinn og að reyna að gera flestum smá- bátaeigendum lífið bærilegra. M.a. væri þeim sem völdu krókaaflamark vorið 1999, en kæmu illa út úr kvóta- setningu, leyft að velja aftur. Gerði hún því að umtalsefni smábáta á afla- marki, sem hún sagði marga hafa mjög litla aflahlutdeild, sífellt minnkandi, og margir þeirra báta næðu að lifa með grásleppuveiðum á vorin. Velti Svanfríður því upp hvers vegna þessi eini hópur smábáta væri ekki hafður til hliðsjónar í frumvarp- inu. Kvaðst hún myndu beita sér fyr- ir því að þetta mál yrði skoðað sér- staklega í meðförum sjávarútvegsnefndar. Pétur H. Blöndal (D) tók undir ánægju Svanfríðar með breytingar í þá átt að hamla gegn brottkasti. Aukinheldur velti hann því upp hvernig finna ætti sjávarbyggðir sem væru verulega háðar veiði krókaaflamarksbáta. Sagði hann slíkt geta orðið vandkvæðum bundið, ekki síst eftir sameiningu sveitarfé- laga. „Ætla menn að líta á Ísafjarðar- kaupstað sem einn, eða taka út hvert kauptún fyrir sig, þannig að Flateyri og Suðureyri væru sérstakar sjávar- byggðir?“ spurði Pétur og velti því upp um leið hvort þá mætti ekki skipta stærri bæjum og borg upp í einstök hverfi sem háð gætu verið veiðum slíkra báta. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að engar reglur hefðu enn verið settar um það hvernig að skilgrein- ingu sjávarbyggða verði staðið. „Þetta verður skoðað á efnislegum forsendum þannig að þessar heim- ildir nýtist þeim sem verða fyrir afla- samdrætti vegna þessa. Sameining sveitarfélaga að undanförnu hefur auðvitað gert slíka skilgreiningu erf- iðari og þess vegna er vísað til sjáv- arbyggða, en ekki sveitarfélaga,“ sagði ráðherrann. Grafið undan hagsmunum smábátasjómanna Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, vísaði til þess að undanfarinn áratug hefðu smábátar komið mörgum tugum sinnum til umræðu á Alþingi. „Enn koma mál- efni smábáta til umræðu og enn eru skiptar skoðanir um málefni þeirra,“ sagði hann og gagnrýndi þá einföldu mynd sem gefin hefði verið í um- ræðunni að með því að leysa vanda smábáta væri verið að ganga á hags- muni aflamarksbáta. „Ég tel þetta vera mikla einföldun og beinlínis rangt. Þetta er algjör óþarfi og augljóslega gert í þeim eina tilgangi að grafa undan hagsmunum smábátaútgerðarinnar,“ sagði Hjálmar, sem tekið hefur afstöðu gegn kvótasetningu smábáta, svo sem kunnugt er. Hann er ekki eini stjórnarliðinn sem það hefur gert, því Einar Oddur Kristjánsson (D) hefur haft uppi um það stór orð og sagði á Alþingi í gær að með frum- varpi sjávarútvegsráðherra nú væri verið að „klóra aðeins í bakkann“. Einar Oddur rifjaði upp baráttu sína og margra annarra gegn kvóta- setningunni og sagði marga góða menn gengna upp að hnjám og þeir hefðu „boðið alls konar boð, alls kon- ar boð til þess að koma í veg fyrir þetta, en ekki tekist. Því miður. Ég hef margsinnis sagt það opinberlega að ég teldi þetta ákaflega hörmulega ákvörðun. Ég tel hana skaða íslenska landsbyggð gríðarlega mikið, hinar dreifðu byggðir, sjávarþorpin litlu og raunar efnahagslífið í heild,“ sagði Einar Oddur og kvaðst lítið gefa fyr- ir þá sem héldu því fram að ógn staf- aði af frjálsum veiðum smábáta. Sagði hann slíkan málflutning vera barnalegan. Einar Oddur kvaðst verða að leið- rétta þau orð sjávarútvegsráðherra um að sátt ríkti um frumvarpið. Taldi hann það gróflega missagt, því um þetta væri auðvitað engin sátt, held- ur bullandi ósætti í báðum stjórnar- flokkum. „Hið rétta er að þetta varð niður- staða. Þetta varð niðurstaðan og ég ætla að flestir ef ekki allir stjórnar- þingmenn hafi heitið því að styðja efni þess í meginatriðum. Þetta var niðurstaðan, því að með þessu frum- varpi er þó tekinn sárasti broddurinn úr þessari aðgerð. Það er komið til móts við byggðirnar smáu með að- gerðum sem eiga að hjálpa, þótt því fari fjarri að það jafnist á við þann mikla skaða sem af breytingunni hlýst,“ sagði Einar Oddur. Einar Oddur lét það koma skýrt í ljós að efnislega væri hann mun frek- ar sammála þingmannafrumvarpi Guðjóns A. Kristjánssonar, Frjáls- lynda flokknum, um óbreytt kerfi smábátaveiða, en hann mæti það hins vegar svo að litlar eða engar lík- ur væru til þess að það næði fram að ganga. Fjölmargir þingmenn, úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, tóku þátt í umræðu um frumvarp ráðherra og fór svo að fresta varð umræðunni síðdegis í gær þegar enn voru hið minnsta tíu þingmenn á mælendaskrá. Áhersla var lögð á að afgreiða frumvarpið til þingnefndar úr fyrstu umræðu fyrir nk. þriðjudag, þar eð Árni M. Mat- hisesn, sjávarútvegsráðherra, og Einar K. Guðfinsson, formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, eru báðir á leið úr landi í opinberum erinda- gjörðum nú um helgina. Náðist um það samkomulag milli allra þing- flokka að halda umræðu um frum- varpið áfram á mánudag og ljúka henni þá, jafnvel þótt þeir Árni og Einar verði þá fjarverandi. Er ekki að efa að hart verður áfram tekist á um stjórn fiskveiða og smábátana þá. Morgunblaðið/Jim Smart Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Vestfirðinga, var áberandi í umræðunni um krókabáta á Alþingi í gær. Ráðherra segir gífurlega aukningu á veiðum krókabáta „Frjálsar veiðar eins flokks skipa, sem óhjákvæmilega ganga á aflaheimildir annarra skipa, ganga ekki til lengdar,“ var meðal þess sem Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, sagði við um- ræður um frumvarp hans um krókaaflamarksbáta á Alþingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með líflegum umræðum sem ekki fór nálægt því að tækist að ljúka fyrir helgi, eins og að var stefnt. Hlutur krókabáta aukinn í ýsu, steinbít og ufsa og úthlutað aflahlutdeild í keilu, löngu og karfa bingi@mbl.is EINAR Oddur Kristjánsson (D) héltlíklega þá ræðu sem vakti mesta athygli við umræður um smá- bátana í gær. Þetta var mikil eld- ræða, þar sem víða var drepið niður og m.a. fitjað upp á einu af grund- vallaratriðum þingmennskunnar, að fara eftir sinni eigin samvisku. Um fiskveiðistjórnarkerfið sagði Einar Oddur þetta: „Á þeim sextán eða sautján árum sem liðin eru frá því við fórum að stjórna fiskveið- unum er ástæða til þess að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að okkur hefur miðað aftur á bak en ekki áfram. Aftur á bak á öllum sviðum. Ég tel að við verðum að horfast í augu við þetta. Við kom- umst ekki hjá því,“ sagði hann. Einar Oddur tók bolfiskinn sem dæmi. „Við veiðum 50%, kannski 60% af því sem við veiddum af bol- fiski hér áður fyrr í frjálsri veiði. Sjávarbyggðirnar kringum Ísland byggðust til þess að taka á móti fiski sem veiddur var á Íslands- miðum. Þess vegna urðu þær til og það er engin önnur forsenda fyrir tilveru þeirra. Menn ræða mikið um stöðu landsbyggðarinnar. Ég full- yrði að þetta er hennar aðalvandi.“ Hann sagði að enginn vildi ræða þessi mál. „Það ræðir enginn um það að okkur hefur hér stórlega mistekist. Að við notum nú þrefalt meira vélarafl til að ná helmingi minni fiski. Ég sé ekki að fjölmiðlar ræði þetta eða prófessorar sem fara þó vítt um heiminn að kynna þetta stjórnkerfi. Ég sé ekki að stjórn- málaflokkarnir taki á þessum mál- um. Allir flokkarnir fimm eru nú komnir í deilur og skiptast í tvennt. Tveir þeirra vilja fara á leið að koma á smá veiðileyfagjaldi en þrír þeirra vilja fyrna veiðiheimildir og úthluta síðan aftur.“ Sagði Einar Oddur að með þessu væru flokkarnir allir að drepa mál- inu á dreif. Sjálfur sagðist hann ekki nenna að taka afstöðu til þess hvort hann væri með eða á móti hóflegu gjaldi eða fyrningu. Slíkt breytti engu um þá skelfilegu stöðu sem komin væri upp að fisk- veiðistjórnin hefði mistekist með öllu. Hann vísaði m.a. til þess að í nokkur ár eftir gildistöku kvóta- kerfisins hefðu reyndir sjómenn horft í sjóinn og sagt þar meira af fiski en tölur Hafró gæfu til kynna. Nú bæri annað við, allir væru sam- mála um minnkandi fiskgengd. „Ef við horfumst ekki í augu við þetta, þá er voðinn vís fyrir þetta þjóðfélag,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson og sagði þörf á að velta upp hverjum einasta steini til þess að finna lausn, því þetta væri stærsta efnahagsvandamál þjóð- arinnar; allt annað væri hjómið eitt. Einar Oddur Kristjánsson „Okkur hefur hér stórlega mistekist“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.