Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 27 Yogatímar þriðjudaga og föstudaga kl. 17.20. YOGA fyrir BYRJENDUR þriðjudaga og föstudaga kl. 18.20. KENNT verður í BOLHOLTI 4, 4. hæð t.v. Innritun og upplýsingar í síma 897 1731 ÁSGEIR, og 861 0667 GÍGJA. YOGA-NÁMSKEIÐ  6. NÓV. NK.  YOGA-NÁMSKEIÐ Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. 10—16. Ný sending Glæsilegir samkvæmiskjólar og dress, stærðir S-XXXL. Telpusparikjólar, drengjaspariföt. OFNOTKUN sýklalyfja, hvort sem er í fólki eða búfénaði, hefur víða leitt til aukinnar útbreiðslu lyfþolinna sýkla. Hér á landi er bannað að nota sýklalyf í eldi dýra sem ætluð eru til manneldis. Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýndi að eitt af hverjum fimm sýnum af hökkuðu kjöti, sem tekin voru í stórmörkuðum á svæðinu í kringum höfuðborgina Washington, D.C., var mengað af salmonellu og í flestum til- vikum var um að ræða lyfjaónæm af- brigði. Nýlega var greint frá þessari rannsókn og tveimur öðrum á notkun sýklalyfja í húsdýrum og lyfjaónæmi í New England Journal of Medicine. 9.000 tonn af lyfjum á ári Þessi niðurstaða, sem er sam- hljóða fyrri athugunum bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) á örverum sem valda matareitrunum, hefur skapað umræðu vestanhafs um auknar hömlur á notkun sýklalyfja í bandarískum landbúnaði. Þar hefur lengi tíðkast að dýrum sem alin eru til slátrunar séu gefin sýklalyf. Dýraheilbrigðisstofnunin (The Animal Health Institute), en að henni standa framleiðendur dýra- lyfja, segir að á hverju ári séu banda- rískum sláturdýrum gefin meira en 9.000 tonn af sýklalyfjum, bæði til þess að lækna dýr og koma í veg fyrir sjúkdóma. Samtök vísindamanna sem láta sig málið varða (The Union of Concerned Scientists) segja að einungis einn tíundi hluti lyfjanna sé gefinn veikum dýrum. Hitt sé notað til að varna sjúkdómum og hraða vexti sláturdýra. Vísindamenn óttast að fólk geti smitast af öflugum og lyf- þolnum sýklum við neyslu matvæla úr sýktum dýrum. Bannað hér á landi Að sögn Gísla Sverris Halldórs- sonar, sérgreinadýralæknis hjá land- búnaðarráðurneytinu, liggur hér blátt bann við að gefa dýrum sem alin eru til manneldis sýklalyf. Hann sagði Ísland hafa algjöra sérstöðu í þessum efnum meðal aðildarlanda Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og að líklega væri löggjöf hér á landi varðandi sýklalyfjanotkun í eldi sláturdýra sú strangasta sem um getur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Íslandi er bannað að nota sýklalyf í eldi dýra sem ætluð eru til mann- eldis. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði vestanhafs veldur nú áhyggjum. AP. Boston. Lyfþolnar örverur í kjöti rannsakaðar Deilt um sýklalyfja- notkun í landbúnaði Spurning: Viðvíkjandi B-vítamíni. Munduð þið ekki vilja skrifa eitt- hvað um B-vítamín. Fyrir einu eða tveimur árum fékkst það ekki nema gegn lyfseðli í lyfjabúðum en nú fæst það alls staðar án hans. Hef tekið það um nokkurt skeið en finnst að ég verði eitthvað skrítinn af því og er að hugsa um að hætta því. Með fyrirfram þökk. Svar: Ýmiss konar töflur sem innihalda B-vítamín hafa fengist án lyfseðils hér á landi um árabil. Þar má nefna B-kombín og sterkar B- kombín sem fást í lyfjabúðum og auk þess fást í lyfjabúðum og mat- vöruverslunum ýmsar aðrar gerðir taflna með B-vítamínum og öðrum vítamínum. B-vítamínin eru í flokki vatns- leysanlegra vítamína ásamt C- vítamíni. A-, D-, E- og K-vítamín eru hins vegar fituleysanleg. B- vítamínin eru allnokkur og þjóna mismunandi hlutverkum í lík- amanum en í grófri samantekt má segja að þau taki þátt í að nýta orku fæðunnar. Helstu B-vítamínin eru tíamín (B-1), ríbóflavín (B-2), níasín (B-3), pantótensýra, bíótín, pýridoxín (B-6), fólasín og kóba- lamín (B-12). Skortur á tíamíni veldur sjúkdómnum beri-beri (skemmdum á taugum, vöðvum og hjarta o.fl.), skortur á ríbóflavíni veldur skemmdum á augum og vörum, skortur á níasíni veldur sjúkdómnum pellagra (húð- skemmdir o.fl.), skortur á pýridox- íni veldur skemmdum á húð og taugum og skortur á fólasíni eða kóbalamíni veldur blóðleysi og jafnvel taugaskemmdum. Skortur á B-vítamínum var þekktur í Evr- ópu fyrr á öldum og hrjáir enn sumar af fátækum þjóðum heims- ins, m.a. í Asíu. Slíkur skortur þekkist ekki lengur á Vest- urlöndum meðal fólks sem borðar venjulegan mat, með einni und- antekningu sem er skortur á kóba- lamíni hjá einstaklingum með viss- an sjúkdóm í maga. Maginn framleiðir þá ekki efni sem er nauðsynlegt til að kóbalamín nýtist úr fæðunni, þetta leiðir til blóðleys- is, slappleika og jafnvel tauga- skemmda og meðferðin er fólgin í því að sprauta vítamíninu í vöðva á nokkurra mánaða fresti það sem eftir er ævinnar. Í fæðu Íslendinga er meira en nóg af öllum B- vítamínum og þeir sem borða holl- an og fjölbreyttan mat þurfa ekki að óttast skort á þeim. Það er hins vegar skaðlaust að bæta á sig þess- um vítamínum í hóflegu magni, t.d. í fjölvítamínum eða B-vítam- íntöflum. Af B-vítamínunum eru ekki þekktar eiturverkanir með vissu nema af pýridoxíni (B-6). Þeir sem taka 50–100 mg á dag eða meira af pýridoxíni eiga á hættu að fá taugaskemmdir og fleiri kvilla og fara ætti mjög varlega í inntöku stórra skammta af vítamínum, hverju nafni sem þau nefnast. Ekki eru til neinar rannsóknir sem sýna að stórir skammtar vítamína bæti heilsufar almennt og sum þeirra hafa þekktar eiturverkanir í stórum skömmtum (einkum A- vítamín, D-vítamín, pýridoxín og hugsanlega C-vítamín). Eina vít- amínið sem suma Íslendinga skort- ir, einkum í skammdeginu, er D- vítamín og auðvelt er að bæta það upp með lýsi eða fjölvítamínum. Hvað gerir B-vítamín? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Orkunýting  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. FIMMTUNGUR breskra skóla- barna á við einhvers konar sjón- galla að etja, án þess um hann sé vitað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Vel er fylgst með sjón íslenskra skólabarna, að mati Bergljótar Líndal, hjúkrunarfor- stjóra Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Upplýsingar um sjóngalla bresku skólabarnanna komu fram í rann- sókn sem dr. David Thomson, við City University í London, gerði á árunum 1997–2001. Milli 17 og 22% barna á skólaaldri voru með sjón- galla sem ekki höfðu áður fundist. Blindrastofnunin Royal National Institute for the Blind (RNIB) hef- ur hvatt foreldra skólabarna til að panta ókeypis sjónskoðun, sem þeim stendur til boða, svo að gengið sé úr skugga um heilbrigði sjón- arinnar. Slæm sjón og námsörðugleikar Anita Lightstone, talsmaður RNIB, sagði að mörg börn ættu erfitt með nám vegna þess að ekki hefði uppgötvast að þau sæju illa. Öllum þyrfti að vera ljóst mikilvægi þess að fara í sjónpróf svo að börnin næðu sem bestum árangri í skóla. Slæm sjón getur valdið því að börn- in hvorki sjá á töfluna í tímum né á skólabækurnar. RNIB barst fregn af sjö ára dreng sem skólasálfræðingur sendi í sjónskoðun. Drengurinn hafði ver- ið sendur til sálfræðingsins vegna þess að hann gat ekki enbeitt sér og átti erfitt í samskiptum við aðra. Sjónskoðunin leiddi í ljós að hann var mjög fjarsýnn og með sjón- skekkju. Eftir að hafa haft gleraugu í mánuð hafði honum farið mikið fram í lestri og hann undi sér vel með skólasystkinum sínum. Gary Rubin, prófessor við Uni- versity College í London, sagði í samtali við fréttavef BBC að þótt svo skýr dæmi um afleiðingar óupp- götvaðra sjóngalla væru sjaldgæf þyrftu foreldrar að láta fylgjast með sjón barna sinna. Hann sagði að slæm sjón gæti leitt til sjóngalla sem erfitt væri að laga þegar frá liði. Í verstu tilfellum gætu afleið- ingar sjóndepru, og námsörðugleika sem af henni stöfuðu, orðið til þess að börn væru ranglega greind sem greindarskert. Á því væru þó litlar líkur. Vel fylgst með íslenskum börnum Að sögn Bergljótar Líndal, hjúkr- unarforstjóra Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, er vel fylgst með sjón íslenskra barna. Hún sagði að sjón þeirra væri athuguð í eftirliti ung- og smábarnaverndar með þriggja og hálfs árs og fimm ára börnum. Eftir það tekur heilsugæsla í skól- um við og skoðar sjón barnanna þegar þau eru 7, 9, 12 og 14 ára. „Það detta sárafá börn úr og þessu er fylgt vel eftir,“ sagði Bergljót. Augnskoðanirnar eru eftir fyrir- mælum augnlækna. Ef eitthvað þykir athugavert eru börnin send til augnlæknis. Bergljót hafði ekki við höndina tölur um hve stórt hlutfall barna er sent áfram en taldi sam- kvæmt upplýsingum skólahjúkrun- arfræðings að um væri að ræða 5– 10% barna sem vísað er áfram. Sjóngallar barna vangreindir VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum og á Bretlandi segja að aldrei hafi mátt rekja jafn mörg krabbameins- tilfelli til eins atburðar og kjarn- orkuslyssins í Tsjernóbýl. Slysið varð fyrir 15 árum og hafa tvö þús- und tilfelli af skjaldkirtilskrabba- meini verið rakin til þess. Vísinda- menn eru sannfærðir um að tilfellunum muni enn fjölga. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir, sem voru sendir á vettvang til að hreinsa til í kjölfar slyssins íkjarnorkuverinu í Tsjernóbýl, sem er í Úkraínu, sem tilheyrði Sov- étríkjunum þegar slysið varð, eigi mun frekar á hættu á að fá lungna- krabbamein en hefðu þeir ekki ver- ið sendir. Hafa mælst geislavirkar rykagnir í lungum þeirra. Bruninn í kjarnakljúfnum leysti úr læðingi geislavirka joðísótópa, sem fóru út í umhverfið. Börn þurfa á joði að halda til að þroskast og það safnast í skjaldkirtilinn. Í þessu tilfelli var efnið geislavirkt og hefur haft mikil áhrif á vefi. Krabbamein- ið getur hins vegar verið þó nokk- urn tíma að koma fram. Dr. Elaine Ron, sem starfar við Bandarísku krabbameinsstofnunina í Bethesda í Maryland, telur að þeir, sem verði fyrir geislun búi við aukna hættu á skjaldkirtilskrabba- meini alla ævi, en mest sé hættan 15 til 19 árum eftir að geislun átti sér stað. Hins vegar er auðvelt að eiga við krabbamein í skjaldkirtli og því hefur verið hægt að bjarga flestum þeirra, sem hafa greinst. Prófessor Dillwyn Williams, sem starfar við Cambridge University og kom hingað til lands fyrir nokkr- um árum til að kynna niðurstöður rannsókna sinna á afleiðingum slyssins í Tsjernóbýl, segir að hjálpar sé enn þörf þótt fáir sjúk- lingar hafi látist. Skjaldkirtillinn verði fyrir þúsund sinnum meiri geislun en aðrir hlutar líkamans þegar joðísótópar safnist fyrir í honum og börn séu í mestri hættu vegna þess að þau séu enn að þroskast og hin ýmsu vaxtarhorm- ón séu framleidd í skjaldkirtlinum. Talið er að fimm milljónir manna hafi orðið fyrir það mikilli geislun í kjölfar Tsjernóbýl-slyssins að það gæti haft áhrif á heilsu þeirra. Til dæmis hafa rannsóknir leitt í ljós að þeir sem störfuðu við að hreinsa upp eftir slysið eigi margir við ein- hvers konar öndunarvandamál að stríða. Fengnir voru 40 manns og í meirihluta þeirra greindust óeðli- legar frumubreytingar og mikil hætta á krabbameini í lungum. Krabbamein eftir Tsjernóbýl Reuters Geislavirkni í Tsjernóbýl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.